Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. Meiming Vilhelm G. Kristinsson, ritstjóri íslenskrar samtíöar 1991 Vilhelm G. Kristinsson, ritstjóri Islenskrar samtíöar 1991: Hver bók þjóðlífs- spegill síns tíma „Upphafiö aö útgáfu íslenskrar samtíðar má rekja ein tíu ár aftur í tímann þegar Ólafur Ragnarsson byrjaði í bókaútgáfu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugu sambandi við útgefendur hliðstæðra bóka á Norð- urlöndum og í Þýskalandi. Þannig var gífurleg undirbúningsvinna búin að eiga sér stað þegar ég kom inn í dæmið fyrir um ári síðan,“ sagði Vilhelm G. Kristinsson, ritstjóri ís- lenskrar samtíðar 1991, um aðdrag- anda þess að ráðist var í útgáfu þessa rits. íslensk samtíð 1991 er upplýsinga- bók um margbreytileg svið islensks þjóðfélags sem Vaka-Helgafell gefur út. Þetta er fyrsta íslenska alfræðiár- bókin en sams konar bækur hafa verið gefnar út í nálægum löndum í áratugi, til að mynda Hvem, hvad, hvor í Danmörku. í fyrri hluta íslenskrar samtíðar 1991 er fréttaannáll þar sem helstu atburðir frá fyrri hluta þessa árs eru raktir í máli og myndum. í síðari hluta bókarinnar, sem er mun um- fangsmeiri, er að finna fjölbreyttar samtímaupplýsingar um íslenskt þjóðlíf undlr íjölda uppflettiorða í stafrófsröð. Yngstu upplýsingarnar eru miðaðar við lok efnisvinnslu í októberlok. í bókinni eru 600 myndskreytingar, ljósmyndir, skýringarmyndir, myndrit og teikningar. Vilhelm segir íslenska samtíð vera frábrugðna hliðstæðum bókum er- lendis að því leyti að hún er einungis með íslensku efni og er gefin út í stærra broti. „Erlendu útgefendurnir mæltu eindregið með því að við hefðum okkar bók í stærra broti þar sem við værum að byrja útgáfuna enda býð- ur þaö upp á mun skemmtilegri möguleika í umbroti, myndrænni framsetningu og annari’i vinnslu efnisins." Á hverju ári 1 Áætlað er að gefa íslenska samtíð út á hverju ári hér eftir. í næstu bók, íslenskri samtíð 1992, mun frétta- annállinn ná yfir fréttir sem gerast frá miðju ári 1990 til miðs árs 1991 En má búast við einhverjum breyt- ingum? „Framvegis verðum við væntan- lega fyrr á ferðinni með bókina, í september eða október. Meðgangan að þessari bók var frekar löng þar sem með útgáfu hennar vorum við að leggja línumar fyrir næstu ára- tugi. Það er ekki heppilegt að gjör- breyta svona bókum.“ - Verður ekki töluvert um endurtek- ið efni í næstu bók? „Við viljum forðast endurtekning- ar eins og við getum. Það verður fjall- að um sömu hlutina aftur en í nýju ljósi. Sem daemi má nefna kaflann um fjölmiðla. Nú segjum við frá þeim tjölmiðlum sem starfa hér, hvenær þeir voru stofnaðir, hverjir stjórna þeim og fleiru. Næsta ár munum við taka annan pól í hæðina og segja kannski frá því hvernig fréttirnar í DV verða til eða hvernig erlendar fréttamyndir berast til sjónvarps- stöðvanna. Þannig reynum við alltaf að finna nýja fleti á efninu. Þá tökum við mið af þjóðfélagsumræðunni og ýmsum tímamótum. Orkumál og stóriðja fá töluverða umfjöllun núna vegna fyrirhugaðs álvers og ríkisút- varpið vegna 60 ára afmælis þess. Formið á bókinni bindur okkur eng- an veginn. Við viljum draga upp mynd af þjóðfélaginu á hverjum tíma á aðgengilegan hátt fyrir fólk. Þegar fram í sækir verður hver bók eins konar þjóðlífsspegill síns tíma.“ Sérstaða? - Er ekki verið að bera í bakkafullan lækinn með útgáfu þessarar bókar þar sem viðamikil alfræðiorðabók er komin út eða hefur hún einhverja sérstöðu sem mun tryggja henni sess? „Við erum ekki að rekja hverjir hafa verið biskupar á íslandi eða slíkt. Við tökum fortíðina ekki til umijöllunar nema tilefni sé til. Sem dæmi má nefna handritin. Á næsta ári eru 20 ár síðan Danir skiluðu fyrstu handritunum og því er upp- rifjun á því tengd umfjöllun okkar um handritin. Þá fjöllum við sérstak- lega um alþingiskosningarnar 1987 vegna komandi kosninga. Við höfum sérstöðu þar sem við fjöllum aðeins um íslenskt efni og vinnum efnið þannig að það er í samhengi við at- buröi líðandi stundar þegar bókin er skrifuð. Við teljum okkur taka mið af kröfum fólks til svona efnis og að fólk fái því mjög gagnlegan upplýs- ingabanka um samtíð sína.“ 150 manns komu við sögu í efnisöfl- un. Vilhelm sagði að þess hefði verið gætt að þetta fólk væri í tengslum við sem flest svið þjóðlífsins. - En hvernig gekk að fá upplýsing- arnar? „Það gekk í flestum tilfellum mjög vel. Annars kom mér mjög á óvart að þrátt fyrir mikla og almenna tölvuvæðingu lágu nýjustu upplýs- ingar alls ekki fyrir í sumum fyrir- tækjum og stofnunum. Það er eins og margir noti tölvurnar sínar ein- göngu til ritvinnslu en ekki gagna- söfnunar." -hlh Það er spennandi að vera barn og unglingur - segir Þórir Guðbergsson, höfundur Fiddi ber í bumbuna Þórir Guðbergsson, rithöfundur og félagsráðgjafi hefur sent frá sér nýja barnabók, Fiddi ber í bumb- una. Þórir var afkastamikill barna- bókahöfundur á sjöunda og átt- unda áratugnum, en eftir að hann tók viö félagsráðgjafastarfi við öldrunarþjónustu hefur hann tekið sér frí frá ritstörfum í mörg ár. Þess má geta að sonur hans Hlynur Örn Þórisson myndskreytti bók- ina. í tilefni af útkomu bókarinnar var Þórir fenginn í viðtal og er hann fyrst spurður hvað væri langt síðan hann byrjaði að semja barnahækur? „Það eru líkast til um tuttugu og fimm ár síðan Knattspyrnudreng- urinn og skíðakeppnin kom út. Eft- ir það skrifaði ég bækur nokkuð þétt. í heild hafa komið út fjórtán bækur eftir mig. Það eru aftur á móti tíu ár síðan síðast kom út bók sem ég skrifaði. Ég skipti um starf, hafði verið við kennslu en fór síðan í félagsráðgjafanám og var í burtu í þrjú ár. Ég byrjaði svo í öldrunar- þjónustunni þegar náminu lauk og hefur allur kraftur og orka fariö í málefni aldraðra. Það hefur verið nyög krefjandi starf og ég hef haft lítinn tíma til að skrifa." - Þegar svona langt líður á milli skáldverka, þá hljóta vissar breyt- ingar að hafa átt sér stað? „Ég held að það sé miklu hraðari atburðarás í nýju bókinni en áður hjá mér og stíllinn er einnig allur annar. Eg er búinn að ganga með þessa bók í maganum í fimm ár svo meðgöngutíminn er langur. Hef ég endurskrifað hana tvisvar sinnum. Það eitt er mikill munur frá því sem áður var. Viðfangsefnið er aftur á móti ekki ólíkt því sem ég hef fengist við áð- ur. Strákar og stelpur í leik .og störfum hefur verið aðalþema í barnabókum mínum. Núna fer ég að vísu inn á þá braut í fyrsta skipt- i að taka nokkuð eðlileg og sjálfsögð dæmi úr lífinu sjálfu eins og þaö kom mér fyrir sjónir þegar ég var sjö og átta ára gamall og var að byrja í fótbolta. Þannig að það má segja að bókin sé byggð á minning- um, þótt öllum persónum og öðru sé breytt. í bókinni tek ég dæmi úr Austur- bænum frá þeim árum sem ég var að alast upp, þegar enn voru rekn- ar kýrnar eftir Grettisgötunni sem svo skildu eftir sig kúamykju. Það er óhætt að segja að það var spenn- andi að vera barn á þessum árum.“ - Fiddi ber í bumbuna. Fyrir hvaða aldursflokk er bókin? „Ég vil helst ekki markaðssetja aldur, því hann er svo afstæður, miðaðst meira við þroskann og áhugamálin. Að öllu jöfnu tel ég að bókin sé skrifuð fyrir börn frá sjö ára aldri upp í tólf ára. Þó get ég ímyndaö mér að sex til sjö ára böm sem byrjuð em að lesa geti haft heilmikla ánægju af bókinni og það er staðreynd aö barn getur þroskaö orðaforðann heilmikið með því að lesa bók. Sömuleiðis held ég að þeir foreldrar sem lesa bókina fyrir böm á sama aldri, böm sem ekki eru alveg búin að ná valdi á lestrinum hefðu einnig gaman afVar knattspyrna ofar- lega í huga þínum þegar þú skrifað- ir Fiddi ber í bumbuna? „Knattspyma er vinsælasta íþróttin í heiminum, það fer á ekki milli mála. Fjölmiðlar gefa íþrótt- inni mikið pláss, sumum finnst það of mikið. Það er því býsna mikið sem fer í að ræða um íþróttina sem slíka. Hver er bestur, hver vann, af hveiju tapaðist o.s.frv. Alltof sjaldan er lögð á það áhersla hve íþróttir og leikir hafa mikið félags- legt og uppeldislegt gildi. Bam sem er að vaxa úr grasi og kemst inn í góðra vina hóp í gegnum svona fél- agsskap býr að því alla ævi. Það vita foreldrar en gleyma því oft i hita og þunga dagsins.“ - Þú ert sem sagt meðfram að ^alla um félagsgildi fótboltans í bókinni? „Já, þó að þar sé enginn boðskap- ur, heldur bein og hörð frásögn af þessum atburðum, þá finnst mér það mikilsvert atriði að menn viti að það er spennandi, eða að minnsta kosti getur verið spenn- andi að vera barn og unglingur." - Varlá verða tíu ár þar til þú sendir frá þér aðra bók? „Nei, ég held að fyrst ég er kom- inn í gang aftur á annað borð þá get ég ekki ímyndað mér annað en að ég haldi áfram. Ég hef aldrei lit- ið á sjálfan mig sem einhvern mik- inn rithöfund, heldur hef ég gaman af því að segja frá. Ég held að það hafi mikið gildi að allar bækur sem eru frumsamdar hér á landi séu á sem breiðustum grundvelli og það er ekkert nema gott um það aö segja aö margir skrifi. Þá getur fólk valið úr og það er af hinu góða. Það á að styðja við bakið á þeim ungu rithöfundum sem eru að byija feril sinn. Ég hef einstaka sinnum hrokkiö við þegar ég les gagnrýni. Gagnrýni getur verið bæði jákvæð og neikvæð. Það er engin hók svo fullkomin að ekki megi eitthvað að henni finna. Oft finnst mér gagnrýnendur alltof mikið leggja áherslu á þaö sem er slæmt en gleyma góðu hlutunum. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.