Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. 27 Skák Jón L. Arnason Mikhail Tal teflir nú með liði Porz í þýsku Bundesligunni og eins og ævinlega ræður engin lognmolla ríkjum í skákum hans. En „töframaðurinn frá Riga“ er ekki óskeikull. Lítum á brot úr skák hans við Þjóðverjann Neurohr, sem virtist enginn eftirbátur meistarans í flækjun- um. Tal fórnaði snemma tafls skiptamun fyrir peð en Þjóðveijinn, sem haíði svart og átti leik, náði að snúa vöm í sókn. Er hér er komið sögu þárf hann að finna leið tU að halda sókninni gangandi: Jjj* él A iii íí A & a I A a m A A A *** 25. - Hb6! Lokar vamarlínu biskupsins á a7 og svarti koUegi hans býst tíl að sker- ast í leikinn á d4 meö alvarlegum afleið- ingum. Hvítur á engin ráð tU að mæta þessu. Ef td. 26. Bxb6 cxb6 27. Hhl Bd4 + 28. Kel (eða 28. Re3 Dg5) Rf3 + á svartur vinningsstöðu. Tal reyndi 26. Ke3 en eftir 26. - Hh3 27. Hgl Hxg3 +! 28. Dxg3 Rfl + 29. Hxfl Dxg3 + var drottning hans fallin og svartur vann auðveldlega. Bridge Isak Sigurðsson Að trufla andstæðinginn í sögnum getur verið áhrifaríkt tU árangurs. Truflun get- ur hins vegar haft öfug áhrif; að hjálpa frekar andstæöingunum. í spúi dagsins var vestur ekki heppinn með innákomu sína, galt reyndar fyrir hana dým veröi. SpUið kom fyrir í tvímenningi bridgehá- tíðarinnar um síðustu helgi. Sagnir gengu þannig, austur gjafari, enginn á hættu: ♦ 4 V Á1076543 ♦ D862 + 9 * 107652 ♦ ÁKD V KG82 ♦ 743 + D72 * G983 V -- ♦ Á95 + KG8543 V D9 ♦ KG10 + Á106 Austur Suður Pass Pass 3V Pass Vestur 1 G 3 G Norður 2V P/h Austur og vestur hefðu senrúlega vel get- að fetað sig upp í fjóra spaða á spilin ef norður hefði ekki verið svo óheppið að koma inn á hjarta. Fyrir vikið enduöu sagnir í þremur gröndum en fjórir spaðar hefðu verið vægast sagt ógæfulegt spU. Þijú grönd vora aftur á móti skemmti- legri fyrir sagnhafa. Norður spUaði út tígultvisti í upphafi og tían fékk að halda slag. Næst kom spaði á ás og hjarta á níuna. Hún hélt slag og hjartadrottning fylgdi í kjölfarið. Norðri leist ekkert á að taka þann slag og þá voru KD í spaða tekin. Næst kom tígull á gosa, suður drap á ás og reyndi nú lauf. Lauftían átti þann slag og spaði fríaði Utinn. Suður lenti nú aftur inni og sagnhafi fékk þvi 3 slagi á lauf. Þijú grönd, staðin fimm gáfu eðU- lega nálægt toppskori en besta skorið fengu þeir sem dobluðu norður í hjarta- hindrun.________________ Krossgáta Z' 3 ‘f ? J L IO n n TT" I i<* jT" l ,s ~ J A n n u Lárétt: 1 mánuður, 7 timbur, 8 heUl, 10 göfugmenni, 12 vagn, 14 aftur, 16 traust- ir, 18 utan, 19 sjó, 20 nudda, 22 býsn, 23 farfa. Lóðrétt: 1 blökk, 2 geit, 3 náttúra, 4 kyrrð, 5 dæld, 6 eldstæði, 9 hún, 11 dug- legur, 13 gremja, 15 klófesti, 17 morar, 19 áköf, 21 bardagi. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 styrk, 6 sæ, 8 mæla, 9 láð, 10 ára, 11 kæti, 13 nýrað, 15 ar, 16 at, 17 aðiU, 19 liðina, 21 ánar, 22 ána. Lóðrétt: 1 smána, 2 tær, 3 ylur, 4 rakaði, 5 klæði, 6 sá, 7 æðir, 12 talan, 14 ýtin, 17 aða, 18 iða, 19 lá, 20 ná. ttSesl S i •ReiNER Þetta er ekki góð samstaða en þau eru jöfn samstaða. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvUið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvUið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 22222. ísafjörður: SlökkvUið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 15. febrúar tU 21. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, verður í Breiðholtsapóteki. Auk þess verður varsla í Austurbæjarapóteki kl. 18 tU 22 virka daga og kl. 9 tíl 22 á iaugardag. Upplýsmgar um læknaþjónustu era gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fostudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis arrnan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkv+jJinu í síma 22222 og Akureyrarapoteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 óg 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 Og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Miðvikud. 20. febrúar Nýgerð risaflugvéla. Getur flogið 12.000 km í einni lotu. Spakmæli Serhver gerð þín mun dæma þig á sínum tima. Ibsen Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- iö þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi fyrir hópa í okt - maí. Safnkennari tek- ur á móti skólabörnum. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Geröubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opiö mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opiö daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opiö alla laugar- og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn fslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opiö frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga nema mánudaga 11-16. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. VatnsVeitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarljörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. ' Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 21. febrúar. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Spáðu vandlega í ákveðin mál, þau þarfnast skjótra ákvarðana. Taktu ekki orðróm sem staðreynd eða fullyrðingu. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Hlutimir eru ekki eins einfaldir og þeir líta út fyrir að vera. Vertu viss um staðreyndir áður en þú tekur ákvarðanir. Skuldbinding- ar sem þú gerir endast lengi. Hrúturinn (21. mars-19. april): Ákveðiö mál veikir trú þína á eigin stöðu. Þú treystir stöðu þína með því að fara vel yfir allt áður en þú framkvæmir. Nautið (20. april-20. maí): Umræður lofa góðu, hvort sem þær eru formlegar eða óformleg- ar. Það ríkir mikill vilji til að ná samstöðu og leysa vandamál sem eru í gangi. Þú nýtur félagslífsins. Tvíburarnir (21. mai 21. júni): Þú verður að ræða Qármál við viðkomandi aðila og taka ákvörð- un í samræmi við vilja allra. Kláraðu eins mikið af hefðbundnum verkefnum og þú getur því það verða utanaðkomandi truflanir. Krabbinn (22. júni-22. júlí): Það er mikilvægt fyrir þig að efia framkvæmdir. Taktu skilaboð eða bréf alvarlega og gerðu strax eitthvað í málunum. Happatölur eru 10,18 og 26. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú framkvæmir frábærar hugmyndir þótt þú vinnir ekki stærstu afrek lífs þins núna. Forðastu að verða of seinn. Gefðu þér nægan tíma til að komast á milli staða. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Treystu ekki um of á upplýsingar sem þú færð. Framkvæmdu ekki neitt sem þú hefur ekki kannað sjálfur ofan í kjölinn áður. Vogin (23. sept.-23. okt.): Dagurinn getur orðið dálítið ögrandi á einhvern hátt. Þú hefur efasemdir gagnvart skjótvirkum árangri. Þú getur nýtt hæfileika þína til að hafa áhrif á aðra. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú átt erfitt með að einbeita þér að einhverju einu. Ef þú vinnur með öðrum verður þú að gera þér grein fyrir í upphafi hveiju þú viit ná fram. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú hefur nóg að gera á næstunni og þú nærð góðum árangri. Gerðu fyrirspum varðandi verkefni fram í tímann. Gefstu ekki upp fyrr en þú færð svör við spurningum þínum. Happatölur eru 6, 15 og 29. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Skoðaðu nýja möguleika við framkvæmdir á hefðbundnum verk- efnum. Farðu varlega í samningum, fólk á það til að beita hár- beittum aðferðum til að ná sínu fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.