Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Page 16
16 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991, Erlend myndsjá Moskvubúar þyrptust inn í mörg bakarí borgarinnar um helgina og var ekki laust við að munnvatnið seytlaði ákaflega i biðröðunum. Tilefni asans var að bandariskt konfekt og annað nammi var nýkomið í bakariin frá Ítalíu. Á myndinni sjást starfsmenn bakaris í miðborg Moskvu afgreiða gotteríið. Það er víðar ös en í Moskvu. í velflestum borgum Evrópu eru útsölur hafnar af miklum krafti og líf í tuskunum. Myndin var tekin í hinum þekkta stórmarkaði Harrods í London þar sem gott tilboð var á sængurfatnaði. Maðurinn fremst á myndinni þykist allavega hafa komist í feitt. Tveir grimuklæddir Palestínumenn búa sig undir að mála slagorð á hús- vegg á Gazasvæðinu fyrir helgina. Annar er vopnaður vélbyssu en hinn handsprengju og úðabrúsa. Frá áramótum hefur um tugur Palestínumanna látið lifið í átökum við öryggissveitir ísraela. Það er ekki mikið eftir af Beriínarmúrnum en þó standa hlutar hans enn uppi. Sá hluti múrsins, sem myndin er af, er í námunda þinghússins í Berlín. Hefur ónefndur listamaður verið í frekar raunsæjum og döprum hugleiðingum. Tölurnar undir ártölunum tákna þann fjölda fólks er lét lifið hvert ár þegar það reyndi að flýja yflr múrinn til Vestur-Berlínar. Slmamyndir Reuter Það muna víst flestir eftir kanadíska spretthlauparanum Ben Johnson sem setti eftirminnilegt heimsmet í 100 metra hlaupi á ólympíuleikunum í Seoul fyrir tveimur árum. Johnson var dæmdur í keppnisbann vegna ólöglegr- ar lyfjanotkunar og sviptur heimsmeistaratitlinum í 100 metra hlaupi. Kappinn hefur nú náð sér eftir þetta leiðinda- mál og undirbýr sig af krafti fyrir fyrstu íþróttakeppni sem hann tekur þátt í í tvö ár. Johnson mun hlaupa í 50 metra hlaupi á innanhússmóti í Ontario í Kanada 11. janúar. Á myndinni er hann með þjálfara sínum. Um 50 þúsund Ástrálir úr dreifbýlinu komu saman á mótmælafundi við þing- húsið i Melbourne fyrir helgi. Tilefni fundarins var almenn óánægja með stjórn ráðamanna, bæði á landsvísu og í bæjar- og sveitarstjórnum. Voru fund- irnir haldnir undir slagorð- unum „Björgum Ástralíu". Starfsmenn bensínstöðva í Búlgaríu nota tveggja vikna bensinsölubann til að dytta að dælum og öðrum tækjum bensínstöðvanna. Meirihluti starfsmannanna hefur nauðugur þurft að taka ólaunað frí vegna bannsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.