Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1990, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990.
Spumingin
Ferðu á skauta?
Ari Sigurðsson sölumaður: Ég hef
ekki tíma til þess lengur. Það eru
örugglega 7-8 ár síðan ég fór síöast.
Ingólfur Guðmundsson nemi: Nei,
það geri ég ekki. En ég fer á skíði í
staðinn.
Rúnar Sigtryggsson nemi: Nei, ekki
lengur. Ég gerði það þegar ég var
strákur á Akureyri.
Andrea Halldórsdóttir, 6 ára: Ég hef
einu sinni farið og það var gaman,
en ég á ekki skauta.
Kristin Agnarsdóttir nemi: Já, þeg-
ar ég kemst. Ég hef farið á nýja, vél-
frysta svellið í Laugardalnum og það
var mjög gaman.
Gréta Guðnadóttir nemi: Já, ég fer
stundum. Ég fór einu sinni á nýja
svellið og það var ofsalega gaman.
DV
■B JSkflÆlKIMi
HarnasKeifBr
ibænum
Eygló skrifar:
Eg hef fylgst með þáttunum um
jólsasveinana sem Sjónvarpið
sýnir á hverju kvöldi eftir fréttir.
Þessi fyrirbæri eru látin skrura-
skæla sig fyrir framan börn sem
samankomin eru í Þjóðminja-
safhinu dag hvern og má sjá ang-
istarsvip í augum margra bam-
anna þegar þau horfa upp á hið
tötrum klædda skrípi sem á að
vera íslenskur jólasveinn.
Ég held að börnin séu ekki ýkja
hrifin af þessum fyrirbærum sem
verið er aö troða upp á þau
íklæddum peysudurgum og
ptjónasokkum. Ég held að hér sé
einfaldlega verið að hygla ein-
hvetjum sem að þessum sýning-
um standa og er með endemum
að Þjóðminíasafnið skuli vera
misnotaö á svo herfilegan hátt
sem hér um ræðir.
Vestfirðir:
Sjónvarp -
Bylgjan
H.J. skrifar:
Nú ætti maður að hrópa þrefalt
húrra. Kannski einhverjir sem
hafi sjónvarp geri það líka en eitt
veit ég; það eru ekki allir sem
hafa sjónvarpstæki, einhverra
hluta vegna. Til er fólk sem varla
hefur ofan í sig, hvað þá að það
geti fjármagnað einhvers konar
tækjakaup.
Væri ekki tilvaliö fyrir þá
Bylgju-menn aö gefa öllum lands-
mönnum þaö í nýársgjöf aö allir
geti hlustað á Bylgjuna? Ég segi
íyrir mitt leyti að eftir að hafa
verið langtímura fyrir sunnan og
hlustað á Bylgjuna á ég ekki heit-
ari ósk en þá að geta hlustaö á
þessa útvarpsstöð. En ekkert á
ég sjónvarpstækið. Og þar af leið-
andi er engin Bylgja til aö hlusta
á. - Með óskum um allt hið besta
ykkur til handa.
Ferðakostnað-
urráðherra
Sævar skrifar:
Ég hef veriö á sjónum að und-
anförnu og er nú fyrst að lesa það
sem skrifaö hefur verið um ferða-
lög ráðherranna og dagpeninga
þeirra. Mér finnst það ljótt ef satt
reynist.
Áriö 1973 gisti ég einu sinni sem
oftar á ferðum mínum á gisti-
heimili í Kaupmannahöfn. Af-
greiðslumaður 1 móttökunni tjáði
mér að hjá honum væri í gistingu
ráðherra einn íslenskur. Þarna
var um aö ræða Lúðvík Jóseps-
son, þáverandi ráðherra. - Mér
fannst heiður af að vera i sam-
íloti viö ráðherrann þótt ég
þekkti hann ekki neitt.
Ég gisti þarna aftur árið 1988
og kostaði þá nóttin 150 kr. dansk-
ar (með afslætti fyrir sjómenn kr.
105 d.). - Skyldu ráðherrar láta
sér þetta lynda í dag?
Hugvekjai
umferðinni
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Þegar ég húkti á bak við biðský-
lið við Grensás, í skjóli fyrir suð-
austanstormi og rigningu, og beið
eftir strætó, einn daginn fyrir
skömmu, las ég margt af því sem
unglingarnir höfðu skrifað á ský-
lið. Á skýlinu við Grensás var
rituö eftirfarandi orðsending með
smáu letri: „Akið aðeins hægar,
ég get alveg'beöið. - Guð."
Þessi setxúng vakti mig til um-
hugsunar og það er ósk mín aö
sem fiestir ihugi þessi viskuorö
ónafngreinds höfúndar sem
skrifaði þessa skondnu en jafrt-
frarat háalvarlegu orðsendingu.
Ekki er vanþörf á slikum hug-
vekjum í umferðaröngþveitinu
núna. Ökum hægar, komum heil
heim og höldum gleðileg jól!
1 Lesendur
Hafa skal það sem sannast reynist
Ársæll Þórðarson skrifar:
Ég varð mjög undrandi þegar Stöð
2 greindi frá því í sjónvarpsfréttum
þann 13. des. síðastliðinn að Inga
Sveinsdóttir og Kjartan Guðjónsson
á Eyrarbakka stæðu frammi fyrir því
á efri árum að veija mannorð sitt
óhróðri.
Inga og Kjartan voru sveitungar
mínir um árabil og þekki ég þau
hjónin mjög vel, og að góðu einu. -
Kjartan sat lengi í hreppsnefnd Eyr-
arbakkahrepps og gegndi um árabil
formennsku í verkalýðsfélaginu á
staðnum, svo eitthvað sé nefnt. Til
þessara trúnaðarstarfa í sveit sinni
var hann að sjálfsögðu kjörinn vegna
hæfileika sinna, góðra gáfna og mik-
illa mannkosta. Það ætti öllum að
vera ljóst.
Við Kjartan störfuðum m.a. saman
að sveitarstjómarmálum þar sem við
sátum stundum hvor sínum megin
við borðið eins og sagt er. Minnist
ég Kjartans jafnan frá þeim árum
sem heiðarlegs og hreinskiptins
drengskaparmanns. - í allan annan
tíma reyndist Kjartan mér vinur í
raun, þegar mest á reyndi, og gæti
ég nefnt um það dæmi.
Inga fær líka sinn dóm í bókinni
„Lífsstríðið". Sveitungar og ná-
grannar Ingu, fyrr og nú, vita að hún
er hvorki löt né illgjöm. Þeir vita
hins vegar líka að hún er bæði hóg-
vær og góðviljuð kona og nýtur þar
af leiðandi verðskuldaös trausts og
viröingar í sinni sveit. - Þessi fáu
viðurkenningarorð rita ég af heilu
hjarta, vinum til stuðnings og vona
til Guðs að þau sómahjónin hljóti
fulla uppreisn æm.
Skattlagningarmál
Misjaf nar jólaskreytingar
Jón Gunnarsson á Þverá skrifar:
Það er ekki að sökum að spytja að
með þessa Svía. Nú hafa þeir rétt
einu sinni böðlast fram úr okkur og
nú með hærri skattlagningu.
Forsætisráðherra vor og fleiri telja
að nú megi varla lengur við svo búið
standa. Skatta þurfi að hækka. Stein-
grímur sagði að um þetta væri aö
velja: að skera niður velferðarkerfið,
að fólk greiddi meira sjálft fvrir það
sem það fær „ókeypis" í dag. Fólk
yrði einfaldlega að velja. Ef til vill
er nú rétt að benda á að ekkert af
þessu er ókeypis; Þetta em peningar
fólksins sjálfs sem það hefur greitt í
„öryggissöfnunarsjóð" þann er nefn-
ist ^elferðarkerfi.
Óbein skattlagning hér á landi er
oft hrikalega há en hún vill gleymast
þannig að í heild em skattar mjög
háir. Kemur það þvi einkum illa við
stærri fjölskyldur og síst á bætandi
- þyrfti fremur að lækka skatta í
þessu tilviki. Aftur á móti má segja
að hátekjuskattur sá er hefur veriö
til umræðu sé eðlileg skattlagning.
Það er staðreynd að brenglað fjár-
málavit og gervibjartsýni alltof
margra, sem fást við atvinnurekstur,
t.d. verslun og viðskipti, hafa sleikt
ótæpilega upp úr „gullkistum" ríkis-
ins og sjálfsagt heldur slíkt áfram
enn um sinn. Alls konar sóun og of-
neysla er orðin alvarlegt vandamál
hjá okkur. Nefna má bílaeign langt
umfram þarfir, skip og báta, verslun-
ar- og lagerhúsnæði fyrir ca. 650 þús-
und manns!
Vöruflutningaþjónusta út um land
er mjög óhagkvæm, sérstaklega að
vetrarlagi. Agætir þjónustumögu-
leikar Ríkisskipa og annarra skipa
eru illa nýttir. Oft er verið að moka
tréð augum? - Almennilegt og stórt
jólatré ætti hiklaust að hafa á Amar-
hóli eða þá bara á miðju Lækjartorgi
þar sem það er nú einu sinni mið-
punktur hins eina sanna miðbæjar
höfuðborgarinnar.
Þegar grannt er skoðað er mið-
borgin ekki nógu björt á þessum tíma
og þá er þaö helst að skortir á ljós
og skreytingar í miðbænum, aðallega
í Austurstræti og á Lækjartorgi. -
Hins vegar hefur verið vel að verki
staðið á Laugaveginum og allt frá
Hlemmtorgi og niður í Bankastræti
eru fallegar jólaskreytingar. Litlu
jólatrésseríumar á trjánum, sem
borgin setti upp við Laugaveg, njóta
sín afar vel. - Einhver munur á þeim
ljósum og stóra, ljótu perunum á
norska trénu!
Ég held að svona alúð við götur og
umhverfi þeirra, ekki síst um jóla-
leytið, hafi mikið að segja um það
hvort ákveðinn hluti borgar lifir eða
deyr. Það er t.d. mikill munur á
umferð fólks á Laugaveginum og svo
aftur í miðbænum sem er minna að-
laðandi en Laugavegurinn og Banka-
strætið. Ég get t.d. ekki séð gildi mis-
munandi reglna um bílaumferð í
Austurstræti og á Laugavegi. Bfla-
umferð eykur líka umferð fólks. -
Allt þetta verður að samræma miklu
betur.
Sóun og ofneysla. - Felst m.a. í verslunar- og lagerhúsnæði fyrir um 650
þúsund manns, segir bréfritari.
og böðlast gegnum margra metra
djúpa skafla á langleiðum, oft með
milljóna tilkostnaði - svo kemur skip
rétt á undan eða nokkru síðar og 3-4
kassar á land, takk! - í framhaldi af
þessu mætti hka kannski stundum
spyrja: Hverjir em að skattleggja
hvem?
Þorgrímur skrifar:
Ég rak augun í lesendabréf Í DV í
dag (17. des.) þar sem drepið var á
jólaskreytingar í borginni og að nú
hefði verið sett upp stórt jólatré við
enda Kalkofnsvegar norðan Seðla-
bankahússins og væri það fáum til
yndis þar sem það væri úr alfaraleið
fólks. - Ég vil taka undir þetta sjónar-
mið bréfritara.
Ég er líka sammála um að norska
jólatréð á Austurvelli er illa staðsett
þar sem það er heldur ekki í alfara-
leið. Trénu er kannski ætlað að vera
aughayndi alþingismanna sem aðal-
lega verða þess aðnjótandi að berja
Vel að verki staðið við Laugaveg varðandi Ijós og skreytingar, segir i bréfinu.