Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. 23 Menning Styrkurinn liggur í lögum ogljóðum - rætt við aðstandendur Ljóðabrota Plötuílóðið er mikið nú fyrir jólin eins og ávallt og kennir þar ýmissa grasa. Ein þeirra plata sem ohætt er að segja að skeri sig frá heildinni er Ljóðabrot. Á þeirri plötu flytja Sif Ragnhildardóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Bjarni Arason og Ingvi Þór Kormáksson lög þess síðastnefnda. Ingvi hefur samið lögin við ljóð ýmissa samtímaskálda. Við tókum Ingva Þór, Stefán S. Stefánsson, út- setjara og Sif Ragnhildardóttur, sem syngur flest lögin í stutt spjall um tónlistina og ljóðin. Við spyrjum Ingva fyrst um ljóðin:' „Ég hef gaman af aö glugga í ljóð án þess aö vera neinn óskaplegur ljóðavinur. Ég hef einnig mikla ánægju af að glíma við að semja lög við þetta form. Ég kíki oft í nýjar ljóðabækur og fletti þeim og þegar maður sér eitthvað sem hentar þá kveikir maður á perunni. Ekki sem ég þó eingöngu lögin við ljóöin. Á Ljóðabroti geri ég bæði. Pétur Eggerz gerir texta eftir á og ég sjálfur gerði minn eina texta á undan og um leið. - Þú notar þrjá söngvara, mest þó Sif Ragnhildardóttur. „Ég var strax með í huga plötu þar sem söngkona mundi syngja mikið. Ég var eitt sinn með Vilhjálmi Guð- jónssyni aö fara yfir þau lög sem ég var með og vorum við að velta upp söngkonum sem mundi henta. Hann nefndi Sif á nafn og ég vissi strax að sum af þessum lögum mundi henta henni vel. Þegar hún var komin inn í dæmiö samdi ég ný lög sem ég taldi hæfa henni. Þegar upp var staðið var úr nægu efni að velja og Sif hafði valið þau lög sem hún taldi henta sér. Guðrún Gunnarsdóttir og Bjarni Arason koma svo inn seinna og syngja önnur lög á plötunni.“ Útsetjari er Stefán S. Stefánnson og viö spyrjum hann hvort hann telji útsetningar á lögunum einfaldar? „Útsetningarnar eru kannski ekki einfaldar. Það er oft flóknara að út- setja það sem virkar einfalt. Vandinn er að finna rétta umhverfið fyrir lög- in. Það var nauðsynlegt að kaffæra ekki þessi lög í „ofurútsetningum". Styrkleikurinn hggur mikið í ljóðun- um og meö því að hlaða kórum og strengjum þá kaffærir þú bæði ljóð og lag. Þetta hefur alltof oft skeð. Mér fannst það mjög skemmtilegt verkefni að reyna að draga út hvert einstakt verk. Mín skoðun á þessari plötu er að hér er um talsverða nýj- ung að ræða. Ljóðin eru nánast þver- skurður af íslenskri ljóðhst í dag sett saman við tónhst sem samin er í dag. Áður hefur verið sett tónhst við skáld á borð við Stein Steinarr og - Davíð Stefánsson svo einhverjir séu nefndir, en ég held aö það hafi ekki gerst áður að öll ljóðin á einni plötu séu eftir samtímaskáld. Það er því gott fyrir hlustendur að kynnast ákveðinni ljóðlist í ágætri tónhstar- umgjörð Ingva Þórs.“ Sif bætir við að enginn einn rauður þráður sé í gegnum lögin tónlistar- lega séð. „Þú sest ekki niður með Ljósabrot eins og plötu með Cohen og færð ákveðinn þráð þar sem þú veist að hverju þú gengur. Heildin er ljúf tónhst án þess að vera eins.“ „Ég held að það verði aldrei hjá því komist að einhver samnefnari sé með tónhst sem er eftír einn og sama manninn," segir Stefán. „Það er eðh- legt. En einn aðalkosturinn við Ljósabrot er að hún er ekki einhæf. Mér hefur oft fundist með hljóm- plötur sem ég hef átt þátt í að gera að eitthvað hefur fariö að naga mann eftír á. Hér hefur dæmið snúist við fyrir mér. Mér finnst Ljósabrot vinna á þó maður hafi unnið lengi við plöt- una og þekki hvem tón. Það er viss alúð hjá höfundi og flytjendum sem gætir þegar hlustað er á lögin.‘ -HK Ingvi Þór Kormáksson, Sif Ragnhildardóttir og Stefán S. Stefánsson unnu saman að Ljóðabroti. ELTA 4220 ELTA 6080 Útvarpsklukka FM og MW með vekjara. Einfalt mónó ferðatæki FM og MW Verð kr. 2.390,- sW f- Verð kr. 4.990,- stgr. ELTA 5866 ELTA 6248 Vasadiskó með útvarpi FM og MW Einfalt stereó ferðatæki FM og MW Verð kr. 2.790,- stgr. Verð kr. 5.990,- stgr l j r. L W e ' ELTA 3851 Vasaútvarp FM með heyrnartækjum og klemmu Verð kr. 1.390,- stgr. ELTA 6456 Tvöfalt stereó ferðatæki FM, MW og LW Verð kr. 6.990 stgr. Sex sérstaklega vönduð tæki á stórgóðu verði í jólapakkann Berðu saman verð og gæði, gerðu góð kaup hjá okkur ix við Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.