Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991.
7
i3 v Sandkom
Sá vinsælasti
OmarSharif
varságesturá
Flugleiðamót-
inuíbridgc
somvaktihvað
mosta athygli.
Kommörgumá
óvart hvorsu
alþýðlcgurog
skemmtilegur
maðurinn var
miðaðviðað
hannergömul
stjarna. Gömul
kona sem var stödd á mótinu sagði
að það væru svo sannarlega öngvir
stDörnustælar í þeim gamla.
Sameining
9 I '■ ■
ílokverð-
launaafhend-
ingaráFlug-
leiðamótinu t
liridgeávarp-
aðiZiaMamh-
modgestihá-
tiðarinnarog
sagði meðal
annars að
bridge væri
einaíþróttiní
heiminum þar
semPakistani,
Egypti, ísraelsmaður og Frakki gætu
verið saman í liði. ísland væri auk
þess eina landið í heiminum þar sem
slík sveit gæti spilað satnan á móti.
Var gerður góður rómur að þessum
ummælum. Það væri kannski ekki
fj arri lagi að talsmenn strtðshrjáðra
þjóða heimsins kæmu hingað upp á
klakann og reyndu að semja sín á
millí.
hákarl, takk
Steingrímur
Hermannsson
bauð nokkrum
spilurum scin
voruáFlug-
leiðamótinui
mat og meöal
þeirravoruZia
og Sharif, Zia
gerðiþettamat-
arboðaðum-
ræðuefnií
sömuratðuog
sagðijafnframt
að margir hefðu rætt það víð þá fé-
laga að koma aftur til íslands til að
spila bridge. í ræðunrd hrósaði hann
öllum aðbúnaði hér á landi nema
einu sem honum var boðið upp á í
matarboðinu hjá forsætisráðherra en
það varhákarlinn. Efíslendingar
uppfylltu þau skilyrði að bjóða ekki
upp á hákarl væru þeir félagar alveg
reiöubúnir að koma aftur.
Innflutningshann
á körfukóna
Víkurblaðiðá
Husauktr
mjiig skeieggi i
öllumsínum
málflutningi.í
siðastablnði
gerirþaðinn-
flutningá
körfubolta-
köppumtil
landsins að
umtaisefni og
segir: „Þrátt
fýriraðaðís-
lendingar flytji inn óhemjumagn af
drasli og óþarfa, þá erum við frjáls-
hyggj umennimir á Víkurblaðinu al-
farið á móti innflutningshöftum;
nema þá helst á körfuboltamönnura.
Innflutningur á körfuboltamönnum i
vetur er einhver ömurlegasti og
hræðilegasti bissnis sem um getur.
Stöðugur straumur erlendra leik-
mannaínnogútúrlandimeðtil-
heyrandi gjaldeyriskostnaði, og upp
til hópa eru þetta menn sem virðast
gjörsamlega ónothæfir á flestum
sviðum, einkum þó í körfubolta, enda
gera þessir kónar stuttan stans á
klakanum. Þaö er engu líkara en að
erlendis sé í gangi sérstakur markað-
ur með rugludalla, sem þjóni íslensk-
um körfulboltaliðum eingöngu. Setj-
um innflutningsbann á erlenda
kðrfuboltaslána og hættum þessari
hringavitleysu.“
Umsjón: Jóhanna Margrét Einarsdóttir
Fréttir
Rektorskjör vlð Háskólann:
Baráttan stendur milli
fjöguira prófessora
Nýr rektor Háskóla íslands verður
kjörinn í byrjun apríl. Eins og staðan
er nú telja menn að baráttan muni
standa milli fjögurra prófessora,
þeirra Sveinbjöms Björnssonar úr
raunvísindadeild, Þórólfs Þórlinds-
sonar úr félagsvísindadeild, Tómas-
ar Helgasonar úr læknadeild og
Valdimars K. Jónssonar úr verk-
fræðideild. '
Fyrst fer fram prófkjör þann 1.
mars næstkomandi. Þá eru aÚir próf-
essorar Háskólans í framboði. Kosn-
ingarétt hafa allir kennarar við skól-
ann, sem og allir háskólamenntaðir
starfsmenn hans. Þá hafa nemendur
kosningarétt en vægi atkvæða þeirra
er aðeins þriðjungur miðað við at-
kvæði kennara og starfsmanna.
Enda þótt allir prófessorar við skól-
ann séu í raun áfram í kjöri eftir
próíkjörið, eru það vanalega þeir sem
flest atkvæöi hljóta þar, sem halda
áfram í sjálft rektorskjörið.
Samkvæmt heimildum DV er unn-
ið að því að ná samstöðu meðal nem-
enda skólans um að kjósa Þórólf Þór-
lindsson, hvort sem það tekst eða
ekki.
-S.dór
Menningarverölaun D V:
Fimm listhömr
uðir tilnef ndir
Eins og flestar nefndir hefur list-
hönnuðamefndin sem sett var á
stofn til að velja besta listhönnuð á
síðasta ári lokið störfum og tilnefnt
fimm aðila sem hún telur verðuga
verðlaunanna. Hér á eftir er greint
frá tilnefningunum og birt álit nefnd-
arinnar:
„Pétur Tryggvi Hjálmarsson gull-
smiður. Pétur starfar í Danmörku
að listgrein sinni, gullsmíðinni.
Hann hefur verið í stöðugri sókn í
sköpun sinni, eins og sýning hans á
síðasta ári í Epal gaf til kynna. Grip-
ir hans bera með sér göfugt handverk
í djörfum línum og formum. Hann
brýtur hið hefðbundna form með
nútímalegum lausnum sem byggjast
á nútímalegri efnisnotkun og form-
fræðilegum rannsóknum. Þannig
þróast verk hans oft yflr í listrænan
„skúlptúr“ sem uppfyllir fagurfræði-
legar kröfur. Gripir hans hafa fundið
aðdáendur m.a. í Þýskalandi.
Helgi Gíslason myndhöggvari.
Helgi er löngu þekktur hér á landi
fyrir myndlist sína. Hönnun altaris-
töflu, altaris, skírnarfonts og fleira í
Fossvogskapellu er eitt af þeim verk-
um sem Helgi framkvæmdi á síöast-
liðnu ári. Hér er vissulega um nytja-
hluti að ræða jafnframt því að vera
myndlistarverk. Fossvogskapellan
hefur breyst úr dauflegri byggingu
yfir í nútímalegt og frumlegt guðs-
hús. Samspil nýrrar hugsunar í inn-
réttingum og verka Helga hefur tek-
ist eins vel og best verður á kosið.
Þessi verk Helga búa yfir myndræn-
um krafti og þroskaðri formskynjun.
Aitaristaflan er það verkið sem vek-
ur mesta athygli. Efnisnotkun, gler
og kopar, er djörf. Glerið í krossin-
um, sem er steypt í Svíþjóð, er lýst
upp með ljósum sem staðsett eru aft-
an á töflunni. Aörir gripir eru í góðu
samræmi.
Guðrún Gunnarsdóttir, vefari og
myndlistarkona. Álafoss hefur hin
síðari ár lagt mikla áherslu á hönn-
un. Fyrirtækið hefur séð sér hag í
því að fá til liðs við sig vel menntaða
hönnuði til þess að geta bætt stöðu
sína í harðri samkeppni. Guðrún
Gunnarsdóttir er einn þessara hönn-
uða sem hefur tekið þátt í vöruþróun
fyrirtækisins. Værðarvoðirnar, sem
Aiafoss framleiðir, eru gott dæmi um
vel heppnað átak fyrirtækisins til að
mæta kröfum neytandans. Hér hefur
Guðrún lagt sitt af mörkum. Værðár-
voðirnar, sem eru framleiddar úr
þremur mismunandi efnisþáttum:
bómull, lambsull og venjulegri ull,
eru hannaöar af Guðrúnu. Einkenn-
andi fyrir þessa hönnun er djarft og
næmt litaskyn sem er í takt við nú-
tímalegt form. Framleiöslulínan er
þrátt fyrir fjölbreytileikann í litum
mjög samstæð og vekur athygli fyrir
ferskleika.
Pétur Lúthersson, húsgagna- og
innanhússarkitekt. Pétur er löngu
BILLIARDBORÐ
þekktur sem hönnuöur ýmissa hús-
gagna og þ. á m. eru rúm og borð
fyrir Axis. Hér hefur Pétur hannað
stól, „Teso“, fyrir þýska fyrirtækið
Rosenthal. Stóllinn er byggður meö
steyptri álgrind sem gefur stólnum
áhrifamikið form. Þessi álgrind er
ýmist állituð, krómuð eða svört. Sæt-
iö er annaðhvort leður- eða efnisk-
lætt. Stóllinn vekur athygli fyrir ein-
falt og fagurt form. Bak og sæti er
ein heild og formið í skemmtilegu
samræmi við álgrindina.
Guðrún Margrét Ólafsdóttir og
Oddgeir Þórðarson, húsgagna- og
innanhússhönnuðir. Árið 1989 hóf
Brúnás, innréttingafyrirtækið, sam-
starf við Guðrúnu og Oddgeir um
hönnun nýrrar línu í innréttingum.
Að baki stóð einnig Iðntæknistofnun
íslands sem studdi þróun framleiðsl-
unnar. Þetta samstarf hefur leitt af
sér vandaða hönnun og gott efnisval.
Hönnunarþáttur Guðrúnar og Odd-
geirs er stór hluti þessarar fram-
leiðslu, en hönnunin er skýr, raunsæ
og hagnýt (ergonómísk). Efnisval er
gott svo og val lita. Einfaldleikinn er
aðall innréttinganna.“
í listhönnuðarnefnd voru Torfi
Jónsson, Eyjólfur Pálsson og Erna
Ragnarsdóttir. Á morgun verður svo
tilkynnt í hófi sem er í veislusalnum
Þingholti á Hótel Holti hver er hand-
hafi Menningarverðlauna fyrir list-
hönnun. -HK
Kreditkort og
kreditsamningar
Biliiardborð með kjuðum, kúlum, skortoflu,
þríhyrningi og krít.
Hentugt í stofuna, kjallarann eða í bíiskúrinn.
lærslurun
20%
Kynningarafsláttur
Kennaraháskólinn:
Þrír haf a sótt um stöðu rektors
Rektorskjör fer fram við Kennara-
háskólann 25. febrúar næstkomandi.
Þrír hafa sótt um stöðuna, allt kenn-
arar við skólann. Það eru þau Anna
Kristjánsdóttir dósent, Bragi Jóseps-
son dósent og Þórir Ólafsson pró-
fessor.
Kosningarétt hafa allir fastráðnir
starfsmenn skólans svo og nemend-
ur. Vægi aíkvæða nemenda er aðeins
þriðjungur af vægi atkvæða starfs-
manna.
Núverandi rektor skólans er Jónas
Pálsson. Nýr rektor tekur við 1. ágúst
ísumar. -S.dór
2fet kr. JIASCT 2.390
3fet kr. AAOV 3.520
4fet kr. -5r90CT 4.720
4fet lux kr. -8r90CT 7.120
5 fet kr.UTrSSOr 13.900
6 fet kr.24-400'19.500
7 fet kr. 38Ú&CT 29.900
Snjór sást á Akureyri í fyrradag eftir ianga biö. Börnin glöddust og vonarg-
lampi sást í augum skiðamanna. DV-mynd gk