Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. Afmæli Júlíus Maggi Magnús Júlíus Maggi Magnús, fulltrúi hjá endurskoöunardeild Reykjavíkur- borgar, Möörufelli 3, Reykjavík, er sjötugurídag. Starfsferill Júlíus Maggi fæddist í Reykjavík. Á unglingsárunura stundaöi hann vegavinnu, var við síldarvinnslu á Siglufiröi og háseti á togara. Hann lauk stúdentsprófum frá MR1941, var sölumaður hjá Heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar í hálft annað ár, stundaöi hagfræðinám í New York University og síðar í Univers- ity of Southern Califomia í Los Angeles en gekk í bandaríska her- inn sumarið 1944 og mun vera fyrsti íslendingurinn sem útskrifaðist sem fullgildur fallhlifarstökkvSri. Hann barðist með hernum í loka- bardögum á Filippseyjum og var síðan með setuliði hans í Japan vet- urinn 1945-46 en var leystur frá herþjónustu í júní 1946 vegna áverka er hann hlaut í stríðinu. Júlíus var deildarstjóri einnar hæðar hjá næststærstu verslun í Washington DC í tæpt ár en kom síðan heim og stofnaði ásamt fleir- um fyrstu miujagripaverslunina á Keflavíkurflugvelli. Þá var hann aðstoðarframkvæmdastjóri hjá bílaverslun og Ford-umboði Páls Stefánssonar í rúm fjögur ár, stofn- aði þá Ford-umboðið Kr. Kristjáns- son hf. ásamt Kristjáni Kristjáns- syni og var þar forstjóri i rúm sex ár. Júlíus er einn af stofnendum Kiw- anis-hreyfingarinnar hér á landi, Kiwanisklúbbsins Heklu, og gegndi þar ýmsum embættum, var m.a. for- seti klúbbsins eitt tímabil. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra bifreiðainnflytjenda og Félags ís- lenskra verkstæðiseigenda sem síð- ar voru sameinuð í Bílgreinasam- band íslands. Júlíus er nú verkefna- stjóri í endurskoðunardeild Reykja- víkurborgar. Fjölskylda Kona Júlíusar var Svala Waage, f. 27.2.1923, sjúkraliði, en þau slitu samvistum. Svala er dóttir Einars Waage húsgagnabólstrara og Ragn- heiðar Grímsdóttur frá Gröf í Laug- ardal. Dóttir Júlíusar frá því fyrir hjóna- band, með Lilju Pálsdóttur frá Bakka á Skagaströnd, er Þórhildur, f. 1942. Synir Júlíusar og Svölu eru Ragn- ar Þór Magnús, f. 1943, viðskipta- fræðingur í Kanada; Maggi Magnús, f. 1948, sjóntækjafræðingur í Þýska- landi; Hilmar J. Magnús, f. 1952, múrarameistari í Reykjavík, kvænt- ur Kristínu Sigurbjömsdóttur og eiga þau eina dóttur, Svölu. Júlíus á tvó syni með Þuríði Kristjánsdóttur, vélsmíðameistara Gíslasonar. Þeir eru Kristján Franklín Magnús, f. 1959, leikari, Reykjavík, kvæntur Sigríði Arnar- dóttur, og Árni J. Magnús, f. 1968, háskólanemi. Þá á Júlíus dótturina Þóru Björk, f. 1969, húsfreyju á Þing- eyri, en maður hennar er Freyr Jónsson sjómaður og eiga þau tvo syni, Július Má og Þórarin Ágúst. Albróðir Júlíusar var Álfur er lést áfyrsta ári. Hálfbræður Júlíusar, sammæðra: Eiríkur Halldórsson, f. 1903, en hann lést þijátíu og átta ára, og Þór Sand- holt, f. 1913, d. í ágúst 1989, skóla- stjóri. Foreldrar Júlíusar voru Maggi Júl. Magnús, f. 4.10.1886, d. 30.12. 1941, yfirlæknir og borgarráðsmað- ur í Reykjavík, og seinni kona hans, Þórhildur Eiríksdóttir, f. 17.9.1882, d. 17.11.1950. Ætt Föðurbróðir Júlíusar var Halldór, sýslumaður á Borðeyri, faðir Júl- íusar forstjóra, foður Halldórs, for- stöðumanns Sólheima. Maggi Júlíus var sonur Júlíusar, læknis á Blönduósi, Halldórssonar, yfir- kennaraí Reykjavík, Friðrikssonar, bróður Ólínu, langömmu Snæbjarn- ar Jónassonar vegamálastjóra. Móðir Júlíusar læknis var Charlotte C.M. Degan, dóttir Morizt Degan, höfuðsmanns í danska hemum. Móðir Magga Júlíusar var Ingi- björg, systir Björns, afa Björns Sig- fússonar háskólabókavarðar. Ingi- björg var dóttir Magnúsar, prests og læknis á Grenjaðarstað, Jónsson- ar, bróður Guðnýjar, ömmu Harald- ar Níelssonar prófessors. Önnur systir Magnúsar var Margrét, amma Ólafs Friðrikssonar. Móðir Ingibjargar var Þórvör Skúladóttir, prests í Múla, Tómassonar, bróður Einars, föður Hálfdanar, langafa Helga Hálfdanarsonar þýðanda og Helga, fóður Ragnhildar alþingis- manns. Móðurbróðir Júlíusar Magga var Stefán, faðir Svövu Fells. Þórhildur var dóttir Eiríks, b. í Blöndudals- hólum, bróðir Þorbjargar, ömmu Ólafs Bjömssonar prófessors. Eirík- ur var sonur Halldórs, b. og stúd- ents á Úlfsstöðum í Loðmundar- firði, Sigurðssonar. Móðir Halldórs var Björg Halldórsdóttir Vídalín, Júlíus Maggi Magnús. systir Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds og Jósefínu, móður Sigurðar Nordals. Móðir Ei- ríks var Hildur, dóttir Eiríks, b. á Skinnalóni, Grímssonar og Þor- bjargar Stefánsdóttur Scheving, prests á Presthólum, bróður Jó- runnar, ömmu Jónasar Hallgríms- sonar, skálds. Móðir Þórhildar var Þórunn, systir Stefáns, föður Hilm- ars bankastjóra. Þórunn var dóttir Jóns, verslunarmanns í Reykjavík, bróður Hildar. Móðir Þórunnar var Hólmfríður Bjamadóttir, stúdents á Bæ í Hrútafirði, Friðrikssonar, og Önnu Jónsdóttur. Júlíus Maggi verður að heiman á afmælisdaginn. Smáii Haraldsson Smári Haraldsson skólameistari, Miðtúni 33, ísafirði, er fertugur í dag. Starfsferill Smári fæddist í Vestmannaeyjum en ólst upp í Grunnavík í Jökul- fjörðum. Þaðan flutti hann með síð- ustu ábúendum úr Grunnavíkur- hreppi 1962 til ísafjaröar þar sem hann hefur að mestu búið síðan, að undanskildum námsárunum. Hann lauk stúdentsprófum frá MA1971, B.Sc.-prófi í lífFraeoi frá HÍ1976, cand. science prófi í sjávar- líffræði frá Óslóarháskóla 1982 og prófi i uppeldis- og kennslufræði frá HÍ1989. Smári stundaði sjómennsku öll sumur frá unglingsaldri og fram yfir tvítugt. Hann starfaöi við líf- fræðistofnun HÍ1976-77 og á Haf- rannsóknastofnun 1982. Hann var kennari við MÍ1977-79 og 1982-87, áfangastjóri 1987-88, aðstoðarskóla- meistari 1988-90 og er settur skóla- meistari við MÍ frá 1990. Á háskólaárunum var Smári for- maður Félags náttúrufræðinema og sat í stjórn Stúdentaráðs. Hann var formaður Alþýðubandalagsfélags ísafjarðar 1983-85, formaður kjör- dæmisráös Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 1988-89, varabæjarfull- trúi á ísafirði 1986-87 og frá 1990, aðalbæjarfulltrúi 1987-90, sat í bæj- arráði 1988-90 og formaður bæjar- ráðs 1989-90. Hann hefur setið í umhverfis- og heilbrigðisnefnd 1978-79 og í hafnarnefnd 1984-90. Smári hefur setið í stjórn Togara- útgerðar ísaljarðar hf. frá því hún var endurvakin 1989. Hann hefur nokkrum sinnum orðið ísafiaröar- meistari í skák en hann var um skeið formaður Taflfélags ísafjarð- ar. Fjölskylda Kona Smára er Helga Friðriks- dóttir, f. 4.7.1953, líffræðingur og kennari, en hún er dóttir Friðriks Jónssonar verkamanns sem er lát- inn, og Elínar Þorbjarnardóttur símastarfsmanns og húsmóður. Bróðir Helgu er Björn Friðriksson, húsasmíðameistari í Reykjavík. Börn Smára og Helgu eru Elín Smáradóttir, f. 26.9.1977; Friðrik Hagalín Smárason, f. 29.1.1983, og Halldór Smárason, f. 3.3.1989. Smári á þrjár hálfsystur. Þær eru Agnes M. Sigurðardóttir, f. 19.10. 1954, sóknarprestur á Hvanneyri, gift Hannesi Baldurssyni skóla- stjóra þar og eiga þau þrjú böm; Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 16.12. 1955, píanóleikari í Reykjavík, var gift Sigurði Grímssyni kvikmynda- tökumanni og eiga þau tvö börn; Rannveig Sif Sigurðardóttir, f. 16.8. 1964, stundar söngnám í Hollandi. Smári Haraldsson. Stjúpfaðir Smára var Sigurður Kristjánsson, f. 8.1.1907, d. 1980, prófastur á ísafirði. Móðir Smára er Margrét Hagalínsdóttir, f. 12.2. 1927, ljósmóðir. Faðir Smára er Har- aldur Pálsson, húsasmiður frá ísafirði. Margrét er dóttir Hagalíns Stef- áns, b. í Sætúni, Jakobssonar, b. í Reykjarfirði, Hagcdínssonar. Móðir Hagalíns Stefáns var Sveinsína Magnúsdóttir úr Grunnavík. Móðir Margrétar var Bjarney Rannveig Guömundsdóttur, b. í Leiru, Tómassonar. Móðir Bjarneyj- ar Rannveigar var Ragnhildur Ól- afsdóttir. Til hamingju með afmælið 20. febrúar 85 ára Njáll Sigurðsson, Norðurgötu 12B, Siglufirði. 80 ára Jón Kristján Jónsson, Birkimel 6A, Reykjavík. Einara Ingunundardóttir, Iðufelli 12, Reykjavík. 70 ára Helga Eyjólfsdóttir, Silfurbraut 8, Höfn. Jórunn Guðmundsdóttir, Víðgrund 8, Sauðárkróki, verðuraðheiman. Sigríður Gísladóttir, Hofsstöðum, Garðabæ, hellir upp á könnuna laugardaginn 23. febrúar. 60 ára Guðmundur Kjartansson, Álftamýri 23, Reykjavík. Stefán Vilhjálmsson, Súlunesi 22, Garðabæ. Sylvía Ólafsdóttir, Fjarðargötu 49, Þingeyri. Steinþór Guðmundur Halldórs- son, Langholtsvegi 4, Reykjavík. 50 ára Elín Jónsdóttir, Langholtsvegi 89, Reykjavík. 40ára Erla Valsdóttir, Flúðaseli 85, Reykjavík. Helga Hallbjörnsdóttir, Vegghömram 19, Reykjavík. Hrefna Teitsdóttir, Grandavegi41, Reykjavík. Þórdís Ólafsdóttir, Hranastöðum, Hrafnagilshreppi. Unnur Ingibjörg Eggertsdóttir, Álfhólsvegill9, Kópavogi. Guðlaugur Pálsson Guðlaugur Pálsson kaupmaöur, Sjónarhóli, Eyrarbakka, er níutíh ogfimm áraídag. Starfsferill Guðlaugur fæddist á Blönduósi en ólst upp á Eyrarbakka hjá ömmu sinni, Ingveldi Þorgilsdóttur, og föð- ursystur sinni, Þorgerði, en uppeld- issystir Guðlaugs var Pálína, dóttir Þorgerðar. Guðlaugur starfaöi viö mjólkurflutninga frá Engey á árun- um 1911-13 og var næsta sumar á síld á Siglufirði en vann við skó- smíöar á vetram. Hann fór til Sig- uröar Guðmundssonar, kaupmanns og póstmeistara á Eyrarbakka, og starfaði hjá honum tvö ár en að þeim tíma hðnum leigði Guðlaugur verslunarplássið af Sigurði og keypti af honum vörubirgðirnar. Guðlaugur hóf rekstur sinnar eig- in verslunar 4.12.1917, þá tuttugu og eins árs aö aldri, og hefur rekiö hana síðan, eða í rúm sjötíu og þrjú ár, lengur en nokkur annar kaup- maður í veröldinni samkvæmt heimsmetabók Guinness. Fyrstu tvö árin verslaði Guðlaug- ur við Búðarstíg en keypti þá versl- unarplássið þar sem hann verslar enn. Fjölskylda Guölaugurkvæntist 15.10.1927 Ingibjörgu Jónasdóttur, f. 22.3.1905, d. 1984, húsmóöur, en hún var dóttir Jónasar Einarssonar, sjómanns í Garðhúsum á Eyrarbakka, og Guð- leifar Gunnarsdóttur. Dóttir Guðlaugs frá því fyrir hjónaband er Guðrún, f. 15.8.1924, skrifstofumaöur hjá Sól hf., búsett í Reykjavik,-gift Magnúsi Vilhjálms- syni skipasmiði og eiga þau eina dóttur. Börn Guðlaugs og Ingibjarg- ar eru Ingveldur, f. 31.1.1928, starfs- maður hjá íslandsbanka, var gift Geir Gunnarssyni ritstjóra og eiga þau fimm dætur; Jónas, f. 22.7.1929, iðnrekandi í Reykjavík, kvæntur Oddnýju Nicolaidóttur iðnrekanda en þau eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi; Haukur, f. 5.4. 1931, söngmálasfióri Þjóðkirkjunn- ar, búsettur á Akranesi, kvæntur Grímhildi Bragadóttur bókasafns- fræðingi og eiga þau tvo syni, auk þess sem hann á dóttur frá fyrra hjónabandi; Páll, f. 28.8.1939, vél- smiður í Svíþjóð, kvæntur Brittlis Gudlaugsson kennara og á hann einn son; Steinunn, f. 9.5.1942, er rekur verslun með manni sínum, Magna R. Magnússyni frímerkja- sala og eiga þau þrjú börn; Guðleif, f. 26.6.1945, er rekur hljóðfæraversl- un með manni sínum, Leifi H. Magnússyni hljóðfærasmiði og eiga þau tvö börn, auk þess sem hún á dóttur frá fyrra hjónabandi. Langaf- aböm Guðlaugs eru nú orðin tutt- ugu talsins. Hálfsystir Guðlaugs, samfeðra, var Laufey Pálsdóttir, nú látin, lengi verslunarmaður í Reykjavík. Guðlaugur Pálsson. Hálfsystur Guölaugs, sammæöra: Guðný Guðnadóttir, nú látin, hús- móðir í Kaupmannahöfn, og Júlía Guðnadóttir, húsmóðir í Reykjavík, Foreldrar Guðlaugs voru Páll Halldórsson skósmiöur, lengi bú- settur í Grimsby, og Jóhanna Ing- ólfsdóttir húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.