Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. íþróttir Stufarfrá Englandi Gurrnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: í kjölfar tíðarfarsins, sem hefur ríkt á Bret- landseyjum að undan- fórnu, hafa knatt- spyrnuspekúlantar rætt um hvort gera eigt hlé á deildakeppn- inni í tvo mánuöi, likt og gert er víða á meginlandinu. Skoðanir eru mjög skiptar en einn þeirra sem eru fylgjandi þessu er George Graham, framkvæmdastjóri Arsenal. Taliö er trúlegt að stærri félögin hafi svipaða skoðun og eru Tottenham og Manehester United nefnd í því, sambandi. Hins vegar er vitað að flest ef ekki öll smærri félögin eru and- víg slíkum hugmyndum. Wallace til ítaliu? Rodney Wallace hjá Southampton hefur nú bæst í hóp þeirra bresku leikmanna sem Iiö á Ítalíu hafa augastað á. Lazio í Rómaborg er sagt vera aö spá í Wallace, sem margoft hefur ósk- að eftir sölu og verið allt annaö en ánægður í herbúðum Sout- hampton á suðurströndinni. Wallace getur þó gleymt þessu keppnistímabili á Italíu en það er spuming um það næsta. Macari og skattarnir Lou Macari, framkvæmdastjóri Birmingham, ætti ekki að þurfa að leita langt ef hann vantar að- stoð við skattframtalið sitt. Sá sem rannsakaði mál Macaris í kjölfar svindls og svínarís þegar hann var stjóri Swindon er ein- mitt mikill aödáandi Birming- ham og er víst fastagestur á St. Andrews! Robson neitaði Birmingham Áður en Macari var ráöinn voru víst margir kallaöir til eða sóttu um. Einn var þó sá maður sem forráðamenn Birmingham vildu fá fremur en aðra og það var eng- inn annar en Bryan Robson. Fyr- irliöi Manchester United og enska landsliðsins hafði þó ekki mikinn áhuga á starfmu og sagði nei takk. En það er sama svar og hann hafði áður gefið Newcastle og West Bromwich Albion. Góður sigur Tindastóls - gegn Valsmönnum í gær, 95-83 Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Tindastóll, sem ekki hefur vegnað vel upp á síðkastið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, sigraði Valsmenn, 95-83, á Sauðárkróki í gærkvöldi. Tindastóll hafði tíu stiga forystu í hálfleik, 52-42. Eins og fyrri daginn léku heimamenn án Péturs Guð- mundssonar sem enn á við meiðsli áð stríða. Tindastóll hóf leikinn af miklum krafti en eftir aðeins átta mínútna leik var staðan 18-6. Valsmenn náðu að rétta úr kútnum og laga stöðuna. Eftir sem á fyrri hálfleik leið náðu Tindastólsmenn aftur góðu forskoti og skömmu fyrir leikhlé var staðan, 42-27. Valur náði að minnka muninn í 1 stig Valsmenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og náðu á skömmum tíma að minnka muninn niöur í eitt • Valur Ingimundarson skoraði 17 stig fyrir Tindastól í gær. stig, 56-55. Heimamenn náðu sér á nýjan leik á strik en lengi vel í hálf- leiknum var munurinn aldrei meiri en 4-6 stig fyrir heimamenn. Haraldur Leifsson barðist vel í Tindastólsliðinu og einnig var Einar Einarsson drjúgur á mikilvægum augnablikum. Hjá Val var Magnús Matthíasson yfirburðamaður, lék sérstaklega vel í fyrri hálfleik og skoraöi þá 22 stig. • Góðir dómarar leiksins voru Kristinn Albertsson og Leifur Garð- arsson. • Stig Tindastóls: Ivan Jonas 27, Einar Einarsson 26, Valur Ingimund- arson 17, Haraldur Leifsson 9, Karl Jónsson 4, Sverrir Sverrisson 3, Pét- ur Vopni Sigurðsson 2. • Stig Vals: Magnús Matthíasson 32, David Grissom 15, Guðni Haf- steinsson 14, Sveinn Zoéga 8, Ragnar Jónsson 6, Matthías Matthíasson 4, Símon Ólafsson 4. • Áhorfendur: Rúmlega 400. • Einar Einarsson átti mjög góðan leik í liði Tindastóls gegn Val. Coca Cola-mótiö í borðtennis: Kjartan vann í meistaraflokki - Aöalbjörg hlutskörpust í kvennaflokki QPR og Palace leita að mönnum Lundúnaliðin QPR og Crystal Palace eru nú bæði á höttunum eftir varnarmanninum David Elliott hjá Partick í Skotlaudi. Elliott er 21 árs og er verölagður á um 300þúsund pund. QPR hefur einnig augastað á John Taylor, framheija Cambridge, og er sá áhugi tilkominn vegna Roy Weg- erle, en hann er eftirsóttur leik- maður og QPR virðist hafa gefið upp alla von um að halda í hann lengi. Crewe vekur athygli Crewe er eitt umtalaðasta félag á Bretlandseyjum um þessar mundir. Crewe er við botn 3. deildar en komst í 5. urnferð bik- arkeppninnar og tapaði þar naumlega fyrir West Ham á laug- ardaginn. Framkvæmdastjóri Crewe er Dario Gradi, en hann hefur vakið athygli fyrir að selja efnilega leikmenn tíl stóru félag- anna siðustu árin. Samtals hefur Gradi feert Crewe rúmlega eina milljón punda í kassann meö þessum hætti. Meðal leikmanna, sem Crewe hefur selt, eru David Platt, enski landsliðsmaöurinn hjá Aston Villa; John Pemberton til Crystal Palace og þaðan til Sheflleld United, en Crewe fékk hagnað af síðari sölu hans; Geoff Thomas til Crystal Palace, og þeir Peter Billing og Paul Edwards til Coventry. Kjartan Briem úr KR sigraði í meistaraflokki karla og Aðalbjörg Björgvinsdóttir úr Víkingi í meist- araflokki kvenna á Coca Cola-mótinu sem borðtennisdeild Víkings hélt í TBR-húsinu á sunnudaginn. Kjartan sigraði Morten Christian- sen úr Víkingi í úrslitaleik í karla- flokki en þeir Kristján Jónasson, Víkingi, og Tómas Guðjónsson, KR, deildu þriðja sætinu. Aöalheiður vann Ástu Urbancic, Eminum, í úrslitaleik í kvenna- flokki, Hrefna Halldórsdóttir, Vík- ingi, varð þriðja og Ingibjörg Árna- dóttir, Víkingi, fjóröa. Pétur Ó. Stephensen, Víkingi, sigr- aöi í eldri flokki karla, Ragnar Ragn- arsson, Erninum, í 1. flokki karla, Guömunda Kristjánsdóttir, Víkingi, í 1. flokki kvenna, Ólafur Eggertsson, Víkingi, í 2. flokki karla, Tómas Guð- jónsson og Hjálmtýr Hafsteinsson, KR, í tvíliðaleik karla, Aðalbjörg Björgvinsdóttir og Hrefna Halldórs- dóttir, Víkingi, í tvíliðaleik kvenna, og þau Ásta Urbancic, Erninum, og Tómas Guðjónsson, KR, sigruðu í tvenndarleik. -VS Stór hópur júdómanna heldur til Skotlands - og keppir á opna skoska meistaramótinu 11 íslenskir júdómenn verða á meðal þátttakenda á opna skoska meistaramótinu sem verður haldiö um næstu helgi í Edinborg. Aldrei áöur hefur jafnstór hópur júdó- manna farið héðan á mót á erlendri grund. Bjarni vann gull á sama móti í fyrra íslendingar hafa oft náð mjög góöum árangri á þessu móti og er skemmst að minnast árangurs Bjarna Frið- rikssonar í fyrra þegar hann hreppti gullverðlaun í 95 kg flokki. íslensku júdómennirnir, sem keppa í Edinborg um næstu helgi, verða eftirtaldir: Baldur Stefánsson, KA, keppir í 65 kg flokki, Karl Erlingsson, Ármanni, Tryggvi Gunnarsson, Ármanni, og Eiríkur Kristinsson, Ármanni, keppa í 71 kg flokki. Karel Halldórsson, Ármanni, og Freyr Gauti Sigmunds- son, KA, keppa í 78 kg flokki. Hilmar Leifsson, Ármanni, og Halldór Hafsteinsson, Ármanni, keppa í 86 kg flokki. Bjarni Friðriks- son, Ármanni, og Þórir Rúnarsson, Ármanni, keppa í -95 kg flokki. Loks keppir Sigurður Bergmann, UMFG, í+95kgflokki. -JKS J3V • íslenska kvennalandsliðið í handknattleik undirbýr sig nú af krafti fyrir C-kep( myndinni sjáum við fremsta í flokki Guðríði Guðjónsdóttur sem hefur gefið kost i Kvennalandsliðið býr sig undir C-ke; Markmiðið sæti í B-kc - segir Gústaf Bjömsson landsl „Markmið okkar á Ítalíu verður að ná einu af fimm efstu sætunum og vinna íslandi þar með sæti í næstu B-keppni. Það yrði stórkostleg lyftistöng fyrir ís- lenskan kvennahandbolta ef það tækist og myndi gera allt starfið léttara,“ sagði Gústaf Björnsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, í samtali við DV í gær. Landsliöið kom saman til lokaundir- búningsins fyrir C-keppnina á mánu- dagskvöldið og mun æfa daglega fram yfir mánaðamót. Þá verður 20 manna hópurinn minnkaður niður í 15 sem fara til Ítalíu. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram Halla Geirsdóttir, Junkeren Sigrún Ólafsdóttír, Víkingi Aðrir leikmenn: Guðríður Guðjónsdóttir, Fram Ósk Víðisdóttir, Fram Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni Guðný Gunnsteinsdóttír, Stjörnunni Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörnunni Kristín Pétursdóttir, FH Rut Baldursdóttir; FH Björg Gilsdóttir, FH Svava Sigurðardóttir, Víkingi Andrea Atladóttir, Víkingi Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi Halla Helgadóttir, Víkingi Heiða Erlingsdóttir, Víkingi Katrín Friðriksen, Val Auður Hermannsdóttir, Selfossi Hulda Bjarnadóttir, Selfossi Erna Lúðvíksdóttir, Amicitia Erna kemur heim til æfinga þann 3. mars en Halla kemur beint frá Noregi til Ítalíu. Þær Guðríður, Erla, Erna, Katrín og Halla gáfu kost á sér á nýjan leik fyrir C-keppnina en þær voru búnar að vera fjarverandi frá landsliðinu í lengri eða skemmri tíma. Níu stúlknanna tóku þátt í síöasta verkefni A-landsliðsins, alþjóðlega mótinu sem haldið var hér á landi fyrir jólin, og hinar sex léku með unglingalandshðinu á sama mótí. Er með það besta í höndunumnúna „Það hefur mikið aö segja að hafa feng- ið eldri stúlkumar tíl að taka þátt í þessu verkefni. Nú veit ég að ég er með í höndunum það besta sem völ er á og þarf ekki að svekkja mig á öðru. Sam- setningin á hópnum er komin í jafn- vægi og eðlileg reynsla fyrir hendi. Það var óeðlilegt ástand að nokkrar af þeim bestu skyldu vera hættar í landshði - þær eru á aldrinum 26-29 ára og eiga því nóg eftir,“ sagði Gústaf. C-keppnin hefst í Casino á Norður- Ítalíu þann 13. mars en daginn eftir leik- ur ísland sinn fyrsta leik, gegn Ítalíu. Síðan er leikið við Portúgal, Finnland, Holland og Belgíu og að lokum til úr- slita um sæti við hð úr hinum riðlinum. „Við stefnum að því að ná öðru sæti í riðlinum en þá myndum við leika um 3. sætið og jafnframt væri sæti í B- keppninni í höfn. Ef við þyrftum að leika um 5. sætið gæti það orðið afar þungur róður því í hinum riðlinum eru mjög sterkar þjóðir, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Spánn og Sviss, og þaö gæti oröið erfitt að mæta einhverri þeirra í úrslitaleik um 5. sætið og þar Einar til D« -erundirsmásjár Einar Páll Tómasson, vamarmaöuri danska 1. deildar Uðinu IF Helsingör. band við Einar fyrir skömmu og í san skýrast á næstu dögum. Lið Helsingör mun leika í 1. deild i s fyrirkomulaginu í Danmörku á komar iö úrvalsdeild 10 bestu liðanna í Danm greinilega sett stefnuna á að komast í manna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.