Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 36
44
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990.
(Fókus)
Ljósmynda- og gleraugnaverslun
Lækjargötu 6B - s. 15555
TENBA
UÓSMYNDATÖSKUR
eru vatnsheldar og
sterkar, hannaðar af
atvinnuljósmyndara
með sem flesta val-
kosti í huga. Verð frá
kr. 2.200.
SCOTCH
Ijósmyndafilmur
100 - 640T - lOOO ISO
fyrir skyggnur
100 - 200 - 400 ISO
fyrir pappir
Frábærar filmur
á góðu verði
Týíi
Austurstræti 6
Sími 10966
Andlát
Hrönn Jónsdóttir lést 10. desember í
Svíþjóð.
Guðbjörg Stígsdóttir lést að morgni
13. nóvember.
Jarðarfarir
Leifur Lárusson matsveinn, Baldurs-
götu 6, Reykjavík, lést þann 8. des-
ember. Útfórin fer fram frá Áskirkju
mánudaginn 17. desember kl. 13.30.
Ármann Árnason, Teigi, Grindavík,
verður jarðsunginn frá Grindavíkur-
kirkju laugardaginn 15. desember kl.
14.
Ingimar Sigurðsson garðyrkjubóndi,
Fagrahvammi, Hveragerði, andaðist
á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum
5. desember. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Elín S. Sölvadóttir, Mávahlíð 10,
Reykjavík, andaðist á Borgarspítal-
anum 7. desember. Útförin hefur far-
ið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ella K. Jóhannesson, Sólheimum 23,
sem andaðist 7. desember, verður
jarðsungin frá litlu kapellunni í
Fossvogi mánudaginn 17. desember
kl. 13.30.
Minningarathöfn um Díönu Ás-
mundsdóttur, Ytri-Múla, Barða-
strönd, verður í Bústaðakirkju í
Reykjavík í dag, föstudaginn 14. des-
ember, kl: 10.30. Útförin verður gerð
frá Haga þriðjudaginn 18. desember.
Kári Kristjánsson frá Kárastöðum,
Skagaströnd, er lést á Héraðshælinu,
Blönduósi, 11. desember, verður
jarðsunginn frá Hólaneskirkju,
Skagaströnd, laugardaginn 15. des-
ember kl. 14.
Guðmundur Halldórsson bifreiða-
stjóri lést 6. desember. Hann var
fæddur að Kanastöðum í Austur-
Landeyjum 24. desember 1926. For-
eldrar hans voru Guðríður Jóns-
dóttir og Halldór Jónsson. Guð-
mundur. starfaði lengst af við bif-
reiðaakstur og byrjaði ungur að
vinna hjá BSR og var þar nú síðustu
árin. Einnig ók hann um áraraðir
hjá SVR. Hann giftist Halldóru
Valdemarsdóttur, en hún lést árið
1983. Útför Guðmundar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Safnaðarstarf
Grensáskirkja: Æskulýðsstarf 10-12 ára
í dag kl. 17.
Laugarneskirkja. Mæöra- og feðra-'
morgnar fóstudaga kl. 10 í safnaðar-
heimilinu í umsjón Báru Friðriksdóttur.
ÖKUIVIENN
Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurfum við að losna
við bifreiðar af gangstéttum. Kærar þakkir.
Blindirog sjónskertir.
TjLkyriningar
Jólasýning FIM
Á morgun, 15. desember, kl. 16-19 verður
jólasýning félagsmanna 1 FÍM opnuð í
FÍM-salnum, Garðastræti 6. Veitingar
veröa á boðstólum og lesið veröur úr
nýjum bókum. Guðrún Þ. Stephensen
leikkona les úr bók Fríðu Á. Sigurðar-
dóttur, Meöan nóttin líður, Pétur Gunn-
arsson rithöfundur les úr bók sinni,
Hverdagshöllinni, og Björg Örvar mynd-
listarmaður, ies úr ljóöabók sinni, í sveit
sem er eins og aðeins fyrir sig. Sýningin
er sölusýning og stendur hún fram yfir
áramót.
Fold, listmunasala
Austurstræti 3
Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstri
Gallerí Borgar, Austurstræti 3, og heitir
það nú Fold, listmunasala. Þar er opið á
laugardögum kl. 10-20 og á sunnudögum
kl. 14-18. Hjá Fold veröur áfram til sölu
grafik, pastel, vatnslita- og olíumyndir
eftir marga kunnustu listamenn lands-
ins. Einnig keramik og módelskartgripir.
Laugardaginn 15. des. verður boðið upp
á jólaglögg og léttar veitingar í tilefni eig-
endaskipta.
Vinnustofa Þóru
opnuð á ný
Vinnustofa Þóru hefur verið opnuð, eftir
nokkura mánuða lokun, að Austurgötu
47, Hafnarfirði, s. 91-650447. Sem fyrr eru
það handunnar gjafavörur sem þar er
boðið upp á svo og er teiknað eftir ljós-
myndum ásamt innrömmun í álramma.
Nýjungar eru þær að nú er hægt að fá
Biblíutexta og bænir á gamaldags pappír.
Eigendaskipti á
Safír
Eigendaskipti hafa orðið á-hárgreiðslu-
stofunni Safír, Skipholti 50c. Eigendur
eru Sigríður G. Karlsdóttir og Brynja
Björk Rögnvaldsdóttir. Starfsmaður er
Ríkey Pétursdóttir. Á Safír er veitt öll
almenn hársnyrtiþjónusta og unnið með,
viðurkenndar hársnyrtivörur, t.d. Kér-
astase. Opið mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga kl. 9-17, fimmtudaga kl. 9-20
og laugardaga kl. 10-13.
Háskólakórinn með
tónleika í Hafnarborg
Háskólakórinn heldur tónleika í menn-
ingarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnar-
firði föstudaginn 14. desember kl. 20.30.
Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins með
Ferenc Utassy við stjórn, en hann tók viö
kómum í haust af Guðmundi Óla Gunn-
arssyni. Á efnisskrá tónleikanna er m.a.
„Nánie“ eftir Johannes Brahms, ítalskir,
franskir og þýskir madrigalar m.a. eftir
Monteverdi og Gesualdo og íslensk þjóð-
lög og ættjarðarlög. Jónás Ingimundar-
son píanóleikari mun taka þátt í flutningi
„Nánie“ eftir Brahms með kómum. Að-
gangseyrir á tónleikana verður kr. 800
og era allir velkomnir.
Fundir
Jólafundur Aglow
verður mánudaginn 17. desember nk. í
kaffisal Bústaðakirkju kl. 20 til kl. 22.
Samúel Ingimarsson mun verða gestur
þessa fundar og mun hann tala Guðs orð.
Einnig mun Guðrún Magnúsdóttir
syngja sérsöng. Fundurinn er opinn öll-
um konum og era þær hvattar til að taka
með sér gesti og eiga notalega stund og
hugleiða orð Guðs.
Jólagetraun DV - 7. hluti:
Finnið f imm vitleysur
Forseti Bandaríkjanna getur átt von á alls kyns uppákomum í starfi
sínu en að vera málaður af listasnillingi jólasveinanna átti hann ekki
von á. Það kom aftan að Bush þegar listasnillingur vor mætti í Hvíta
húsið og hóf að sveiíla penslunum. Ekki bætti úr skák þegar list-
fróðir menn tóku eftir því að á málverkinu var að fmna fimm vitleys-
ur, sumar nokkuð alvarlegar.
Sem fyrr stólar listasnillingurinn á að lesendur hjálpi sér við að finna
vitleysurnar fimm. Og sem fyrr eiga lesendur að setja hring um
hverja vitleysu og klippa síðan myndina út. Að því loknu er hún geymd
ásamt hinum sex sem þegar hafa birst í jólagetraun DV.
Munið að senda ekki lausnirnar í umslagi merktu „Jólagetraun"
fyrr en allir 10 hlutar jólagetraunarinnar hafa birst. Síðasti hluti jóla-
getraunar DV birtist miðvikudaginn 19. desember og þá mun fylgja
reitur fyrir nafn og heimilisfang þátttakenda. Skilafrestur verður
auglýstur eftir helgi.
Eins og þegar hefur verið skýrt frá eru vinningar í jólagetraun DV
hinir glæsilegustu: Goldstar ferðaútvörp í ýmsum utgáfum, Technics
geislaspilari og Panasonic myndbandstökuvél. Vinningarnir eru frá
verslununum Japis.og Radíóbúðinni og eru samtals að verðmæti
205 þúsund krónur.