Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Síða 56
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstfórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. Jaf nhlýtt og á Azoreyjum - þó ekki einsdæmi Landsmenn hafa heldur betur orð- ið varir við óvenjulegt desemberveð- ur undanfarna daga. Hitinn hefur verið á bilinu 7-14 stig og mestur hiti mældist á Sauðanesvita í fyrra- dag, eða 14 stig. Magnús Jónsson veðurfræðingur segir að þetta sé mjög sjaldgæft en ekki einsdæmi. Ástæður þessa sumarveðurs eru lægðir sem koma frá Nýfundnalandi og bera með sér hlýtt loft langt sunn- an úr hafi. Magnús segir þetta vera fjórða haustið sem snjólaust er og hlýtt fram til jóla. „Þetta hefur nú verið í hlýrri kantinum en veturinn 1988 var hlýrra. Þá fór hitinn yflr 15 stig fyrir norðan í desember." Það þarf að fara suður til Costa del Sol á Spáni og til Azoreyja til að fmna jafnháar hitatölur og hér eru. Á meg- inlandi Evrópu er hins vegar frost og þokugangur og kuldi. Áhrif þessara hlýinda á gróður eru ekki talin mikil á þessum árstíma. „Lóðir eru margar hverjar grænar ennþá þannig að það stefnir allt í græn jól - hvorki rauð né hvít. Þótt gróður sé enn með lífsmarki á þess- um tíma þá skiptir það ekki máli segir Magnús. Næstu daga fer að kólna, en það eru hins vegar líkur á að það hlýni "*áftur, jafnvel um næstu helgi. -ns Nýtt tryggingargjald: Gef ur ríkinu 500 milijónir „Það má alltaf deila um hvað eru skattar á fyrirtæki og hvað annað. Hins vegar stendur eftir að gert er ráð fyrir að skatttekjur ríkisins minnki um einn milljarð á næsta ári,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í samtali við DV í morgun. Hann sagði að ef borin væru saman árin 1990 og 1991 þá félli niður virðis- aukaskattur af bókum, jöfnunargjald lækkaði, virðisaukaskattur af við- haldi húsnæðis yrði endurgreiddur og leyflsgjald af gjaldeyrisfærslum félli niður frá og með næstu áramót- um. Samtals væru þetta um 1500 milljónir króna. Á móti þessu á að koma trygginga- gjald sem tekið verður upp um ára- mótin. Það á að færa ríkissjóði 500 milljónir króna í tekjur þannig að eftir standa einum milljaröi króna minna skatttekjur ríkisjóðs. Ólafur sagði að hann myndi í dag leggja fram frumvarp um þetta tryggingagjald. Það er samræming á öllum þeim launagjöldum sem hafa ^verið í gildi til þessa. Það væri fyrsta skrefið í að færa skattlagningu at- vinnulífsins í nútímalegt form. _g dór LOKI Næsta skref verður að bjóða hingað í sólarlandaferðir! Fegin að þessi ósköp skuli vera yf irstaðin smm „Ég er mjög fegin að snákurinn hefur náðst og aö þetta sé ailt sam- an yfirstaðið. Þó ég hafi kannski virst vera róleg meðan á öllu þessu stóð þá leið mér hreint ekkert vei þegar ég var að aöstoða Guðmund meindýraeyði við að ná snáknum. Þaö tók mig dálítinn tíma að jafna mig á eftir, sagði konan við DV sem hefur haft lausan snák í baðher- berginu í íbúð sinni í Holtunum síðan á fóstudag. Konan sá snákinn fyrst þegar hún fór inn á baðherbergi hjá sér á föstudagsmorgun - hann var þá að spóka sig úti á gólfi. Hún lokaði hurðinni á eftir sér. og hringdi skelkuð til Guðmundar Björnsson- ar meindýraeyðis sem kom strax. Snákurinn var kominn í felur þeg- ar Guðmundur kom. Hann hafði með einhverjum óskiijanlegum hætti komist inn íbúðina og hafði greinilega aðsetur í rás fyrir vatns- rör á bak við uppsteyptan sturtu- botn á baðherberginu. Guðmundur sá höfuð snáksins gægjast fram í 4-5 skipti á þeim tveimur sólarhringum sem „veið- in“ stóð yflr um helgina. Reynt var að lokka kvikindið fram með fisk- bita - en án árangurs. Þar sem ekki er beinlínis þægileg tilfinning að vera með lausan snák á heimili sínu var ákveðið .að reyna öll ráð tii að ná dýrinu. Múrari var fram á kvöld á laugardag ásamt Guð- mundi að reyna að ná snáknum. Mennirnir notuðu múrbrjót við að komast að fylgsni snáksins og þurfti að taka sturtubotninn í burtu og brjóta töluvert upp af steypu og vikri til að komast að rörarásinni. Það var ekki fyrr en i hádeginu í gær að dýrið náðist: „Ég sá snákinn þegar ég kom aft- ur í íbúðina í gær. Hann var þá skriðinn langleiðina út um röragat og var hálfur inni í skáp við hliðina á. Konan rétti mér gúmmíhanska sem ég setti yflr höfuðið á honum og svo skellti ég honum í glerkrukku. Harm var ekki liklegur til að verja sig en ég var ekkert að Veðrið á morgun: Frostum allt land Á morgun verður breytileg átt og síðan norðlæg um allt land og kólnandi veður. Él, einkum um . norðan- og vestanvert landið en úrkomulítið suðaustanlands. Hiti verður á bihnu -2 til -7 stig. veifa fingrunum framan i hann,“ sagði Guðmundur. Aðspurður sagði hann að sér hefði ekki verið beint vel við að handleika snákinn. „Við erum allavega ekki vanir snákaveiðum,“ sagði hánn. Að sögn Jóhanns Brandssonar hjá Náttúrufræðistofnun íslands er líklegast talið að hér sé um fullvax- inn grasasnák að ræða sem getur lifað 'án fæðu svo vikum skiptir. Hann er um 40-50 sentimetra lang- ur, gildur á við blýant og er talinn hættulaus. Snákurinn er nú á stofnuninni og verður ákvörðun tekin bráðlega um hvað skuli gert við hann. -ÓTT Maður fótbrotnaði: Hélthann hefði stokkiðaf 1. hæð Rúmlega fertugur maður stökk fram af tvílyftu húsi i Skipholti á flórða tímanum í nótt. Talið var að hann hefði fótbrotnað. Maðurinn var nýfluttur í húsið ásamt sambýliskonu sinni. Hann klifraði í fússi út um glugga á þriðju hæð og niður á þak tveggja hæða viðbyggingar. Þaðan stökk maðurinn niður með fyrrgreindum afleiðing- um. Þegar lögregla hafði tal af mann- inum sagðist hann hafa haldið að hann hefði verið að stökkva ofan af fyrstu hæð. Hann hefur oft komið viðsögulögregluáður. -ÓTT Maðurfannst íreykjarkófi Guðmundur Björnsson, meindýraeyðir frá Reykjavíkurborg, var meira og minna í tvo sólarhringa að reyna að ná rúmlega 40 sentímetra löngum snák sem fannst í íbúð í Reykjavík fyrir helgina. Þurfti hann með aðstoð múrara meðal annars að taka upp sturtubotn og brjóta steinsteypu til að komast að fylgsni snáksins. DV-mynd S Slökkvilið var kallað út að íbúð á 3. hæð í Yrsufelli 9 um klukkan eitt í nótt. Þegar komið var á staðinn var nokkur reykur í stigagangi en enginn virtist vera í íbúðinni sem reykurinn kom frá. Þurfti því að brjótast inn. Þegar inn var komið reyndist mað- ur vera í fastasvefni og var töluvert reykjarkóf í íbúðinni. Pottur hafði gleymst á eldavél og var straumur undir. Maðurinn var fluttur á slysa- deild þar sem talið var að hann hefði fengið reykeitrun. -ÓTT ý \0 k k 4 f f f ý f y y V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.