Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. Fréttir Langbylgja er tæknilega úrelt hvað varðar tóngæði - segir Ólafur Indriðason, yfirtæknifræðingur hjá Pósti og síma Langbylgjumastrið á Vatnsendahæð sem hrundi í óveðrinu. DV-mynd GVA „Langbylgjan er úrelt tæknilega hvaö varöar tóngæöi því hún er ná- kvæmlega eins og hún var fyrir ára- tugum síðan. Hún hefur hins vegar þann kost aö ná til stórs svæðis og á aö heyrast i afskekktustu byggðum og á fjarlægum miðum. Þaö er hins vegar flókið mál aö meta þaö hvaö sé besta og hagkvæmasta lausnin, þegar litiö er til framtíðar, á aö koma útvarpssendingum til sjómanna og íbúa afskiptra staða á landinu,“ segir Ólafur Indriöason, yfirtæknifræö- ingur á radíódeild Pósts og síma. Eftir aö langbylgjumastrið á Vatns- enda fauk þann 3. febrúar síöastlið- inn hafa komið fram deildar mein- ingar um þaö innan Pósts og síma hvort bygging nýs langbylgjumast- urs, sem kostar á milli 600 og 800 milljónir króna, borgi sig og tekur hiö minnsta tvö ár að byggja. Eöa hvort eigi aö hefjast handa við aö styrkja og bæta þau dreiflkerfi sem fyrir eru í landinu. Þaö var haft eftir Jóni Þóroddi Jónssyni, yfirverkfræðingi hjá Pósti og síma, í Morgunblaðinu þann 10. febrúar síöastliöinn að langbylgju- sendingar væru úrelt fyrirbæri og hann segir: „Ég held að við séum komnir að þeim tímapunkti aö lang- bylgjusendingar séu úrelt fyrirbæri. Þaö er dýrt aö koma upp nýjum lang- bylgjusendi og því þarf að skoða alla aöra möguleika gaumgæfilega áöur en það verður gert.“ Það er jafnframt haft eftir Jóni Þóroddi aö: Vel mætti hugsa sér að hafa stöðgar stutt- bylgjusendingar, en þeim var komið á eftir aö langbylgjumastrið hrundi. Stuttbylgjusendar væru mörgum sinnum ódýrari en langbylgju- sendar. Einnig væri athugandi aö fjölga mætti FM sendingum á íjöllum viö strendur landsins. Slíkir sendar þjónuðu bæði sjómönnum og fólki í landi og útsendingar væru mun betri. Langbylgjan besti kosturinn Þorvarður Jónsson, yfirverkfræö- ingur hjá sömu stofnun, segir hins vegar aö þaö sé sín persónulega skoð- un að ný langbylgustöð sé besti kost- urinn hvaö varðar öryggismál lands- manna. „En þetta er mál sem við þurfum aö skoða vel. Ég vil vísa til reynslu Færeyinga af nýju lang- bylgjumastri sem var byggt þar. Um það voru mjög deildar meiningar áöur en það var byggt en eftir að þaö Fréttaljós Jóhanna Margrét Einarsdóttir komst í gagnið eru menn mjög ánægðir með það enda nást lang- bylgjusendingamar mjög víða, til að mynda beggja vegna íslands og á miðunum við Grænland. Við verðum að hafa í huga að langbylgjusending- ar eru mjög mikilvægar í öllu örygg- iskerfi landsins,“ segir Þorvarður. Öryggismál eða skemmtanaþörf „Menn verða að skilgreina það hvað þeir eru að tala um. Hvort það em útvarps- og sjónvarpssendingar sem eiga að ná til íbúa á landi eða til sjómanna á hafinu og til miðanna umhverfis. Þetta er einnig spurning um öryggismál eða skemmtanaþörf,“ segir Ólafur „Ef við emm einungis að ræða um öryggismálin þá er það þess virði aö skoða þann búnað sem við höfum nú yfir að ráða á strandstöðvunum allt í kringum landiö í stað þess að byggja nýjan langbylgjusendi. Þar er hægt að útvarpa til sjómanna neyð- arsendingum, veðurspám og tilkynn- ingum á NAVTEX sendingum á 518 kílóriðum og þær heyrast jafnframt út um allt land. Þaö má líka hugsa sér að styrkja FM kerfið og athuga hvort það sé ekki hægt að byggja það upp á þann hátt sem dugi til að það nái til miöa út af vissum landsvæðum og þar með gætu sjómenn hlustaö á dagskrár RÚV. Svo má ef til vill hugsa sér hvort gervihnattasendingar komi til greina. Skip á miðunum „Ef við tökum skip fyrir Austur- landi þá eru þau yfirleitt það stutt frá landi að það er hægt að ná til þeirra með FM kerfmu en það gildir ekki það sama um skip sem eru út af vest- anverðu og norðanverðu landinu og þá vandast málið. En þá mætti hugsa sér aö ná til þeirra með NAVTEX, stuttbylgju eða gervihnattasending- um í stað langbylgju. Hins vegar er ekki hægt að koma dagskrám til skila með þessum kerfum. Þetta er mál sem þarfnast mikillar skoðunar og menn geta ekki sagt að eitthvað eitt kerfi sé betra en annað fyrr en þeir hafa kannað alla mögu- leika. Hvað varðar kostnað við að byggja upp önnur kerfi en langbylgju þá er mjög erfitt aö segja til um hann. Það fer allt eftir því hvað menn vilja bæta þau kerfi mikið sem fyrir eru. Stuttbylgjusendingar eru hins vegar ódýr lausn en að öðru leyti er lítið hægt að segja til um kostnað," segir Ólafur. Hvað segja sjómenn? Sjómenn voru ekki allir allt of hrifnir af langbylgjusendingunum og í DV þann 6. febrúar segir Gísli Jens- son, stýrimaður á Selfossi: „Ég tel að ástandið hjá sjómönnum hafi skánað mikið við að langbylgju- mastrið á Vatnsenda fauk niður. Eft- ir það voru allir veðurfréttatímar sendir út á stuttbylgju í gegnum Gufunes og við sjómenn erum allt í einu farnir að heyra þær.“ Og Þorsteinn Vilhelmsson, skip- stjóri á Akureyrinni, segir: „Lang- bylgjan hefur oft náðst mjög illa, til dæmis við Vikurál." En eftir Henry Hálfdánarsyni hjá Slysavarnafélag- inu er haft að ástandið sé bagalegt hjá vertíðarbátum og trillum þar sem langbylgjumastrið hafi þjónað þeim varðandi veðurfréttir. Bagalegt fyrir sjómenn Árni Johnsen, varmaður Þorsteins Pálssonar, hóf umræður utan dag- skrár á Alþingi þann 4. febrúar og benti hann á áð um eitt þúsund fiski- skip væru nú sambandslaus vegna þess að langbylgjan væri dottin út. Sjómenn gætu ekki einu sinni hlust- að á veðurfregnir, jafnáríðandi og það væri fyrir þá. Þann 5. febrúar er haft eftir Svav- ari Gestssyni menntamálaráðherra í DV að „ný langbylgjustöð verður byggð og það verður hafist handa við undirbúning strax“. Fyrsta skrefið yrði að láta Ríkisút- varpið og Póst og síma gera kostnað- aráætlun. Þessu næst verða forsend- in- lausaíjárlaga, hvað snertir fasta- tekjur Ríkisútvarpsins, skoðaöar. Þær hafa síðan 1986 nmnið í ríkissjóð en til stendur að þær fari nú í þetta uppbyggingarstarf, sagði ráðherr- ann. 4.Mar I dag mælir Dagfari Sérsveitir ráðherra Fjármálaráðherra hefur skipaö sérstakar sveitir á sínum vegum sem hafa það verkefni að beita tangarsókn gegn skattsvikurum. Hópur manna hefur verið ráðinn til eftirlits og skyndirannsókna á sjóðvélum og sölureikningum í verslunum. Þar með hefur sá lang- þráði draumur Ólafs Ragnars Grímssonar ræst að ná sér niðri á kaupsýslumönnum og gróðapung- um, sem Alþýðubandalagið hefur alla tíð haft ímugust á. Gömlu kommamir voru frá upphafi á móti verslunum og einkabraski og töldu þjóðinni trú um að allur gróði væri af hinu illa. Kaupmaðurinn okraði á alþýðunni, kaupmaðurinn svindlaði, kaupmaðurinn stakk peningum í vasann, sem hann átti ekkert í. Var ekki vonum fyrr að flokkur- inn léti til skarar skríða áður en hann er allur. Þaö eru síðustu for- vöð. Fylgið er komið niður í sex prósent í skoðanakönnunum og kjörtímabilið að fjara út. Allaballar hópast nú unnvörpum í aðra flokka eða eru hættir afskiptum af pólitík og þess vegna er ekki seinna vænna en grípa til aðgerða meðan tæk- ifæri gefst. Auðvitað er það áhtamál hvernig allaballar geta náð sér niðri á erki- fjendunum. Hingað til hafa þeir látið sér nægja að halda uppi rógi og níði um braskarana og væna þá um svik og pretti og reytt æruna af hverjum þeim manni sem vogaði sér að opna fyrirtæki, sér og sínum til viðurværis og öðrum til þjón- ustu. Þetta voru allt afætur á öreig- unum. Þegar allar þær ærumeiðingar voru orðnar úreltar og bilaðar plöt- ur, var ekki um annað að ræða en koma formanni Alþýðubandalags- ins í stól fjármálaráðherra og það- an liggur beinn og breiður vegur í peningahirslurnar hjá kaupsýslu- fólkinu. Fyrst var að skattpína það, svo að væna það um skattsvik og síðan að senda sérsveitir á vettvang til að fletta ofan af skattsvikunum. Munurinn á sérsveitum fjármála- ráðherra annarsvegar og víkinga- sveit lögreglunnar hinsvegar er sá, að síðarnefndu sveitimar eru sendar út til að bjarga mönnum frá áfóllum. Þær fyrrnefndu er settar á fót til að áfellast aðra. Gmndvöllurinn að þessum áhlaupum sérstakra njósnara á vegum fjármálaráðherra er sá, að allir em fyrirfram gmnaðir um græsku. Þar er enginn óhultur. Þjóðfélagið og þá sérstaklega kaup- sýslustéttin er fyrirfram dæmd af stjórnvöldum og allir eru sekir þangað til sérsveitimar hafa úr- skurðaö þá saklausa. Réttarríkið hefur með þessum hætti snúist við, enda hefur fjármálaráðherra kom- ist til valda í pólitíkinni með því að taka þátt í söngnum um svind- hð. Nú dugar hinum háu herrum ekki að hafa lögreglu th að annast réttargæslu og nú duga ekki dóm- stólar til að dæma hina seku. Nú hefur framkvæmdavaldið tekið sér bæði lögregluvald og dómsvald og sérstakar njósnasveitir veifa bevís- um frá fjármálaráðherra um að þær hafi óheftan aðgang að bók- haldi, hirslum, skýrslum og sjóðum einstaklinga, verslana og fyrir- tækja. Sum staðar annars staöar heitir þetta „terrorismi“. Hér á landi heitir þetta „áhlaupslota"! Fjármálaráðherra heldur uppi njósnum um fjárreiður og skhvísi borgaranna og gengur út frá því að allir séu að stela, þangað til ann- að kemur í ljós. Hinn gamli draumur kommún- istanna og allaballanna og fuhtrúa öreiganna er að rætast. Lögreglu- ríkið er að fæðast. Lögreglan gerir rassíu þegar henni hentar og þegar fjármálaráðherra hentar. Ef þú ert að brúka munn eða gerir ekki eins og ráðherrann segir þér, máttu eiga von á sérsveitunum daginn eftir og þá er eins gott að hafa bókhaldið í lagi. Með þessum aðferðum, njósnum, árásum á friðhelgi einkaréttarins, lögvernduðum lögregluaðgerðum sérhæfðra njósnara, tókst komm- únistaflokkum Austur-Evrópu að halda hálfri álfunni í heljargreip- um. Því ástandi er að vísu lokið, en þá fer auðvitað vel á því að alla- ballarnir á íslandi haldi uppi merk- inu og stofni nýtt lögregluríki í staö þeirra sem hafa verið lögð niður út í heimi. Þannig geta ósvífnir stjómmála- menn haldiö völdum, þótt þeir hafi ekki nema sex prósent fylgi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.