Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. 17 Merming íslensk kirkjutórilist: Góður f lutningur Út er kominn á vegum Mótettu- kórs Hallgrímskirkju hljómdiskur sem ber titilinn íslensk kirkjutón- list. Stjórnandi kórsins er .Höröur Áskelsson en einsöng syngur Sigr- ún Hjálmtýsdóttir sópransöng- kona. Úpptökur annaðist Ríkisút- varpið og var upptökustjóri Bjarni Rúnar Bjarnason. Tónlistinni á þessum diski er skipt í þrjá flokka. í fyrsta lagi eru þar nýjar útsetningar á gömlum sálmalögum eftir Hallgrím Péturs- son. Eru lög þessi fengin úr því merka safni sr. Bjarna Þorsteins- sonar, íslensk þjóðlög. Þá eru á disknum fjögur kórverk sem samin hafa verið á umliðnum áratug og Mótettukór Hallgrímskirkju. frumflutt af Mótettukórnum. Þessi verk byggjast öll á hefðbundnum kirkjutextum. í þriðja lagi eru þarna frumsamdir íslenskir sálmar og útsetningar. Myndarlegur hópur tón- skálda kemur við sögu. Frumsamin tónlist er eftir Jónas Tómasson, Nýjar plötur Finnur Torfi Stefánsson Gunnar Reynir Sveinsspn, Hjálmar H. Ragnarsson, Hörð Áskelsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Útsetningar eru eftir Jón Hlöðver Áskelsson, Þor- kel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og dr. Robert Abra- ham Ottóson. Svo sem sjá má af þessari upptalningu er hér um að ræða hinn ágæt- asta þverskurð af íslenskri kirkjutónlist jafnt gamalli sem nýrri. Mótettu- kórinn hefur frá stofnun lagt áherslu á aö sinna hvoru tveggja gömlu og nýju. Þá hefur skáldskapur Hallgríms Péturssonar af eðlilegum ástæðum skipað mikinn sess í verkefnavali. Flutningur kórsins er mjög góður. Bæði eru raddir fallegar og kórstjórn með ágætum. Er sama að segja um framlag Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Athyglisvert er hve jafnvígur kórinn er á þau ýmsu og stundum ólíku stílbrigði sem birtast í tónlistinni og sýnir það breidd hans. Upplýsingabæklingur sá sem fylgir með diskinum er óvenjuvandaður og er þar að finna upplýsingar um kórinn, stjórnanda hans og tónskáld sem koma við sögu. Þá er þar að finna alla texta sem sungnir eru. Allt er þetta á birt á erlendum tungum ásamt íslensku og gerir þetta diskinn að ákjósanlegari jólagjöf fyrir þá sem vilja gleðja vini í útlöndum um jólin. Stríðslíf Líkt og árgangar í skóla ber hver jólavertíð sinn sérstaka svip, þótt megindrættir séu þeir sömu. Þetta árið er þannig sæmilegt framboð á ævisögum og end- urminningum að vanda. í bókatíðindum útgefenda eru þær skráðar 36, þar af 8 þýddar. Af listanum yflr þær innlendu má ráða að nú eru merkir íslendingar enn á ný orðnir karlar einir, gjarnan þingmenn eða lækn- ar. Þó lífga Bubbi og Megas upp á hópinn, og aukatit- illinn á bók Kristjáns óperusöngvara „ástir, sorgir og glæstir sigrar" mundi víst ennþá ekki vera settur á bók um stjórnmálamann. Menningarvitar og bældar konur geta klappaö sam- an litlu lófunum sínum af gleði yfir því að samkvæmt bókatíðindum birtist nú engin bók sem er afrakstur af tveggja kvenna tali. Samkvæmt þeim er eina frum- samda bókin um líf og ævi konu þessi jólin skrifuð af karlmanni í samvinnu viö erlenda konu. Það er Eiríkur Jónsson sem vinnur úr minningum Margarete Ida Martha Marten Robert sem hingað hrökklaðist við illan leik undan hildarleik heimsstyrjaldar og gerðist íslenskur ríkisborgari, Margrét Róbertsdóttir. (Af einhverri ástæðu er í bókatíðindum ekki getið um sögu Sesselju á Sólheimum eftir Jónínu Michaels- dóttur, sem þá virðist vera sígilda undantekningin frá reglunni.) Margrét Róbertsdóttir fæddist árið 1932 í Glansee, friðsælu sveitaþorpi austarlega í Þýskalandi, svo litlu að albr krakkarnir þar voru í einum bekk í skólanum. Hún var frekar undrandi en hrædd þann 1. september 1939 þegar kennarinn gleymdi að biðja morgunbænina og sagði krökkunum að þeir mættu fara heim, hann hefði verið kvaddur í herinn. Framan af hélt líflð þó áfram að ganga sinn vanagant í Glansee. Skólabörnin voru að vísu send út í skóg að típa jurtir í te handa hermönnunum á vígstöðvunum og stóra geðsjúkra- húsinu var breytt í herspítala. Geðsjúklingunum var ýmist styttur aldur með eitri eða þeir vistaðir á heimil- um þorpsbúa ásamt stríðsfóngum, rússneskum, pólsk- um og frönskum, sem látnir voru vinna störf þýsku karlmannanna sem flestir höfðu verið teknir í herinn. Faðir Margrétar hafði látist skyndilega rétt fyrir stríð- ið og þótt móðir hennar saknaði hans sárt hafði hún oft fulla ástæðu til að vilja fremur vita af honum í kirkjugarðinum en í stríðinu. Bókmenntir Inga Huld Hákonardóttir Rússnesku hermennirnir, sem æddu inn í Glansee i byrjun mars 1945, voru óðir af hatri og fyrirlitningu á Þjóðverjum. Að nauðga konum sigraðrar þjóðar er ævagömul niðurlægingaraðferð sem þeir beittu ós- part. Meðferðin á þorpsbúum keyrði um þverbak þeg- ar friður var saminn tveim mánuðum síðar. Þá voru þeir yfirlýstir stríðsfangar, reknir úr húsum sínum og geymdir í gripahúsum um nætur, látnir vinna erf- iðisvinnu á daginn við illan kost. Ári seinna fengu Pólverjar héraðið í stríðsskaðabætur en heimamenn voru fluttir eins og búfé í gripavögnum í ýmsar áttir, margir til Síberíu. Hér verður ekki ítarlega rakið það sambland af óför- um og heppni sem einkenndi næstu árin í lífi Margrét- ar. Hún lifði við sult og seyru í flóttamannabúðum. síöan við litlu betri kost hjá þýskri flölskyldu í Kiel. Til íslands kom hún með hópi af þýsku verkafólki sem ráðið var til sveitavinnu á vegum Búnaðarfélags ís- lands árið 1949. Hún var óheppin með vistina fyrsta árið en eftir það fór hrakningum hennar loks að linna. Sem heild hefði bókin orðið sterkari ef síðustu tutt- ugu blaðsíðurnar heföu verið dregnar saman í tvær eða þrjár. Því hamingjan verður litlaus samanboriö við hryllinginn og ekki hægt að halda spennusögustíin- um. Á honum hefur Eiríkur Jónsson prýðilegt vald, án þess þó að týna sjónarhorni barnsins og unglings- ins. í samræmi við það eru persónur sögunnar ýmist alvondar eða algóðar. Styrkur þessarar sögu er að þún dregur skýrt fram að styrjaldir gera blásaklaust fólk að valdalausum og varnarlausum leiksoppum brjálaðra herforingja. Saga Margrétar er líka saga barnanna í Palestínu, Kuwait og ef til vill innan skamms í írak. Eiríkur Jónsson: Lífsstríðió. Æviferð Margrétar Róbertsdóttur úr Þriðja riki Hitlers til Þor- lákshafnar. Fróði hf. 1990. 189 bls. Fréttir Hátt verð á mörkuðum erlendis Mjög gott verð hefur verið á fiski að undanförnu bæði í Englandi og Þýskalandi. Það sama má segja um margar smærri fiskihafnir í Skot- landi og Fleetwood. í þessum höfnum hefur verið nánast sama verð á þorski og í stærri fiskihöfnum í Bret- landi. Þorskur hefur selst á 144-174 kr. kg, í einstaka tilfelli hefur verðið komist yflr 200 kr. kg. Verð á ýsu, sem er venjulega fremur smá, hefur verið frá 112 til 160 kr. kg. Veiðar á gulliaxi Bv. Vestmannaey hélt til veiða meðal annars til að veiða gulllax. í tilefni þess vil ég gjarnan minnast þess að 9. júní 1988 var í DV sagt frá veiðum íra á gulllaxi. - Veiðarnar hafa farið fram vestur af írlandi og viröist laxinn á stóru svæði segja skipstjórarnir á þessum skipum. Togað var á 58. gráðu allt að 9. gráðu Fiskmarkaðuriim Ingólfur Stefánsson vestur á 500 faðma dýpi. í viku veiði- ferð fengust allt að 2700 tonn, sem landað var í Danmörku, og fengust 45 sterlingspund fyrir tonnið. Á ein- um sólarhring fengust mest 1000 tonn í þrem hölum. Skipin voru ekki með kælingu en reynt var síðasta daginn á veiöum að fara til hafnar í írlandi og frysta, en fiskurinn skemmist fljott, en það sem fryst var líkaði mjög vel. Sagt er í þessari grein að gott verð fáist fyrir frystan gull- lax. Stærðin á fiskinum er að meðal- tali 50 sentímetrar. Japönsk hvalveiðiskip halda til hrefnuveiða við Suður- skautslandið Tókíó (NTB). Japanskur hvalveiði- floti hélt áleiðis til veiða á hrefnu við Suðurskautslandið. Þetta er 4. árið í röð sem Japanir veiða hrefnu þrátt fyrir mótmæli fundar Alþjóða hval- veiðiráðsins. Fyrirhugað er að veiða 330 dýr. Á fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins á síðasta ári ætluöu Japanir, íslendingar og Norðmenn að fá leyfi fyrir hrefnuveiðum en var synjað um þaö. Japanir ' stöðvuðu opinberlega hvalveiðar 1986-7. Ráðleggingar fyrir innfiytjendur Mílanó. Að undanfórnu hafa verið stöðvaðar sendingar á reyktum laxi frá Noregi á flugvellinum í Mílanó. Ástæðan fyrir þessari stöðvun var illa merktar umbúðir. Nýjar reglur eru að taka gildi í Evrópubandalag- inu. Merkja þarf vel á umbúðirnar og þurfa vöruheitin að vera á ítölsku. Á merkingunum þarf að standa frá hvaða landi varan er, hver er kaup- andinn, framleiðandi, þyngd vör- unnar nettó, seljandi, hvar hann á heima, rétt þyngd er nauðsynleg. Ef öllum reglum er ekki fylgt hafa vöru- sendingar jafnvel verið sendar til baka. Á Norður-Ítalíu kom veturinn allt í einu og allt fór á kaf í snjó en ann- ars staðar eru flóð svo ferðamenn verða að flýja. Þrátt fyrir þetta allt er sæmilegt framboð af öðrum fiski en laxi á markaðnum í Mílanó. Aðal- lega eru það flsktegundir úr Miðjarð- arhafmu og nokkuð er annars staðar frá. Meðal þess sem flutt er inn er þorskur, háfur, skötuselshalar, krabbadýr og annað góðgæti, svo sem humar. Lax Auglýsingaherferð, sem farin var á Ítalíu á haustmánuðum, virðist ætla að bera nokkurn árangur. Fjórir bæir af 10, sem heimsóttir voru með- an á þessari kynningu stóð, hafa haldið áfram kynningu á laxi. Þetta eykur viðskiptin þegar fram líða stundir. Þessi pistill er skrifaður í þeim til- gangi að minna á hertar reglur um innflutning til EB. Úr Fiskaren Gámasölur í Bretlandi 10., 11. og 12. desember Sundurliðun eftirtegundum Selt magn kg Söluverðísl. kr. Kr. kg Þorskur 339.885,00 48.475.535,77 142,62 Ýsa 96.527,50 16.118.037,13 166,98 Ufsi 5.055,00 478.200,52 94,60 Karfi 5.025,00 408.058,14 81,21 Koli 22.435,00 3.879.891,33 172:94 Grálúða 4.975,00 694.483,91 139,59 Blandað 53.911,25 7.498.940,16 139,10 Samtals 527.813,75 77.553.146,95 146,93 HólmatindurSU 220 í Bremerhaven 11. desember. Sundurliðun eftirtegundum Seltmagnkg Söluverðísl. kr. Kr. kg Þorskur 11.967,00 2.224.114,98 185,85 Ýsa 1.138,00 262.098,94 230,32 Ufsi 37.905,00 5.631.813,47 148,58 Karfi 60.008,00 9.288.289,47 154,78 Grálúða 600,00 83.452,88 139,09 Blandað 4.215,00 430.285,13 102,08 Samtals 115.833,00 17.920.054,86 154,71 Skipasölur í Þýskalandi 3.-7. desember Nafn Dagsetn. Höfn T Selt magnkg Verðí erl. mynt Söluverð ísl. kr. Kr. kg Engey RE1 3.12/90 Bremerhaven S 183.716,00 DEM 527.939,76 19.351.631,90 105,33 SurinutindurSU 5.12/90 Bremerhaven s 140.856,00 DEM 396.029,84 14.529.423,96 103,15 59 Björgvin EA 311 7.12/90 Bremerhaven s 164.039,00 DEM 482.825,99 17.755.636,09 108,24 488.611,00 1.406.795,59 51.636.691,95 . Sundurliðun eftirtegundum Seltmagnkg Verðíerl.mynt Meðalverðkg Söluverð isl. kr. Kr. kg Þorskur 14.700,00 44.272,80 3,01 1.624.050,73 110,48 Ýsa 3.586,00 14.163,50 3,95 519.454,88 144,86 Ufsi 50.321,00 141.038,34 2,80 5.171.662,91 102,77 Karfi 405.390,00 1.169.483,78 2,88 42.933.687,89 105,91 Grálúða 884,00 2.634,60 2,98 96.804,29 109,51 Blandað 13.730,00 35.202,57 2,56 1.291.031,25 94,03 Samtals 488.611,00 1.406.795,59 2,88 51.636.691,95 105,68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.