Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991. 3 Fréttir Sérfræðingar á Borgarspítala: Hættaviðað hættaað standa vaktir - þartilum Kjaradeila aöstoöarlækna, sem nú er komin til ríkissáttasemjara, hefur enn ekki haft mikil áhrif á Borgar- spítalanum. Sérfræðingar á skurð- deild ákváðu í síðustu viku að hætta að standa vaktir aðstoðarlækna en hafa nú hætt við að hætta þar sem deilan er komin til sáttasemjara. Örn Smári Arnaldsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, segir að sérfræðingar vonist nú til aö einhver lausn fáist á deilunni og ætli aö standa vaktir fram yflr næstu helgi. Hins vegar er eingöngu bráðatilfell- um sinnt og engar innkallanir verða þessa viku. „Þeir sem eru á biðlista verða að bíða áfram þar til málið næstuhelgi leysist," segir Örn Smári. Sérfræðingar, eins og aðstoðar- læknar, hafa í huga að segja upp störfum sínum dragist deilan á lang- inn. „Það er ekki búið að ákveða þetta en menn hyggjast fara af stað með eins konar könnun um hver hugur manna sé varðandi slíkar að- gerðir,“ segir Örn Smári. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari segir að á fyrsta fundinum, sem haldinn var í gærmorgun, hafi eingöngu verið lögð fram gögn og staðan skoðuð. „Það er hins vegar mikill ágreiningur og það ber mikið í milli." -ns A KJORBOK VAR 11,13-13,25% ÞAD ÞÝÐIR ALLT AD * RAUNÁVÖXTUN Á UPPÁHALDSBÓK Alþýðubandalagiö á Vestfjörðum: Kristinn líklega í fyrsta sætinu - eftir aö Ólafur Ragnar, Svavar og Ásmundur höfnuðu „Það er rétt að við höfum rætt við þá Ólaf Ragnar, Svavar Gestsson og Ásmund Stefánsson um að þeir taki efsta sætið á listanum en þeir höfn- uðu því allir. Þá er bara að sjá hvað kemur út úr seinni umferð forvals- ins,“ sagöi Karl Matthíasson, for- maður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum, í sam- tali við DV. í fyrri umferð forvalsins hlaut Kristinn H. Gunnarsson úr Bolung- arvík flest atkvæði. Kristinn var í fyrsta sæti listans við síðustu al- þingiskosningar en náði þá ekki kjöri. Nú er talið víst að Kristinn verði í fyrsta sæti listans aftur. Hann var inntur eftir því hvemig honum litist á að leiða listann í kosn- ingabaráttu eftir að búið væri að bjóða þremur mönnum utan kjör- dæmisins efsta sætiö á listanum en þeir allir hafnað því. „Það er víst best að segja sem minnst nema það að ég ætla að halda áfram í síðari hluta forvalsins," sagði Kristinn. Hann sagðist hafa skilning á því þegar reynt væri að fá þekkta stjórn- málamenn til að taka sæti á listan- um. Hins vegar sagðist hann telja sterkara að tefla heimamönnum fram en að sækja menn í önnur kjör- dæmi. -S.dór Kjörbók Landsbankans var á árinu 1990 sami góði sparnaðarkosturinn og áður - jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki. Grunnvextirá Kjörbók eru nú 9%. Standi hluti innstæðunnar óhreyfður hækka vextirnir afturvirkt: í 10,4% eftir 16 mánuði og í 11% eftir 24 mánuði. Þá er innstæða á Kjörbók óbundin og að auki með verðtryggingu á þann hluta hennar sem stendur óhreyfður yfir heilt verðtryggingartímabil, en þau eru frá 1. jan.-30. júní og frá 1. júlí til 31. desember. Leiðretting vegna greinar um dauða í helgarblaði DV var birt grein um skilgreiningu dauða og brottnám líf- færa og var hún sögð álitsgerð vegna frumvarps til Alþingis. Það er ekki rétt. Skýrsían var samin á vegum Rannsóknarstofnunar í siðfræði fyr- ir Kirkjuþing 1990. Skýrsluna sömdu þeir Björn Bjömsson, prófessor í guðfræði við Háskóla íslands, Mikael M. Karlsson, dósent í heimspeki við Háskóla íslands, Páll Ásmundsson, yfirlæknir á Landspítalanum, og Vil- hjálmur Árnason, lektor í siöfræði við Háskóla íslands. Seinni hluti greinarinnar verður birtur nk. laug- ardag. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.