Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. 17 HERNÁMIÐ - HIN HLIÐIN er frásögn Bandaríkjamannsins Louis E. Marshall af veru sinni á íslandi stríðsárin 1943-1945, á „hemámsárunum" svonefndu. Höfundur var sendur hingað að vetrarlagi og vissulega voru viðbrigðin mikil frá eyði- merkurloftslagi Texasfylkis. í bókinni segir frá viðhorfi hermannanna til íbúa landsins og þjóðhátta, en glöggt er gests augað. Einnig kemur sitthvað fram um erfiðleikana sem biðu hinna erlendu manna, sorg þeirra og gleði, svartamarkaðsbrask og skemmtanalíf. Mikið hefur verið rætt og ritað um „ástandsbörnin" og einstæðar mæður þeirra. Louis E. Marshall er faðir eins þeirra barna. Áslaug Ragnars hefur af alúð liðsinnt höfundi um efnisva! og búið til prentunar. 1.990,' FÖIll PEÐ FÓRNARPEÐ er spennusaga sem gerist á íslandi árið 1990. Sér til skelfingar kemst ungur blaðamaður á snoðir um stórfellt fjármálamisferli stjórn- málamanns sem misnotar aðstöðu sína á ósvífinn hátt. Réttlætiskennd knýr blaðamanninn til athafna en óvæntir atburðir flækja málið. Er íslenskt þjóðlíf virkilega svona? Svífast spilltir menn einskis og eru mannslíf þeim einskis virði? Hvers má sín ungur eldhugi gegn skákfléttum valdamikilla peninga- manna? FÓRNARPEÐ er mögnuð bók. ÞEGAR STORT 9»** ER SPURT... Þegar stórt er spurt verður oft I ítið um svör, segir máltækið, og víst er að hjá tveimur 11 ára drengjum vakna ýmsar spurningar um lífið og tilveruna sem ekki er alltaf auðvelt að svara. Afi og amma í sveitinni eiga svör viðflestum lífsins gátum og vinirnirTommi og Árni koma þroskaðri heim eftir viðburðaríkt sumar. ÞEGAR STÓRT ER SPURT... er sjálfstætt framhald af ÞIÐ HEFÐUÐ ÁTT AÐ TRÚA MÉR! sem kom út í fyrra og hlaut góðar viðtökur lesenda. Bókin er með skýru letri, prýdd teikningum eftir Elínu Jóhannsdóttur. SVO MÁ EKKIGLEYMA BARNABÓKUNUM OKKAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.