Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991.
3
Fréttir
Ólafur Ólafsson landlæknir:
Tugir manna eiga hvergi
heima í heilbrigðiskerfinu
„Milli 30 og 40 manns virðast
hvergi eiga heima í heilbrigðiskerf-
inu. Þeir þarfnast langtímameðferð-
ar vegna geðtruflana og sumir vegna
vímuefnavanda í ofanálag. Sumir
þessara einstaklinga hafa orðið vald-
ir að slysi þar eð þeir eru ekki sjálf-
ráðir gerða sinna. Þarfnast þeir lang-
tíma- og jafnvel varanlegrar vistunar
á geðdeildum sjúkrahúsanna. Aðrir
þarfnast langtímaeftirlits heilsu-
gæslu og/eða geðlækna. Þar sem okk-
ur skortir réttargeðdeildir hafa
nokkrir einstakhngar lent milli stóla.
Það er hörmulegt. Á síðasta ári hefur
þó birt til í þessum efnum þar sem
stofnuð hefur verið deild fyrir unga
vímuefnaneytendur og réttargeð-
deild er á stokkunum," sagði Ólafur
Ólafsson landlæknir við DV.
Voðaatburðir síðustu helgar hafa
enn á ný vakið umræðu um ástand
mála þar sem einstaklingar með geð-
ræn vandamál eru annars vegar.
Þrír einstakhngar, sem á einn eða
annan hátt hafa átt við geðræn
vandamál að stríða, auk þess sem
einn er þroskaheftur, áttu hlut að
líkamsmeiðingum þar sem eggvopn
komu við sögu. í tveimur tilfellum
var um mannslát að ræða. Telja við-
mælendur DV, sem afskipti hafa af
Húsið við Bleikargróf þar sem geðsjúk kona varð manni að bana á sunnudaginn.
DV-mynd S
þessum málum, að koma heíði mátt
í veg fyrir voðaverkin ef nægilegt
mark hefði verið tekið á viðvörunum
skyldmenna, lögreglu og annarra í
umhverfi þessa ógæfusama fólks.
Viðmælendurnir fullyrða að ekki
megi lengur una við ástand mála.
- Nú hafa þessi mál verið í umræð-
unni í töluverðan tíma en ekkert
virðist gerast sem telja má til bóta.
„Þessi mál hafa ekki verið í forgangs-
röð hjá almenningi, stjórnmála-
mönnum og fleiri. Verulegur vandi
er á ferðum þar sem okkur skortir
hjúkrunarfólk. Þyngri sjúklingar
vistast á deildum mun fyrr og
vinnuálag hefur því aukist gífurlega.
Meira ijármagn þarf til geðdeild-
anna.“
- Er hvergi pláss fyrir þetta fólk í
hehbrigðiskerfinu eins og það lítur
út í dag?
„Vistun í sambýlum er á dagskrá.
Sambýh og önnur vernduð búseta er
af hinu góða þar sem vistfólk fær
tækifæri til að lifa betra lífi og kom-
ast th manns. Svo virðist sem meiri
faglegrar aðstoðar sé þörf fyrir sum
þessara sambýla. Hörmuleg atvik
helgarinnar mega ekki verða til að
draga úr trú manna á sambýlum. Þar
er unnið hið merkasta starf.“ -hlh
Sigrún Friðfmnsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar:
Konan átti alls ekki
heima inni á Kleppi
- vonasteftirsambýlmnfyrirgeðsjúkaíárslok
„Það er verið að taka alvarlega á
málum þeirra verst settu meðal geð-
sjúkra í dag. í gangi er vinna þar sem
verið er, að frumkvæði heilbrigðis-
og félagsmálaráðherra, að kalla inn
upplýsingar um ástandið í búsetu og
umönnunarmálum geðsjúkra. Þá er
verið að skoða hvar gallarnir í kerf-
inu hugsanlega eru. Það eru allir
sammála um að betri tengingu þurfi
milli félagskerfa, það er félagsþjón-
ustu sveitarstjórna og svæðisstjórna
annars vegar og heilbrigðiskerfisins
hins vegar. Þessi kerfi þurfi að tengj-
ast og vera í sammvinnu gagnvart
fólki með langtíma geðsjúkdóma.
Reyndar er kominn af stað undir-
búningur að framkvæmd varanlegr-
ar búsetu fyrir þetta fólk og við höf-
um verið að láta okkur dreyma um
áþreifanlegan árangur í formi sam-
býla fyrir árslok," sagði Sigrún Frið-
finnsdóttir, framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar, í samtali við DV.
„Viö sjáum fram á sambýh sem
hafa fullan starfskraft. Að hafa slíka
bústaði kemur í veg fyrir endurinn-
lagnir og sparar stórfé. Við erum að
tala um sambýh með mikla þjónustu
og stuðning. Samstarf geðheilbrigöis-
og félagskerfisins getur gengið eins
og hefur sýnt sig á Akureyri þar sem
sambýh er rekið með góðum ár-
angri.“
Sigrún vildi vekja athygli á, vegna
skrifa DV um þessi mál í gær, að
ekki hefði komið fram hvort átök
hefðu átt sér stað á heimili konunnar
sem varð manni að bana við Bleikar-
gróf áður en atburðurinn átti sér
staö. Væri eins og að möguleikinn á
sjálfsvörn kæmi ekki th greina í
fréttaskrifum þar sem konan er ó-
sakhæf og svipt sjálfræði. Væri slíkt
ekki sanngjamt.
„Það er ekki greint frá tildrögum
þessa voðaatburðar. Þá er ekki hægt
að hengja Klepsspítala sem ábyrgan
í máh konunnar. Hún átti alls ekki
heima inni á Kleppi þar sem hún
hafði verið í ágætu formi upp á síð-
kastiö. Hún hefur verið tahn fullfær
um að búa úti í bæ milli þess sem
hún hefur verið lögð inn. Hins vegar
kaha þær aðstæður, sem konan bjó
við, á félagsleg vandamál. Við eigum
aldrei að bjóða öðrum það sem við
getum ekki boðið sjálfum okkur. Það
gengur aldrei."
Sigrún sagði Geðhjálp vinna stöö-
ugt að málum þess stóra hóps sem
ekki virðist eiga heima í kerfrnu. Að
öhu jöfnu væri þessum málum al-
mennt hthl gaumur gefmn nema ef
eitthvað gerðist í líkingu við atburði
helgarinnar. Sigrún sagðist eiga von
á því að starf það sem nú væri unnið
í málum geðsjúkra bæri árangur ef
ekki kæmi bakslag í það vegna at-
burða eins og um helgina og umfjöll-
unar í kjölfar þeirra.
„Þegar málum sem þessum er sleg-
ið upp í fjölmiðlum vih almenningsá-
htið oft snúast á þann veg að loka
eigi þetta geðsjúka fólk inni. Punktur
og basta. Það er ekki talað svona um
fólk sem ekki er geðveikt en banar
engu að síður mönnum. Það eru hlut-
fahslega færri geðsjúkir sem lenda í
svona málum en svokallað venjulegt
fólk.“
Sigrún vildi taka sérstaklega fram
að Andrea Þórðardóttir gæti ekki
tjáð sig um mál konunnar, sem ban-
aði manninum í Bleikargróf, sem
talsmaður Geðhjálpar þó hún væri
félagi í samtökunum. í DV í gær full-
yrti Andrea að Kleppsspítali bæri
ábyrgðina á því hvernig mál konun-
ar hefðu þróast. Sigrún undirstrikaði
að Geðhjálp tæki ekki undir skoðan-
ir Andreu varðandi ábyrgð Klepps-
spítala í máli konunnar.
VIKBISmiHH IVHSHHK
/
" * Mörg fyrirtæki og fjölmargir
. • iðnaóarmenn hafa nýtt sér
‘ I i ’ frádráttarbæran;
. \ ' viróisaukaskattinn auk lága
-____verðsins á LADA SKUTBÍL og.
, eignast frábæran vinnubíl,
^ ' rúmgóðan og kraftmikinn.
Kr. 346.000ánvsk.
x
Tökum gamla bílinn upp í nýjan
og semjum um eftirstöðva -
\ \ I / . • V
Opið laugardaga f rá kl. 10-14.
: \ • •x • \ * ■. *
lerðlisti LM
Staðgr. verð
1200 SAFÍR 4ra g ...345.268,-
1500 STATION 4rag 429.763,-
1500 STATION 5ro g 452.711,-
1500 STATION LUX 5 g 467.045,-
1600 LUX 5 g 454.992,-
1300 SAMARA 4 g., 3 d... 452.480,-
1300 SAMARA 4 g„ 5 d... 492.349,-
‘1500 SAMARA5 g., 3 d.. 495.886,-
•1500 SAMARA-LUX 5 g., 3 d. 507.714,-
‘1500 SAMARA 5 g., 5 d.. 523.682,-
‘1500 SAMARA-LUX 5 g., 5 d. 542.029,-
1600 SP0RT 4 g 678.796,
1600 SP0RT 5 g 723.328,-
* „Metallic" litir kr. 11.000-
írmúla 13 -108 Heúiaiík - sími 31230 - 001200
-hlh