Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. Menning Það vorar í Brattavogi Komin er út ný saga eftir hinn sívinsæla bama- og unglingabókahöfund Ármann Kr. Einarsson. Bókin heitir Gegnum fjalliö og gerist í litlu af- skekktu sveitaþorpi, Brattavogi. Dag einn um páskaleytiö gerist þaö aö nýr sóknarprestur kemur til starfa í Brattavogi. Hann kemur með þyrlu ásamt dóttur sinni og þaö vekur eðlilega mikla athygli þorpsbúa þegar þyrlan lendir í miöju þorpinu. Bókmenntir Anna Kristín Brynjúlfsdóttir Aöalpersóna sögunnar er pilturinn Broddi sem býr einn með fööur sín- um. Hann stundar nám í skólanum í þorpinu og gengur mjög vel en verð- ur fyrir öfund og aðkasti sumra skólafélaga sinna, sem gefa honum held- ur leiöinlegt viöumefni, sem er Bakhnerri. Broddi hefur því orðið mjög hlédrægur og á enga vini nema Grím grúskara sem er aö skrifa hundrað ára sögu bókasafnsins á staðnum. En margt breytist í lífi Brodda við komu prestsins og dóttur hans því dóttirin verður sessunautur Brodda í skólanum og besti vinur hans. Og auðvitað er þetta ástin sem Brodda hafði dreymt um. En margt fleira gerist óvænt í lífi Brodda. Hann lendir í lífsháska, er hann fer á skíðum til næsta bæjar að sækja tjömplástra fyrir fóður sinn sem lá veikur heima. Broddi verður undir snjóflóði en kemst úr þeim lífsháska af eigin rammleik og fyrir mildi örlaganna. Eftir að Broddi bjarg- ast úr snjóflóðinu kemur um það frétt í fjölmiðlum. Þegar Broddi kemur aftur í skólann er hann orðinn hetja í augum flestra krakkanna. Brátt vorar í Brattavogi. Vegurinn að Brattavogi veröur aftur snjólaus og fær ökutækjum. Strandferöaskipið kemur einnig til þessa afskekkta staðar meö nýjar vöubirgðir, póstinn og dagblöðin. Nýi presturinn er settur í embætti og hann verður fljótlega forystumað- ur á staðnum. Hann gengst fyrir því ásamt öðmm að byggja upp atvinnu- lífið á staðnum og í því skyni vilja þorpsbúar eignast gömul fiskverkunar- hús sem hafa staðið auð í langan tíma. Þorpsbúar kaupa síðan þessi hús á eina krónu og unglingar staðarins fá vinnu við að hreinsa þau og mála. Gegnum fjaliið er viðburðarík saga um hressa krakka og ævintýri þeirra við erfiðar aöstæður. Lífið getur verið örðugt í litlum þorpum úti á landi yfir háveturinn, þegar allar leiðir lokast nema leið fuglsins fljúgandi. Seinni hluti sögunríar er viðburðaríkari en sá fyrri. Kaflinn um snjó- flóðið er verulega spennandi og snoturlega er skrifaö um ástir ungling- anna. Engar myndir era í bókinni og er það nokkur galli. Þá hefði verið ástæða til að birta skrá yfir bækur höfundarins en þær eru orönar æði margar þar sem Ármann hefur skrifað bama- og unglingasögur síðan hann var unglingur. Hann samdi vinsælar og spennandi sögur fyrir foreldra og jafnvel ömmur og afa bamanna sem nú fá bók eftir hann í jólagjöf. Gegnum fjallið Höfundur: Ármann Kr. Einarsson Vaka-Helgafell, 1990 Róska á sýningu sinni. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson einkennist af tvístringi, sundur slitnum af löngum hléum. Eitt er víst að áður hún lagðist með fullum þunga í kvikmyndagerð og pólitíska umsýslusemi suðrá Ítalíu gerði hún málverk og teikningar sem hafa tekið sig býsna vel út á mjög nýlegum samsýningum. Þau verk voru með ýmsum poppeinkennum, til að mynda í litum og klippimyndaívafi, en órólega og eilít- ið kvíðvænlega línuteikninguna átti hún sjálf, ásamt með munúðinni. En kannski verður Rósku helst minnst fyrir framlag sitt til lífslistarinnar. Vaknað með andfælum Ég veit svei mér ekki hvað skal segja um yfirstand- andi sýningu Rósku í Nýlistasafninu. Að sumu leyti er eins og listakonan hafi lagst í dvala upp úr 1970 og vaknað með andfælum tuttugu áram síðar. Áhugasvið hennar er það sama og vinnubrögðin beinast í svipaöa átt, nema hvað verklagnin var öllu meiri hér áður fyrr. Það er fyrst og fremst tölvugrafíkin sem gefur þess- ari sýningu gildi, en í þeim miðli virðist Róska hafa fundið leið til að sniðganga ýmsa þá erfiðismuni sem fylgja hefðbundnum listmiðlum. Þessi grafík skartar kaldhömruðu litrófi gamla poppsins, kemur til skila kvikri teikningu listakonunnar, og þótt einkennilegt megi virðast, ber hún með sér öllu meiri innileik en handmáluð málverkin. Þar ræður smæðin úrslitum. Smæðin virðist einnig gera úrvinnsluna viðráðan- legri. Fólkið í þessum tölvumyndum Rósku virðist eiga þar heima, það sýnir af sér þokkafulla lífsþreytu, renn- ur svo áreynslulaust saman við nánasta umhverfi sitt. Feginn vildi ég sjá Rósku þróa þessa grafík frekar, jafnvel innlima hana í annað sköpunarstarf sitt. Ufslist Rósku Desembermáríuður hefur löngum verið talinn versti mánuður ársins til listsýninga. Eru íbúar þessa lands þá með hugann við flest annað en myndlist. Kjama- konan Róska lætur þessar aðstæður ekki á sig fá, enda hefur hún ófáa hildi háð, jafnt í lífi sínu sem list. Til jóla sýnir hún tæplega fimmtíu verk í neðri sölum Nýlistasafnsins, ljósmyndir, tölvugrafík, olíumálverk og verk blandaðrar tækni. Mér vitanlega hafa menn ekki reynt að draga upp heildarmynd af listsköpun Rósku, svo mjög sem hún STEREO LITSJÓNVARPSTÆKI 28" FLATUR FERKANTAÐUR SKJÁR. FÍN UPP- LAUSN. SKIPANIR BIRTAST Á SKJÁ. ÞRÁOIAUS FJARSTÝRING. BEIN TENGING FYRIR MYND- BANDSTÆKI. TENGING FYRIR HEYRNARTÓL/ AUKA HÁTALARA. SVEFNROFL SÉRTILBOÐ KR. 69.950 stgr. RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr. 20” MONO M/FJARST. TILB. 35.950.- stgr. RÉTTVERÐ 42.750,- slgr. 14” MONO M/FJARST. TILB. 25.950.- stgr. RÉTTVERÐ 30.500,- sigr. 10” 12 VOLT OG 220 VOLT í SUMARBÚSTAÐINN EÐA ELDHÚSID TILBOÐ 33.950.- stgr. RÉTTVERÐ 38.000.- sigr. 5 ÁRA ÁRBÝRGÐ Á MYNDLAMPA Alborgunarskilmálar gj VÖNDUÐ VERSLUN HiJÓMCO FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 I Um furðuveröld sakamála Bækur um sakamál sjást ekki oft í bókaflóð- inu. Sætir það nokkurri furðu þar sem af nógu er að taka, bæði heima og heiman, og reyfarar seljast eins og heitar lummur árið út og árið inn. Ekki er gott að segja hver ástæðan kann að vera. Þó getur verið að sæmilega ritfærir menn hafi einhveija innbyggða fordóma gagn- vart þessum efniviði, að það sé ekki nógu fínt eða menningarlegt að gera raunveruleg nútíma- sakamál að viðfangsefni í frásagnabók. Stað- reyndin er hins vegar sú að'þáð er ekki efnið sem slíkt sem skiptir öllu máli heldur hvernig tekið er á því. Um langt árabil hafa verið gefin út tímarit hér á landi þar sem uppistaðan er þýðingar á efni úr sams konar blöðum erlendum. Oftar en ekki era þýðingar þessar lítið spennandi enda gefur framtextinn oft ekki tilefni til annars, cdla vega ekki í þeim blöðum sem undirritaður hefur séð - og lesið. En eins og áöur sagði er það meðferð efnisins sem ræður úrslitum um útkomuna. Það verður manni vel ljóst við lestur bókar Jóhönnu S. Sigþórsdóttur, Sérstæð sakamál, íslensk og norræn. Þar er prýðilega að verki staðið. í bók þessari, sem gefin er út í samvinnu Al- menna bókafélagsins og íþróttasambands lög- reglumanna, era 20 frásagnir af sakamálum. Þar af era sjö íslenskar frásagnir, þijár með útlend- ingum í aðalhlutverki. íslenski hlutinn er unn- inn upp úr opinberam gögnum um viðkomandi mál, viðtölum við menn og dagblöðum frá þeim tíma þegar atburðirnir áttu sér stað. Erlendi eða norræni hlutinn er unninn upp úr sams konar bókum sem íþróttasamband lögreglumanna á Norðurlöndum gefur út og bera heitið „Nordisk Jóhanns S. Sigþórsdóttir. Bókmenntir Haukur Lárus Hauksson kriminalreportage". íslensku sakamálin eru um margt sérstæð. Segir frá kaldrifjuðum lygalaup og svikara sem smeygir sér inn á saklaust fólk, sérstaklega ein- stæðar mæður, þýska bankaræningjanum Lug- meier sem handtekinn var á íslandi eftir að hafa verið á flótta undan lögreglunni í nokkur ár, íjárkúgara sem heimtaði lausnargjald fyrir stolna glæsikerru, sjóara með sérstæða söfnun- aráráttu, brasilískum kókaínsölum í Hveragerði og nauðgun sem ekki var nauðgun þegar öllu var á botninn hvolft. Norrænu sakamálin eru fjölbreyttari en líka misjafnlega spennandi. Þar segir meðal annars frá hreint ótrúlegum svikapresti, bíræfnum fmnskum málverkafalsara, Örvæntingarfullum eiginmanni sem vill halda barninu eftir skilnað og hreint lygilegri stelsýki dansks eftirlauna- þega. Eftir lestur bókarinnar er maður enn og aftur sannfærður um það að veruleikinn tekur lyginni fram. Ja, mikið helvíti... hugsar maður gáttaöur eftir sumar frásagnirnar. Eins og áður sagði era þær misjafniega skemmtilegar aflestr- ar, enda fjalla sumar um mjög svo ömurlegar hliðar mannlegrar tilvera. Állar eiga frásagn- irnar það þó sammerkt, fyrir utan að vera sér- stæðar, að þær era vel skrifaðar. Stíllinn er létt- ur og þægilegur og lesandinn hreinlega rennur í gegn um furðuveröld sakamálanna. Jóhönnu hefur tekist vel að færa sakamálin tuttugu í læsilegan búning og sakar alls ekki, eins og undirritaður hélt við upphaf lestursins, að er- lend sakamál eru í meirihluta. Flestir eiga að geta haft gaman af. Sakamálafrásögnum hættir til að verða þurrar, leiðinlegar og klisjukenndar en svo er alls ekki í bók Jóhönnu. Jóhanna S. Sigþórsdóttir Sérstæð sakamál Almenna bókafélagið, 184 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.