Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1991, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991.
25
Lífestm
DV kannar verö á ljósmyndun á stofu:
- Studio Guðmundar og Nýja myndastofan með hagstæðasta verðið
Nánast allir þurfa einhvern tíma taka á fermingar-, stúdents-, brúðar- myndir við hátíðleg tækifæri. Þessi
að skipta við ljósmyndastofur, þegar eða skírnarmyndir eða hvers konar þjónusta kostar talsverðar fjárhæðir
Það kostar nokkur þúsund krónur að fá stækkaða mynd af heimiliskettinum á Ijósmyndastofu.
Ljósmyndastofur Stækkaðar myndir Myndir 9x12 cm
13x18 cm 18x24 cm (20x25 cm) 6/7 stk. 8stk. 12 stk. 14/15 stk.
Ljósm. Jóhannes Long 2.810 3.755 10.700
Studio Guðmundar 2.200 2.700 4.500 8.000
Ljósmst. Reykjavíkur 2.750 3.700
Ljósmyndastofa Þóris 2.780 3.575 7.400 10.800
Nýja myndastofan 2.190 2.740 8.900
Ljósmst. Kópavogs 7.500 15.000
Ljósmst. Sigríðar Bachmann 2.700 3.700 7.100 9.000 11.800
Svipmyndir, Hverfísgötu 3.010 4.180 7.500 9.500 12.500
og því um að gera að vera vakandi
fyrir því hvaða stofur bjóða upp á
hagstæðustu kjörin.
Stækkanir sjaldnast innifaldar
Blaðamaður Neytendasíðu kynnti
sér vérðlag á nokkrum ljósmynda-
stofum. Þess ber að geta varðandi
verðkönnunina að gæði myndanna
geta verið æði misjöfn eftir ljós-
myndastofum, en ekkert mat verður
á það lagt hér. Samanburður allur
er erfiður þar sem stofurnar bjóða
upp á mjög misjafna þjónustu.
Allar samanburðarstofurnar fram-
kalla myndir í stöðluðu stærðinni
9x12 cm og því auðvelt að setja þær
tölur upp í töflu. Upplag myndanna,
sem í boði eru, var frá allt frá 4 mynd-
um minnst upp í 12 myndir minnst.
Sumar stofur eru með nánast allar
tölur þar á milli, aðrar bjóða aðeins
upp á tvo möguleika hvað varðar
fjölda mynda.
Allar ljósmyndastofurnar eru með
framköllun bæði í lit og svarthvítu
ef frá er tahn Ljósmyndastofa Kópa-
vogs sem eingöngu er með litmyndir.
Engin stofanna gerir verðmun eftir
því hvort framkallaö er í svarthvítu
eða lit en flestar krefjast hærra verðs
ef beðið er um sambland af hvoru
tveggja. Ljósmyndastofa Þóris er
undantekning, hún hefur ekki kraf-
ist hærra verðs þótt neytandinn biðji
um sambland af lit og svarthvítum
myndum. Ljósmyndastofan Ljós-
myndarinn Jóhannes Long er með
. sérstakt afsláttarverð á stúdents-
myndum þar sem verðið er meira en
20 af hundraði lægra en á öðrum'
sambærilegum myndum.
Stækkaðar myndir lagfærðar
Aðeins ein ljósmyndastofa er með
stækkaðar myndir innifaldar í verði,
það er Ljósmyndastofa Kópavogs.
Hverri pöntun þar fylgja tvö stækkuð
eintök (20x25 cm). Þær eru þó ekki
það sem kallað er „redúseraðar", eða
lagfærðar. í flestum tilfellum þegar
myndir eru stækkaðar er innifalið
að myndir séu lagfærðar.
Mjög margar ljósmyndastofur eru
með opið um helgar á álagstímum,
til dæmis í kringum fermingar eða
brautskráningu stúdenta. Þær leggja
þá eitthvað ofan á verð á þeim tím-
um, oftast nær um eða undir 10%.
Ef taflan hér til hliðar er skoðuð
sést að Ljósmyndastofa Kópavogs
hefur engar tölur í reitnum um
stækkaðar myndir. Það er vegna þess
að stækkunin er innifalin í almennri
framköllun og verða menn að reikna
Neytendur
með því í verði. Sú ljósmyndastofa
kemur þó mjög hagstætt út sé það
tekið með í reikninginn. Ljósmynda-
stofa Reykjavíkur er heldur ekki með
neinar tölur í framköllun á myndum
í staðlaðri stærð. Þar var verið að
breyta verði og lá það því ekki fyrir
þegar könnunin var gerð.
Stúdíó Guðmundar og Nýja
myndastofan hafa nokkra sérstöðu
hvað verð varðar. Þær tvær ljós-
myndastofur eru með lægst verð í
öllum samanburöartölum svo munar
töluverðum upphæðum. Þess skal og
getið að í verði á stækkuðum mynd-
um þaðan er innifalin lagfæring.
Þess skal getið að ljósmyndastofur á
höfuðborgarsvæðinu eru á fjórða tug
en úrtakið er aðeins átta stofur. Þær
ættu þó að gefa nokkra mynd af því
verði sem í gangi er. ÍS
Ný byrjendanámskeið eru að hefjast
Þjálfari verður Michal Vachum, fyrrum
landsliðsþjálfari frá Tékkóslóvakíu.
Æfingar verða í æfingasal félagsins í
húsakynnum Sundlauga Reykjavíkur í Laugardal.
Innritun fer fram á staðnum milli kl. 17 og 20
þriðjudaga og fimmtudaga.
Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma
67-95-60.
JUDOFÉLAG
REYKJAYIKUR
H ITABLÁSARAR
ER KALT?
BORGARTÚNI31 ■ PÓSTHÓLF880 -121 REYKJAVÍK ■ SiMI 62 7222
Iðnaðarmenn og aðrir sem vinna í óhituðum
húsum þekkja kosti Master-hitablásaranna.
Þeir eru meðfærilegir og sterkbyggðir, henta
jafnt fyrir þröng vinnusvæði sem stærstu
vöruskemmur og þola notkun við
erfiðar aðstæður.
Ef þú átt gamlan hitablásara tökum við hann
upp í og veitum þér 15% afslátt af nýjum.
SINDRI
-sterkur í verki