Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. öf fjölsky/t/ VEIÐIVORUR SENDLAR ÓSKAST Á AFGREIÐSLU DV STRAX Aldur 13-15 ára UPPLÝSINGAR í SÍMA 27022 Lausafjáruppboð í Barðastrandarsýslu Eftir kröfu Ólafs Axelssonar hrl., Gunnars Sæmundssonar hrl., Fjár- heimtunnar hf., Tryggva Bjarnasonar hdl., Sigriðar Thorlacíus hdl., Magnúsar H. Magnússonar hdl., Reynis Karlssonar hdl., Helga Birgis- sonar hdl., Guðmundar Kristjánssonar hdl., Steingrims Þormóðssonar hdl., Ævars Guðmundssonar hdl., Lögheimtunnar hf., Arnmundar Backman hrl., Jónatans Sveinssonar hrl„ Simonar Ólasonar hdl., Inn- heimtustofunnar sf„ Innheimtustofnunar sveitarfélaga, Tómasar H. Heiðar lögfr., Hróbjarts Jónatanssonar hrl. og Jóns Kr. Sólnes hrl. verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði sem haldið verður á lögreglustöðinni að Aðalstræti 92, Patreksfirði, þriðjudaginn 18. desember 1990 kl. 15.00 eða þar sem þessir munir finnast: B-204, B-442, B-1279, B-1550, B-1179, B-1694, B-790, B-302, HJ-169, M-3935, Y-4090, R-72543, R-72478, R-23830, Y-14827, G-21113, B-1757, Y-15765, R-21778, Bd-376, AEG ís- og frystiskápur, Salora sjónvarpstæki, Technics hljómflutningstæki, Technics orgel, Luxor sjónvarpstæki, kassaþvottavél, gervihnattadiskur, TEC sjónvarpstæki, Luma sjónvarpstæki, Nordmende sjónvarpstæki og Finlux sjónvarpstæki. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Barðastrandarsýslu 27. nóvember 1990 GULLSBOÐUR LEIFSSON LAUGAVEGI30 • SÍMI19209 Skaitgripiií úrvali - Viðgeiðaiþjónusta Fljót aígieiðsla - Við smíðum, þéi veljið Eitt besta úrval landsíns af gullhringum, 14 kt., handsmiöuðum. Verð frá kr. 3.200,- Gott úrval demantsskartgripa Meiming Þorvarður Helgason. Blúsað á bleikfjörum Það er ekki óalgengt í lífinu að rekast á vegvilltar persónur sem hvorki ná sambandi við sjálfar sig né aðra menn nema stuttan tíma í einu. Þessar manneskj- ur vita ekki hvert eða hvaðan þær stefna, eru oft umluktar hjúp óhamingju sem er þykkari en Berlín- 'armúrinn og ógjörningur að brjótast í gegnum. Þær eru ófáar skáldsögurnar sem tekið hafa fyrir þennan vegvillta einstakling sem finnur sér engan farveg, týn- ir sjálfum sér í efasemdum og ótta og ferst að lokum. Oftar en ekki er örlögum þessarar sömu persónu fylgt eftir, kafað djúpt í sálarlíf hennar og reynt aö leiöa lesendum fyrir sjónir hvað hefur gerst. Orsakir óham- ingjunnar eru margar og mismunandi og tvinnast yfir- leitt saman í utanaðkomandi aðstæðum svo og vali persónunnar sjálfrar. í sumum tilfellum nær persónan að þroskast í gegnum erfiðleika sína og stendur uppi sem sterkari einstakhngur en í öðrum bíður hennar einungis dauðinn einn. Eins og nærri má geta eru skáldsögur sem þessar misvel upp byggöar og mismunandi viðtökur sem söguhetja hiýtur hjá lesanda. Stundum er því svo far- iö að höfundur nær engan veginn aö gera persónur sínar áhugaveröar, þær höföa á engan hátt til tilfinn- inga lesandans þrátt fyrir meinleg örlög. Það sem veld- ur þessu er vissulega mishtunandi en oft liggur orsök- in í því að höfundur hefur aðeins lýst einni eða tveim- ur hliðum hverrar persónu. Hver manneskja hefur mörg andlit og erfitt að nálgast hana ef ekki eru sýnd- ar nokkrar hliðar tilveru hennar. Á þessu finnst mér Þorvarður Helgason brenna sig í nýjustu skáldsögu sinni, Bleikfjörublús. í þeirri bók er gerö tilraun til að lýsa örlögum þriggja persóna, hjónanna Bjarka og Dagnýjar og auglýsingateiknarans Einars en þau hitt- ast fyrir tilviljun á sólarströnd í fyrri hluta bókarinn- ar sem nefnist Á bleikfjörum og einu sinni í seinni hluta bókar sem gerist heima á íslandi og ber heitið Á hraunleiðum. Eg náði engu sambandi við þessar persónur, fannst þær litlausar og leiðinlegar. Það vantar einhverja dýpt, eitthvað manneskjulegt sem útskýrir hvers vegna þær eru eins óhamingjusamar og raun ber vitni. Ef til vill gerir höfundur þetta viljandi til að leiði þeirra og til- gangslaust brölt fái betur að njóta sín. Ef svo er þá fer það fyrir ofan garð og neðan. Ég var ekki búin að lesa lengi þegar mér var farið að standa nákvæmlega á sama um hvernig þessum persónum vegnaði, ég skynj- aði fljótt að þessi saga myndi ekki segja mér neitt nýtt, ekki vekja mig til neinnar umhugsunar. Höfund- ur nær ekki að sleppa fram af sér beislinu, mér fannst eins og hann væri allan tímann í startholunum og persónurnar gjalda þessarar varfærni. Það hálfa væri nóg „Hefði einhver virt þau fyrir sér, staldrað við og les- ið auðsætt táknmál hrynjandi hreyfinga þeirra og limaburðar, hefði sá verið fljótur að nema mishljóm- inn, skerandi mishljóminn, sem þó var bældur af viljaátaki konunnar" (bls. 8). Þannig er sambandi. hjónanna, Bjarka og Dagnýjar, lýst á annarri síðu bókarinnar. Þau eru löngu búin að týna hvort öðru, ef þau hafa einhvem tímann þekkst, og virðast vera Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir búin að gefast upp á því fyrir löngu að nálgast á ein- hvern hátt. Bjarki er villuráfandi sauöur, ábyrgðar- laus, drykkfelldur framhjáhaldari. Dagný reynir af veikum mætti að horfa framhjá veikleikum hans, nöldrar að vísu nett yfir drykkjunni en reynir aö öðru leyti að halda kjafti og vera góð. Einari er stillt upp sem andstæðu hjónanna. Hann er ábyrgur einstakhngur, eða á að vera það, sem tekur vinnu sína alvarlega og fer einn á sólarströnd til að fá frið til að mála og endurmeta fortið sína. Hann er fráskilinn og eyöir drjúgum tíma í að gera upp og senda út í tómið samband sitt við fyrrverandi konu sína. Þessi kona er vegin og léttvæg fundin og ekki nema von aö hann hafi gefist upp á þessari ofdekruðu leið- indatík! Hann kemur endurnærður heim til íslands, kynnist nýrri konu og í bókarlok blasir framtíðin við honum björt og fógur. Þessi kona hlýtur nokkra náð fyrir augum höfundar enda er hún gædd þeirri fágætu sjálfsstjórn að neita Einari um næturvist í fyrsta skipt- i sem þau hittast! Það er meira en hægt er að segja um aðrar konur bókarinnar sem dilla bossunum fram- an í hvern sem er. (Undarlegt fannst mér bossatal höfundar, ég hélt að slík orðanotkun væri aðallega viðhöfö í tengslum við ungbörn?) Eflaust á Einar að vera fulltrúi þess fólks sem þorir að horfast í augu við sjálft sig og hlýtur að launum náðugt líf. Kannski hefði ég unnt honum þess ef eitt- hvaö hefði verið í hann variö. En hann er engu betri en Bjarki. Báöir eru þeir ískaldir og óspennandi hroka- gikkir sem líta niður til annarra og þá sérstaklega kvenfólks. Mér fannst Bjarki þreytandi en mér var hreinlega illa við Einar. Mér að meinalausu heíði hann mátt enda á sama stað og Bjarki og Dagný! Dagný er líka ósköp þreytt týpa sem sér enga aðra leið út úr ógöngunum en hella sér út í búsið ásamt manni sínum í stað þess að taka bara einfaldlega sam- an fóggur sínar og yfirgefa karlhelvítið. En það er kannski til of mikils mælst af konu sem „spanderar“ sínum fagra kroppi (sem ekkert sér á eftir að hafa fætt af sér þrjú börn) í mann sem er ekki einungis heimskur heldur svo óspennandi og ómerkilegur að það hálfa væri nóg! Ég er ekki hissa á því að höfundur lendi í vandræðum með hjónakornin ólánsömu og sjái sér þann kost vænstan að láta þau aka út fyrir veg og steindrepast. Drottinn minn dýri! Höfundur leggur upp með efni sem ætti í rauninni að höfða til samúðar og skilnings lesandans, s.s. sam- bandsleysi manns og manns, drykkjusýki og fram- hjáhald. En meðferð höfundar á persónum sínum og öll úrvinnsla atburða er með slíkum endemum að út- koman getur ekki orðið neitt annað en yfirborösleg og ómerkileg bók um yfirboröslegt og ómerkilegt fólk. Þorvarður Helgason Bleikfjörublús Fjölvaútgáfan 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.