Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Side 15
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. 15 Skattbyrði íslend- inga allt of þung „Almenningur lætur sér af þeim sökum fátt finnast um mælskubrögð, talnaleiki og rökbrellur þeirra Ólafs Grimssonar og Steingrims Her- mannssonar," segir m.a. í grein dr. Hannesar. Fyrir skömmu birti Félagsvís- indastofnun könnun á viðhorfi ís- lendinga til skattheimtu. Taldi mikill meirihluti aðspurðra, rúm 65% þeirra, skattbyrðina allt of þunga. Þetta gengur þvert á yfirlýs- ingar Ólafs Grímssonar fjármála- ráðherra og Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra um það, að skattar mættu að ósekju hækka hér á landi, enda séu þeir talsvert lægri en með grannþjóðunum. Nú er það alkunna, að meiri hlut- inn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, og Ibsen segir raunar í Þjóðníð- ingnum, að hann hafi alltaf rangt fyrir sér. En ég hygg, að í þetta skipti að minnsta kosti hafi meiri- hlutinn rétt fyrir sér og þeir Ólafur og Steingrímur ekki. Skal ég hér rökstyðja það nokkuð og nota þá meðal annars útreikninga hag- fræðinganna Yngva Harðarsonar, Ásgeirs Daníelssonar og Þorvaldar Gylfasonar. Hið opinbera sleppur við útgjöld Meginröksemd þeirra Ólafs og Steingríms er sú, sem fyrr segir, að skattar séu hér lægri en í grann- ríkjunum, einkum ef miðað er við Norðurlönd. En sá samanburður er villandi, vegna þess að ýmsir skattar eru hér dulbúnir, en þar sýnilegir, vegna öðru vísi skatt- lagningarreglna hér og vegna þess að hið opinbera hefur ýmis útgjöld þar, sem það sleppur við hér. Lítum fyrst á hið síðastnefnda. íslendingar halda í fyrsta lagi ekki úti neinum her. Bandaríkjamenn kosta varnir landsins. Útgjöld grannþjóða til varnarmála nema KjaUaiinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði oftast um 3% landsframleiðslu. Þá er íslenska þjóðin að meðaltali yngri en grannþjóðirnar, svo að ríkið sleppur við ýmis útgjöld af þeirri ástæðu. Fleiri eru hér í þriðja lagi úti á vinnumarkaðnum en annars staðar. Hlutfall veitenda og þiggjenda í millifærslu fjár er því hagstæðara hér. Annars konar skattlagningarreglur Þessu næst er að benda á það, að skattakerfið er hér allt annars kon- ar en í grannríkjunum. Hér eru óbeinir skattar miklu mikilvægari en beinir. Þetta veldur ákveðinni skekkju í útreikningum á hlutfalli skattheimtu og landsframleiðslu, sem leiðrétta þarf. Hlutfallið virðist vegna hinna háu óbeinu skatta lægra hér en annars staðar (nefn- arinn er hærri). Segja fróðir menn, að hækka megi það um 1,5% vegna þessara skekkjuáhrifa. Enn fremur innheimtir hið opin- bera iðgjöld til lífeyrissjóöa í ná- grannalöndum, svo að þau mælast sem skattar, en hér á landi eru ið- gjöld innheimt sérstaklega. Leiö- rétta þarf skatthlutfallið þess vegna, líklega um sem nemur 4% landsframleiðslu. í þriðjá lagi greiða fyrirtæki sjúkradagpeninga hér á landi, en hið opinbera gerir það víðast annars staðar. Hækka má skatthlutfallið um rúmlega 1% af þeim sökum. Dulbúnir skattar Þriðja meginástæðan til þess, að meta verður skatthlutfallið upp á við, er sú, að skattheimta er hér dulbúin í meira mæli en í ná- grannalöndunum. Ríkið færir með ýmsum hætti fé á milli hópa, þótt þetta fé hafi ekki viðkomu í ríkis- sjóði. Það jafngildir vitaskuld skattheimtu. - Einfaldasta dæmið er .verðbólga. Hún er ekkert annað en tekjulind fyrir ríkið (en óhófleg seðlaprentun þess veldur verð- bólgu) og millifærsla frá notendum peninga og sparifjáreigendum til skuldunauta. Annað dæmi er bann við inn- flutningi landbúnaðarafurða. Það er millifærsla frá neytendum til innlendra framleiöenda landbún- aðarafurða. Telja hagfræðingar, aö þetta megi hvort tveggja reikna til tæpra þriggja prósenta landsfram- leiðslu. Þriðja dæmið er röng geng- isskráning, sem hefur verið notuö til þess að færa fé frá útflytjendum til neytenda innflutts varnings, en erfitt er að reikna út, hversu mik- illi millifærslu þetta hefur numiö. Talnaleikir Ólafs og Steingríms Skattheimta er hér síst minni en í nágrannalöndunum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hlutfall skatta og landsframleiðslu líklega um 45% hér á landi, en ekki 34% eins og stjórnarherrarnir halda fram. Þetta veit og finnur fólk, eins og sést á könnun Félagsvísindastofn- unar (en þar kemur meðal annars fram, að fleiri telja skattbyrðina nú of þunga en fyrir fjórum árum). Almenningur lætur sér af þeim sökum fátt finnast um mælsku- brögð, talnaleiki og rökbrellur þeirra Ólafs Grímssonar og Stein- gríms Hermannssonar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Taldi mikill hluti aðspurðra, rúm 65% þeirra, skattbyrðina allt of þunga. Þetta gengur þvert á yfirlýsingar Ólafs Grímssonar Q ármálaráðherra og Stein- gríms Hermannssonar forsætisráð- herra... “ Efnahagsbatinn Rikisstjórnin mun leyfa lækkun á oliuverði að llaeða um hagkerfið til kostnaðarlækkunar og þar með hagvaxtar, segir greinarhöf. m.a. Allir gera sér grein fyrir því aö við íslendingar stöndum nú á þröskuldi mikils efnahagsbata. Á árunum 1971 til 1987 settum við hagvaxtarmet innan OECD land- anna og síðustu tvö af þeim árum vorum við næsttekjuhæsta þjóð veraldar, á eftir Svisslending- um. Síðan þá hafa gerst ótrúlegir at- burðir sem ytri aðstæður fá varla skýrt. Meðan aðrar þjóðir hafa síð- ustu þrjú ár haldið sínum stöðuga hagvexti hafa þjóðartekjur hér minnkað um átta prósent og kaup- máttur rýrnað um fimmtán pró- sent. Ef engin skýring væri önnur til en ytri aðstæður þá væru þetta mestu mistök í stjórnun efnahags- mála á öldinni. Fiskiríið hefur nefnilega aldrei verið eins mikið og nú, slegist er um hvern ugga og allt selst á hæsta verði. Samt eru þjóðartekjur aö minnka og auðvit- að verðbólgan líka sem alltaf hefur tilhneigingu til að skreppa saman í samdrætti. Sjóðasukkeða bjarghringur? Skýringarinnar á þessu hruni þjóðartekna hlýtur að vera að leita í öðrum hlutum en misheppnaðri efnahagsstjóm nú. Þar ber hæst viðvarandi gengisföisun og offjár- festingu margra áratuga ásamt oft og tíðum hæstu raunvöxtum sem um getur. Útflutningsfyrirtækin voru að fara á hausinn þrátt fyrir háar þjóðartekjur. Auðvitað má lengi deila um það hvort meðulin hafi verið rétt. Fimmtán milljarða tillegg, til dæmis til frystihúsa, sem Þjöð- hagsstofnun segir að við höfum tapað tíu milljörðum á yflrleitt að KjaUarirai Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur leyfa að koma nálægt fiskinum 1988, vekur óneitanlega upp grund- vallarspurningar um þjóðhags- stjórn, þótt enginn reyndar efist um það að forsendur Þjóðhags- stofnunar hafi frekar verið fræði- legar heldur en raunverulegar. Fimmtán milljarða króna sjóða- sukk ásamt tíu milljarða króna mistökum í útflutningi árið 1988 er auðvitað nokkuð sem enginn vill bera ábyrgð á. Sala orkunnar - álver Þjóðin hlýtur samt að álykta að mistök fortíðarinnar, gengisfals og ofíjárfesting sé nú að baki. Nú sé búið að jarða það fjármagn sem dugi til þess aö gjalda fyrir fortíð- ina. Framundan er því mögnuð uppsveifla sem styðst enn frekar við tvær raunveruiegar væntingar. Loksins hillir undir samninga um nýtt álver og orkusölu til þess, sem eftir tveggja áratuga mistök í raf- orkuframkvæmdum afsetur von- andi loksins raunverulega eitthvað af því fjármagni sem kastað hefur verið til raforkuframkvæmda und- anfarið. Þótt mönnum ógni að vísu nú fjárfestingarnar í nýjum orku- verum þá er auðvitað allt annaö að fjárfesta til framkvæmda sem fyrirfram eru seldar heldur en eitt- hvað út í loftið. Núna erum við t.d. að njóta fjárfestingarinnar í Straumsvík þar sem við erum að eignast Búrfellsvirkjun frítt. Lækkun olíuverðs Hin væntingin, sem raunveru- lega styður við mikinn efnahags- bata, er þróunin í Kúvæt. Olíuverð stórlækkar og allir vona að málið leysist án átaka. Vegna mikilvægis bílsins hér sem samgöngutækis á landsbyggðinni er mjög mikilvægt að lækkun olíuverðs fái að skila sér strax til neytenda. Ríkisstjórnin neytti ekki færis að græða á olíukreppunni á sínum tíma og hún mun leyfa lækkun á olíuverði að flæða um hagkerfið til kostnaðarlækkunar og þar með hagvaxtar. Hún ætti líka að athuga með lækkun á bílagjöidum því að þau hafa hækkað alveg ótrúlega síðustu ár sem er alveg óskiljanlegt með tilliti til byggðarstefnu og þess hversu bíllinn er mikilvægur í samgöngum í okkar stóra landi. Efnahagsbati gegn þenslu Mjög ber á því í ræðum sumra forystumanna þjóðarinnar að ruglað sé saman efnahagsbata og þenslu. Þensla er t.d. það þegar ávísað er á verðmæti sem ekki eru til. Efnahagsbati er raunveruleg aukning verðmætasköpunar í hag- kerfinu. Þjóðin á auðvitað heimt- ingu á efnahagsbatanum þegar hann loksins lætur sjá sig eftir þjrú hörmungarár og slíkt á ekkert skylt við þenslu. A hinn bóginn er auðvitað hægt að jarða allan efnahagsbata með því að kasta fjármunum þjóðarinn- ar á glæ í gæluverkefni og óráðsíu. Besta leiðin til þess að veita efna- hagsbata um þjóðarlíkamann, séu menn einhverra hluta vegna á móti beinum launahækkunum, er auðvitað sú að lækka framfærslu- kostnað. Snjallasta leiðin til þess að veita efnahagsbatanum af vænt- anlegu álveri til allra er einfaldlega að jafna allt orkuverð í landinu. Ásamt vinnunni við álver og virkj- anir, sem stórauka mun þjóðartekj- ur - enda aðrir sem borga kostnað- inn, munu allir einnig njóta lægri framfærslu af lækkun orkunnar. Það er líka byggðastefna sem að gagni kemur. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Fimmtán milljarða króna sjóðasukk ásamt tíu milljarða kr. mistökum í út- flutningi árið 1988 er auðvitað nokkuð sem enginn vill bera ábyrgð á.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.