Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Qupperneq 36
44 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. Fréttir Greinaskrif íslenskra leiðsögumanna: Hafa mjög neikvæð áhrif Jóharma S. Sigþórsdóttir, DV, ÞýskaJandi: „Þessi skrif eru farin aö hafa mjög neikvæð áhrif á þá erlendu söluaðila sem eru að selja ferðir til íslands. Þeim finnst þeir hafa verið hafðir fyrir rangri sök,“ sagði Davíð Vil- helmsson, deildarstjóri hjá Flugleið- um í Frankfurt. Að undanförnu hafa birst í dag- blöðum greinar eftir islenska farar- stjóra þar sem þeir gagnrýna mjög fyrirkomulag á sölu ferða til íslands. Erlendir söluaðilar gangi yfir hina íslensku og skipuleggi ferðirnar oft á tíöum þannig að tekjur af viðkom- andi ferðamönnum verði harla Utlar. Ekki sé veitt nægilegt aðhald í þess- um efnum þannig aö komið sé í veg fyrir umsvif þessara „útlendu sjó- ræningja". DV ræddi við þrjá aðila sem allir vinna að því aö kynna ísland sem ferðamannaland og/eða selja ferðir þangað. Þetta voru þeir Dieter Wendler Jóhannsson, forstöðumað- ur Ferðamálaráðs íslands í Frank- furt, Ómar Benediktsson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Islands Tours í Frankfurt og Hamborg, og Davíö Vil- helmsson, deildarstjóri hjá Flugleið- um í Frankfurt. Þeir voru fyrst spurðir hvort raunin væri virkilega sú að erlendar söluskrifstofur gengju yfir hinar íslensku, þannig að út- Jólatilboð JAPAN VIDEOTÖKUVÉLAR ALSJÁLFVIRKAR UÓSNÆMI: 7 LUX - AÐDRÁTTARLINSA: 6 x ZOOM - SJÁLFVIRKUR FOCUS - VINDHUÓÐNEMI - TÍMA- OG DAGSETNINGARMÖGULEIKAR - TITILTEXTUN: 8 LITIR - LENGD UPPTÖKU: 90 MÍNÚTUR - RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKl/MILLISNÚRA FYRIR SJÓNVARP OG MYNDBANDSTÆKI VEGUR AÐEINS: 0.7 KG. SÉRTHJBOÐ, KR 79.950,- stgr. 3E Afborgunarskilmálar |E) VÖNDUÐ VERSLUN JJLJÍHCO, FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I - DV ræðir við þrjá ferðamálafrömuði 1 Frankfurt Dieter Wendler Jóhannsson, forstöðumaöur Ferðamálaráðs I Frankfurt, f.v., Ómar Benediktsson, forstjóri Islands Tours, og Daviö Vilhelmsson, deildarstjóri hjá Flugleiðum í Frankfurt. DV-mynd JSS koman yrði „erlend rányrkja á landinu“ eins og einn leiðsögumað- urinn lét hafa eftir sér í blaðaviðtali. Davíð: „Þessar fullyrðingar fá eng- an veginn staðist. Það sem mér þykir verst við þessi skrif er að þarna er öllu ruglaö saman. Þarna er tiltölu- lega fámennur hagsmunahópur að gera grein fyrir sinni hlið á málun- um. Það er kannski ekki farið með bein ósannindi en vísvitandi er mál- unum hagrætt á þann hátt sem við- komandi þykir best henta. Þeir eru að tala um erlendar ferða- skrifstofur. En það eru einmitt þær sem margar hverjar hafa verið að vinna að sölu ferða til íslands í ára- tugi. Án þeirra væri íslensk ferða- þjónusta hreinlega ekki til. Þær eru að langmestu leyti að vinna þessa sölu erlendis á ferðum til íslands í náinni samvinnu við íslenska aöila. Þeir ferðamenn, sem fara til íslands á þeirra vegum, nötfæra sér lang- flestir það sem íslensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Sá hópur ferðamanna, sem gagn- rýni leiðsögumanna beinist að, eru þeir sem farnir eru að leggja leiö sína til landsins með ferjunni Smyrli, með bíla sína, sem hlaðnir eru vistum, aka um landið þvers og kruss og sniðganga algjörlega íslenska ferða- þjónustu. En það gleymist bara að taka fram að þetta er aöeins örlítiö brot af öllum þeim íjölda ferðamanna sem heimsækja landið árlega." Ein allsherjar rangfærsla Ómar: „Við erum að reyna að byggja upp ákveðna atvinnugrein á íslandi og þá taka allt í einu ein- hverjir menn til aö skrifa í blöðin og segja að við séum að láta stela at- vinnugreininni af okkur. Þetta þætti ekki gott ef satt væri en sem betur fer er þetta gjörsamlega úr lausu lofti gripið. Þessir léiðsögumenn, sem hafa ver- ið að skrifa um þessi mál, hrúga öllu saman þannig að úr verður ein alls- herjar rangfærsla. Þeir eru að nefna ýmsar erlendar ferðaskrifstofur, eins og til dæmis Studiosus. Þessi ferða- skrifstofa var farin að selja feröir til íslands áður en aðrir voru farnir að hugsa svo langt, hvað þá annað. Hún kaupir allan mat, gistingu, bila og aöra þjónustu sem þörf er á heima á íslandi - raunar allt nema leiðsögu- manninn. Ástæðan fyrir því er sú að um er að ræða afar sérhæfðar ferðir, t.d. fyrir fuglaskoðara, náttúrufræð- inga, ljósmyndara og svo mætti lengi telja. Leiðsögumennirnir í þessum feröum eru undantekningalaust menntaðir sérfræðingar á viðkom- andi sviðum. Hvað viðvíkur ferjunni þá er málið nákvæmlega það sama með hana og Studiosus nema bara með öfugum formerkjum. Þeir langferðabílar, sem koma með henni, taka allir ís- lenska leiðsögumenn, kaupa gist- ingu, kvöld- og morgunmat en rútan er ekki íslensk. í Skandinavíu er sóst eftir ferðamönnum, sem ferðast með þessum hætti, því þeir færa tekjur inn í landið. í þessum greinum er verið að gera þvílíkan úlfalda úr mýflugu að maður er gjörsamlega orölaus yfir því.“ - Eru það þá staðlausir stafir að feröamenn komi meö matvæli með sér til landsins? Ómar: „Nei, vissulega eru þess dæmi. Við getum nefnt hóp frá aust- urrísku ferðaskrifstofunni Kneissl, sem leiðsögumennirnir hafa getið um í skrifum sínum. Hann kemur með einhvem mat með sér, raunar meira í ár heldur en veröur á næsta ári. En málið er bara það að Kneissl býður upp á miklu hagkvæmari ferð- ir. Hann selur jafnlanga túra 5-600 mörkum (18-21.000 ísl. kr.) ódýrari heldur en aðrir. Hann þarf alltaf aö kaupa töluvert magn af matvælum heima en samt sem áður eru ferðirn- ar hans þetta miklu ódýrari. Ástæð- an er ekíu sú að hann græði eitthvað óskaplega á því að koma með mat- væli með sér heldur hin að skipu- lagningin hjá honum er öðruvísi. Hann sleppir eldhúsbílnum en tekur með sér tjald í staöinn. Þetta og fleira gerir þaö að verkum að hann nær verðinu niður. Davíð: „Þessi umræddi maður kemur með um 1300 feröamenn til íslands í ár. Hann leigir bíla af BSÍ, hann kemur með einhvern mat með sér, það er alveg rétt. En - hann eyddi eingöngu til matarkaupa á íslandi 3,5 milljónum króna á þessu ári.“ Hvernig er landið kynnt? - Hvernig kynnir og selur Ferða- málaráð landiö? Er þess kannski get- ið að ísland sé dýrt land en hægt sé að ná ferðakostnaöi niöur með því að taka með sér mat og bíl og búa í tjöldum? Dieter: „Að sjálfsögðu ekki. Við segjum fólki alveg nákvæmlega frá þeim reglum sem gilda á íslandi. Oft er það að fólk er mjög illa upplýst og heldur hreinlega aö nauösynleg matvæli séu ekki fáanleg heima. Við leiðum það þá í allan sannleika um málið. Eftir lestur blaðagreina leiðsögu- manna mætti ætla að megnið af þeim ferðamönnum, sem koma heim, sé í erlendum rútubílum alla ferðina. En að sögn forstjóra Bifreiðastöðvar ís- lands, sem var hérna hjá mér í síð- ustu viku, hafa komið að jafnaði um tíu erlendir langferðabílar til lands- ins á ári þar til í ár að þeir verða lík- lega fimmtán. Þetta eru nú öll ósköp- in sem fá leiösögumennina til að hefja blaðaskrif. Varðandi matinn er það vitað að samkvæmt íslenskum lögum má hver ferðamaður taka með sér tíu kíló. Þetta dugar sumum kannski í viku en öðrum eitthvað lengur. Það er því ljóst aö langflestir verða að kaupa sér mat til viðbótar. Greinar- höfundar eru því að skjóta yfir mark- ið þegar þeir tala um erlenda sjóræn- ingja.“ Omar: „Það er bæði dýrt og erfitt að selja feröir til íslands. Það er oft sem þeir sem sitja heima eru farnir að spá í þann gróða sem fáist með því að selja ferðir til íslands. Víst hefur fólk hér í Þýskalandi mikinn áhuga á að fara þangað, þaö er engin spurning. En það þarf að finna þá sem raunverulega hafa áhuga og efni á slíku ferðalagi. Og þaö kostar mikla peninga að ná í hvern viðskiptavin. Gróðinn er því ekki eins mikill og margir halda. Það er verið að gera fullt af góðum hlutum í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur verið skynsamlega upp- byggð. Við eigum hóp af góðum leið- sögumönnum og auðvitað reynir hver stétt að vernda sitt starfssvið. En skrif sem þessi eru ekki aöferðin til þess. Ef menn vilja halda sínu verða þeir einfaldlega að bæta sig. Þá verður ekki fram hjá þeim geng- ið.“ - En hvað með erlenda leiðsögu- menn, koma þeir ekki alltaf öðru hvoru meö hópa? Á að leyfa það? Dieter: „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að setja of stífar reglur í þessum efnum og beinlínis gera mönnum að nota íslenska leiðsögu- menn. Ferðamenn fara ekki bara til Norðurlandanna af því að náttúran sé svo falleg. Þeir sækja einnig þang- að af því að hugsanagangur fólksins er frjáls. Ef við ætlum að kynna landið með boðum og bönnum í þess- um efnum þá berst það fljótlega út. Menn segja einfaldlega: Þetta er ekki við mitt hæfi, ég vil ekki láta setja mig upp við vegg, ég fer eitthvað annað. Auðvitað viljum viö helst að ís- lenskir leiðsögumenn verði fyrir val- inu. Við viljum aö þeir séu vel menntaðir og kunni sitt fag. En það dugir bara ekki alltaf til. Nú er mik- ill uppgangur í ferðamannaþjónustu og æ fleiri þjóðir sem sækja til ís- lands, þar á meðal Japanir. En á ís- landi eru ekki nema einn eða tveir leiðsögumenn sem tala japönsku. Það er ekki nóg, því það þarf einnig að skilja hugsunarhátt Japananna. Þess vegna erum við neydd til að hafa erlenda leiðsögumenn með þeim. Þessir leiösögumenn hafa feng- ið tímabundin starfsleyfi og svo verð- ur að vera um sinn.“ Ómar: „Þeir leiðsögumenn, sem eru hjá Studiosus, hafa komið til ís- lands á hverju ári í tuttugu ár. Þeir hafa samþykkt frá Félagi leiðsögu- manna og Ferðamálaráði og á sama tíma fá þeir gusuna yflr sig í blaða- greinum. Þetta finnst mér undarlega að fariö. Hins vegar flnnst mér það rétt stefna að reyna að hafa íslenska leiðsögumenn í lengstu lög.“ Davíð: „Það fer ekki á milli mála að það er dýrt aö ráöa sér íslenskan leiösögumann eða þá að borga ferð- ina fyrir erlendan en menn eru þó ekki alltaf að horfa í kostnaðinn. Það er fleira sem spilar inn í. Ég heyrði það viðhorf fyrir nokkrum vikum að viðkomandi aðili hefði ekkert á móti íslenskum leiösögumönnum en hann sagðist ekki vilja einhvern krakka sem fariö hefði á einhver námskeiö og kynni aö þylja ártöl og þurrar staðreyndir. Hann sagðist vilja reyndan leiðsögumann sem talaði lýtalausa þýsku. Það kemur alltaf ööru hvoru fyrir að hingað berist fyrirspurnir um ís- land sem eru svo hnitmiðaðar að við verðum að setjast hér saman og fletta upp í bókum til að geta gefið full- nægjandi svör. Þetta fólk er búið að undirbúa sína íslandsferð árum sam- an og veit orðið bókstaflega allt um landiö. Að láta svona fólk hafa ein- hvern viövaning sem leiðsögumann, bara af því að hann er íslendingur og með eitthvert merki í barminum, það er einfaldlega ekki hægt. Þaö hefur komið fram í þessum skrifum að það þurfi að sérhæfa fólk. Það er alveg rétt. Þetta er gert annars staö- ar. Hins vegar er mjög athyglisvert að í þessum skrifum um sérhæfmgu hefur einnig komið fram að það þurfi aö þjálfa upp íslenska leiðsögumenn til að fara með íslendinga til útlanda. Hvar eru rökin í þessu?" Aukin náttúruvernd - í umræddum skrifum kemur einn- ig fram að það eina sem margir feröa- menn skilji eftir sig hér séu djúp sár í náttúrunni. Vantar alla heildar- stefnu í náttúruverndarmálum hvað viðkemur ferðaþjónustunni? Ómar: „Þettaereinmittstóramál- ið. Hvort einhverjar tíu rútur koma árlega til landsins til þess eins að aka hringveginn vegna þess að upp á hálendið komast þær ekki, það er smámál miðað við náttúruverndina. Það væri nær að menn færu að ein- beita sér aö því aö vernda hálendið og setja t.d. upp þjónustumiðstöðvar í jaðri þess til að reyna að hefta fólks- strauminn upp í óbyggðir, í stað þess að einblína á þaö sem minna máli skiptir." Davíð: „Það er gefið í skyn að er- lendir ferðaheildsalar séu ábyrgir fyrir öllu rusli, tómum dósum og öðru sem hent er úti í náttúrunni. Ef einhverjir fara illa með hálendiö í þessu tilliti þá eru það íslendingar sjálfir. Hitt er annað mál að það mætti dreifa álaginu meira um landið en nú er gert. Bæði innlendir aðilar, sem eru að skipuleggja þær ferðir sem í boöi eru, og erlendar ferða- skrifstofur, sem eru að selja þær, hafa kannski tíu staðarnöfn á íslandi og í kringum þessi tíu nöfn eru ferð- irnar búnar til. Eitt af stóru verkefn- unum er að koma nýjum nöfnum inn á. kortið og beina ferðamanna- straumnum á nýja staði til að létta á öðrum." Dieter: „Það hefur hreinlega ekki verið til upplýsingaefni um nýja staði, t.d. Vestfirðina. Þetta er von- andi að breytast til batnaðar þar sem til stendur að auka útgáfu á upplýs- ingabæklingum á þessu ári. En það tekur bara tíma að kynna þessa nýju staði og fá ferðamenn til að fara þangaö.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.