Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Simi 27022 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. Olafur G. Einarsson: Hvers vegna ættum við að ~ skipta um formann? „í upphafi kosningabaráttu er það ekki vænlegt í neinum ílokki að koma af stað deilu um forystu. Sjálf- stæðisflokknum hefur vegnað vel í skoðanakönnunum undanfarin misseri. Deilur fyrri ára hafa verið settar niður. Þetta hefur orðið imdir forystu Þorsteins Pálssonar. Hvers vegna ættum við að skipta um for- mann þótt aðrir mætir menn kunni að vera í boði,“ sagði Ólafur G. Ein- arsson, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við DV í morgun um upprennandi formanns- slag í Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af þeim Þorsteini og Davið í morgun. Eins og mál stóðu í morgun virðist állt stefna í að þeir Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Davíð Oddsson ivaraformaður muni báðir gefa kost á sér til for- manns á landsfundi SjálfstEéðis- flokksins sem hefst 7. mars næst- komandi. Þorsteinn Pálsson hefur ákveðið að gefa ekkert eftir og bjóða sig fram til formanns áfram. Þeir voru á fundi bæði á sunnudag- inn og í gær þar sem málið er rætt. Þeir sem DV ræddi við í gær og í morgun voru svartsýnir á að sættir tækjust. Svo mikil harka er komin í formannsslaginn að Þorsteinn hafði ákveðið í gær að fara ekki á þing Norðurlandaráðs sem hefst um næstu helgi heldur senda varamann sinn. Að vonum er mikill skjálfti innan flokksins vegna þessa. Margir þing- menn Sjálfstæðisflokksins, sem DV hefur rætt við, segja að ef til kosning- akæmi á landsfundi milli Þorsteins og Davíðs gæti það haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir flokkinn í al- þingiskosningunum 20. apríl. Og ekki bara það. Sama staða væri þá komin upp í flokknum og var þegar Gunnar Thoroddsen og Geir Hall- grímsson tókust á um völdin fyrir nokkrum árum. Þingmenn flokksins aðrir en Ólaf- ur G. Einarsson vildu ekki ræða málið opinberlega. Þeir sögðust ekki vilja segja neitt sem spillt gæti fyrir því að sættir tækjust. Þeir sögðu að enn væri von til þess að ná mætti sáttum. Alla vega á meðan þeir Þor- steinn og Davíð ræða saman. Margir þingmenn tóku því illa að hafin væri undirskriftasöfnun til stuðnings framboði Davíðs. Þeir töldu það í alla staði óeðlileg vinnu- brögð. Eitt væri að menn tækjust á um völdin eh þetta væru ný vinnu- brögð í flokknum sem þeir kynnu Þrír af skipverjum af Steindóri GK, þeir Ásgeir Gíslason, Sigmar Steingrímsson og Sævar Ólafsson, við komuna til Reykjavíkur í morgun, ásamt björgun- ekki við. -S.dór armönnum frá Landhelgisgæslunni og lækni. Á innfelldu myndinni sést sama skip'á strandstað fyrir nokkrum árum. Þá hét skipið Sigurbára VE. DV-mynd S Veðriðámorgun: Kaldast á Vestfjörðum Á morgun verður norðaustlæg átt, víðast 5-7 vindstig. É1 norðan- lands og austan en léttskýjað suð- vestanlands. Frostlaust suðaust- anlands en annars 0-5 stiga frost, kaldast á Vestfjörðum. ^SM\ r7*I77 \ SMIÐJUKAFFI ^ S£HDUM FRÍTT HF/M 0PNUM KL. 18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR LOKI Getur Þorsteinn ekki hentsteinum í glerhús Davíðs? Anofninm bjargað um borð í þyrlw „Við byrjuðum á þvi að skjóta út gúmbát því að við héldum að skip- ið mundi velta. Það var það mikil alda aö við treystum okkur ekki frá borðí. Skipið lamdist i grjótinu og er sjálfsagt mjög illa fariö,“ sögöu skipverjar af Steindóri GK 101 við komuna til Reykjavíkur laust fyrir klukkan niu í morgun, einungis klukkutima eftir að björgunarstörf hófust. Steindór GK 101, 127 tonna stál- bátur, strandaði undir Krísuvíkur- bergi í morgun. Áhöfninni, átta manns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og þyrlu frá Varnarlíöinu á Keflavíkurflugvelli. Neyðarkall frá Steindóri barst klukkan sjö. Þá hafði báturinn strandað um mílu vestur af vitan- \ Reyki^U 1 Hér strandaði báturinn Krísuvíkurberg Grindavík .■ '■ .. : um á Krísuvikurbergi en þar er bergið nokkuð lægra en viö vitann. Slysavamadeildin Þorbjörn fór strax á strandstað. Þyrlur frá Landhelgisgæslunni og Varnarlið- inu voru kallaðar út skömmu síðar. Tókst þyrlunum að hífa mennina upp úr Steindóri, hvern á fætur öðrum. Landhelgisþyrlan varö fljótari á vettvang og selflutti mernnna upp á bergið. Þar vom þeir síðan hifðir upp í þyrlu Varn- arliðsins. Að sögn var samvinna þyrlanna með miklum ágætum. Öilum mönnunum hafði verið bjargað um klukkan 8.20. Þá var flogið með þá til Reykjavíkur þar sem þyrlurnar lentu upp úr hálf- níu. Að sögn manna á Gullbergi VE, sem var utan við strandstaðinn í morgun, lá Steindór aiveg utan í berginu. Sambandslaust var við bátinn. Þokkalegasta veður var, hæg norðaustangola og hafði það mikíð að segja við björgunarstörf- in. Að sögn skipverja var Steindór að veiðum þegar hann strandaði. Viidu skipverjar ekki tjá sig frekar um strandið fyrir sjópróf en fram kom í máli eins þeirra að hann hefði verið sofandi í koju þegar ósköpin dundu yflr. Steindór er gerður út frá Grinda- vík. Báturinn hét áður Guöfinna Steinsdóttir ÁR og var gerður út frá Þorlákshöfn. -hlh/kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.