Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. 35 Skák Jón L. Árnason Kortsnoj og Jusupov tefldu um þriöja sætlð á atskákmótinu í Köln á dögunum, þar sem Christiansen vann Hiibner í úr- slitaskák. Kortsnoj er ávallt sami refurinn við skákborðið. Hvað gerir hann í þessari stöðu með hvitu gegn Jusupov? Svartur hefur gefið mann en með síðasta leik, 16. - e5-e4, er ekki annað að sjá en að riddar- inn verði að vikj a og að þá falli biskupinn: 17. Dd5! í ljós kemur aö hvít-ur bjargar manninum og eftir 17. - Dg6 18. Rh4 gafst Jusupov upp. Bridge ísak Sigurðsson Spil dagsins kom fyrir á Sunday Times tvímenningnum í janúar á þessu ári. Eins og sjá má er samningurinn fjórir spaðar ekki góöur þar sem vörnin getur tekið Qóra slagi strax í láglitunum. En í reynd- inni stóðu flestir sagnhafa fjóra spaða þar eð vömin fannst ekki við borðið. Ef vest- ur kemur út með spaða í byrjun og spilar sig alltaf út á spaða á sóknin aldrei mögu- leika. Meðal þeirra sem spiluðu út spaða í upphafi var Omar Sharif, leikarinn kunni. Vestur gjafari, allir á hættu: ♦ 842 ¥ Á8642 ♦ DG4 + D3 ♦ 3 ¥ D53 ♦ Á86532 + G87 ♦ ÁKDG7 ¥ K ♦ 109 x ♦ 109654 Flestir vamarspilaranna í vestur spiluðu út laufás í bytjun sem er ekki góð byij- un. Margir skiptu yfir í hjarta í öðmrn slag. Sagnhafi fékk á kóng og spilaöi enn laufi. Ef vestur hitti ekki á að spila tígli þá stóð samningurinn. Sagnhafi gat trompað lauf úr því það lá 3-3, tekið hjartaás og hent tapslag í tígh. Sumir vesturspilaranna spiluðu trompi í öðrum slag og lentu í sömu stöðu þegar þeir fóm aftur inn á lauf. Enn varð að skipta yfir í tigul. Réttasta vömin eftir laufás út í byrjun er að skipta yfir í hjarta. Þegar suður er uppvís að því að eiga kónginn og vestri er spilað inn á laufkóng á vestur að reyna tígulkóng sem einasta mögu- leikann á að bana samningnum. •r luyoo ¥ G1097 ♦ K7 Á TZO Lína skutlaði í mig þungum málsverði á afmælisdaginn minn... en ég gat sem betur fer beygt mig ítíma. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 1Í100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan simi 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreiö 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 14. til 20. desember er í Laugavegsapóteki og Holtsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 aö kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opiö mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opiö í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11000, Hafnaiíjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögiun og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þoi’finnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki i síma 22445. Heimsóknartíim Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-simnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kóþavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfírði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Fimmtud. 20. desember Allsherjaratkvæðagreiðslan í Dags- brún er byrjuð. Framtíð félagsins er undir því komin, að félagsmenn fjölmenni á kjörstað. ___________Spakmæli______________ Bíddu ekki eftir einhverjum sérstökum tækifærum til að gera góðverk. Gríptu það sem fyrir hendi liggur. Ricter. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi fyrir hópa í okt - maí. Safnkennari tek- ur á móti skólabörnum. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miövikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokaö á laugard. frá 1.5.—31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn ísjands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugar- og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga nema mánudaga 11-16. Bilariir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstófnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að striða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá _______________________ Spáin gildir fyrir föstudaginn 21. desember Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Vinátta er þér mjög dýrmæt og skiptir ekki minna máli en fjöl- skyldubönd. Nýttu sambönd þín þér til framdráttar. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Fólk í kring um þig er ekki mjög hresst og dagurinn veltur á við- móti þínu. Fjármálin eru þér ofarlega í sinni. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Sóaðu ekki tíma þínum í vonlaust fólk eða mál. Gættu þín í allri gagnrýni. Þú gætir þurft að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Nautið (20. apríl-20. maí): Til að ná árangri verðurðu að hafa ákveðin markmið að stefna að. Fréttir ýta á eftir að þú gerir eitthvað nytsamlegt. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Það er ekki ráðlegt fyrir þig að spenna bogann of hátt í dag. Ein- beittu þér að því að komast í gegn um hefðbundin störf án mis- taka. Njóttu frítíma þíns. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Láttu innsæi þitt ekki viila um fyrir þér í mikilvægum málum. Flýttu þér ekki of mikið varðandi tækifæri þín. Happatölur eru 10, 23 og 32. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú átt langan og strangan dag fyrir höndum. Gættu þess aö gleyma hvorkimönnum né málefnum. FélagsHfið er líflegt í kring um þig. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú þarft að horfast í augu við staðreyndir og ýta ekki vandamálun- um á undan þér. Treystu innsæi þínu. Happatölur eru 11,22 og 26. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú verður fyrir mjög sveiflukenndum áhrifum í vinnunni. Með samstarfsvilja er hægt að leysa næstum allt. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Kláraðu það sem þú ert með í takinu áður en þú byijar á ein- hverju nýju. Eyddu ágreiningi eða misskilningi í eitt skipti fyrir öll. Láttu fjölskyldumál hafa forgang. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Forðastu að vera of ákveðinn í áliti þínu og ráðleggingum við aðra. Það gæti valdið misskilningi og jafnvel komið af stað kjafta- gangi. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Skipuleggðu verkefni dagsins þannig að þú getir gert þau sjálfur og þurfir sem minnst að treysta á aðra. Fólk er þér ekki mjög hjálpsamt í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.