Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990. 29 Smáauglýsingar Jólagjöf golfarans! Eigum á lager allt sem þarf til að gleðja golfara á jólun- um: kylfur, kerrur, pokar, golfskór, ásamt öðru sem golfari þarf til að leika gott golf. Okkar verð er ávallt hag- stœtt. Sérverslun golfarans. Sendum í póstkröfu. O'pið allan daginn nema sunnud. kl 13-18. Golfvörur sf., Goðatúni 2, Garðabæ, s. 651044. ■ Húsgögn Vandaðir eikarskápar með 4 læstum hurðum, ætlaðir fyrir byssur og minja- gripi. 3K-húsgögn og innréttingar við Hallarmúla, næst fyrir ofan Pennann, sími 91-686900. Þiö gerið betri kaup hjá okkur! Sófa- sett, margar gerðir, verð, dæmi: sófa- sett frá 25.000, borð og stólar frá 15.000, hjónarúm frá 20.000, svefn- bekkir frá 10.000, 2ja manna svefnsófi frá 15.000, sófaborð frá 6.000 og fl. og fl. Ath., húsgögnin hjá okkur eru öll í góðu ástandi. Ódýri markaðurinn, Síðum. 23, Selmúlam., s. 679277. ÁRMÚLA 15 Antikhúsgögn og eldri munir. Sófasett, stakir sófar, borðstofusett, skápar, skrifborð, hillur, stólar, Ijósa- krónur, veggljós og ýmsir smáhlutir sem vakið gæti forvitni þína og gæti jafnvel verið skemmtileg jólagjöf. Opið virka daga 10.30-18.30 og laugar- dag 11-20. Verslun sem vekur athygli. Sími 91-686070. •V Skrifborð, margar gerðir. Verð frá kr. 5.900. 3K-húsgögn og innréttingar við Hallarmúla, næst fyrir ofan Pennann, sími 91-686900. Ódýr eldhúsborð og stólar, margar gerðir. 3K-húsgögn og innréttingar við Hallarmúla, næst fyrir ofan Penn- ann, sími 91-686900. Meiming Ævisaga eða hvað? Á síðustu árum hafa ævisögur af ýmsu tagi verið áberandi á jólamarkaði. Svo mjög hefur að þessu kveðið að sumir eru farnir að huga að ævisagnaritun fljótt eftir fermingu. Vissulega getur þaö verið mikils viröi aö lesa lýsingar fólks á atburðum æsku og bernskuára. Á þeim árum er fólk að mótast og lífsvettvangurinn oft ákveö- inn. Sumir höfundar segja sögu sína en setja hana í skáldskaparbúning. Það hygg ég að eigi við um sögu Þóris S. Guðbergssonar, Fiddi ber á bumbuna. Þar er verið að lýsa tilveru stráks sem elst upp, líklega á eftirstríðsárunum, í Reykja- vík. Hann býr í austurbænum í nágrenni við Austurbæjarskólann og Sundhöllina. Ekki veit ég hvar Þórir S. Guðbergsson, höfundur bókar- innar, ólst upp en hef þó rökstuddan grun um að þarna sé hann að lýsa vettvangi æsku sinnar. Þarna er lýst leikjum barna og útistöðum þeirra við fullorðiö fólk. Kári, aðalpersónan, þarf meira að segja aö fara á fund lögreglunnar vegna sí- endurtekinna kvartana nágrannakonu. Og mest veröur hann hissa þegar í ljós kemur að þessi stóri og mikii lögreglumaður er hinn ágætasti maður og hvers manns hugljúfi. Þetta var nefni- lega á þeim tíma þegar borgarar í Reykjavík báru virkilega virðingu fyrir yfirvaldinu og lík- lega hefur komið fyrir að lögreglan hafi verið notuð ótæpilega til að hræða fjörmikla krakka. íþróttir eru ofarlega á baugi. Sjálfur er Kári farinn að æfa knattspyrnu með Val og þar við bætist að hann starfar í KFUM. Og það er sá bakgrunnur sem Valsmenn eru hvað stoltastir af. Og auðvitað fer Kári í sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi og lífinu þá viku er vel lýst. Þar eru íþróttir af ýmsu tagi áberandi en einnig kemur við sögu sá boðskapur sem fylgir starfsemi Þórir S. Guðbergsson. Bókmenntir Sigurður Helgason Skógarmanna. Það er skemmtilegt að lesa lýsingu Þóris á leiðtoga KFUM og KFUK á íslandi, séra Friðriki Friörikssyni. Nafn hans er letrað gylltu letri í sögu samtakanna og lengi vel bjó hann í húsi þeirra á Amtmannsstíg 2B. Þar voru haldnar samkomur og þar lætur höfundurinn Kára kom- ast í kynni við þennan merkilega, gamla mann. Og að sögn þeirra sem best þekkja til er lýsing á fundinum sönn, enda hefur Þórir sjálfur starf- að á þeim vettvangi. Þaö er gaman að lesa þessa bók. Samt er eins og ég hafi á tilfinningunni að dálítil fljótaskrift hafi veriö á samningu hennar. Mér finnst ein- hvern veginn að ekki hafi verið nostrað nóg við textann og það kemur niður á heildarsvipnum. Þórir er ekki nýgræðingur á sviði ritunar bama-. bóka og lýtur í raun lögmálum þeirra sem við það hafa fengist. Til dæmis er eins og hann forðist aö leggja út í persónusköpun og fyrir bragðið vilja persónur verða flatneskjulegar. Þó að reynt sé að gera aukapersónur ýmsar skemmtilegar vantar herslumuninn á að vel til takist. Og þar að auki ber afskaplega lítið á stelp- um. Þetta er strákaveröld. Fiddi ber á bumbuna er nokkuð góður efnivið- ur í sögu. Efnið er áhugavert en úrvinnslan hefði mátt vera betri. Sannast sagna er þama verið að lýsa veröld sem nútímabörn hafa gott af að kynnast. Þau hafa gott af að vita að ekki hafa alltaf verið allsnægtir og að það hafi ekki verið nóg að biðja um hlutina til að fá þá. Þaö þarf nefnilega peninga til. Það er höfundurinn sjálfur sem gefur bókina út en dreifing er í höndum Unglingaráðs Vals. Talsvert vantar á að prófarkalestur sé fullnægj- andi. Teikningar Hlyns Arnar Þórissonar lífga upp á bókina. Þórir S. Guðbergsson: Fiddi ber á bumbuna Teikningar: Hlynur örn Þórisson Rvík, höfundur, 1990. ■ Ymislegt KR-lngar. Jólagjöfin i ár. KR-klukka. Til sölu í sportvöruversluninni Spörtu. 5 stillingar, 60 mfn. klukka, snún- ingsdiskur, íslenskur leiðarvísir, matreiðslunámskeið innifalið. Sértilboð 14.950,- stgr. Rétt verð 19.950.- stgr. H5 Afborgunarskilmálar (g) Smáauglýsingar ■ BQar til sölu Til sölu Subaru station 4x4, árg. ’87, ekinn 82 þús. km. Ath. skipti á ódýr- ari. Upplýsingar hjá Bílasölunni Bíla- kaup, Borgartúni 1, s. 686010. 18 LITRA ORBYLGJUOFN 600 vött Til sölu MMC Galant 2000 GLS, árg. 86, sjálfskiptur, rafdr. rúður, centrallæs- ingar o.fl. Upplýsingar hjá Bílasöl- unni Bílakaupum, Borgartúni 1, s. 686010. Tjara á hjólbörðum minnkar veggrip þeirra verulega. Ef þú skrúbbar eða úðar þá með olíuhreinsiefni (wh'ite spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. yUMFERÐAR RÁÐ Sendlar óskast Á AFGREIÐSLU DV STRAX Aldur 12-15 ára Upplýsingar í síma 27022 sokkabuxur sokkar silkimjúkir og þægilegir snYrtivöruverslun S.,andjðiu W. 220 Halrwfirfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.