Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. Merming Ýmsir flytjendur - Aftur til fortíðar Þú Ijúfa for- tíðarfíkn Menn hófu aö hljóörita og gefa út dægurtónlist hér á landi fyrir um þaö bil sex áratugum. Þótt útgáfari sé ekki stór miðað viö þaö sem gerist hjá stærri þjóöum safnast þegar saman kemur. En hljómplatan er for- gengilegur gripur. Þær gömlu, sem snerust 78 snúninga á mínútu, vildu brotna viö minnsta hnjask og þær sem síöar komu voru tiltölulega íljótar að slitna. Þar af leiöandi hefur mikið af dægurtónhst fyrri ára og áratuga fariö í glatkistuna. En þótt plöturnar séu horfnar er tónlistin ekki í öllum tilfellum að ei- lífu glötuð. Sumir útgefendur varðveittu böndin sem hljóðritað var á á sínum tíma. Nokkrir voru einnig svo forsjálir aö varöveita eintök af plöt- unum og spila þau helst ekkert. Og ennfremur fyrirfinnst einn og einn Nýjarplötur Ásgeir Tómasson safnari sem passaði svo vel upp á plöturnar sínar aö þær eru sem nýjar enn þann dag í dag. Allt þetta kemur að góöum notum nú þegar útgáfu tónlistar á geisladisk- um vex fiskur um hrygg. Umfangsmikil endurútgáfa á gömlu erlendu efni er þegar hafin og nú skal tekið til hendinni hér á landi. Fyrstu sjáan- legu merkin eru komin: Útgáfurööin Aftur til fortíðar. Þrír diskar komu út á dögunum. Einn hefur að geyma tónlist frá árunum 1950-1960, annar frá 1960-1970 og á þeim þriöja heyrum viö dægurmúsík frá 1970-80. Reyndar er þaö ekki alveg rétt aö nú fyrst séu útgefendur aö fara aö huga aö því aö bjarga gömlu efni frá gleymsku meö þvi aö gefa það út á geisladiskum. Nokkrir diskar hafa þegar komiö út í rööinni Gullnar glæð- ur og fleiri eru væntanlegir í henni á næstu árum. Þetta framtak hlýtur að kæta ákaflega okkur sem haldin eru fortíðar- fikn er íslensk dægurtónlist er annars vegar. Reyndar lít ég ekki á okkur sem neina fíkla. Viö kjósum einungis aö geta hlustað á söguna í sam- hengi. Svo er það einnig staðreynd að gömul lög hjálpa til viö að rifja upp gamlar njinningar. Það þekkja allir, jafnt börn og unglingar sem fullorðnir. Mörg laganna á Aftur til fortíðarplötunum hafa veriö ófáanleg langa- lengi og sum ekki heyrst í útvarpi árum saman. Sérstaklega á þetta viö um elstu tónlistina. Sérstakur fengur þótti mér í að fá nú á plötu lögin Oft spurði ég mömmu (fngibjörg Smith), Magga (Óöinn Valdimarsson), í rökkurró (Helena Eyjólfsdóttir), Þú ert ungur enn (Erling Ágústsson), Nótt í Moskvu (Ragnar Bjarnason) og .... þannig mætti lengi telja. Sum laganna á Aftur til fortíöar hafa verið gefin út á liönum árum á safnplöt- um og diskum. En annarra virtist ekki bíöa annað en að gleymast og grafast. Lag á einni plötunni var hreinlega oröiö vinsælt aftur og var þar af leiðandi kærkomiö: Ég einskis barn er, sungið af Kristínu Á. Ólafs- dóttur. Plöturnar þrjár, sem nú eru komnar út og bera heitið Aftur til fortíð- ar, eru aðeins byrjunin á stóru og tímafreku verki. Þaö er aö gefa út þaö af íslenskri tónlist sem enn er unnt að vinna með. Sumt er því miður endanlega glatað og heyrir þar af leiðandi sögunni til. Það veröur ærinn starfi hjá starfsmönnum Steina hf. að gefa allt þetta efni út næsta áratug- inn eða svo. Ekkert má undan skilja sem á annað borð er útgáfuhæft. Þegar minjar sem þessar eru annars vegar þýöir ekki að gefa bara út það sem vel var gert og gleyma hinu sem ekki var saman sett af sömu kunn- áttuseminni. Öll eru þessi lög partur af dægurmenningu okkar og fyrst við getum varðveitt hana verðum við að gera svo. Upplýsingar á plötuumslögum bera þess vitni að aöstandendurnir hafa lagt mikla vinnu í aö gera útgáfuna sem best úr garði. Ég hlakka til að fara höndum um næsta skammt af Aftur til fortíðar. Sigfús Halldórsson á elsta lagið á safnplötunum. Það er að sjálfsögðu Litla flugan. öf fjÖlskyid VEIÐIVORUR Þorsteinn frá Hamri. Sierk og átak- anleg saga Þessi bók er á því sviði sem kallast „þjóðlegur fróð- leikur“ á bókamarkaðinum. Sögusviðið er heimahagar höfundar, Borgarfjarðarsýsla. Nánar tiltekið eru hér tveir söguþættir. Sá fyrri er af Álfa-Hallgrími, ungl- ingspilti, sem sagði sögur af samskiptum sínum við álfkonur um 1820 en miklu lengri þáttur er af dóttur hans, Kristrúnu húsfreyju á Akranesi á síðari hluta 19. aldar og fram undir fyrri heimsstyrjöld. Bókinni lýkur á niðjatali Hallgríms eftir annan Þorstein Jóns- son og fer vel á því. Því bókin er öll af því tagi að rekja fróðleik um forfeður og -mæður og satt að segja er afskaplega margt smálegt tínt til, mikill íjöldi persóna nefndur, ættfærður og staðfæröur, án þess að þær komi að marki við söguna. Þetta er eins og í munnleg- um frásögnum aldraðra við ættingja sína enn í dag og segja mætti mér að niðjatalið feli í sér lista yfir væntanlega kaupendur bókarinnar. Þorsteinn frá Hamri hefur síðasta kafla bókarinnar á einskonar stefnuskrá fyrir hana: Smali fór að fé og gekk í híbýli huldufólks, fiski- menn háðu aldastríð sitt viö ógnir hafs og bylja, örsnauð ekkja vék hverju þrautaspori á leið til líkn- ar og bata: saga frá horfinni öld og þó nálægri, draumar og daglegt strit í landinu eins og það var einu sinni. Engin stórtíðindi það; engin hagvaxtar- dæmi, engir herbrestir. Fjarri fer þó aö slík saga beri kinnroða fyrir efniviö sinn, sem er mannlíf umfram allt; í fyrirrúmi liggur að hollt sé að huga aö hvunndagsbjástri kynslóðanna, að vel sé manni svo lengi sem hann eygir þar lífvæn gildi og varö- veitir sálarró til að sinna þeim... Ágæt stefnuskrá, en á margan hátt má fara eftir henni. Þorsteinn tekur hér þann kost að halda sig sem mest viö frumheimildir sem hann tilfærir orðréttar. Hann beitir þó fræöimannlegum vinnubrögðum til að vega og meta hvað muni réttast í þeim. Hvorttveggja er góðra gjalda vert, þessi liðni tími verður lesendum nákominn í orðréttum textum frá honum. Og Þor- Steinn yfirstígur aö vissu marki þeirrar tíðar takmark- anir með því að bera saman öll tiltekin gögn af gagn- rýnum huga og finna svo rökstudda niðurstöðu. Hins- vegar finnst mér að stundum hefði hann mátt ganga lengra í úrvinnslu. Hallgrímur vildi að eigin sögn ekki þýðast álíkonu og varð því fyrir þvílíkri ásókn hennar aö vaka varð yfir honum með ljósi. Núna hefði hann sennilega verið lagður inn á geðdeild og lesanda dettur í hug að geðveiki hafi verið ættlæg þegar lesnar eru frásagnir af sinnuleysi sumra ættliða og ævilangri geðveiki dótturdóttur Hallgríms. Hefði nú ekki verið fengur að því að bera þessar sögur allar undir geð- lækni? Á fyrri hluta 19. aldar höfðu menn kannski aðrar skýringar, en hversu almenn var álfatrú þá? Mig minnir að Einar Ólafur Sveinsson hafi taliö að hún hafi þá verið orðin mjög fátíð (í bók hans um þjóð- sögur). Þetta hefði átt að ræöa hér og að sjálfsögðu hefði þurft gott kort í bókina sem úir og grúir af staöa- nöfnum og staðháttalýsingum sem erfitt er að botna í nema staðkunnugum. Reyndar hefur birst svo mikið af frásögnum fyrri aldar á íslandi að mér finnst höfundur óhóflega hlé- drægur gagnvart þeim, skáldgáfa hans hefði að ósekju mátt pjóta sín við aö gera meiri heildarmyndir á Bókmenntir Örn Ólafsson grundvelli viðlíka frásagna - sem hann þekkir flestum betur - og geta í eyðurnar. T.d. er ekki nóg að birta listann (bls. 58-9) yfir muni Kristrúnar á nauðungar- uppboði, úr honum heföi þurft aö vinna, a.m.k. til að meta hvernig heimihð var statt áður, miðað við það sem gerðist. Auðvitað hefur skáld sömu réttindi og aðrir til að stunda þjóðlega fræðimennsku að hefð- bundnum hætti. En hann er of ósjálfstæður gagnvart heimildum. Annað dæmi þess er þetta (bls. 56); Vert er að hafa í minni að margir kotaskæklarnir á Skaga voru fram eftir allri öldinni heimkynni eymdar og harðréttis, íbúar þeirra þjakaðir af van- hirðu, hvort sem var í líkamlegu viðurværi eða siðferðisefnum. Hvað á höfundur við með þessu síðasta, siðferðisvan- hirðu? Drykkjuskap, þjófnað, fjársvik, sifjaspell eða lauslæti? Ef átt er viö hið síðasttalda þá er augljóst að lesendur bókarinnar búa við allt aðrar hugmyndir um siðferði en Skagamenn gerðu um miðja nítjándu öld, líklegast teldu þeir Akranes eitthvað í líkingu við Sódómu og Gómorru, mættu þeir líta afkomendur sína nú. Hér held ég að höfundur hafi einfaldlega skrifað upp eftir heimild sinni, skýrslu prests með venjulegum barlómi. En prestar áttu að fella dóm um sóknarbörn sín á ári hverju, um ástand þeirra efnahagslega, sið- ferðislega og lestrarkunnáttu, m.a. Hér hefðí ekki veitt af heimildarýni, því hver aðhyllist nú siðferðishug- myndir 19. aldar klerka? Hvaö sem líður framangreindum aðfinnslum þá skiptir meira máli að meginsagan er merkileg og átak- anleg, frásagan af harðýðgi hreppstjórans við barn- marga ekkju sem hann svipti síðustu lífsbjörginni. Ekki er síður merkilegt að sjá hvernig snautt alþýðu- fólk klórar sig með samhjálp fram úr öllum þessum erfiðleikum sem viröast mættu óyfirstíganlegir. Og hér nýtur frásagan þess að Þorsteinn ber saman mis- munandi heimildir og fær út alhliða mynd af Hallgrími hreppstjóra. í staðinn fyrir svarthvíta mynd í frásögn Benedikts sonar Kristrúnar birtist Hallgrímur bæði sem ötull framfaramaður og sem miskunnarlaus harð- stjóri sem misnotaði hreppstjóravaldið til að auðgast á kostnaö ekkju og munaðarleysingja. Þessi átakanlega saga veröur sterkari við það að Þorsteinn forðast yfirleitt að býsnast yfir grimmd og volæði, segja lesendum hvað þeim eigi að finnast um atburðina, heldur hefur hann frásögnina yfirleitt sem hlutlægasta, lætur sfaöreyndirnar tala. Stíll hans sjálfs á jafnan vel við efnið, fomlegur, mjög auðugur að eftir- minnilegu orðalagi. Stundum er það slíkar sjaldhafn- arflíkur að mér þykir verra að sjá það oftar en einu sinni, t.d. „þar var ekki hvítt að velkja". Hallgrimur smali og húsfreyjan á Bjargi Söguþáttur eftir Þorstein Irá Hamri löunn 1990, 136 bis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.