Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. Undirakstursvöm - Hvað næst? „Getið þið imyndað ykkur bílstjóra á 50-60 manna rútu halda uppi lúg- unni með annarri hendi?“ „Hugmyndirnar eru sjálfsagt bæöi aö- fengnar erlendis frá og svo hugarsmíð manna sem lítið annaö hafa aö gera en aö upphugsa aðferðir til aö gera öörum lífiö leitt og erfitt... “ Við lestur 28. gr. nýrra umferðar- laga um yfirbyggingar og undir- akstursvörn vakna ýmsar spurn- ingar hjá okkur langferðabílstjór- um. Þessi stórfurðulegi samsetningur hefur enn eina ferðina orðið til að vekja upp efasemdir okkar um þekkingu þeirra aðila sem um þessi mál fjalla. Þekkingu á þeim eigin- leikum sem langferðabíll þarf að hafa til að teljast góður hálendis- bíll. Greinilegt er að þessir menn vita t.d. harla lítið um aðstööu til afgreiðslu farangurs. Úrgreinargerð Strax í fyrstu grein segir: „Ef á hliðum ökutækis eru hurðir (hler- ar) sem opnast út má ekki vera hægt að festa þær í útstæðri stöðu.“ Getiö þið ímyndað ykkur bílstjóra á 50-60 manna rútu halda lúgunum uppi með annarri hendi, meðan hann aíhendir farþegunum u.þ.b. 100 töskur með hinni? Önnur grein hljóðar svo: „Undir- akstursvörn: Á ökutæki sem er meira en 3500 kg aö leyfðri há- marksþyngd skal, ef gerð þess gef- ur tilefni til, komið fyrir undirakst- ursvörn, sem komi eins og unnt er í veg fyrir að ekið sé undir útstæða hluta ökutækisins." Og 2. gr. annar liöur: „Undirakstursvörn er lárétt- ur biti sem festur er undir ökutæki þversum að aftan og nær yfir alla breidd ökutækis eða hluta þess. Vörnin skal fest við burðarvirki ökutækis." Og enn í annarri gr. þriðji hður: „Neðri brún undirakst- ursvarnar skal hvergi vera meira en 550 m/m yfir akbraut. - Bifreiðin skal vera án farms þegar mælt er.“ Hver verður ábyrgur? Hver halda menn svo að hæðin veröi eftir að bíllinn hefur verið hlaðinn? Og hver verður ábyrgur þegar eitt til tvö hundruð kílóa ís- klumpar-fara að hrynja af þessum óskapnaði á götur bæjarins á vet- urna, beint í veg fyrir óviðbúna bílstjóra smærri bíla? Hvað kemur næst? Hvaöa „ruglu- gerðir" ryðjast næst fram úr þoku- kenndum heilum blýantsnagar- anna? Hvaðan í ósköpunum koma þessar hugmyndir, og hverjir eru það sem um þær íjalla og sam- þykkja? Og hverj u eiga þær að þjóna? Spurningunni um þaö, hvað kem- ur næst, er erfitt að svara. Það fer sjálfsagt eftir því hvaða erlendar reglur berast næst inn á borðin hjá hvítflibbunum, og þá hvort þeir yfirleitt skilja viðkomandi tungu- mál. Hugmyndirnar eru sjálfsagt bæði aðfengnar erlendis frá og svo hug- arsmíð manna sem lítið annað hafá að gera en að upphugsa aðferðir til að gera öðrum lífið leitt og erfitt, og telja sig með því móti geta rétt- lætt launatöku sína hjá því opin- bera. Þessi ósköp eru svo samþykkt á Alþingi, af þingmönnum sem vita sennilega ekki betur en að óskapn- aðurinn sé saminn af mönnum með þekkingu og reynslu á málunum. Svo er þetta hvort eð er ekki svo merkilegt að það er sjálfsagt að hespa því í gegn svo hægt sé að halda áfram að rífast um dagpen- inga ráðuneyta og kjólakaup þing- forseta. Hverju þetta á að þjóna í reynd, er okkur huhn ráögáta. Nema þetta sé hluti þeirra að- ferða sem beita á til að vernda landið okkar? Því það er næsta víst að með þennan óskapnað undir bíl- unum munu ferðir um hálendið að mestu leggjast af, svo ekki sé nú minnst á sjálfa Þórsmörkina. Nægilegur vandi Hugleiðum nokkur atriði nánar: - Slys af völdum ákeyrslu undir afturenda langferða- og vörubif- reiða hér á landi eru afar fátíð og nánast óþekkt. Gaman væri ef viö- komandi aðilar gætu upplýst nánar um það atriði, t.d. hvað mörg % og hversu alvarleg slys. Á yfirbyggingum, sem unnar eru hér á landi, - og eru yfirleitt mjög vandaðar, - hafa menn reynt að taka snið upp á við fyrir aftan aft- urhjól m.a. til að forðast skemmdir þegar ekið er yfir ójafnt land, og ekki síst yfir ár. Á leiðinni frá Markarfljótsbrú í Þórsmörk eru milli 20 og 30 lækir sem allir geta grafið sig þannig að þeir verði erf- iðir yfirferðar. Þá eru ótaldar Gígjökulskvíslin, Steinholtsá og Hvanná, að ógleymdri sjálfri Krossánni. Með þennan óskapnað undir bílunum má segja að þessari leið sé lokað fyrir okkur. Sama má reyndar segja um flestar hálendisleiðirnar, svo sem Sprengisand, Kverkfjalla- leið o.s.frv. Geri menn nú eigi að síður tilraun til að fara þessar leið- ir eru fyrirsjáanlegar skemmdir á bílum og farangri. Nægilegur vandi steðjar að í rekstri langferðabíla þó ekki sé vís- vitandi reynt að torvelda umferð þeirra um þau svæöi landsins sem einna vinsælust eru hjá ferða- mönnum sem óneitanlega eru að verða stærri og stærri þáttur í tekjulindum þjóðarinnar. Við frábiðjum okkur afskipti þessara kerfiskarla af útbúnaði bíl- anna sem við þurfum að aka óskemmdum um landið, og án þess að skemma það. Það hefur hingað til gengið bæri- lega án þeirra hjálpar, en hins veg- ar hefur aðlögun og lagfæringar í yfirbyggingum hingaö til byggst á reynslu þeirra manna sem átt hafa og ekið bílunum - og gefist bara býsna vel. Bifreiðastjórar hjá Guðmundi Jón- assyni hf.: Hafsteinn Snæland, Benedikt Brynjólfsson, Guðmundur Gunn- arsson, Snorri Einarsson, Oddur Valur Gunnlaugsson, Daniel Óskarsson, Jón Þór Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson, Arn- grímur Sveinsson, Karl Grant, Þórður Skúlason, Sigurður Sig- urðsson, Guðjón Rögnvaldsson, Rósmundur Bernódusson, Þórar- inn Sigurðsson Andlát Ragnhildur Jónsdóttir, Njálsgötu 75, andaðist í Landspítalanum 19. febrú- ar. Ólína Marta Þormar, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á heimili sínu að morgni 19. febrúar. Valdimar Björnsson frá Gafh, til heimilis að Eskihlíð 10, lést í Borgar- spítalanum 19. febrúar. Sigríður Jenný Skagan andaðist að- faranótt 19. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Jarðarfarir Guðríður Guðlaugsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík, er lést 13. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30. ' ...... Guðmundur Aðalsteinn Knudsen, Ölduslóð 12, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnaríjarðarkirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 15. Friðgeir Gíslason verður jarðsung- inn frá Feha- og Hólakirkju fimmtu- daginn 21. febrúar kl. 13.30. Sigríður J. Kjerúlf sjúkrahði, Sam- túni 18, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 21. febrúar kl. 15. Gottskálk Þ. Gíslason húsgagna- smíðameistari verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn20. febrúar, kl. 13.30. Samúel Björnsson bifreiðarstjóri, Dalbraut 21, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Fella- og Hólakirkja: Samverustund fyr- ir aldraða í Gerðubergi fimmtudag kl. 10-12. Helgistund. Umsjón hefur Ragn- hildur Hjaltadóttir. Starf fyrir 12 ára böm í Fella- og Hólakirkju fimmtudaga kl. 17-18. Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Kársnessókn: Fyrirlestur dr. Einars Sig- urbjömssonar prófessors um nokkur kjamaatriði kristinnar trúar verður í safnaðarheimilinu Borgum í kvöld kl. 20.30. Fyrirspumir og umræður að loknu inngangserindi. Neskirkja: Æfing kórs aldraðra kl. 16.45. Öldrunarstarf: Hár- og fótsnyrting í dag kl. 13-18. Seljakirkja: Fundur KFUM, unglinga- deild, í dag kl. 19.30. Seltjarnarneskirkja: Samkoma í kvöld kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða", stjórnandi Þorvaldur Halldórsson. Fyrirlestrar Fyrirlestur hjá Geðhjáip Fyrirlestur verður haldinn á vegum Geð- hjálpar, félags fólks með geðræn vanda- mál, aðstandenda þeirra og velunnara, í kennslustofu á 3. hæð geðdeildar Land- spítalans fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Efni: heimahlynning, heildræn umönnun og fjölskylduaðhlynning. Fyr- irlesarar em starfsfólk heimahlynningar Krabbameinsfélags íslands. Allir vel- komnir. Aðgangur ókeypis. Fundir ITC deildin Björkin heldur fund í kvöld kl. 20 að Síðumúla 17. Fundurinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar gefa Ólafía, s. 39562, og Guð- mundína, s. 54760. Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund fimmtudaginn 21. fe- brúar kl. 20.30 í félagsheimilinu. Spilað verður bingó. Tapað fundið Kisan Hera er týnd Hvít, svört og gulbrún læða týndist úr Grafarvogi á laugardaginn sl. Hún er meö bleika ól með blárri slaufu. Ef einhver veit um ferðir hennar eða hvar hún er niðurkomin er hann vinsamlegast beðinn að láta vita í síma 675179. Messur Föstumessur: Miðvikudagur: Áskirkja: Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Elliheimilið Grund: Föstuguösþjónusta kl. 18.30 í umsjón Egils Hallgrímssonar. Fella- og Hólakirkja: Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjart- arson. Hallgrímskirkja: Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Eftir messu mun dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytja erindi um trúar- líf. Umræöur og kaffi. Neskirkja: Föstuguösþjónusta í kvöld kl. 20. Prestur Sr. Frank M. Halldórsson. Safnaðarstarf Árbæjarkirkja: Starf með 10-12 ára börnum í dag kl. 17. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 16.30. Áskirkja: Starf með 10 ára börnum og eldri í safnaðarheimilinu í dag kl. 17. Breiðholtskirkja: Unglingakórinn (Ten- sing) hefur æfmgu í kirkjunni í kvöld kl. 20. Allir unglingar 13 ára og eldri vel- komnir. Bústaðakirkja: Félagsstarf aldraðra: Opið hús í dag kl. 13-17. Fótsnyrting fyr- ir aldraða er á fimmtudögum fyrir hádegi og hársnyrting á fóstudögum fyrir há- degi. Mömmumorgunn í fyrramáliö kl. 10.30. Dómkirkjan: Hádegisbænir í dag kl. 12.15. Æskulýðshópur í safnaðarheimil- inu í kvöld kl. 20. Allir unglingar vel- komnir. Tilkynrdngar Seyðfirðingafélagið Muniö sólarkaffið okkar föstudaginn 22. febrúar nk. í Hreyfilshúsinu kl. 20.30. Miðar seldir frá kl. 17-19 á fimmtudag í Hreyfilshúsinu. Hvassaleiti 56-58 Félags- og þjónustumiðstöð Nk. fostudagskvöld kl. 19.30 verður góu- fagnaður með austurlensku ívafi. Tví- réttaður matur, kaffi og konfekt, skemmtiatriði og dans undir stjórn Sig- valda Þorgilssonar og Karls Jónatans- sonar. Opið öllum 67 ára og eldri. Skrán- ing þátttakenda í síma 679335. Félag eldri borgara Opið hús í dag, miðvikudag, í Risinu frá kl. 13-17. Fijáls spilamennska. í tilefni af degi leiðsögumanna býðst félagsmönn- um ferð um Reykjavík ásamt leiðsögu- manni laugardaginn 23. febrúar nk. Farið verðin frá Hlemmtorgi kl. 14. Uppl. í síma 28812. Göngu-Hrólfar fara að Gullfossi nk. laugardag. Farið verður kl. 10 frá Hverf- isgötu 105. Námskeið í skartgripagerð hefst 27. febrúar nk. að Hverfisgötu 105. Nánari upplýsingar á skrifstofu félags- ins. Argentísk vika dagana 20.-26. febrúar í tilefni argentískrar viku sem Argentína steikhús og Púlsinn - tónlistarbar standa að dagana 20.-26. febrúar er kominn til landsins argentíski píanóleikarinn og tónskáldiö Hernám Lugano ásamt hljóm- sveiti til tónleikahalds á Púlsinum dag- ana 20., 22., 23. og 24. febrúar (á Hótel Borg), 25. og 26. febrúar. Matargestir Argentínu nefnd kvöld fá boðsmiða á tón- leikana sama kvöld. Með argentískri viku hefja Púlsinn og Argentína samstarf sem m.a. felur í sér að matargestum Argent- ínu gefst framvegis kostur á boðsmiðum á tónleika Púlsins að loknum kvöldverði á Argentínu en Argentína steikhús sér um framleiðslu smárétta ætluðum gest- um Púlsins og verða þeir í boði nú við upphaf argentínskrar viku. Flóamarkaður FEF Flóamarkaður félags einstæðra foreldra verður tvo næstu laugardaga í Skelja- helli, Skeljanesi 6. Opið kl. 14-17. Margt góðra muna á spottprís. Stíll í Bankastræti 8 Verslunin Stíll, sem verið hefur til húsa á Hverfisgötu 39 í nokkur ár, er nú flutt í nýtt og betra húsnæði í Bankastræti 8. Verslunin hefur sem áöur á boðstólum tiskufatnað frá Sonia Rykiel, Georges Rech, Claudia Strater og fleiri þekktum framleiðendum ásamt nátt- og undirfatn- aði frá La Perla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.