Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
Menning
Jólatónleikar
Mótettukórsins
Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Haröar
Áskelssonar hélt jóltatónleika í gærkvöldi. Einsöngv-
arar voru Marta Halldórsdóttir, sópran, Guðrún Finn-
bjarnardóttir, alt, Gunnar Guðbjömsson, tenór, og
Sigurður S. Steingrímsson, bassi. Flutt voru verk eftír
Heinrich Schutz og Jóhann Sebastian Bach.
Þýska tónskáldið Heinrich Schutz var höfuðtónskáld
lútersku kirkjunnar fyrir daga Bachs. Hann var undir
ítölskum áhrifum í tónhst sinni og mikill aðdáandi
Monteverdis. Verk hans, Magnificat, lofsöngur Maríu,
fyrir einsöngskór, tvo kóra, strengjasveit, þrjár básún-
ur og fylgirödd, er viðamikið og áhrifamikið. Kórar
og hljóðfæri eru vel hagnýtt til að gefa verkinu íjöl-
breytilegan htskrúða og hljómurinn er oft voldugur
og tilkomumikih auk þess sem þar eru einnig flnlegri
drættir. Hitt verk Schutz sem flutt var, História der
Geburt Jesu Christi, fyrir sópran, tenór, bassa, kór
og hljómsveit, er kirkjusöngleikur eða óratoria, þar
sem rakin er frásögn Biblíunnar um fæðingu Krists.
Þetta verk nýtur sín trúlega betur í leikrænni uppsetn-
ingu, þrátt fyrir ýmsa fagra kafla. í konsertuppfærsl-
unni jaðraði það við að vera langdregið.
Jauchzet Gott in ahen Landen eftir Bach er frábær-
lega fagurt og skemmtilegt verk og fullt af þeirri trúar-
legu glaðværð sem gerir kirkjutónlist þessa stórmeist-
ara svo aðlaðandi. Kantata þessi er fyrir sópran,
trompett og strengjasveit og varð greinilega fundið
hvílíka ánægju hljómhstarfólkið hafði af því að leika
hana.
Flutningurinn á þessum tónleikum var yfirleitt góð-
ur, það er að segja það sem heyrðist af honum. Hljóm-
burður í Hallgrímskirkju er svo mikill að töluverður
hluti tónhstarinnar einfaldlega hverfur í bergmáli.
Þetta er svo mjög til baga að telja verður kirkjuna að
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
óbreyttu ónothæfa til tónleikahalds að minnsta kosti
á svo viðamikihi og vandaðri tónhst eins og var á efnis-
skrá þessara tónleika. Það er engin ástæða fyrir hinn
ágæta Mótettukór að láta hljómburð standa sér fyrir
þrifum enda í nóg önnur hús að venda. Kórinn ætti
að sýna sjálfum sér og tónhstinni meiri hollustu en
húsinu og halda tónleika sína annars staðar.
Að þessum fyrirvara gerðum er óhætt að segja að
margir flytjendur áttu þarna ágætt framlag. Söngurinn
mæddi mest á þeim Mörtu Halldórsdóttur og Gunnari
Guðbjörnssyni. Þessir tveir ungu söngvarar eru fram-
úrskarandi og má mikið vera ef þau eiga ekki eftir að
gera garðinn frægan. Þau hafa bæði mikilvæga hæfi-
leika sem erfitt er fyrir þá sem ekki hafa þá meðfædda
að tileinka sér. Þeir eru góð rödd, miklir tónlistar-
hæfileikar og góður smekkur. Fleiri sýndu þarna ágæt
tilþrif. Ásgeir Steingrímsson lék trompethlutverkið í
Bach mjög vel. Styrkbrigði hans voru sérlega góð. Þá
heyrðist margt ágætt frá strengjasveitinni. Síðast en
ekki síst var hlutur stjómandans góður. Hörður
Áskelsson stjórnar af smitandi glaðværð sem greini-
lega byggist á góðri þekkingu og ást á viðfangsefninu.
Kórinn leið ef til vill mest flytjandanna fyrir vond
áhrif bergmálsins. Þegar tónleikum lauk tók kórinn
sér stöðu í anddyri og söng meðan fólk gekk út. Kom
það þá fram sem margir töldu sig hafa grun um áður
að hann er bæði vel þjálfaður og með fagran hljóm.
+
MINNINGARKORT
Sími:
694100
FLUGBJORGUNARSVEITIN
Reykjavík
JAPAN
VIDEOTÖKUVÉLAR
>
3 LUX
ÞRÁÐLAUS
FJARSTÝRING
Dagsetning
Klukka - Titiitextun
3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM
GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA A AÐ AFSPILA BEINT
VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT, MEÐ ALLRA BESTU
MYNDGÆÐUM. - 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU
UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK-
AÐNUM i DAG. ÞAÐ ER EKKl BARA NÓG AÐ
TALA UM UNSUOPSTÆRÐ. HELDUR VERÐUR
UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. -
MACRO LINSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR
FOCUS - MYNDLEITUN ( BÁÐAR ÁTTIR -
SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI
- FADER - RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILU-
STYKKI o.B. - VEGUR AÐEINS l.l KG.
SÉRTILBOÐKR. 79.950.- sigr.
Rétt verð KR. 90.400.- stgr.
QB Afborgunarskilmálar [g)
VÖNDUÐ VERSLUN
HUÖMCO,
FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 i
Jarðarfarir
Jón Vídalín Sigurhansson andaðist
laugardaginn 15. desember. Jarðar-
fórin fer fram frá Fossvogskapellu
fóstudaginn 21. desember kl. 10.30.
Þórhildur Hjaltalin, Grundargötu 6,
Akureyri, andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri þann 17.
desember. Útfór hennar verður gerð
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28.
desember kl. 13.30.
Elín Jónsdóttir, Árgötu 8, Húsavík,
sem lést hinn 15. desember, verður
jarðsungin frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 22. desember kl. 14.
Brynjólfur Björnsson, Ártúni 6, Sel-
fossi, verður jarðsunginn frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 22. desember kl.
15.
Hugborg Guðjónsdóttir, Álfaskeiði
35, Hafnarfirði, sem lést laugardag-
inn 15. desember sl., verður jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fóstudaginn 21. desember kl. 15.
Tórúeikar
Blúskvöld á Púlsinum
í kvöld, 20. desember, verður meiri háttar
blúskvöld á Púlsinmn. Fram kemur KK
blúskvartett sem hefur fengiö til liðs við
sig nokkra góða gesti og blúsara: Bubba
Mortens, Rúnar Júlíusson og Þóri Bald-
ursson. Tónleikamir hefjast upp úr kl.
21.30.
Tilkyimingar
Upplestur í Gerðubergi
Gurmhildur Hrólfsdóttir les úr bamabók
sinni, Þegar stórt er spurt, í Borgarbóka-
safninu í Gerðubergi í dag, fimmtudag,
kl. 16. Allir velkomnir.
Almanakshappdrætti Þroska-
hjálpar
Almanakshappdrætti Þroskahjálpar 1991
er komið út í sjötta sinn. Almanakið er
að venju glæsilegt, prýtt grafikmyndum
eftir tólf íslenska myndlistarmenn. í ár
em verkin eftir myndlistarmennina Balt-
asar, Daða Guðbjömsson, Eddu Jóns-
dóttur, Guðjón 'Ketilsson, Hildigunni
Gunnarsdóttm1, Jenný Guðmundsdóttur,
Jóhönnu Bogadóttur, Jón Reykdal, Lísu
ENDURSKINSMERKI
ERU NAUDSYNLEG FYRIR ALLA!
Best er að hengja
tvö meiki,
fyrír neðan mitti
- sitt á hvora hlið.
yUMFERÐAR
RÁÐ
Á skjólfatnaði
er heppilegt
að hafa
endurskinsrenninga
fremst á enrnim
og á faldi að
aftan og framan.
Tónaltónar
Nú um miðjan desember kom út á vegum
Tónlistarsambands alþýöu geisladiskur
og snælda, Tónaltónar, með tónlist sem
flutt er af aðildarfélögum sambandsins,
fimm kórum og einni lúörasveit. Hópam-
ir em Álafosskórinn, Grundartangakór-
inn, Lúðrasveit Verkalýðsins, RARIK-
kórinn, Reykjalundarkórinn og Samkór
Trésmiöafélags Reykjavíkur. Alls em lun
27 lög á diskinum og snældunni og hafði
hver hópur um 10 mínútur til umráða,
en efnisval og fjöldi laga hveijum hópi í
sjálfvald sett. Efnisval er mjög fjölbreytt
og þama er að finna efni við allra hæfi,
bæði innlend og erlend lög. Geisladiskur-
inn og snældan veröa fyrst um sinn til
sölu hjá viðkomandi kórum og lúðrasveit
en þeir sem þess óska geta pantað eintök
hjá formanni Tónal, s. 51801.
Opið lengur í Kringlunni
Nú í jólavikunni verða verslanir í Kringl-
imni opnar lengur, í dag, fimmtudag,
fostudag og laugardag. Þessa daga verður
opiö til kl. 22. Á aðfangadag er opiö frá
K. Guðjónsdóttur, Sigrúnu Eldjám, Val-
gerði Hauksdóttur og Þórð Hall. Þroska-
hjálp kaupir þtjú eintök af hverri mynd
gegn þvi að fá birtingarrétt af myndunum
í almanakið. Myndimar em allar til sölu
á skrifstofu Þroskahjálpar eins lengi og
upplag endist. Almanaitið hefur undan-
farið verið boðið til sölu í heimahúsum.
Því verður nú dreift í verslanir og víða
annars staðar. Einnig er almanakið til
sölu á Skrifstofu Þroskahjálpar, Suður-
landsbraut 22, Reykjavík, sími 91-679390.
Hægt er að fá almanakið sent að kostnað-
arlausu, annað hvort með giróseðli eða
greiðslukortaviðskiptum.
Rannsóknir á íslandi
Þann 30. nóvember sl. kom út bókin
Rannsóknir á íslandi. Þar er á ferðinni
ársskýrsla Vísindaráðs og Rannsókna-
ráös ríkisins fyrir árin 1988 og 1989 sem
gefin er út á þeirra vegum. í bókinni er.
umfangsmikil umfjöllun um alla þá
margþættu rannssóknar- og þróunar-
starfsemi sem stunduð er hjá Rann-
sóknastofnun atvinnuveganna, Háskóla
íslands og fjölmörgum öðmm rann-
sóknastofnunum. Alls er kynnt rann-
sóknarstarfsemi hjá 85 stofnunum, stof-
um og fræðasviðum. Auk þess er í bók-
inni yfirht yfir starfsemi Vísindaráös og
Rannsóknaráðs. Einn kafli bókarinnar
er helgaður tölfræðilegum upplýsingum
um rannsóknar- og þróunarstarfsemi
árið 1987. í bókinni er einnig enskur út-
dráttur. Ritstjóri er Þorvaldur Finn-
bjömsson, rekstrarhagfræðingur hjá
Rannsóknaráöi ríksins. Skýrslan er 300
bls. og fæst á skrifstofú ráðanna að Bám-
götu 3 og Laugavegi 13.
Heimsókn jólasveina í
Þjóðminjasafnið
Á morgun kl. 11 kemur Gluggagægir í
heimsókn á Þjóðminjasafniö.
kl. 9 til 12. Þá hefúr bílastæðum verið
fjölgað tímabundið við Kringluna. Fram
að jólum munu m.a. félagar úr Sinfónlu-
hljómsveit æskunnar leika í nokkur
sltipti í göngugötunum og jólasveinar
verð eitthvað á ferðinni í húsinu. Þar sem
Þorláksmessa er nú á sunnudegi verða
verslanir lokaðar þann dag og vegna
lengri afgreiðslutima fyrir jól veröa flest
fyrirtæki í Kringlunni lokuð 27. desemb-
er og starfsfólk í fríi. Þó verður opið í
Ingólfsapóteki, áfengisversluninni, Bún-
aöarbankanum, Fjárfestingarfélaginu,
gleraugnaversluninni, hjá Hans Peters-
en, Flugleiöum, pósthúsinu, hjá læknum
og á Hard Rock Café.
Uppeldi, tímarit um
börn og fleira fólk
A0 \<úif
ít'
ts% i-ýju
Itkáíirí'-
MMii/ífi-
• 'L*éÁx>íi
■ i
"bk
-íú&lcgpíftiítí'
íís$ Wfbmp
iiX'MviÝut'
Ut er komið þriðja tölublað Uppeldis -
tímarits um börn og fleira fólk. Blaðið
er að þessu sinni helgað jólunum á eixm
eða annan hátt. Meðal efnis eru greinar
um samtöl viö böm, fæðingar að fomu
og nýju, meðgöngu og líkamsbeitingu og
fleira. Efni sem tengist jólunum sérstak-
lega er til dæmis ítarlegur hsti um heppi-
leg leikföng til jólagjafa og jólahreingem-
inguna.
Kírópraktorafélag íslands
Þann 18. sept. sl. var Gunnari Amarsyni
veitt leyfisbréf nr. 2, útgefið af heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu, til
starfa sem hnykkir/kírópraktor hér á
landi. Leyfisbréf þetta er gefið út sam-
kvæmt reglugerð nr. 60 23. janúar 1990
um menntun, réttindi og skyldur
hnykkja. Gunnar stundaði nám í Kiró-
praktík við Anglo European College of
Chiropractic, Boumemouth, Englandi
frá 1985 til 1989. Að því loknu stundaði
hann 12 mánaða verknám á Kírópraktor-
stofu Tryggva Jónassonar en starfar nú
ásamt Katrínu Sveinsdóttur að Borgar-
túni 18, Reykjavik.'Starfssvið Kíróprakt-
ora felst aðallega í greiningu og meðferð
á kvillmn í stoðkerfi líkamanns, svo sem
háls-, herða-, höfuð- og mjóbaksverkjum.
Ný blóma: og gjafavöru-
verslun í Árbæ
Nýlega var opnuð ný glæsileg blóma- og
gjafavömverslun að Rofabæ 23 í Árbæj-
arhverfi. Verslunin býðrn- upp á skreyt-
ingar við öll tækifæri, afskorin blóm og
pottablóm, brúðarvendi og jarðarfara-
kransa/krossa og vandaðar gjafavörur.
Verslunin er opin kl. 10-22 alla daga vik-
unnar. Á myndinni er eigandinn Elisabet
Jónsdóttir t.v. og skreytingahönnuður
hennar, Christa Wilde. Einnig starfar í
versluninni Lára Kristjánsdóttir garð-
yrkjufræðingur.