Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991
17
Bömin velja uppáhaldsmatseðilinn:
Pitsan varð
númer eitt
Mama mia! Eftirlætismatur
bama á aldrinum 3ja til 11 ára í
henni stóru Ameríku er pitsa. Alls
vom það 82% barnanna sem völdu
pitsuna í könnun Gallups. í næsta
sæti voru kjúklingakubbar, litlir,
beinlausir, djúpsteiktir bitar, með
51 % atkvæða. I þriðja sæti voru það
pylsumar vel þekktu (45%), í fjórða
sæti varð ostborgarinn góðkunni
með 42%, í fimmta sæti pasta með
osti (42%), í sjötta sæti komu þessir
venjulegu hamborgarar með 38%
atkvæða, í sjöunda sæti var spag-
hetti og kjötbollur (37%), í áttunda
sæti djúpsteiktur kjúklingur (37%),
í níunda var það mexíkóski réttur-
inn taco (32%) og í því tíunda og
síðasta heitar samlokur með osti
með 22% atkvæða. Þannig er nú
það, foreldrar góðir.
Keaton gaf A1 Pacino reisupassann
Samband leikaranna Diane Keaton
og A1 Pacino er nú fyrir bí, a.m.k. í
bih. Reyndar hefur gengið á ýmsu
hjá þeim skötuhjúum í gegnum árin
en þau hafa verið sundur/saman í
hartnær tvo áratugi.
Ástæða shtanna. nú mun vera
ágreiningur um hvort geta skuh barn
eður ei. Keaton er orðin 44 ára gömul
og veit að hún er á síðasta snúningi
í þessum efnum. Af þeim sökum setti
hún Al Pacino afarkosti: Eignastu
með mér barn eða hundskastu á
brott. Kunningjar þeirra beggja telja
reyndar að krafa um giftingu hafi
fylgt þessu skilyrði.
A1 Pacino hefur ekki gefið afdrátt-
arlaust svar í máhnu enda veit hann
ekki sitt ijúkandi ráð. Sviðsljós von-
ar þó að hann hafi notið jólanna þrátt
fyrir heilabrotin sem fylgja þessari
erfiðu stöðu.
Keaton setti Al Pacino afarkosti: Eignastu með mér barn eða sambandi
okkar er lokið.
Sviðsljós
Linda McCartney sendi frá sér matreiðslubók nú fyrir jólin. Þar er að finna
ýmsa rétti sem hún hefur eldað oni bónda sinn, bitillinn Paul. Engir kjötrétt-
ir eru i bókinni, enda þau hjón bæði grænmetisætur.
ALDREI AFTUR í MEGRUN!
GR0NN
KYNNING
Mánudagskvöldið
8. Jan. kl. 20.30
i Gerðubergi,
Breiðholti.
Aðgangur ókeypis
og opinn öllum
sem áhuga hafa á
heilbrigðum
lífsháttum.
QR0NN
NAMSKEIÐ
Dagana 9.-12. jan.
haldið fyrir þá sem eiga
við matarfíkn að stríða
og vilja breyta
neyslumunstri sínu.
Skráning fer fram
strax að loknum
fyrirlestrinum í
Gerðubergi.
Pöntun á kynningum og námskeiðum hjá MANNRÆKTINNI í s. 625717.
Matt og Luke eða Luke og Matt geta
nú væntanlega farið að brosa á ný.
Brosbræður
ÖLDUFELAGAR! ÖLDUFELAGAR!
Tvíburabræðurnir í Bros, þeir
Matt og Luke Goss, eru ekki aldeihs
dauðir úr öhum æðum þótt ætla
mætti að svo væri. Á síðasta ári voru
þeir lítið í sviðsljósinu, a.m.k. tónhst-
arinnar vegna. Það var helst að
heimspressan hefði áhuga á fjármál-
um drengjanna en þar var nánast
allt í rúst.
Með tilkomu frægðar og frama
áskotnaðist drengjunum nokkurt
skotshfur í vasann en enginn var th
staðar til að ráðleggja þeim að eyða
aurunum skynsamlega og því fór
sem fór. Eftir að hafa keypt fasteign-
ir og bíla í gríð og erg munaði
minnstu að bræðumir yrðu lýstir
gjaldþrota en svo fór þó ekki.
Öll þessi leiðindi eru nú að baki og
strákamir hafa einbeitt sér að laga-
smíðum að undanförnu. Meðal ann-
ars héldu þeir til Los Angeles th að
göfga andann og afraksturinn er
væntanlegur á markað fljótlega. Síð-
ar í þessum mánuði er væntanleg
smáskífa með tvíbunmum og í kjöl-
farið fylgir stór plata.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan heldurfram-
haldsaðalfund sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 14.00
að Borgartúni 18, 3. hæð.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf
2. Reikningar
3. Lagabreytingar
4. Önnur mál
Stjórnin
Sean Penn
á leið í
hnapp-
helduna
Leikarinn Sean Penn er nú á
leið í hnapphelduna með tilvon-
andi barnsmóður sinni, Robin
Wright. Gifting var reyndar fyrir-
huguð á síðasta ári en einhver
snurða hljóp á þráðinn og ekkert
varð úr. Nú er öldin önnur og
staðfestar fregnir herma að
hjónaleysin æth að láta pússa sig
saman áöur en barnið kemur í
heiminn en Robin á von á sér í
aprh.
Penn var áður giftur söng-
konunni Madonnu, eins og ahir
vita, og brúðkaup þeirra var
haldið með pomp og prakt á sín-
um tíma og kostaði stórfé. Þrátt
fyrir það stóð sambúðin stutt og
Penn ætlar að reyna að standa
sig betur núna.
VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNÁ: 991000