Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. Meiming 19 Þegar ástin grípur unglinginn Fyrsta ást unglinga hefur verið vinsælt söguefni síðan Indriði og Sigríð- ur kynntust í hjásetunni hjá Jóni Thoroddsen í Pilti og stúlku. Síðan sú saga var skrifuð hefur náttúran lítið breyst en ytra yfirborð mannlífsins er allt annað. Nú hittast þau Indriði og Sigríður ekki lengur við lækinn heldur í söluskála á hringveginum þar sem hún vinnur á kassanum og hann getur gert sér til erindis að kaupa olíu á traktorinn. Og réttirnar eru ekki lengur einu tilefni mannamóta með viðeigandi glímukeppni heldur aka unghngarnir sjálfum sér á sveitaböU eða drekka sig út úr á hestamannamótum. Þessi nýi heimur hins íslenska nútímasveitaungUngs er í forgrunni hjá Hallgrími Helgasyni í fyrstu skáldsögu hans, Hellu. Andstæður nútímalífs og náttúru Hella er táknmynd nútímans, þorp nýbygginga í þjóðbraut þar sem fólk tekur Utið mið af þeirri sögu og fegurð sem býr í náttúrunni allt um kring. Ljós, litir og skuggar leika um jörð og himin í einstæðri sumarbir- tunni en á meðan húkir fólkið í einbýUshúsunum sínum og horfir á sjón- varpið með tilbúnum heimi frá Breska útsendingarfélaginu eða fyrir- myndarföðurnum í Brooklyn. Þeir framtakssömustu skipta við video- manninn og fá sér klám- og stríðsmyndir á spólu. Þessar sérkennilegu og skýru andstæður eru leiðarstef í bókinni þar sem myndrænum náttúru- lýsingum er stillt upp við hlið fólks í hlaupaskóm, og merktum bolum einhvers bandarísks háskóla. Yfirborðsmennska þjóðlífsins er líka útfærð með þeim myndum sem brugðið er upp í söluskálanum þar sem aðalper- sóna bókarinnar, Helga Dröfn, fiórtán ára, hefur fengið sumarvinnu og hugsar um Birgi. íslendingar af öllum gerðum koma og fara og erlendir ferðamenn reyna að bjarga sér í gegnum hamborgaraogfranskar myrk- viði íslenskrar matargerðarlistar. Samskipti fólks takmarkast við stutt- aralegar skipanir og einfóld samtöl um ekki neitt. Sjónarhorn sögunnar fylgir líka því ytra og dregur fram tíðindaleysi tilverunnar. Allt er hversdagslegt og fólk Uður hálfs- ljótt um veröldina. Eina tilbreyt- ingin í þessum aðstæðum er þegar fullur bíU af fuUum strákum ekur inn í söguna og tekur Helgu og vin- konur hennar upp í á leiðinni á ball. Strákamir eiga nóg að drekka og kunna heldur betur tökin á stúlkunum. Tíðindin koma að innan En ekki er allt sem sýnist. Hér er ekki á ferð heimsósómaþula um hvað allt sé firrt og ömurlegt því að undir niðri búa mikiar tilfinn- ingar þó að yfirborðið sé kyrrt. Til dæmis nær Helga Dröfn systra- bandalagssambandi við Ólöfu í söluskálanum, sem byggist á augngotum og orðfáum skilningi á hlut- skipti kvenna. Svipuð hugsun um andstæður hins ytra borðs og þess sem inni býr birtist í eldfiallinu Heklu sem vofir yfir byggðinni og getur hve- nær sem er gjörbreytt lífinu. Við hræringar í fiallinu verða örlitlar breyt- ingar á yfirboröi landsins sem hefur sigið um einn sentímetra. Og eitt- hvaö breytist líka í mannlífinu: „Líkt og hræringarnar hafi orðið inni í fólkinu sjálfu, að þar hafi eitthvað marrað með postulíninu í skápun- um.“ (57) Undir yfirborði jarðar verða hin raunverulegu tíðindi. Þar býr ógnin sem getur hvenær sem er brotist út og snúið tilverunni við. í Helgu Dröfn verða líka umbrot sem breyta lífi hennar. Hún er að upphfa allt i fyrsta sinn, öðlast sjálfstæði og skapa sína eigin tilveru. Og þessi umbrot brjóta sér leið upp á yfirborðið, hvort sem jörðin eða mann- eskjan eiga í hlut. Þeir atburðir, sem verða bara á yfirborðinu, hafa ekki líkt því eins mikla þýðingu og þeir sem koma innan frá og eiga sér rætur þar. Tíðinda- eða sinnuleysi á ytra borði sögunnar dregur fram það mark- verðasta þegar það loksins gerist. Oft er lesandinn látinn halda aö nú dragi til tíðinda, nú verði slys eða hreyfing komist á atburðarásina - en ekkert umtalsvert gerist í raun fyrr en í vandlega undirbyggöu lokaatrið- inu sem allt hefur stefnt að. Jafnvel þeir atburðir sem oftast þykja frásagn- arverðir verða fremur tilþrifalitlir ef þeir koma ekki innan frá. Fólk held- ur kannski að eitthvað hafi gerst en það er bara gabb eins og aðvörun um jarðskjálfta sem kemur ekki - að minnsta kosti ekki strax. Hallgrímur Helgason. Bókmenntir Gísli Sigurðsson Hella er skrifuð af mikilli íþrótt og myndvísi. Andstæður nútímamann- lifs og náttúru eru dregnar fram með næmu auga fyrir stemningu augna- blika og sambandi/sambandsleysi fólks. Um leið og lýst er ýfirborðs- mennskunni í menningu okkar er einfóldum höfuðdráttum tilfinningalífs- ins hampað. Þeir hafa ekkert breyst og brjótast alltaf jafnóumflýjanlega fram eins og önnur öfl náttúrunnar. Sagan endar jafnvel á bjartsýnum nótum um tengsl manns við sögu og náttúru þegar stúlkan sem var hálf- ánaleg að læra Gunnarshólma í upphafi finnur fyrir arfi fortíðarnnar við andlát langömmu sinnar. Og Birgir, sem ekur lengi vel á mótorhjóli, kemst til manns þegar hann söðlar um og fær sér hest í sögulok. Hallgrímur Helgason Hella (skáldsaga 154 bls.) Mál og mennlng l rit) BJÓÐUM UPP Á ÞRJÁR GERÐIR NÆRFATA ÚR NÁTTÚRUEFNUM Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. Á UNGBÖRN, BÖRN, UNGLINGA, KONUR OG KARLA. 100% sllkinærföt, mjög einangrandi, sem gæla viö húðina. Finnsk gæðavara frá Ruskovilla. 100% ullarnærföt af Merinófé -silkimjúk og hlý. Finnsk gæðavara frá Ruskovilla. Nærföt úr blöndu af kanínuull og lambsull, styrkt með nælonþræði. Vestur-þýsk gæðavara frá Medima. Allar þessar þrjár gerðir eru til í barna- og fullorðlnsstærðum. \ MERINOFÉ NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN, LAUGAVEGI 25. SÍMI 10263. flR ORN OG ORLYGUR Síðumúla 11 * Sími 84866

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.