Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. Fréttir Suðureyri við Súgandaflörð: . Óvissa um gildi jarðganga og togarinn er á förum ekkert vit í að bora ónauðsynleg göt í fjöll, segir forsætisráðherra „Þaö er ekkert vit í því að vera bora göt í fjöll til þess eins að síð- asti íbúinn geti farið um þau þegar hann flytur á brott,“ sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra á blaðamannafundi í gær. Raunin kann hins vegar að verða þessi hætti stjórnvöld ekki við þann hluta jarðganga á Vestijörö- um sem tengja eiga Suðureyri við Súgandaíjörð við Flateyri og ísa- flörö. Byggðastofnun hefur veitt sam- þykki sitt fyrir því að eini togarinn á Suðureyri, Elín Þorbjarnardóttir, veröi seldur. Óhjákvæmilega mun það þýða gífurlega röskun í at- vinnulífi staöarins og valda at- vinnumissi hjá stórum hluta þeirra íbúa sem þar búa enn. Þess má geta að á Suöureyri búa ríflega 360 manns og hefur íbúum þar farið ört fækkandi á undanfornum árum. Fyrir ríflega ári voru íbú- arnir hátt í fjögur hundruð. Samkvæmt heimildum DV hefur komið tif tals í Byggðastofnun og meðal ýmissa stjórnmálamanna að eftir söluna á togaranum sé ekki lengur verjandi að veita opinbera fjármuni tÚ að halda uppi byggð á Suðureyri. Uppi eru jafnvel hug- myndir um að hætt verði við þann hluta jarðganganna sem liggja eiga að Suðureyri. Hjá Byggðastofnun fengust þær upplýsingar að um þetta mál hefði ekki verið gerð nein úttekt né sam- in skýrsla en margir þeirra sem DV ræddi við könnuðust þó við málið. Steingrímur Hermannsson segist ekki hafa fengið nein gögn um þetta mál frá Byggðastofnun en kvað eðlilegt að hún kannaði hag- kvæmni þessara jarðganga með til- Uti til þeirra breyttu forsendna sem myndu skapast við sölu togarans. „Áöur en ráðist verður í þessi göng verður að liggja fyrir mjög ítarleg athugun á því hvernig sam- starfi þeirra byggðalaga, sem eru á norðanveröum Vestfjörðum, verð- ur háttað. Og á grundvelli þess verða menn að vera sannfæröir um að byggðin muni haldast. Komist Byggðastofnun að þeirri niður- stöðu að byggð á Suðureyri muni leggjast niður þrátt fyrir göngin á náttúrlega ekki aö bora ónauðsyn- leg göt í fjallið." Sala togarans í undirbúningi Undirbúningur er þegar hafinn að sölu togarans, Elínar Þorbjarn- ardóttur, og könnunarviðræður hafa átt sér stað við hugsanlega kaupendur á ísafirði og víðar á Vestfjörðum. Lauslega má áætla aö söluverðmæti togarans með kvóta sé milli 300 og 400 milljónir. Togarinn er eign Hlaðvíkur sem aftur er í eigu Fiskiðjunnar Freyju. Hlutafjársjóður, sem rekinn er af Byggöastofnun, á meirihlutann í Freyju, eða ríílega 54 prósent hluta- ^ár, eða um 100 milljónir. Baldur Jónsson, forstjóri Fiskiöj- unnar Freyju, vildi ekkert tjá sig um málið við DV í gær og sagði þetta vera mál ísfirðinga, Súgfirð- inga og Byggðastofnunar.. „Við erum með hugleiðingar um að selja skipið en það hefur ekki verið rætt formlega innan stjómar- innar. Ástæðan er sú að þetta er erfiður rekstur. Sú fjárhagslega endurskipulagning, sem gerð hefur verið, gekk ekki nógu langt,“ sagði Helgi G. Þórarinsson, stjórnar- formaður Hlaðvíkur, í samtali við DV í gær. Hann á einnig sæti í stjórn Freyju og er fulltrúi Hlutafj- ársjóðs og Byggðastofnunnar í báð- um fyrirtækjunum. Hrunadans eða bjargráð Byggðastofnunar? Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að ástæðan fyrir því hversu illa er komið fyrir útgerð togarans sé hversu skuld- sett fyrirtækið er, langvarandi bil- un í togaranum síðastliðið sumar og htil veiði. Meö sölunni mætti hins vegar bjarga frystihúsinu frá gjaldþroti. „Við verðum að vona að staðurinn sé ekki aö leggjast af. Við munum að minnsta kosti leita allra leiöa til að forða staðnum frá þeim örlögum," segir Guðmundur. -kaa Slökkviliðiö var í gær kallað út til aö bjarga þessum ketti sem sjá má efst á staurnum. Brunaverðir náöu í voldugan krana til þess að ná ævintýrakett- inum. En áður en til þess kom bakkaði kisi niður staurinn og stökk svo út i frelsið. DV-myndir S Steingrímur Hermannsson: Ráðherrar seinir með óskalista „Ég hef beðið ráðherrana um að leggja fram lista yfir þau mál sem þeir telja brýnast að fá samþykkt á þinginu. Það hefur gengið heldur seint að fá þá til aö skila slíkum lista. Málalistinn var á milli 70 og 80 mál. Það er vitavonlaust að koma öllum þeim málum í gegnum þingiö á þeim stutta tíma sem eftir lifir þings,“ sagði Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra í samtali við DV í gær. Nú eru ekki eftir nema rúmar 3 vikur af þingtímanum. Samkvæmt áður gerðri áætlun stendur til að þinglok verði 15. mars. Næsta vika verður heldur lítil starfsvika á Al- þingi sökum þess hve margir al- þingismenn og ráðherrar verða á þingi Norðurlandaráðs. Steingrímur sagði að þau frum- vörp, sem skilyrðislaust yrðu að komast í gegn, væru lánsfjárlög og frumvarpið um fjárfestingu útlend- inga hér á landi. Þá er talið víst að mikil áhersla verði lögð á að koma grunnskólafrumvarpinu í gegnum þetta þing. Steingrímur Hermannsson um nýjan búvörusamning: Óeðlilegt að binda hend- ur næstu ríkisstjórnar „Ef takast á að ganga frá nýjum til að leysa vanda sauðfjárræktar- verði að ná samkomulagi um þetta búvörusamningi meðan þing situr innar og mun gera mitt besta til í grundvallaratriðum fyrir þinglok. verður það aö ganga mjög fljótt að þær nái fram að ganga,“ segir' Ég hefsjálfurlagttilaösamningur fyrir sig. Eg efa hins vegar að slík- Steingrímur Hermannsson forsæt- verði gerður með fyrirvara um ur samningur fari fyrir yfirstand- isráöherra. samþykki nýrrar ríkisstjórnar. Ég andi þing. Þaö eru skiptar skoðanir Steingrimur segir Ijóst að land- sé ekki að þaö sé hægt að binda um efnisatriði sliks samnings og til búnaðarráðherra geti ekki gengið hendur nýrrar ríkisstjórnar í þessu dæmishafaorðiðharðardeilurum frá nýjum búvörusamningi við máli. í raun og veru er nóg að ný þettaáBúnaöarþingisemnústend- bændur án þess aö um það náist ríkisstjórn samþykki í mai að hún ur yfir. Máliö er langt frá því að samstaða í ríkisstjóminni. Gera vilji vinna eftir þessum samningi vera komið í þann farveg aö hcegt verðí breytingar á búvörulögunum en komi síðan nauðsynlegum laga- sé að ganga frá svona samningi. og um þær verði að nást eining breytingum í gegn á næsta haust- Égstyðhinsvegarþærtillögur sem áöur meöal stjómarflokkana. þingi.“ sjö manna nefndin hefur sett fram „Það er þó spurning hvort hægt -kaa FlugveUir á Norðurlandi: 70 milljónir króna til framkvæmda í ár Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; Um 70 milljónum króna verður variö til framkvæmda við flugvelli á Norðurlandi í ár, en það er um helm- ingi hærri upphæð en var til fram- kvæmda á síðasta ári að sögn Rúnars Sigmundssonar umdæmisstjóra Flugmálastjómar á Norðurlandi. Mesta framkvæmdin er á Þórs- höfn, en þar verður áfram unnið við byggingu nýrrar flugbrautar í landi Syðra-Lóns sem hófst árið 1989. Reiknað er með að lagningu brautar- innar ljúki í ár og lagt verði á hana slitlag. í Grímsey verður lokið við 300 metra lengingu brautarinnar. Áformað er að leggja slitlag á braut- ina, en ekki liggur ljóst fyrir hvort hægt er að finna efni í slitlagið í eyj- unni eða hvort flytja verður það úr landi, en um er að ræða á 2000-3000 rúmmetra. Á Húsavíkurflugvelli var í fyrra hafist handa um 400 metra lengingu brautarinnar.Burðarlag . verður keyrt í brautina í sumar og e.t.v. slit- lag. Um aðrar framkvæmdir við flug- brautir á öðrum stöðum á Norður- landi er ekki að ræða. Hinsvegar verða byggðar tækjageymslur á Blönduósflugvelh og velhnum á Sauðárkróki. Óvíst að loðnubótaf rumvarp Halldórs verði samþykkt Frumvarp það sem Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi í eigin nafni, um bætur til loðnuveiðiski- panna vegna loðnubrestsins, var til umræðu í efri deild Alþingis í gær. Talið er óvíst að meirihluti sé fyrir þessu frumvarpi í báðum deildum Alþingis. I efri deild er vitað að stjómarlið- amir Skúh Alexandersson og Kar- vel Pálmason em á móti frum- varpinu. Og ekki er víst aö allir stjórnarandstæöingar styðji það. Halldór Ásgrímsson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Hann taldi nauðsynlegt að það yrði samþykkt sem fyrst. í sambandi við þessar bætur, sem eru um 12 þúsund lesta þorskkvóti sem skipt yrði á milli loðnuskipanna, hefur verið nefnt aö skilyrða eigi að þessum afla verði öllum landað hér heima. Halldór kom inn á þetta mál í ræðu sinni. Hann sagðist skilja af- stöðu landverkafólks í máhnu en taldi óeðlilegt að skylda loðnuveiði- skipin ein allra veiðiskipa til að landa öllum afla sínum á íslandi. -S.dór -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.