Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. 47 Meiming Góðir tónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Langholtskirkju í gærkvöídi. Stjórnandi var Guömundur Oli Gunnarsson. Þá léku íjórir fiðluleikarar einleik og voru það þau Bryndís Pálsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Lin Wei og Andrzej Kleina. Verkefnin voru eftir Antonio Vivaldi, Ottorino Respighi og Igor Stravinsky. Árstíðir Vivaldis eru sígilt dæmi um áhrifa- mátt einfaldleikans. í þessum verkum hefur all- ur óþarfi verið strokinn burt og eftir skilið að- eins það nauðsynlega sem fyrir bragiö nýtur sín margfalt. Þetta er stíll hreinleikans þar sem ekkert fer milli mála. Það var góð hugmynd að birta í efnisskrá tónleikanna lauslega þýðingu á sonnettum þeim sem liggja að baki samningu konsertanna. Með þessu fæst ný sýn inn í hug- myndaheim tónskáldsins og önnur vídd í tón- listina. Flutningur hljómsveitarinnar á konsert- unum var hreinn og skýr með ágætum blæ- brigðum í styrk og lit. Frammistaða einleikar- anna var einnig með ágætum og sýnir það breidd hljómsveitarinnar að svo ágætir hljóð- færaleikarar skuli skipa hin almennu sæti í fiðludeild. Hver einleikaranna hafði að sjálf- sögðu sín sérkenni og gaf það flutningnum í heild brag ólíkan því sem verið hefði með einum einleikara. Að öðrum ólöstuðum er ástæða til að hrósa sérstaklega túlkun Andrzej Kleina á Vorinu, sem var frábær. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Svíta nr. 2 eftir Respighi, sem mun byggð á gömlum dönsum og söngvum, er ekki merkileg tónsmíð. Laglínur voru ef til vill ekki tiltakan- lega slæmar en sjaldgæft er að heyra svo hljóm- fræðilega staða tónlist í hljómsveitarbúningi sem svo vandaður er sem þessi því að það má Respighi eiga að hann kann að útsetja. Sum þessara laga hljómuðu býsna vel í hljómsveit- inni, einkum þriðja lagið og sumt í því fjórða. Síðasta verkið var Pulcinella svíta Stravinskis sem byggð er á lögum eftir Pergolesi. Þetta verk kom í kjölfar Vorblótsins og menn hafa oft velt því fyrir sér hver framvindan hefði orðið hefði Stravinski haldið áfram á braut Vorblótsins í stað þess að hverfa aftur í söguna eins og hann gerir í þessari svítu sem var upphaf nýklassík- urinnar. Fylgdi tónskáldið þeirri stefnu þaðan í frá og allt þar til hann tók að semja tólftónatón- list eftir lát Schönbergs. Það hefur hins vegar aldrei verið skortur á fólki sem dáist af Pul- cinella enda er þetta verk gullfallegt og gríp- andi. Flutningurinn tókst yfirleitt prýðilega. í verkinu erumargir staðir þar sem hljómsveitar- menn fá að spreyta sig á einleik og má minnast á ágætt framlag Guðnýjar Guðmundsdóttur, Kristjáns Þ. Stephensens, Jóns H. Sigurbjörns- sonar og Odds Björnssonar í því sambandi. Þá var trompetleikur Ásgeirs Steingrímssonar sérstaklega góður. Það var fróðlegt að bera saman hljómburðinn í Langholtskirkju við það sem gestir Sinfóníunn- ar eiga að venjast í Háskólabíói. Hljómburður Langholtskirkju er fullmikill til að henta hljóð- færatónlist. Á þessum tónlejkum var kirkjan þéttskipuð fólki og dró það nokkuð úr hljóm- burði sem við það nálgaðist að vera hæfilegur. Hljómaði hljómsveitin þarna mun betur en venjulega. Einkum voru það hærri hljóðfæri og strengir sem nutu sín betur og fiðlurnar alveg sérstaklega. Auk þess var jafnvægi milli hópa betra. Þessir tónleikar voru mikill sigur fyrir Guð- mund Óla Gunnarsson sem þarna stjórnaði Sin- fóníuhljómsveitinni í fyrsta skipti. Guðmundur hefur ágæta tilfinningu fyrir hljómfalli og hryn og góða þekkingu á viðfangsefnunum. Blæbrigði í styrk og lit komu oft ágætlega út og í heild virtust hljóðfæraleikararnir njóta sín vel undir tónsprota hans. Fjarstæða og draumar Islenskir bókmenntamenn halda áfram að rækta trúnaðarsamband sitt við argentíska snillinginn Jorge Luis Borges og er það vel. Smásagnasafnið Blekspegillinn, sem Mál og menning gefur út, er nýjasti vottur þessarar ræktarsemi. Við eigum Borges enda ekki lítið að þakka þvi að auk þess að þýða og kynna íslen- skar fornbókmenntir um víða veröld urðu verk hans sjálfs til að opna augu okkar fyrir töfrum töfraraunsæisins suðurameríska löngu áður en Marquez gerði það heimsfrægt. Þýðingar á nokkrum smásögum Borgesar birt- ust í íslenskum tímaritum á sjöunda áratugnum en ekki voru sögur hans gefnar út á bók hér á landi fyrr en um miðjan áttunda áratuginn. Þeir voru þó æði margir sem lásu Borges í ensk- um þýðingum. Seint á menntaskólaárum mín- um gengu mjög meðvitaðir bókmenntahaukar gjarnan um með eintök af Völundarhúsum (La- brynths) Borgesar á áberandi stöðum utan á sér. Árið 1975 kom loks út smásagnasafnið Suðrið í þýðingu Guðbergs Bergssonar en um hana voru menn ekki á eitt sáttir. Sjálfur er ég ekki spænskumælandi en þótti með ólíkindum hve mjög ritháttur Borgesar líktist rithætti þýðand- ans. Hringlaga tími Öfugt við mig er Sigfús Bjartmarsson rithöf- undur ágætlega verseraður í spænsku máli og bókmenntum. Hann hefur valið til þýðingar sautján smá- og örsögur eftir Borges sem ekki hafa áður komið út á íslensku. Ekki veit ég hve þungt sú staðreynd vó þegar vahð var úr sogun- um en alltént eru þær fjölbreyttar að efni og stíl og snerta flest það sem höfundi var hugleik- ið. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Hringlaga tíminn er uppistaða margra þessara frásagna Borgesar en innan þess ramma gerast hlutirnir eftir alls kyns krókaleiöum og í sam- ræmi við sérkennilega metafýsík höfundarins fremur en flest þau rök sem við teljum okkur þekkja. Borges er yfirmáta nákvæmur í öllum lýsingum en þrátt fyrir þáð er andrúmsloft í flestum þessum sögum fullkomlega fjarstæðu- og draumkennt og atburðarásin sveiflast, að því er virðist tilviljanakennt, milli raunsæis og hei- mullegra fræða. Þegar upp úr þessum ævintýralega sagna- heimi er staðið er lesandanum þó ljóst að allan tímann hefur Borges verið að leggja fyrir okkur býsna áleitnar spurningar um eðli tímans, hlut- skipti mannsins og fáránleika tilverunnar. Launfyndni og paródíur Hér áður fyrr voru menn gjarnir á að taka Borges mjög alvarlega, jafnvel þar sem hann brá á leik. Þýðingar Sigfúsar færa heim sannin um blæbrigðaríka kímnigáfu Borgesar, sem birtist jafnt í launfyndni, aulafyndni sem geipi- legum paródíum. Sumar smásögur hans eru uppfullar af gáfumannabröndurum sem hefðu sómt sér vel í Monty Python þáttunum. Mér verður hugsað til krikkettleiksins sem þeir léku í einum þessara þátta, persónur úr grísku harm- leikjunum gegn persónum úr leikritum Sha- kespeares... Jorge Luis Borges. Leynilögreglumaðurinn í sakamálasögunni „Dauöinn og áttavitinn" heitir til dæmis eftir fmnska málvísindamanninum Lönnrot, föður Kalavala-bálksins, eitt fórnarlambiö heitir Azevedo, sem er nafn á arabískum spekingi en meðal sönnunargagna er bréf frá hollenska heimspekingnum Spinoza. Voru þessir speking- ar uppi sinn á hvorri öldinni. Smásögur Borgesar eru mjög lifandi og eðhleg- ar á íslensku sem er til marks um vönduð vinnu- brögð þýðandans. Tvennt var það þó sem ég hnaut um. Maður einn er sagður „góðkunnur fyrir að byrla hrossum manna eitur“ (bls. 79). Góðkunnur? Á bls. 75 segir einnig: „Það væri samhljóma kenningu, sem Benedetto Croce setti fram árið 1877, þá orðinn Pater, að allar listir leitist við að verða tónhst...“ Hér fer þýðandi villur veg- ar. Vitringur að nafni Waltér Pater setti fram umrædda kenningu árið 1877 en Croce (f. 1866) tók undir hana löngu síðar. Jorge Luis Borges: Blekspegillinn, 119 bls. Sigfús Bjartmarsson valdi og þýddi Mál og menning 1990 NILFISK STERKA RYKSUGAN /Fúnix HATÚNI 6A SÍMI (91)24420 Drögum úrhraða^ -ökum af skynsemi! yujgsnOAR Fréttir Tillaga um úrsögn úr BSRB - vilja miða sig \áð nágrannalöndin Fyrir aðalfundi Lögreglufélags miðuð við eftirlaun hermanna. Þar eru i verkfalh, að geta ekki gert hið Reykjavíkur, sem haldinn verður hætta menn miklu fyrr og eru ekki sama. Við höfum ekki verkfahsrétt snemma á næsta ári, hggur fyrir eins gamhr í starfi á götunni. Menn og þess vegna getur það orðið svo- thlaga um aö félagið segi sig úr eru líka betur launaðir þar miðað lítið pínleg staða.“ BSRB. Jónas Magnússon lögreglu- við þá ábyrgð sem þeir axla, heldur Tahð er aö stór hluti lögreglu- maöur lagði tillöguna fram í októb- en hér.“ manna sé óákveðinn hvað afstöðu er síðasthðnum. Hann segir aðalá- Jónas telur að lögreglumenn séu til tillögunnar varöar. Um 280 fé- stæöuna fyrir tillögunni vera þá, betur settir utan BSRB en innan lagar eru í Lögreglufélagi Reykja- að lögreglumenn vilji miða kjör sín vegna þess að þegar ríkið semji við víkur. Sams konar thlaga liggur við starfsbræður sína á Norður- félög innan BSRB taki þau mið fyrir Landssambandi lögreglu- löndum sem þeir teija mun betri hvert af öðru. „Það er erfiðara að manna, en þar eru félagsmenn um en síneigin. höfða tii sinnar sérstöðu ef maður 700. „Það eru til dæmis eftirlaunamál er í bandalagi. Okkur finnst líka -ns sem á öhum Norðurlöndunum eru erfitt þegar okkar félagar í BSRB Veður Allhvöss eða hvöss sunnanátt og rigning um vestan- vert landið fram eftir morgni en hægari og víða létt- skýjað á Norðaustur- og Apsturlandi. Um hádegis- bil snýst vindur til mun hægari vestlægrar áttar vest- antil á landinu, þegar líður á daginn litur þar út fyrir suðvestan kalda og síðár stinningskalda með slyddu- éljum en austantil fer að rigna undir kvöld. Veður fer kólnandi þegar kemur fram á daginn, fyrst vestan- lands. Akureyri léttskýjað 9 Egilsstaðir hálfskýjað 10 Hjarðarnes þoka 6 Galtarviti súld 10 Kefla víkurflug völlur rigning 8 Kirkjubæjarklaustur súld 4 Raufarhöfn alskýjað 7 Reykjavík súld 8 Vestmannaeyjar rign/súld 7 Bergen súld 2 Helsinki alskýjað -6 Kaupmannahöfn skýjað -3 Stokkhólmur skýjað -4 Þórshöfn súld 9 Amsterdam þokumóða 1 Berlín alskýjað 1 Feneyjar skýjað 6 Frankfurt skýjað 3 Glasgow mistur 2 Hamborg léttskýjað -2 London þoka 1 LosAngeles heiðskírt 13 Lúxemborg skýjað 0 Madrid heiðskírt -3 Malaga heiðskírt 11 Mallorca léttskýjað 4 Montreal léttskýjað -8 New York hálfskýjað 6 Nuuk snjókoma -8 París þokumóða 3 Róm skýjað 8 Valencia léttskýjað 5 Vín alskýjað 2 Winnipeg alskýjað -8 Gengið Gengisskráning nr. 240. -14. des. 1990 kl. 9.15 Einingkl, 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 54,500 54,660 54,320 Pund 106,049 106,360 107,611 Kan. dollar 46,942 47,080 46,613 Dönsk kr. 9,6324 9,6105 9,5802 Norsk kr. 9,3941 9,4217 9,4069 Sænsk kr. 9,7793 9,8080 9,8033 Fi. mark 16,2811 15,3260 15,3295 Fra. franki 10,8479 10,8798 10,8798 Belg. franki 1,7793 1,7845 1,7778 Sviss. franki 43,0541 43,1805 43,0838 Holl. gyllini 32,6846 32,7806 32,5552 Vþ. mark 36,8779 36,9862 36,7151 It. líra 0,04889 0,04903 0,04893 Aust. sch. 5,2406 5,2560 5,2203 Port. escudo 0,4171 0,4183 0,4181 Spá. peseti 0,5785 0,5802 0,5785 Jap. yen 0,41319 0,41441 0,42141 irskt pund 98,141 98,429 98.029 SDR 78,4042 78,6344 78,6842 ECU 75,6651 75,8872 75,7791 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 14. desember seldust alls 51,276 tonn. Magní Verðíkrónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Smáýsa 0,119 76,00 76,00 76,00 Ufsi 0.586 53,00 53,00 53,00 Steinbítur 1,722 79,00 75,00 80,00 Langa 1,211 76,68 70,00 83,00 Koli 0,025 70,00 70,00 70,00 Keila 0,066 34,00 34,00 34,00 Karfi 9,349 56,68 51,50 75.00 Vsa 4,566 103,47 100,00 116,00 Smár þorskur 6.033 89,00 89,00 89,00 Þorskur 27,084 99,31 98,00 103,00 Lúða 0,513 445,37 250,00 600,00 Faxamarkaður 14. desember seldust alls 51,701 tonn. Blandað 0,040 20,00 20,00 20,00 Grálúða 0,433 85,00 85,00 85,00 Karfi 0,437 61,54 60,00 65,00 Keila 0,066 39,00 39,00 39,00 Langa 2,592 83,93 70,00 88,00 Lúða 0,415 516,20 260,00 610,00 Skata 0,016 20,00 20,00 20,00 Skötuselur 0,012 250,00 250,00 250,00 Steinbítur 6,965 78,29 64,00 87,00 Þorskur, sl. 21,542 110,01 85,00 126,00 Þorskur, smár 1,134 88,54 88,00 90,00 Ufsi 0,903 51,69 46,00 57,00 Undirmál. 7,141 85,47 70,00 88,00 Ýsa, sl. 9,835 125,17 100,00 140,00 Ýsa.ósl. 0,168 133,25 83,00 125,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 14. desember seldust alls 84,865 tonn. Ufsi 15,700 45,71 45,00 65,00 Undirmál. 5,480 84,00 84,00 84,00 Hlýri 1,302 72,00 72,00 72,00 Grálúða 0,044 68,00 68,00 68,00 Blálanga 1,161 76,95 76,00 77,00 Þorskur 40,898 95,98 79,00 122,00 Langa 1,049 88,04 60.00 73,00 Keila 0,697 45,39 37,00 46,00 Steinbítur 1,267 79,85 70,00 80,00 Skarkoli 0,191 64,21 57,00 66,00 Lúða 0,421 304,39 300,00 375,00 Karfi 0,489 67,51 67,00 68,00 Ýsa 15,033 128,35 111,00 145,00 Kinnfiskur 0,014 215,00 215,00 215,00 Gellur 0,011 250,00 250,00 250,00 Síld 1,100 8,00 8,00 8,00 Endurski í skam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.