Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Ótímabær samningur Eitt mesta vandamál íslenskra efnahags- og þjóðmála er tvímælalaust offramleiðslan í landbúnaðinum. Bæði er um það að ræða að framleiðslan er miklu mun meiri en markaður er fyrir og auk þess er hún dýrari en góðu hófi gegnir. Hvorutveggja hefur leitt til þess að ríkissjóð- ur þarf að greiða háar fúlgur í niðurgreiðslur og sam- tals kostar offramleiðslan á hverju ári um tuttugu millj- arða króna. Allt kemur það fé á endanum úr vasa neyt- enda og skattgreiðenda. Samtök bænda og landbúnaðar hafa tregðast við að horfast í augu við þessa þróun. í skjóli sterkrar aðstöðu á þingi og í gegnum hagsmunagæslu stjórnmálaafla hafa menn ýtt þessum vanda á undan sér ár eftir ár, enda þótt flestum eigi að vera ljóst að hinn hefðbundni landbúnaður felur í sér lífskjaraskerðingu og útgjöld sem losna má við. Þeir aðilar sem hafa gagnrýnt núverandi landbúnað- arstefnu eru gjarnan sakaðir um fjandskap við bændur. Því fer auðvitað víðs fjarri að neytendur eigi sökótt við bændur eða öfugt, enda er hér ekki verið að lýsa bænda- stéttina óalandi og óferjandi þótt bent sé á fjarstæðuna í því að framleiða vörur sem enginn hefur þörf fyrir og ekki selst fyrir kostnaðarverði. Það hlýtur að vera bændum sjálfum ærið áhyggjuefni að stunda atvinnu sem að miklum hluta er á framfæri hins opinbera og þar sem drjúgum hluta af afurðunum er hent á haugana. Smám saman hafa bændur áttað sig á því, að þeim er enginn greiði gerður með framfærslu ríkisins. Þeir hafa sjálfir tekið þátt í skipulögðu undanhaldi frá núver- andi landbúnaðarstefnu og yfir í skynsamlega grisjun á búvöruframleiðslu. Nú hefur sjö manna nefnd á vegum landbúnaðarráðuneytisins lagt fram tillögur sem ein- mitt fela í sér tilraun til að vinda ofan af vitleysunni. Þær tillögur eru bæði góðar og slæmar. Þær hafa meðal annars þann tilgang að draga úr offramleiðslu en engu að síður er sá snúningur hægur og langvinnur og á næsta ári er meira að segja gert ráð fyrir að út- gjöld til landbúnaðarins aukist um tvo til þrjá milljarða. Um þessar tillögur verður deilt á Búnaðarþingi og á Alþingi og um þær er ekki samstaða innan stjórn- málaflokkanna, né heldur meðal skattborgara og neyt- enda. Það gegnir því furðu að nú er knúið á um að frá nýjum búvörusamningi verði gengið á grundvelli til- lagna sjö manna nefndarinnar áður en gengið verður til kosninga í vor. Hér er deilt um eitt viðkvæmasta vandamál þjóðfélagsins. Hér er tekist á um stefnu sem kostar tuttugu milljarða á ári. Samt dettur mönnum í hug að knýja fram samning sem á að standa til margra ára. Hvers vegna er þessi samningur ekki rækilega kynnt- ur og stjórnmálaflokkunum gert að segja til um afstöðu sína til hans, svo kjósendur geti greitt atkvæði með eða móti þeirri stefnu og þeim samningi sem nú á að móta til lengri tíma? Hvers vegna þessi flýtir? Eru mennirnir hræddir? íslendingum gefst sjaldan kostur á að hafa áhrif. Þeir fá að kjósa menn til Alþingis fjórða hvert ár en eru þess á milli lítt spurðir álits. Vill þjóðin nýjan búvörusamn- ing og vill hún að umboðslaust Alþingi og ríkisstjórn í andarslitrunum bindi hendur næsta þings og næstu stjórnar í svo þýðingarmiklu máh? Til hvers er verið að kjósa um menn og málefni ef ekki einmitt um þá grundvallarhagsmuni sem hér eru í húfi? Ellert B. Schram Odáðahrauni er enn að finna öræfakyrrð i stórbrotnu umhverfi. Þar er fjalladrottningin Herðubreið. Ódæðií Ódáðahrauni Ódáðahraun er landsvæði norð- an Vatnajökuls, milli Skjálfanda- fljóts í vestri, Jökulsár á Fjöllum í austri og Mývatnsöræfa í norðri. Þetta svæði, um 4.500 ferkílómetrar að flatarmáli, er ekki eitt hraunflæmi heldur skiptast þar á hraun, melar og sandar. Þama eru einnig nokkrar gróðurvinjar. Það er ósnortið af mannvirkjum ef frá eru talin nokkur sæluhús fyrir ferðamenn og er nær eini hluti hálendisins sem hefur sloppið við framkvæmdagleði Landsvirkjunar - ennþá. Manngerö náttúra Það fer ekki framhjá ferðafólki, innlendu sem erlendu, sem fer um vesturhluta hálendisins að það er vart náttúrulegt lengur. Þar hafa verið búin til stór stöðuvötn, virkj- analón og farvegum áa og lækja hefur verið breytt. Þar tróna há- spennulínur um holt og hæðir og þar gefur að lita þurra fossa. Þetta er manngerð náttúra sem gleður ekki augað og laðar ekki að ferða- menn. í Ódáöahrauni er enn aö finna öræfakyrrö í stórbrotnu umhverfi. Þar er fjalladrottningin Herðu- breið. Stærsta dyngja landsins, Trölladyngja. Dyngjufjöll með Öskju, Öskjuvatni og Víti. Ekkert af þessu á sér samjöfnuð í öörum löndum og hafa frásagnir af þess- um öræfaperlum borist víöa um lönd. Tugþúsundir ferðamanna, sumir langt að komnir til þess að líta þær augum, ganga inn í Öskju og upplifa stórbrotið umhverfi, eða hvað sagði ekki dr. Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur: „Fáa hygg ég fara inn um Öskjuop í fyrsta sinn og koma út aftur alveg sömu menn.“ Alvarleg áform Austan Jökulsár á Fjöllum er Krepputunga með gróðurvin og rústum af útilegumannabyggð í Hvannalindum og Kverkíjöll gnæfa yfir í suðri. Þaö er þetta sem er vitnað til í hástemmdum lofræðum á hátíðar- stundum - ósnortin náttúra sem við verðum að varðveita. Nú eru uppi alvarleg áform um aö svívirða þessar ósnortnu öræfa- perlur. Landsvirkjun áformar að leggja tvær háspennulínur yfir Ódáðahraun. Jarðýtur munu ryðja Kjallariim Kári Kristjánsson landvörður i Herðubreiðar- friðlandi og Öskju slóð og stæöi fyrir línumöstrin sem gnæfa um 30 metra yfir umhverfiö og valda gífurlegri sjónmengun, t.d. verður háspennulínan í for- grunni Kverkfjalla á stóru svæði á Víkursandi austan Dyngjufjalla. Mannvirkjagerðin mundi leiða það af sér að virðing fyrir náttúr- unni færi þverrandi á þessum slóð- um. Henni fylgdi mikill utanvega- akstur. Innlendir jafnt sem erlend- ir ökumenn öflugra torfærubif- reiða hefðu línuna sem megin- kennileiti og ækju að og á þær fjöl- mörgu einstæðu jarðmyndanir á svæðinu sem enn eru það sem þær eru vegna þess að slíkri umferð hefur hingað til verið haldiö frá þeim. Erlendir ferðamenn á þessum slóðum hafa sagt á þessa leið: „Mik- ið eruð þið íslendingar forsjáhr aö halda þessu stórkostlega svæði ós- nortnu, það er einmitt á svona stað sem fólk fmnur sjálft sig.“ Þessi orð vekja spurningar um hvort ferðamannaiðnaðurinn hafi vakið nægilega athygli á möguleik- um til gönguferða. Því bjóöa Mý- vetningar ekki upp á gönguferðir með leiðsögn um Ódáðahraun og gistingu í sæluhúsum? í eiginhagsmunaskyni Það kann að vera ástæða til að endurskipuleggja að einhverju leyti umferðarleiðir um svæðiö. Það er hlutverk Náttúruverndar- ráðs, Skútustaðahrepps og ferða- mannaiðnaðarins en alls ekki einkahagsmunaaðila á borð við Landsvirkjun. Línulögninni hefur verið harð- lega mótmælt af náttúruunnendum og ferðamálasamtökum sem þekkja til í Ódáðahrauni og virðist nú sem Landsvirkjun sé komin i varnarstöðu því hún hefur gripið hugmyndir Trausta Valssonar um hálendisvegi og hyggst notfæra sér þær í eiginhagsmunaskyni, koma línunum yfir hálendið, samhliða varanlegri vegagerð, og bjóða þannig ferðamönnum að njóta ör- æfaperlanna gegn um kuldaleg stálmöstur. Þannig ætlar Landsvirkjun að hafa ferðamannaiönaðinn að fífli. Enginn ferðamaður kemur á há- lendið til að skoða mannvirki. Þau tilheyra byggð. Hingað til hefur verið reynt að velja raflínum og öðrum loftlínum stað þar sem minnst ber á þeim. Það væri raunar ástæða til að veita vinnubrögðum fram- kvæmdaaðila sérstaka athygli í svona málum þar sem hagsmunir svo margra skarast. Kröfur náttúruunnenda og ferða- mannaiðnaðar fara saman í þessu máh. Þær eru að háspennulínurn- ar fylgi byggðalínu að austan, að Kröfluvirkjun en þaðan í jörð vest- ur fyrir Mývatn. Þannig myndi Landsvirkjun leggja fram veruleg- ari skerf í sameiginlegu verkefni okkar allra, þ.e. að lifa í þessu landi í sátt við náttúruna. Kári Kristjánsson „Þannig ætlar Landsvirkjun aö hafa ferðamannaiðnaðinn að fífli. Enginn ferðamaður kemur á hálendið til að skoða mannvirki. Þau tilheyra byggð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.