Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Side 21
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. 21 Meiming Gömul hljóðfæri sem sjaldan heyrast saman Það er ekki algengt að heyra í gítar og klavikord saman, enda engin tónverk til sem hafa veriö samin sérstaklega fyrir þessi tvö hljóðfæri. Það hefur þó ekki aftrað gítarleikaranum Símoni ívarssyni og Orthulf Prunner, sem meðal annars leikur á klavikord, frá því að gefa út vandaðan geisladisk með verkum og lögum sem þeir hafa útsett fyrir þessi tvö hljóðfæri. Diskurinn heitir í þjóölagatón og inniheldur, eins og nafnið bendir til, lög í þjóðlagastíl frá ýmsum löndum. Meðal annars eru þar þrjú íslensk verk. DV fékk Símon í stutt spjall um samstarf þeirra félaga og útgáfu disksins. „Ég held að í þjóðlagatón sé fyrsta hljómplatan í heiminum sem gefin er út meö þessum tveimur hljóðfærum," segir Símon. „Og er það dálítið undarlegt, vegna þess að bæði eru þessi hljóðfæri meðal þeirra elstu í heiminum. Klavikord er eiginlega hálfgerður forfaöir sembals og píanós. Það hefur aftur á móti ekkert verið samið sérstak- lega fyrir þessi hljóðfæri. Við höf- um því þurft að útsetja allt sjálfir. Það má segja aö efnisskráin end- urspegli það að við höfum leitað að verkefnum sem falla vel að báð- um hljóðfærunum þannig að bæði njóti sín og að annað hljóðfærið sé ekki endilega aðalhljóðfærið. - Lögin, sem þið veljið, eru þetta lög sem almenningur þekkir? „Það má segja að í lagavali liggi Simon Ivarsson og Orthulf Prunn- er. vandamál gítarsins. Þau verk sem eru þekkt og samin fyrir gítar eru tiltölulega óþekkt hjá almenningi. Það kemur til af því að gítarinn er frekar ungt hljóðfæri á íslandi þrátt fyrir aldagamla sögu. Hins vegar eru verkin öll eftir tónskáld sem eru mjögþekkt. Þema plötunn- ar er áhrif frá þjóðlögum, meira að segja er á plötunni verk eftir Beet- hoven sem hægt er að tengja við þjóðlagatónlist. Þá reynum við aö þræða tónlistarsöguna. Við flytjum verk frá fimm tímabilum, það er að segja allt frá endurreisnartím- anum fram til nútímatónlistar eða anga af nútímatónlist." - Nú gefið þið út tónlistina aðeins á geisladiski, er einhver ástæða fyrir því? „Það sögðu okkur allir sem vit hafa á sölumálum að salan á klass- ískri tónlist væri nær eingöngu bundin við geisladisk. Þeir sem kaupa klassíska tónlist gera miklar kröfur til tóngæða og almennt stendur geisladiskurinn framar hljómplötunni í tóngæðum. En það er áætlað að tónhstin komi einnig út á kassettu. - Þið Ortholf Prunner hafið sjálf- sagt starfað mikið saman? „í þjóðlagatón er önnur plata okkar saman. Á þeirri fyrri var samsetningin gítar og orgel. Við höfum einnig haldið saman marga tónleika og höfum verið á tónleika- ferð um landið frá því í haust. Þá höfum við einnig haldið það sem við köllum kafiikonserta, leikið á kafiihúsum og oft reynt að fá fólkið til að vera virkt með okkur í söng. Tilfellið er að þegar fólk heyrir mörg ný lög í einu getur tónlistin runnið út í eitt. Þegar það aftur á móti fær að vera með er athyglinni beint að tónlistinni og hver hefur ekki gaman af að klappa fyrir sjálf- um sér um leið og klappað er fyrir tónlistarmönnunum? -HK Tímapantanir Sími 13010 HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG jólagjöf Spennusaga um baráttuna milli góðs og ills, myrkurs og Ijóss. Þetta er sagan sem heldur þér við efnið frá fyrstu til sfðustu blaðsfðu. Baráttan við heimsdrottna myrkursins fellur vel inn I þá umræðu um dulræn fyrirbæri, andlega vakningu og nýja öld, sem hefur verið svo áberandi á Islandi undanfarið. Þessari bók sleppir þú ekki fyrr en þú hefur lokið við að lesa hana. Spennubókin í ár! Pöntunarsiml (01) 25155 Hugljúfjólagjö/ Sagan sem þú gefur —þegar þú vilt gíeðja Ástin kemur segir frá lífi landnema í Ameríku á síðustu öld, starfi þeirra, sorgum, ást og gleði. Líkt og íslensku Vesturfararnir á sinni tið, er þetta fátækt fólk sem vinnur hörðum höndum við að sjá sér og sínum farborða, en lífshamingja þess er bundinöðrum gæðum en þeim sem við eigum að venjast í dag. Þetta er frábærlega falleg ástarsaga, sem heldur athygli lesandans óskiptri frá byrjun tilenda. RQÝAl-W •Miðað við verðlistaven) 3 verösamanburöTGeriö verösamanburö! Geriö verösamanburö! Genö verösamt erösamanburö! Geriö verösamanburö! Geriö verösamanburö! Geriö verösamam JÓLAKÓLA lerösamanburö! Ueriö verösamonburo! Genö verösamanbur< ösamanburö! Geriö verösamanburö! Geriö verösamanburö' ÍC fcfPm immí m 1 ||gg| Plpl;#. ■ ,4Éj|| .■..h/spsBSSki Bfe^CRQV.^^ » MrwBjm :: "Jrt 1 föímir* IrrvfiTr ÆtfíSrÉfifQt ~ :1» Sm-wsL «|K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.