Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1991, Page 17
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1991.
25
Sviðsljós
John James helgar sig föðurhlutverkinu um þessar mundir.
Vinkona
Supermans
í hjólastjól
Leikkonan Margot Kidder lenti í
alvarlegu bílslysi í Kanada fyrir
nokkru og slasaðist illa. Kidder,
sem er þekktust fyrir hlutverk sitt
sem Lois Lane í Superman-mynd-
unum, dvaldi í Kanada vegna upp-
töku á nýjum sjónvarpsþáttum
þegar óhappið varð.
Polly Bergen, sem leikur einnig í
þessum nýju sjónvarpsþáttum,
Nancy Drew and Daughter, var
einnig í bílnum en slapp ómeidd.
Kidder var þó ekki svo heppin og
fékk miklar kvalir dagana eftir
slysið. Á fimmta degi dundi síðan
áfallið yfir þegar henni varð ljóst
að hún gat ekki hreyft fæturna. Að
auki er vinstri höndin máttlaus og
leikkonan er nú algjörlega hjálpar-
laus.
Þrátt fyrir þetta ástand leikkon-
unnar höfðu framleiöendur þátt-
anna ekki meiri samúð með henni
en svo að uppsagnarbréf var ritað
og komið á framfæri. Kidder varð
vitaskuld ævareið við brottrekst-
urinn og hefur nú hótað að fara í
skaðabótamál við framleiðendur
þáttanna en ætlar þó aö einbeita
sér að þvi að ná fyrri bata áður en
slagurinn í réttarsalnum hefst.
Margot Kidder ætlar sér aö ná fyrri bata áður en hún fer að kljást í
réttarsalnum við fyrrverandi atvinnurekendur sína.
John James í Dynasty:
Úr einu
hlutverki
í annad
John James er hamingjusamur
maður þessa dagana. Eiginkona
hans, Denise Coward, fæddi honum
stúlku fyrir skömmu og nú er það
fóðurhlutverkið sem hefur algeran
forgang. James tekur þetta svo alvar-
lega að það er óvíst hvort hann hafi
hreinlega tíma til að bregða sér fram
fyrir myndavélina svo að hægt verði
að taka upp Dynasty-þættina.
Áður en bamið kom í heiminn
eyddi leikarinn miklum tíma í að
gera húsið tilbúið svo að hægt væri
að taka á móti erfingjanum með stæl.
Fjölskyldan býr nú í stóru húsi í
sveitinni, fjarri ys og þys stórborgar-
innar. James viðurkennir þó að hluti
af honum sakni lífsins í Los Angeles
og alls þess sem borgin hefur upp á
að bjóða.
Þessar vangaveltur fengu þó ekki
mikinn tíma um jólahátíðina því að
tengdamamma kom í heimsókn
ásamt nokkrum öðrum ættingjum
sem voru æstir í að sjá litlu stelpuna
og að beija snjóinn augum. Tengda-
fólkið kemur frá Ástralíu og þar er
víst heldur lítið um skíðasnjó. Ef ein-
hveijum þykir þeir kannast við svip-
inn á Coward er það sennilega vegna
þess að hún komst á síður pressunn-
ar hér í eina tíð fyrir að vera valin
fegursta fljóðið í heimalandinu, Ástr-
alíu.
Er nú ekki kominn
tími til að
þú
farir að hreyfa þig!
TEYGJU- OG ÞREKLEIKFIMI
Hjá okkur er hress og skemmtileg leikfimi þar sem
við látum hoppið eiga sig.
Tímarnir okkar eru byggðir upp á góðri upphitun,
teygjum og styrkjandi æfingum fyrir maga, rass
og læri.
Hringdu og veldu þér tíma sem hentar þér. Við
bjóðum upp á tima í hádeginu-kl. 13.20-16.10-
17.10—18.10—19.1 0 og 20.10. Þessir tímar eru
bæði fyrir karla og konur. Einnig bjóðum við upp
á sér karlatíma.
Ath.: Takmarkaður fjöldi í tímunum svo að kennar-
inn geti leiðbeint hverjum og einum.
Kennarar: Emilía Jónsdóttir.
Sóley Jóhannsdóttir og Ásta Ólafsdóttir.
Innritun hafin í símum 687701 og 687801.
Engjateigi 1 • Reykjavík
Símar 687801 & 687701