Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 31
31 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. pv_______________________________________________________________________Merming Regnboginn - Samskipti ★★ í dularf ullum álögum Samskipti (Communion) er um dularfulla og óútskýranlega atburði sem engin svör fást við. Handritið er skrifað upp úr bók sem komið hef- ur út í íslenskri þýðingu. Þar segir að sagan sé byggð á raunverulegum atburðum. Það hlýtur samt að hafa verið erfitt fyrir viðkomandi sem urðu fyrir þeirri reynslu sem sagt er frá að sann- færa almenning um sannleiksgildi atburðarás- arinnar og efast ég um að það takist nokkurn tímann. Samskipti íjallar um menn og geimverur. Góð- ar geimverur sem komið hafa til jarðarinnar eru að sjálfsögðu til í kvikmyndum. Oftast eru þær kvikmyndir sveipaðar ævintýraljóma, þannig að sannleiksgildi skiptir engu máÚ. í Samskipt- um er aftur á móti verið að fjalla um geimverur sem staðreynd og vandamál þeirra persóna sem skynja þær og verða að búa við það alla ævi. Christopher Walken leikur rithöfund nokkurn sem verður fyrir einkennilegri reynslu í sumar- bústað sínum. Óþekktar verur vitja hans nótt eina. Morguninn eftir vill hann ekki kannast við neitt þótt aðrir sem í bústaðnum dvelja þykj- ist hafa orðið varir við dularfulla atburði. Smátt Kvikmyndir Hilmar Karlsson og smátt sannfærist hann um að hann sé á valdi óþekktra persóna sem vilja honum vel en jafn- framt láta hann vita að því að hann sé á þeirra valdi. Því verður ekki neitað að Samskipti er að mörgu leyti forvitnileg kvikmynd og flókin at- burðarás heldur manni við efnið. Margt sem þar kemur fram er áhugavert umhugsunarefni. Sjálfsagt eru þeir sáttastir við myndina sem trúa á að verur frá öðrum hnöttum séu til staðar á jörðinni vegna þeirrar staðreyndar að myndin veitir nákvæmlega engin svör við þeim dular- fullu atburðum sem eiga sér stað. Það hefur ekki farið mikið fyrir Christopher Walken að undanfórnu en það er sjaldan sem þessi ágæti leikari bregst og það gerir hann ekki hér. Ósjálfrátt verður leikur hans til þess að maður fær áhuga á því sem er að gerast þótt áhrifin hverfi eins og ský fyrir sólu við snubbótt- an endi. SAMSKIPTI Leikstjóri: Philippe Mora. Handrit Wilfred Schibert eftir eigin sögu. Kvikmyndun: Louis Irving. Titillag samið og flutt af Eric Clapton. Aðalleikarar: Christopher Walken, Linsay Crouse og Frances Sternhagen. Laugarásbíó - Leikskólalögga ★★ Leikari á krossgötum í hvert skipti sem Amold Schwarzenegger kemur með nýja kvikmynd fyllist ég kvíða- blandinni tilhlökkun. Tilhlökkun, því hann er einn af mínum uppáhaldsleikurum. Kvíða, vegna þess að nú gæti hann verið farinn að taka sig of hátíðlega sem leikari og þá tapar hann sinni sérstöðu meðal hasarhetja Hollywood. Schwarzenegger hefur ræktað feril sinn betur en vöðvana og hver mynd er þaulútreiknuð til þess að koma honum einu feti lengra á frama- brautinni, annaðhvort sem alheimshasarhetju (Total Recall, Terminator 2) eða dramatískum Kvikmyndir Gísli Einarsson leikara (Twins, Leikskólalögga). Eins og stendur er hann orðinn hæst launaði og vinsælasti leik- arinn í heiminum, en hann vantar virðinguna sem fæst aðeins með (góðum) alvarlegum hlut- verkum. Schwarzenegger ætlar sér einhvern tímann að fást við slík hlutverk en hann þekkir sín takmörk, ólíkt mörgum öðrum, og er tilbú- inn til að vinna á þeim hægt og sígandi. Til þessa hefur hann getað sniðið hlutverk sín þannig að vankantar hans (hreimurinn, lítill fjöldi svip- brigða o.fl. o.fl.) skíni ekki í gegn en ein röng ákvörðun gæti riðið honum að fullu. Slíkt hefur komið fyrir bestu menn á borð við Stallone, Norris, Lundgren og fleiri vöðvabúnt. Myndin er um það hvemig hópur leikskóla- krakka kemst undir skrápinn á biturri og ein- þykkri súperlöggu og breytir henni í baráttu- mann fyrir bættum fjölskylduháttum. Schwarz- enegger orðinn félagsráðgjafi? Onei. Hnefi í rif- bein og kúla milli augnanna eru meðferðir sem Arnold Schwarzenegger leikur lögreglumann sem dulbýst sem barnakennari í Leikskóla- löggan. hafa reynst honum vel til þessa og hví þá að breyta til? í Leikskólalöggunni færir Schwarzenegger aðeins út kvíamar og sýnir á sér nýjar hhðar. Sem betur fer þá tekst honum vel upp, þ.e. hann verður sér ekki til skammar. í víðara samhengi er það enn gleðilegra því efni og úrvinnsla myndarinnar létta honum ekki róðurinn. Þó að Schwarzenegger sé að fara pínulítið fram í leikn- um þá óar mig við þeirri tilhugsun hve margar -myndir það á eftir að taka hann að verða viður- kenndur leikari. En honum á eftir að takast það. Ekki virðist Schwarzenegger hafa geta smitað aðra í kringum sig með eldmóði sínum í þetta sinn. Myndin er dæmigerð metnaðarlaus af- þreying gerð með lágmarkskrafti. Sagan er að mestu byggö á nokkrum einfóldum hugmynd- um, sem hnoðað hefur verið saman eftir skipu- lögðu kerfi, þar sem allar vísanir og atburðir skipta máh núna eða setja upp svið fyrir annan atburð. Dæmi: Súper-löggan á htinn sætan greif- ingja, sem hún segir að bíti aldrei og sýnir krökkunum. í svona handriti þá er þetta örugg- ur undanfari atriðis þar sem dýrið bítur ein- hvern á besta tíma. Að horfa á mynd af þessu tagi er eins og að svindla í kapli. Myndin gengur upp en spennuna og óvissuna vantar. Þótt metnaðurinn sé ekki meiri þá er engin ástæða th þess að vanda sig ekki og mestan part myndarinnar tekst að halda athyghnni með fyndnum persónum, Schwarzenegger að ofleika, sætum krökkum, klikkuðum misindismönnum og fleiru. Aukaleikararnir eru traustir, þótt per- sónusköpunin sé öskýr, og kímnin er stórslysa- laus, jafnvel Amie-orðaleikimir virka stundum. En Amie getur ekki bjargað því skipbroti sem verður undir lokin þegar myndin tekur dýfu í einstaklega slöppum endakafla. Væmni er orð sem á vel við hér, því það sem hefði getað verið meinlaus tilfinningasemi fer út fyrir öh skyn- samleg mörk. Eins og sannri hetju sæmir skríð- ur Schwarzenegger út úr flakinu og tekur stefn- una á gamalkunnug mið eyðileggingartóla og ofurofbeldis. Hann kemur aftur, en vonandi með alvæpni. Kindergarten Cop (Band. 1990) 111 min. Leikstjórn: Ivan Reitman (Stripes, Legal Eagles, Ghost- busters). Leikarar: Arnold Schwarzenegger (I let him go, Let off some steam, If l’m not me den who de hell am I), Pamela Reed (Cadillac Man), Penelope Ann Miller (Freshman, Downtown), Richard Tyson (Three O'Clock High, Two Moon Junction), Linda Hunt (She Devil, Year of Living Dangerousely). Fjölnúðlar Fólkið vill Sky ogCNN Fólkið í landinu vill Sky og CNN. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær, voru 80 prósent þjóð- arinnar sammála S vavari Gestssyni menntaraálaráðherra að loka ekki fyrir beinar útsendingar CNN í jan- úar heldur leyfa þær. Það varð til þess aö Sky kom í kjölfariö hjá ríkis- sjónvarpinu. Það hefur vakiö nokkra undrun að sterk öfl í landinu hafa sett sig á móti ákvörðun Svavars Gestssonar, jafnsjálfsögð og hún var, og beitt fyrir sig málvernd. í raun áttu regl- unar að vera þannig frá byrjun að Svavar þyrfti ekki að taka þessa ákvörðun. íslendingar geta lesiö hvað þeir vilja af erlendum dagblöðum og tímaritum sem flæða inn i landið. Að sjálfsögðu. íslenskir námsmenn, sem stunda nám í Háskóla íslands, lesa flestir hverjir megnið af náms- bókum sínum á erlendum málum. íslendingar ferðast til útlanda og reyna eftir fremstu getu að tala er- lend mál. Þeir sem eru bestir í is- lensku eru lfka bestir í erlendum málum. Fyrír nokkr um árum var bjórmál- um íslendinga þannig háttað að að- eins útvahð lið fólks í flugþjónustu, ferðamenn til útlanda og sjómenn máttu flytja mn bjór til landsins. Pupulinn hér heima mátti hins veg- ar ekki drekka bjór. Bjórinn var komiim inn í landiö fyrir útvalda. Blessunarlega var sú heimskulega regla afnumin og allir voru jafnir fyrirbjórnum. Líkja má bjórmálinu við gervi- hnattasjónvarpið. Þeir sem geta keyptsér gervihnattadiska, sem kosta tugi og hundruð þúsunda, mega horfa á gervihnattasjónvarp samkvæmt reglunum. Þetta fólk er íslenka bjórhðiö í dag. íslendingar vilja fyrst af öllu sjá og iesa um staðbundið efni - á ís- lensku. Þess vegna ræður markað- urínn því að íslendingar vilja fyrst og fremst sjá textað efni frá íslandi í sjónvarpi og lesa íslenskar fréttir á íslensku. Þess vegna seljast dag- blöðin þó leyfilegt sé að flytja inn erlend dagblöð. Þess vegna munu íslenskar sjónvarpsstöðvar lifa þótt leyft veröi að horfa á Sky og CNN. En íslendingar vilja geta horft á gervihnattasjónvarp ef þeim býðst það. Þeir vilja aö það ríki frelsi og jafnræðL Hún var hlægheg röksemdafærsla þingmannsins í sjónvarpinu sem sagðist vhja leyfa CNN vegna þess að hann horfði alltaf á þá stöð þegar hann væri á ferðalögum erlendis. Jón G. Hauksson Veður Norðaustan- og austanátt, allhvöss eða hvöss með éljum eða snjókomu vestan-, norðan: og austan- lands. Mun hægari og að mestu úrkomulaust á sunn- anverðu landinu. Sunnan- og suðaustanlands verður hiti nálægt frostmarki en landshlutum. 2-4 stiga frost i öðrum Akureyri snjóél -2 Egilsstaðir alskýjað -2 Hjarðarnes léttskýjað 1 Galtarviti snjókoma -A Keflavikurflugvöllur léttskýjað -2 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -2 Raufarhöfn snjókoma -2 Reykjavik úrkoma -1 Vestmannaeyjar léttskýjað 0 Bergen alskýjað 3 Helsinki skýjað -7 Kaupmannahöfn alskýjað 0 Úsló skýjað -1 Stokkhólmur slydda 1 Þórshöfn hálfskýjað 5 Amsterdam þokumóða 0 Berlin þokumóða -2 Chicago alskýjað -1 Feneyjar þokumóða 4 Frankfurt þokumóða -4 Glasgow súld 6 Hamborg þokumóða -4 London mistur 2 LosAngeles léttskýjað 15 Lúxemborg þokumóða 0 Madrid skýjað 2 Malaga heiðskirt 10 Gengið Gengisskráning nr. 35. - 20. febr. 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 54,510 54,670 54,690 Pund 106,673 106,986 107,354 Kan. dollar 47,238 47,376 47,027 Dönsk kr. 9,5297 9,5577 9,5553 Norsk kr. 9,3692 9,3967 9,4034 Sænsk kr. 9,8048 9,8336 9,8416 Fi. mark 15,1207 15,1650 15,1896 Fra. franki 10,7642 10,7958 10,8260 Belg. franki 1,7799 1,7851 1,7858 Sviss. franki 42,8100 42,9357 43,4134 Holl. gyllini 32.5229 32,6184 32,6361 Þýskt mark 36,6491 36,7566 36,8023 it. líra 0,04881 0,04896 0,04896 Aust. sch. 5,2063 5,2216 5,2287 Port. escudo 0,4178 0,4190 0,4153 Spá. peseti 0,5879 0.5896 0,5855 Jap. yen 0,41609 0,41731 0,41355 irskt pund 97,505 97,791 98,073 SDR 78,2867 78,5165 78,4823 ECU 75,4173 75,6387 76,7921 T-l* 1 • • r ísKmarKaoinur Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 19. febrúar seldust alls 60,772 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Langa, ósl. 0,077 52,00 52,00 52,00 Smáýsa 0,035 30,00 30,00 30,00 Kinnar 0,132 50,00 50,00 50,00 Koli 0,034 60,00 60,00 60,00 Keila, ósl. 0,063 26,00 26,00 26,00 Ýsa, ósl. 0,084 68,00 68,00 68,00 Þorskur, ósl. 0,229 81,00 81,00 81,00 Steinbítur, ósl. 1,345 38,00 38,00 38,00 Ýsa 4,282 83,59 81,00 87,00 Ufsi 4,316 51,36 49,00 62,00 Keila 0,016 26,00 26,00 26,00 Hrogn 0,504 230,00 230,00 230,00 Smáþorskur, ósl. 0,612 56,36 54,00 59,00 Lúða 0,231 398,30 310,00 570,00 Smáýsa, ósl. 0,211 30.00 30,00 30,00 Lýsa, ósl. 0,063 40,00 40,00 40,00 Smárþorskur 4,322 71,62 64,00 79,00 Þorskur 39,132 89,72 83,00 119,00 Karfi 3,727 44,91 43,00 45,00 Steinbítur 1,099 46,00 46,00 46,00 Langa 0,256 69,00 69,00 69,00 Faxamarkaður 19. febrúar seldust alls 114,864 tonn. Þorskur, sl. 28,938 89,52 71,00 94,00 Þorskur, ósl. 48,635 87,57 50.00 121,00 Þorskur, smár 3,480 83.00 83,00 83,00 Ýsa, sl. 5,771 79,46 54,00 91,00 Ýsa, ósl. 3,101 65,80 50,00 75,00 Karfi 2,273 58,09 1,00 44,00 Ufsi 12,907 46,78 20,00 49,00 Steinbitur 5.374 40,84 20,00 42,00 Skötuselur 0,382 165,00 165,00 165,00 Skarkoli 0,120 71,39 69,00 75,00 Rauðmagi 0,018 75,00 60,00 90,00 Lúða 0,168 322,26 315,00 330,00 Langa 0,203 51,49 49,00 54,00 Kinnar 0,056 77,68 50,00 105,00 Keila 0,293 30,00 30,00 30,00 Hrogn 0,449 235,17 130,00 310,00 Grálúða 0,033 49,00 49,00 49,00 Gellur 0,093 287,54 170.00 310.00 Blandað 1,103 20,25 20,00 74,00 Undirmál. 1,466 69,92 20,00 74,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 19. febrúar seldust alls 106,036 tonn. Þorskur, ósl. 56,545 100,44 70,00 120,00 Ýsa, ósl. 14,184 83,66 56,00 107,00 Ýsa,sl. 0,617 85,72 76,00 97,00 Ýsa 14,802 83,17 56,00 107.00 Lýsa 0,300 19,00 19,00 19,00 Undirmál 0,300 59,33 59,00 60,00 Hnýsa 0,100 5,00 5,00 5,00 Rauðmagi 0,020 100,00 100,00 100,00 Geirnyt 0,050 5,00 5,00 5,00 Skötuselur 0,288 335,00 335,00 335,00 Koli 0.027 64,00 64,00 64,00 Hrogn 0,108 225,00 225,00 225,00 Skata 0,217 79,90 79,00 80,00 Ufsi 14,758 39,17 30,00 41,00 Skarkoli 0,301 67,50 64,00 70,00 Lúða 0,835 365,23 300.00 455,00 Kinnar 0,068 65,00 65,00 65,00 Karfi 1,897 43,40 41,00 49,00 Kinnfiskur 0,118 105,00 105,00 105,00 Gellur 0,067 210,97 205,00 245,00 Hlýri/Steinb. 0,968 33,76 26,00 40,00 Steinbitur 4,539 23,14 20,00 33.00 Langa 3,626 51,50 37,00 62,00 Keila 6.013 24,94 20,00 30,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.