Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. 15 „Eru mannslífin ekki meira virði en nokkrar síldartunnur og lopapeys- ur?“ spyr greinarhöfundur. Verður Litháen selt fyrir Álafosspeysur? Harðlínumenn í Kreml binda nú aUar vonir sínar og traust við Steingrím Hermannsson og Fram- sóknarflokkinn. Framtíðaráætlan- ir þeirra byggjast að mestu á því að forsætisráðherra okkar takist að aga flokk sinn og tefja að álykt- un Alþingis um stjórnmálasam- band við Litháen komi til fram- kvæmda. Meginhættan, sem harð- hnumenn í Kreml sjá fram á, er sú að íslendingar taki við sendifull- trúa eða útlagastjóm frá Litháen en láti það bíða betri tíma að senda sinn fulltrúa til Litháen. í því tilfelli yrði gagnslítið að steypa löglegri stjóm Litháens með hervaldi til að þagga niður í henni þar sem með því væri verið að efna til alþjóðlegrar fjölmiðlaveislu fyr- ir útlagastjórnina á íslandi. Það er því margt sem bendir til þess að traustið, sem Steingrímur Hermannsson nýtur hjá harðlínu- mönnum í Kreml þessa dagana, sé jafnvel enn meira en hjá íslenskum kjósendum. Manngildi eða auðgildi Reyndar er erfitt að átta sig á því hvað Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Framsóknar- flokknum gengur til með að tefja Litháen-málið. Hafa framsóknar- menn ekki alltaf lýst því yflr að manngildið sé auðgildinu æðra? Er svo ætlast til þess að menn trúi því að Framsóknarflokkurinn hafi í hyggju að gera sjálfstæðisbaráttu Litháa að pólitískri skiptimynt til að selja nokkrar ullarpeysur frá Álafossi til Sovétríkjanna. Vissulega get ég skilið þaö að KjaUarinn Árni Thoroddsen hugbúnaðarfræðingur framsóknarmönnum hafi ekki ver- ið ljúft að hætta á að samvinnu- hreyfingin missi þann spón úr aski sínum sem utanríkisverslunin við Sovétríkin hefur verið henni. En finnst þeim sú verslun ekki of dýru verði keypt ef hún er farin að kosta hundruð eða þúsundir mannslífa í Litháen sem tapast ef Sovétstjórnin fær að framkvæma núverandi áætlanir sínar óhindr- uð? Eru mannslífin ekki meira virði en nokkrar síldartunnur og lopapeysur? Ástæðulaus ótti forsætisráðherra Forsætisráðherra virðist einna helst hafa óttast að heimsendir yrði ef íslendingar færu að reka sjálf- stæða utanríkisstefnu gagnvart Sovétríkjunum. En Framsóknar- flokkurinn treysti sér ekki til að neita tillögu Sjálfstæðisflokksins um að taka upp stjórnmálasam- band við Litháen. Þess í stað hyggst hann nú tefja málið með því að hengja sig í orðalagið „svo fljótt sem auðið er“. í versta tilfelli rjúfa Sovétríkin stjórnmálasamband við okkur ef við tökum við sendifull- trúum og útlagastjórn frá Litháen. Og hvað með það? Varla er það hræðsluefni Framsóknarflokksins að trúnaðarsamband það sem so- véskur uppljóstrari segir ríkja á milli einhvers háttsetts framsókn- armanns og sovésku leyniþjón- ustunnar rofni. Ég held að við forsætisráðherra getum verið sammála um það að Framsóknarflokkurinn sé fullfær um að leggja út í kosningabarátt- una í næstu alþingiskosningum án þess að njóta aðstoðar sovésku leyniþjónustunnar. Og trauðla verður samvinnuhreyfingunni bannað að sækja samskiptafundi samvinnubræðra sinna í Búlgaríu sem þeir hafa sótt undanfarin ár, efalítið báðum þjóðum til hagsbóta. Finnur Ingólfsson fær eftir sem áður að vinna að því að koma hér á lyfja-stalínisma og Halldór Ás- grímsson fær að úthluta kvóta í anda húsbændanna í Kreml þar sem allt er samkvæmt kvóta. Hvers vegna er þá allur þessi ótti og skelf- ing hjá forsætisráðherra? Töf getur orsakað blóðbað Ég skil það að forsætisráðherra sé ófús að láta vinsamleg tengsl framsóknarflokksins við áhrifa- mikla valdamenn í Moskvu rofna. En sé framsóknarmönnum annt um Gorbatsjov, perestroiku og glasnost þá ættu þeir að íhuga það að meðal fyrstu fórnarlamba harð- línumanna verður Gorbatsjov sjálfur því að í augum þeirra verð- ur hann kærkominn blóraböggull til að varpa skuldinni á af öllum glundroðanum í Sovétríkjunum í dag. Nú er aðeins eitt skref eftir til að tortíma Gorbatsjov og það er að drepa nokkrar þúsundir lýðræðis- sinna í Litháen og Eystrasaltsríkj- unum. í kjölfar þess mun að öllum líkindum renna æði á önnur ríki í ríkjasambandinu sem vita þá að nú er að hrökkva eða stökkva því að tækifærið kemur kannski aldrei aftur. Blóðbaðið sem fylgir má svo túlka sem enn ein og reyndar síð- ustu mistök Gorbatsjovs. Með því að viðurkenna Litháen teijum við lokaáhlaup harðlínumanna. Eystrasaltslöndin eru lykillinn Hagur Eystrasaltsríkjanna til langs tíma felst síðan í hagsælum, stöðugum og friðsælum nágranna í austri sem reka má ábótasöm við- skipti við. Þeir sem halda að tortryggni þeirra í garð Rússlands vari lengi ættu að líta til þróunar viðskipta Þýskalands eftir síðari heimsstyrj- öld. Auðvelt er að semja um rétt- indi Rússa í þessum ríkjum þannig að báðir aðilar njóti góðs af. Sé sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna við- urkennt nú mun það verða öðrum ríkjum staðfesting þess að þau hafi nægan tíma til sjálfstæðisbaráttu síðar þar sem fullur hugur standi til breytinga í Sovétríkjunum. Mesta hættan sem Sovétríkin standa frammi fyrir nú er að al- menningur grípi til örþrifaráða þegar hann heldur að valdataka harðlínumanna sé í vændum. Sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna væri al- menningi trygging fyrir því að harðlínustefnan hafi endanlega lagst í gröf sína. Sannleikurinn er sá að Rússland, með gnægð hráefna og mannafla, á glæsta framtíð fyrir sér og hefur enga efnahagslega þörf fyrir nýlendur en þarf hins vegar varnarbandalag við önnur ríki til að vernda sig gegn hernaðarævin- týrum vitfirringa eins og Hitlers og Husseins. Og við á Vesturlönd- um þurfum varnarbandalag við Rússland. Árni Thoroddsen „Mesta hættan sem Sovétríkin standa frammi fyrir nú er að almenningur grípi til örþrifaráða þegar hann heldur að valdataka harðlínumanna sé í vændum.“ Ný stétt á íslandi - paríar Við Tjörnina. - „Hér er bein hætta fyrir börn að detta út í. Það vantar handrið." í skólum vorum við að lesa landafræði, þar á meðal Indlands. Sérstaklega var bent á stéttaskipt- ingu. Stéttaskipting hindúa var og er arfgeng. Lægsta stétt voru paríar og ekki var hægt að losa sig úr þeirri stétt. En það var einnig arfgeng stétta- skipting í Evrópu. Þegar ég kom sem stúdent til Kaupmannahafnar 1936 hitti ég íslenska stúdenta og var mjög ánægð að komast að því að engin stéttaskipting væri á ís- landi. Hver og einn væri viður- kenndur eftir því sem hann kunni og vissi. Ég var sérstaklega ánægð aö lesa um íslenskan bónda sem var svo góður stærðfræðingur að hann gat skilið stærðfræðilega kenningu sem enginn hafði ráðið við fyrr. En nú er hér risin upp ný paría- stétt sem ekki er nauðsynlegt að taka tillit til: Paríastétt er fólk sem á ekki einkabíla. Fótgangandi fólk er réttinda- laust! Og líf og heilsa þess er lítils virði. Fótgangandi eru: Börn og unglingar á ýmsum aldri. Nauð- synlegt er að muna að unglingar eru einnig í skólum. Öryrkjar, sem geta ekki eða mega ekki aka sjálfir. Fólk á efri árum, sem ekur ekki lengur, enda myndi það vera í hættu eða vera hættulegt öðrum vegfarendum. Fólk, sem er heil- brigt, en treystir sér samt ekki til að aka, enda ökumenningin hér- lendis á lágu stigi. Fólk, sem hefur of lágar tekjur til að kaupa eða nota bíl. En hvernig hugsar hið opinbera - hér í Reykjavík umferðardeild borgarverkfræðings - um öryggi fótgangandi fólks? Mjög illa, greini- lega er það paríar í þeirra hug- myndaheimi. Hér á eftir fara nokk- ur dæmi úr eigin reynslu. KjaUarinn Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur Gangstéttir Það vill svo til að ég hef unnið í þremur heimsálfum og farið um h.u.b. 50 lönd. Ég fann að allir stað- ir, sem vildu láta kalla sig „borg“, höfðu gangstéttir. Þetta eru vegir, sem liggja meðfram akreinum, e.t.v. aðgreindir með steinum. Gangstéttir eru ætlaðar fótgang- andi fólki. Jafnvel í Himalayaíjöll- um, í borginni Katmandu í ríkinu Nepal, voru gangstéttir árið 1965. En hvernig er ástandið í Reykja- víkurborg nú í byrjun árs 1991? Gangstéttir eru ekki lengur frá Hótel Esju til austurs á Suður- landsbrautinni. Gangstéttirnar eru nú undir mold og grasi skv. hönn- un gatnamálastjóra og verkfræð- ings hans. Ég talaði við einn full- trúa í borgarráði og fékk svarið: Gangstéttir við Suðurlandsbraut eru ekki nauðsynlegar, enda býr ekki fólk við þessa götu. Tekjutap vegna feröamanna Ferðamenn eru alltaf tilbúnir að athuga umhverfi hótelsins og e.t.v. fara í sund gangandi eða í strætis- vagni. Hótel Esja er eign Flugleiða og hafði þann kost að ferðamenn gátu gengið í sundlaugina, enda er ekkert shkt á hótehnu, og gengið yfir götu til að ná í SVR til mið- bæjar. Nú er það ekki hægt lengur. Nafn íslands sem ferðamannaland, gott land fyrir fundi, er búið að vera. Allt horfið undir gras. Gangstéttir sem alls ekki eru til Samkvæmt teikningum í síma- skránni ætti Grensásvegur að vera í beinni Unu frá Álfheimum og því aðgengilegur þaðan. Svo er alls ekki, nema ef maður vill vaða í for á sumri eða yfir klaka. Fulltrúi í borgarráði sagði að samkvæmt upplýsingum væri of dýrt að leggja h.u.b. 20 metra heUur „til bráða- birgða“ sem hefir varað nú nokkur ár. Einhvern tíma ætti þar að koma gangstétt! Gangstéttir að vetri Eins og greinUega kemur fram í blöðum detta á venjulegum vetri margir menn daglega og fá ýmis brot vegna hálku. Nákyæmar tölur hef ég ekki fengið. Ég athugaði skýrslur og lög fleiri landa og voru í öllum reglugerðir, lögreglusam- þykktir o.fl. Eigendur húsa hafi fulla ábyrgð og bera allan kostnað, sem slasaðir verða fyrir, auk tjóna- bóta. Ég talaði við borgarstjóra um hvort slíkt skipulag, sem í nokkr- um löndum hefir nú verið 100 ár í gildi, gæti komið til greina hér, en svarið var nei. Hinn slasaöi ber hér allan kostnað, e.t.v. verður hann öryrki ævilangt og verður að þola sársauka. Af hverju þurfum við að klifra yfir snjóbungur, e.t.v. skríð- andi? Er nauðsynlegt aö kasta snjó frá akreinum á gangstéttir? Aðrar opin- berar slysagildrur SVR-skýU á Lækjargötu: Óvíst er hvort farþegi geti komist inn eða út úr vagni, þar sem vagnar verða oft að stansa í miðgötu. Eins og var t.d. 9. febrúar sl. Gangstígur við Tjörnina. Við Frí- kirkjuveg eru tvær gangstéttir við Tjörnina. Ein er ofarlega í götu- hæð, hin hins vegar neðar með fram vatninu, notuð oft af svönum og gæsum. Hér er bein hætta fyrir börn að detta út í. Það vantar hand- rið. Skothúsvegurinn liggur frá Frí- kirkjuvegi upp að brú. Vegurinn er yfir Tjörnina og engin handrið nema á brúnni. Er því hætta að í hvassviðri og snjó, í brekku niöur að Tjörninni, gætu börn hrasað og drukknað. Sérstaklega er yngri börnum hætt. Svar fulltrúa borgar- ráðs var að það kæmi ráðinu ekki við, heldur heyrði það undir barna- verndarnefnd. Ég gleymdi aö spyrja: Áður en barnið er drukkn- að eða eftir? Fatlaðir og fólk á efri árum er einnig í hættu. Hver er hér ábyrgur? Eiríka A. Friðriksdóttir „ Jafnvel í Himalayaíjöllum, í borginni Katmandu í ríkinu Nepal, voru gang- stéttir árið 1965. - En hvernig er ástand- ið í Reykjavíkurborg nú í byrjun árs 1991?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.