Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. 33 Sviðsljós Casablanca: Best klædda fólkið 1990 JOLAGJÖF TÖLVUEIGANDANS QuickGhot Dómnefndin hefur lokiö störfum og er reiðubúin að afhenda umslögin með nöfnum sigurvegaranna. Frá vinstri: Ingibjörg Hilmarsdóttir frá 17, Jóhann Traustason frá 17, en hann var jafnframt formaður dómnefnd- ar, Jóna Lárusdóttir frá Tangó, Gunnar Þór frá Hans, Gísli Hafsteinsson frá 17, Nína Þórðardóttir frá Centrum og Eva Sigurgísladóttir frá Cosmo. - Sólveig og Gunnar sigruðu Best klædda fólkið 1990; Sólveig Grétarsdóttir og Gunnar Hilmarsson. Bak við Gunnar, hægra megin, stend- ur kynnir kyöldsins, Sigurjón Sigurðsson, skemmtana- og markaðsstjóri Casablanca. Skemmtistaðurinn Casablanca bryddaði upp á skemmtilegri nýj- ung um síðustu helgi. Sérlega valin dómnefnd fagfólks úr tískuheimin- um valdi best klædda fólkið úr röð- um fastagesta staðarins og þess fólks sem þekkt er fyrir að vera smart í tauinu þegar það spókar sig í bænum. Fólk byijaði að streyma að upp úr miðnætti. Von bráðar varð hús- fyllir og komust færri að en vildu. Greinilegt var á gestum að þeir kunnu vel að meta þessa nýbreytni. Við komuna var fólki boðið freyðivín og konfekt og seinna um kvöldið var snyrtivörukynning þar sem gestum var gefið ilmvatn. Um hálftvöleytið kom skemmt- ana- og markaðsstjóri Casablanca, Sigurjón Sigurðsson, og tilkynnti hveijir heíðu verið útnefndir. Kvöldið náði síöan hámarki þegar komið var með umslögin og til- kynnt um sigurvegarana. Glæsilegtfólk Best klædda konan 1990 var kjör- in Sólveig Grétarsdóttir, nuddari og sýningarstúlka, og titillinn Best klæddi karlmaðurinn 1990 kom í hlut Gunnars Hilmarssonar nema. Ekki var tekið miö af því hvernig þeir sem voru útnefndir til verð- launa voru klæddir þetta einstaka kvöld, heldur var tekið mið af því hvernig þau væru til fara hvers- dagslega, jafnt sem þau skipti sem þau klæddu sig upp til að fara út. Þetta kvöld var Sólveig klædd eftir tísku sjötta áratugarins með túberingu og tilheyrandi tískuförð- un þess tíma. Gunnar var hins veg- ar klæddur í nýtískuleg, ljós jakka- föt utanyfir dökka, létta peysu. Gestum bar saman um að þau væru verulega glæsileg og vel að verð- laununum komin. Til mikilsað vinna Sigurlaunin, sem þau Sólveig og Gunnar hlutu, voru heldur ekkert slor. Hvort um sig fékk 10 þúsund króna fataúttekt í tískuverslunun- um Centrum, Cosmo og Tangó, blóm frá Stefánsblómum, 5 þúsund króna úttekt á veitingastaðnum Argentína-steikhús, gaUabuxnaút- tekt frá versluninni 17, og síðast en ekki síst eignarbikar frá Casa- blanca. Að sögn aðstandenda staðarins tókst keppnin með miklum ágæt- um og mæltist svo vel fyrir hjá gestum að ákveðið hefur verið að hafa þetta árvissan atburð í skemmtanalífi borgarinnar. Menn geta því farið að svipast um og velta fyrir sér hveijir koma til með að verða líklegir kandidatar næsta árs sem best klædda fólkið 1991. H.Guð. Biggi og Simbi hárgreiðslumeistarar hjá Jóa og félögum vekja hvar- vetna athygli fyrir frumlegan klæðnað, enda spes típur, strákarnir. Því miður vitum við ekki deili á stúlkunum. Lovísa, Fanný og Guðrún Olöf á tali við blómasölukonu. DV-myndir Sigurjón Ragnar Endurski * í Ódýr, öruggur og sterkur stormstjaki. Stormstjaki sem fýkur ekki Hentar á tröppur, svalir, leiði o.s.frv. Hlíffir undirlagi! Mjóstræti 2b, sími 625515 STYRIPINNAR fyrir flestar tölvur. Verð frá kr. 995,- ÞÚR£ SIMI: 681500 - ARMULA 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.