Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. 25 Sviðsljós Steingrímur ráðfærir sig við Jón Baldursson, stigahæsta bridgespil- ara okkar íslendinga. Omar Sharif spáir í spilin. Forsætisráðherrann og leikarinn takast í hendur eftir ágætis spil. DV-myndir E.J. Bridgehátíð Flugleiða Bridgespilarar á Islandi halda mikla hátíð í febrúar á hverju ári. Til hátíðarinnar er iðulega boðið heimsfrægum spilurum sem mikla leikni hafa sýnt viö spilaborðið. Gestalistinn í ár var óvenju glæsileg- ur og ber þar helst að nefna leikar- ann fræga Omar Sharif. Sharif er 59 ára gamall og hefur lengi verið mikill áhugamaður um bridge og hefur hann meðal annars spilað með landsliði Egypta. Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra spilaði á móti Sharif í fyrsta spili mótsins og fylgdist fjöldi áhorf- enda með af miklum áhuga. Ljósmyndari okkar var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir við þetta tækifæri. Ástin og stríðið Það er sjálfsagt ekki öfundsvert að búa í stríðshrjáðu landi en það er kostur sem margir þurfa að sætta sig við um þessar mundir. En þrátt fyrir hörmungar og óvissu virðist mann- skepnan vera þeim eiginleikum búin að geta lagað sig ákaflega fljótt að aðstæðum hverju sinni. Þannig hafa birst myndir frá írak þar sem ungt fólk var að ganga í hjónaband með tilheyrandi hátíðarhöldum og fagn- aðarlátum ættingja og vina. Parið á meðfylgjandi mynd virðist heldur ekki vera í hringiðu stríðsins þar sem það situr á ströndinni í Tel Aviv. Þó tala öskjurnar, sem þau hafa tekið með sér niður á strönd, sínu máli. í þcim eru hinar daglegu nauðsynjar Israelsmanna um þessar mundir, gasgrímurnar. Skokkari fylgist með ástföngnu pari á sólríkum vetrardegi á ströndinni í Tel Aviv. Simamynd Reuter. Kirk óðum að hressast Fréttir herma að kvikmyndaleik- arinn Kirk Douglas hafi útskrifast af sjúkrahúsi í gær, mánudag, aðeins fimm dögmn eftir að hann lenti í al- varlegu þyrluslysi þar sem tveir menn létu hfið. Hinn 72 ára gamli Kirk fékk skurð á höfuðið og nokkrar skrámur en virtist að öðru leyti ekki verða meint af. Hinsvegar hggur þyrluflugmað- urinn alvarlega slasaöur á sjúkra- húsi. Þykir ganga kraftaverki næst að nokkur lifði slysið af en leikarinn frægi mun vera hinn hressasti eins og fyrr segir. Hann tók hraustlega á með kúbeinið, lögregluþjónninn, er losa þurfti um dekk á þessum bíl er lenti í óhappi nýlega. Félagarnir fylgjast grannt með aðförunum. DV-mynd S Blúsað á Púlsinum Um síðastliðna helgi var blúsað £if miklum móð á Púlsinum. Þar léku bandaríski blúslistamaðurinn L. McGraw, Beauchamp, „Chicago Beau“ og Vinir Dóra. Hinn erlendi gestur vakti mikla ánægju hjá áheyrendum með blússöng sínum og munnhörpuleik. Blúsarinn góði og Andrea Gylfadóttir söngkona tóku góðar syrpur sam- an. DV-mynd RaSi,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.