Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. Fréttir Úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði: Sódóma, Reykjavík og Ingaló í grænum sjó hlutu þá hæstu - Svo á jörðu sem á himni valin til Norræna samstarfsins Óskar Jónasson leikstýrir Sódóma, Reykjavík, en sú kvikmynd fékk hæsta styrkinn úr Kvikmyndasjóði í ár. DV-mynd Hanna Alls bárast 85 umsóknir til úthlut- unamefndar Kvikmyndasjóðs ís- lands um styrki til kvikmyndagerðar í ár. Ef allir hefðu átt að fá úthlutun hefði þurft að veita nálægt fimm hundruð milljónir króna. Úthlutun- arnefndin hafði aftur á móti aðeins 57 milljónir til úthlutvmar og var þeim skipt í þrettán staði. Hæsta styrkinn, 15 milljónir, hlaut Sódóma, Reykjavík, sem leikstýrt er af Óskari Jónassyni. Litlu lægri styrk, eða 14,3 milljónir, hlaut Ingaló í grænum sjó en leikstjóri þeirrar myndar er Ásdís Thoroddsen. Af öðr- um styrkjum má nefna að Nýja bíó fékk styrk upp á átta og hálfa milljón til aö gera heimildarmynd um Jón Leifs. Hilmar Oddsson, sem er leik- stjóri þeirrar myndar, sagði að hér væri um heimildarmynd að ræða sem væri leikin að stórum hluta. Hefjast tökur á henni í sumar. Þá fékk Sigurbjöm Aðalsteinsson tveggja milljón króna styrk til gerðar stuttmyndarinnar Ókunn dufl. Alls voru veittir styrkir til þrettán aðila. Áður en tilkynnt var um styrki Kvikmyndasjóðs var úthlutað til Norræna samstarfsins. Var Svo á jörðu sem á himni vahn, en leikstjóri hennar er Kristín Jóhannesdóttir. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir hve hár stykurinn verður má gera ráð fyrir að hann verði ekki undir 80 milljónum sem skiptast niður á Norðurlöndin. Svo á jörðu sem á himni er gerð í samvinnu við Frakka og sagði Kristín að við þessa útnefn- ingu minnkaði hlutur Frakka í myndinni. Kristín kvað tökur byrja í sumar og yrði verkefninu að verða lokið í maí 1992. -HK Ólafsfj arðargöngin: Vigdís forseti við vígsluhátíðina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands verður meðal gesta Ólafsfirð- inga þegar jarðgöngin í Ólafsfjarð- armúla verða formlega tekin í notk- un 1. mars n.k. Ólafsfirðingar ætla að halda mynd- arlega upp á þennan áfanga. Þótt göngin hafi verið í notkun í nokkurn tíma verður klippt á borða og göngin þannig formlega opnuð, en að því búnu býður Ólafsfjarðarbær gestum sínum og öllum bæjarbúum til kafíi- drykkju í Tjarnarborg. Skólabörn á Ólafsfirði taka þessa dagana þátt í ritgerðar- og teikni- myndasamkeppni og mun Vigdís Finnbogadóttir afhenda sigurvegur- unum verðlaun þennan dag. Þá verð- ur menningarvaka í Tjarnarbúð um kvöldið og e.t.v. dansleikur að sögn Bjama Grímssonar, bæjarstjóra á Ólafsfirði, en Ólafsfirðingar eiga von á mörgum gestum til bæjarins þenn- an dag. Uppsetningu hurðanna er lokið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Uppsetningu hurðanna í gangaopin beggja megin ganganna í Ólafsíjarð- armúla er nú lokið, en framkvæmdir hafa staðið yfir að undanfomu. Báðum megin gangaopanna era skynjarar í veginum, bæöi í um 250 metra fjarlægð og í 25 metra fjarlægð og ef geisli í þessum skynjuram er rofinn opnast dyrnar sjálfkrafa. Þá era hurðimar tengdar hitamælum þannig að ef hitastig er fyrir ofan 3 gráður haldast þær ávallt opnar. Einnig er öryggisútbúnaður tengdur þeim sem virkar þannig að ef raf- magn fer af opnast þær og haldast opnar þar til rafmagn kemst á aftur. Kostnaður við hurðimar er um 6 milljónir króna við hvora þeirra. Glerárprestakall: Umsóknarfrestur til 15. mars Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Staða sóknarprests við Glerár- prestakall á Akureyri hefur verið Smáauglýsingar ■ Ymislegt auglýst laus til umsóknar, og er umsóknarfrestur til 15. mars. Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Glerárprestakalli hefur sagt upp störfum frá 1. apríl, en hann hefur verið í veikindaleyfi imdanfarið. Glerárprestakall er umfangsmikið prestakall á Akureyri en sóknin nær yfir allt svæðið í bænum utan Glerár. Kvikmyndað um borð í Baldri á laugardag DV-mynd Ingibjörg Kvikmynd um öryggisatriði í Breiðafjarðarferjunni Baldri Ingibjörg Hinriksdótlir, DV, Stykkishólini: „Þetta verður um fimm mínútna löng mynd og eins konar fyrsta ffæðsla í björgunaræfingum um borð,“ sagði Guðmundur Lárasson, framkvæmdastjóri Breiðafjarðar- ferjunnar Baldurs, í samtali viö DV, en á laugardag var unnið við að kvik- mynda fræðslumynd um öryggisat- riði um borð í ferjunni. „Við munum sýna myndina í hvert skipti sem nýir farþegar koma um borð. Myndin er unnin af útgerðinni í samvinnu við Sighngamálastofnun og er stefnt að því að sams konar myndir verði til sýnis í öllum ís- lenskum feijum. Þar sem ferjumar era mismunandi er ekki hægt að gera eina mynd fyrir aUar ferjumar heldur þarf að vinna hverja mynd um borð í hverri ferju. Jafnframt þessu er verið að búa til kennslu- mynd í björgunarstörfum fyrir áhöfn skipsins," sagði Guðmundur enn- fremur. Undirbúningur fyrir gerð þessarar myndar hefur staðið frá því í haust. Það eru þeir Tryggvi Þormóðsson og Halldór Vilhjálmsson sem sjá um upptökur en þeir reka fyrirtækið Fag-íjölmiðlun, sem er útibú frá Stúdíó 76. Leikendur í myndinni era, auk áhafnar skipsins, félagar í Leik- félaginu Grímni og Björgunarsveit- inni Berserkjum í Stykkishólmi. Áætlaö er að myndin verði tilbúin til sýninga í lok mars. Hárgreiöslustofan ^Jjfþena Leirubakka 36 S 72053 Geriö verösamanburð. Dæmi um verð: • Klipping og þurrkun kr. 1100. • Permanent frá kr. 2500. ®Skol frá kr. 850. *Litun frá kr. 1380. Opið laugard. kl. 10-14. Kreditkortaþj. JEPPAKLÚBBUR jÉf§ REYKJAVÍKURCffi& ífi'j * fT Jeppaklúbbsfélagar. Leikdagur verður haldinn 23. febrúar. Félagar hittast við Litlu kaffistofuna kl. 10 og keyra saman á leiksvæði. Um kvöldið verður hóf í félagsheimil- inu. Allir félagsmenn velkomnir. Menning Gítarleikur í Hafnarborg Japanski gítarleikarinn Kazuhito Yamashita lék á tónleikum í Hafnarborg í Hafnarfirði í gærkvöldi. Á efnisskrá hans vora verk eftir Femando Sor, Tora Takemitsu, J.S. Bach og Antoiiin Dvorak. Hvemig sem á því stóð vora þessir tónleikar með afburðum vel sóttir. Alhr stólar hússins vora nýttir og urðu margir aö standa. Það er athyghsvert að hinn ágæti hljómburður í Hafn- arborg varð ekkert minni eða verri en venjulega þrátt fyrir fjölmennið og kom það sér vel því að gítarinn er hljóðlátt hljóðfæri miðað við mörg önnur og nýtur sín því aðeins í fjölmenni að hljómburður sé góður og áheyrendur reiðu- búnir að gefa gott hljóð. Þessi skilyrði vora bæði uppfyllt í Hafnarborgog leikur Yamashita naut sín tíl fulls. Þessi ungi Japani hefur yfir undraverðri tækni að búa hvað varðar fingra- fimi og fjölþættan leik. En þaö sem ef til vih hafði mest áhrif á áheyrendur vora sérlega fah- eg blæbrigði í ht og styrk, sem virtust leika á höndum hans, auk hstrænnar túlkunar á mörg- um verkanna. Það spUlti hins vegar stundum fyrir að oft tók gítarleikarinn áhættu í leik sem ekki gekk upp og mistókust þá hlutir eða hljóm- uðu Ula. Þetta gerðist að vísu sjaldan en nógu Tónlist Finnur Torfi Stefánsson oft tU að marka heUdarsvipinn. Verkin á tónleikunum vora fiölbreytt. Fyrst vora tUbrigði Sors við „Hann Tumi fer á fæt- ur“ eftir Mozart, skemmtUegt verk og vel flutt, þó með nokkram göUum af því tagi sem nefndir hafa verið. Fohos eftir hið merka japanska tón- skáld, Takemitsu, er mjög htríkt verk og hljóð- færið skemmtUega nýtt. Það er hins vegar svoht- iö sundurlaust frá formsjónarmiði og dregur það úr áhrifum þess. Þetta verk var mjög vel spilað. Og sama má segja um sehósvítu Bachs í gítarút- setningu Yamashita. Prelúdían var ef til vih ekki alveg fullkomin en það sem á eftir kom var hvað öðra betur flutt, bæði hvað varðar tækni og túlkun. Eftir hlé kom níunda sinfónía Dvoraks í gítar- útsetningu einleikarans. Hér var hins vegar far- ið yfir strikið því í mörgum dæmum náði gítar- útsetningin ekki einu sinni nótum framgerðar- innar hvaö þá heldur andanum, þótt mest væri að furða hve langt varð komist. Þetta voru í heUd vel heppnaðir tónleikar og af því að minnst var á húsnæði þeirra Hafnfirðinga hér að ofan má bæta því við aö einhver góður heimamaöur þar í bæ ætti að benda bæjarstjóranum á að koma fyrir palli eða htlu sviði í salnum tíl þess að auðveldara verði að sjá flytjendur. Með því yrði þessi ágæti tónleikasalur næstum fullkom- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.