Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. 37 Helgarpopp Joe Jackson hefur uppgötvað nýjan hlut í poppmennskunni. Fyrst á maður að fara í hljómleikaferð. Svo að taka upp plötuna. Joe Jackson með plötu í burðarliðnum Aðdáendur Joe Jacksons skyldu ekki örvænta þótt honum hafi verið sparkað frá A&M útgáfunni. Ástæð- an fyrir sparkinu því var vitaskuld ónógar vinsældir og ógróðavænlegar plötur. Ameríkudeild Virgin fyrir- tækisins virðist hins vegar vera til- búin að veðja á Jackson. Hann er því kominn með nýjan samning upp á vasann og ætlar að hljóðrita plötu síðar á þessu ári. Joe Jackson er óvanur því að fara ótroðnar slóðir. Því hefur hann ákveðið að hann æth ekki að fylgja nýju plötunni eftir með hljómleika- ferð. Förin verður farin áður en plat- an verður tekin upp. Skýring Jacksons á þessu tiltæki er einföld og óvitlaus. Plata með Rocky Horror? Nú er verið að kanna möguleika óbundnum og þykir hafa tekist þess að gefa út músíkina úr Rocky • hstavel upp. Því er talið að upp- Horror söngleiknum með íslensk- færslan eigi fuht erindi á plötu. um textum. Nemendur Mennta- Söngvarar með Pál Óskar Hjálm- skólans við Hamrahlíð frumsýna týsson í fararbroddi þykja standa leikimi um miðjan janúar eftir sigmjögvelogþáþykirhljómsveit- mánaöa æfingar. in sem leikur meö í sýningunni Þaö var Veturhði Guðnason þýö- fyllilega gjaldgeng. Hún er einnig andi sem snaraði textanum úr skipuð nemendum úr MH. Rocky Horror, jafnt bundnum sem -ÁT Judds- mæðgumar slíta samstarfi „Þegar maður tekur fyrst upp plöt- una og fer síðan í hljómleikaferð kemur alltaf að því fyrr eða síðar að maður óskar þess heitt og innilega að maður gæti farið í hljóðver aftur og tekið allt upp að nýju,“ segir Joe Jackson í nýlegu blaðaviðtali. „Því er miklu sniðugra að fara í ferðina á undan og slípa nýju lögin til. Þau hljóma ahtaf b’etur þegar maður hef- ur spilað þau á hljómleikum um tíma.“ Joe Jackson ætlar að halda sig frá stóru stöðunum á hljómleikaferðinni tilvonandi. Það verða því klúbbar og tilfallandi miðlungsstórir salir sem tónlistarmaðurinn sérvitri ætlar að koma fram í. Kántrídúettinn Judds heyrir senn sögunni til. Ástæðan er ekki tónhst- arlegur ágreiningur né annars konar ágreiningur mæðgnanna Wynonnu og Naomi Judd. Það er heilsuleysi móðurinnar sem bindur enda á giftu- samt samstarf. Hún hefur um nokk- urt skeið þjáðst af lifrarbólgu og treystir sér nú ekki lengur th að tak- ast á við hljómleikaferðir og annað stúss sem fylgir því að vera kántrí- stjama vestur í Bandaríkjunum. Wynonna Judd má áreiðanlega við því fjárhagslega að leggja hljóðnem- ann á hilluna. Mæðgumar hafa sent frá sér hverja metsöluplötuna á fæt- ur annarri á undanförnum árum. Þeim þykir salan slök ef upplagið nær ekki fiórum mihjónum eintaka. Naomi Judd ætlar að halda áfram á söngbrautinni eftir aö móðir henn- ar sest í helgan stein í vor eða sum- ar. Hún reiknar þó með að breyta nokkuð um stíl í framtíðinni. Draga úr kántríáhrifunum í tónhst sinni og blanda blues saman vdð, að hætti Bonnie Raitt og fleiri tónlistarmanna sem eru óhræddir vdð að hræra sth- tegundunum saman. Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson. Með inngöngu þeirra i Nýdanska hefur lagahöfundum í hljómsveitinni fjölgað um tvo. Þeir Jón Ólafsson píanóleikari og Stefán Hjörleifsson gitarleikari urðu fullghdir hðsmenn hljóm- sveitarinnar Nýdanskrar á gaml- árskvöld. Þeir höfðu leikið með hljómsveitinni um nokkurt skeið. „Ég er afskaplega glaður með að vera kominn í þessa hljómsveit en ekki einhverja aðra,“ segir Jón. „Þetta er góður hópur, einstakir ljúfhngar sem alveg eru lausir vdö frægðarkomplexa og aðra leið- indaávana." Fljótt á litið vdrðist það einungis formsatriði að Stefán og Jón séu orðnir yfirlýstir hðsmenn Ný- danskrar. Þeir hafa leikið með hljómsveitinni að undanfómu. Jón segir þóÁnálið horfa nokkuð öðru- vdsi vdð nú en fyrir áramót. „Aðalbreytingin er náttúrlega sú að nú er Nýdönsk orðin hljómsveit- in manns. Áður vorum vdð bara í vinnu hjá þeim þremur sem fyrir eru. Síðan hefur lagahöfundum í hópnum fjölgað um tvo. Við Stefán foram nú á fullt að semja lög á næstu plötu hljómsveitarinnar sem á að koma út með haustinu. Við eigum vonandi eftir aö leggja eitt og annað í púkkið sem nothæft verður á hana.“ Langt samstarf Leiðir Jóns Ólafssonar og hljóm- sveítarinnar Nýdanskrar hafa reyndar legið saman nokkuð lengi. Umsjón: Ásgeir Tómasson Hann hefur- annast upptökustjórn alls þess sem sveitin hefur sent frá sér síðan lagið Hólmfríður Júlíus- dóttir var hljóðritað. Gerð fyrri stóru plötunnar, Ekki er á allt ko- £ið, stýrði Jón reyndar með Rafni Jónssyni. Sú plata kom út haustið 1989 og hlaut þokkalegustu vdð- tökur. Hún seldist í rúmlega þijú þúsund eintökum. Fyrir síðustu jól kom svo út plat- an Regnbogaland. Á henni annað- ist Stefán Hjörleifsson gítarleikinn að mestu og Jón lék á hljómborð og stjómaði upptökum. Regnboga- land seldist í tæplega fimm þúsund eintökum. Hljómsveitin hefur ver- ið önnum kafin vdð það síðustu vdk- ur að fylgja útkomunni eftir. Nú liggur hins vegar fyrir að Nýdönsk kemur ekki fram á næst- unni. Jafnvel ekki fyrr en í júlí í sumar. „Þetta verður auðvitað ekki al- gjört frí,“ segir Jón Ólafsson. „Við eyðum næstu mánuðum í að semja lög fyrir næstu plötu og stefnum að því að verða búnir að taka hana upp að miklu leyti áður en vdð byrj- um að spila á ný. í og með viljum vdð hvíla fólk á hljómsveitinni. Þjóðin er fámenn og vissast að of- gera henni ekki.“ Possibillies í frí Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifs- son eiga sér aukabúgrein. Dúettinn Possibilhes sem einmitt sendi frá sér plötu fyrir jól. „Það er afskaplega þægilegt að vera búinn að koma þeirri plötu frá sér. Possibillies heldur áreiðanlega áfram og sendir frá sér aðra plötu með tíð og tíma. Eftir svo sem tvö til þrjú ársegir Jón. „Við erum búnir að koma frá okkur öllu sem vdð þurftum á þeim vettvangi, í bih að minnsta kosti.“ -ÁT- Fjölgar í Nýdanskii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.