Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. 11 Utlönd Norður-Irland: w menn fyrir dóm Hafin eru í Belfast á Noröur- írlandi réttarhöld yfir tíu félög- um úr Sin Fein, hinum pólitíska armi irska lýðveldishersins. Fólkið er sakað um að hafa rænt Sandy Lynch sem viðurkennt er aö var uppljóstrari á vegum lög- reglunnar. Þá er fólkið einnig ákært fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða Lynch. Meðal hirrna ákærðu er Danny Morrison sem áður var út- breiðslustjóri Sin Fein og fulltrui í framkvæmdastjóm flokksins. Sex aðrir eru ákærðir fyrir þátt sinn í aðfórinni að Lynch. Átt- undi maðurinn er einnig ákærð- ur fyrir að vera í vitorði með sjö- menningunum og þá eru hjón ákærð f'yrir að hafa lagt skæru- liöum írska lýðveldishersins til hús og bíl. Aliir sakborningarnir neita sakargiftum og segjast vera fóm- arlömb ofsókna lögreglunnar. Mikill viðbúnaður er við réttar- höldin sem reiknað er með að standi næstu tvær vikur. Yfirvöldá Norður-írlandileggja mikla áherslu á að sýna árangur í baráttunni við liðsmenn IRA. Fólkið, sem hér um ræðir, var handtekið í janúar á síðasta ári en ekki hefur þótt fært að ákæra það fyrr en nú. Reuter Maradona hættir að leika knattspyrnu - segist fómarlamb hefnigjamra áhrifamanna í ítölsku knattspyrmmni Argentínski knattspyrnusnilling- urinn Diego Maradona er ákveðinn í að yfirgefa hö sitt, Napoli á Ítalíu, í lok þessa keppnistímabils og hætta um leið að iðka íþrótt sína. Hann segist hafa ákveðið þetta í kjölfar ásakana um viðskipti við eiturlyíja- smyglara og hórmangara. Maradona segir að ásakanir í hans garð séu hefnd áhrifamikilla manna í ítalska knattspyrnuheiminum. Hann segir að þar vegi þyngst að í síðustu heimsmeistarakeppni slógu Argentínumenn lið ítala út úr keppn- Diego Maradona hefur nú gert upp hug sinn og ætlar ekki að leika knatt- spyrnu að loknu þessu keppnistímabili. Símamynd Reuter inni. Þá skoraði Maradona sigur- markið úr vítaspyrnu. „Niðurstaðan í leik okkar við Ítalíu var mikið áfall fyrir knattspyrnufor- ystuna. Mér hefur ekki verið fyrir- gefið aö gera mitt besta fyrir landslið mitt,“ sagði Maradona þegar hann greindi blaðamönnum frá ákvörðun sinni. Nú um skeið hefur Maradona sætt mikilli gagnrýni á Ítalíu fyrir slaka frammistöðu með liði Napoli í ítölsku knattspyrnunni. Hann er sagður lat- ur og áhugalaus. Maradona er einn dýrasti knattspymumaður heims og vilja stjórnendur Napoli að hann skili hlutverki sínu betur en hann hefur gert, sérstaklega í vetur. Steininn tók þó ekki úr fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan í Napólí ákvað að svipta Maradona vegabréfi sínu meðan verið væri að rannsaka hvort hann hefði keypt eiturlyf af sölumönnum maflunnar og notið þjónustu vændishrings sem maöan rekur. Maradona neitar öllum ásökunum um lögbrot og segir að verið sé að koma sök á hann saklausan. Það er þó ekki fyrr en nú sem hann skellir skuldinni á áhrifamenn innan ít- alska knattspyrnusambandsins og segir þá fulla af hefndarhug í sinn garð. Reuter Kanadíska stjórnin hefur aflýst fyrirhugaðri ráöstefnu þar sem um eitt hundrað dæmdir morð- ingjar áttu að koma saman og ræða líf sitt bak við lás og slá. Ráðstefnuna átti að halda í Tor- onto aö undirlagi fanga sem allir hafa verið dæmdir í lífstíðarfang- elsi en era ekki undir strangri gæslu. Almenningur i Kanada hefur verið mjög mótfallinn ráð- stefnunni og ákvaö stjómin að láta undan þrýstingnum. Fangamir áttu ekki að fá frelsi meðan á ráðstefnunni stóð og fjöldamorðingjum var meinuð þátttaka. Reuter Kúplingsdiskar Pressur Legur Bjóöum einnig flest annað eem viðkemur rekstri bflsine. Gí* SKEIFUNNI 5A. SIMI 91-8 47 88 Kanadískir fuglavinir: Björguðu lífi máf a á eyðieyju Fuglavinir í Kanada hafa komið í veg fyrir áform um að eitra fyrir máfa á afskekktri eyju við Atlants- hafsströnd landsins. Stjórn landsins hafði legt blessun sína yfir áætlunina um að eyða öllum máfum á eyjunni en hefur nú bannað tiltækið. Það var á síðasta ári að ákveðið var að eyða öllum máfum af Safalaeyju austur af Nova Scotia neð því að setja eitur i hreiður þeirra. Ástæðan fyrir þessu er sú að á eyjunni hefst einnig við mjög sjaldgæft afbrigði af þern- um. Þær eru í útrýmingarhættu vegna þess að máfarnir éta egg þeirra. Því þótti réttlætanlegt að eyða öllum máfum í von um að bjarga þernu- stofninum. Fuglavinir era ekki á eitt sáttir um þá ákvörðun að gefa máf- unum líf. Sumir segja að máfastofninn sé það sterkur að hann sé fjarri því að lenda í útrýmingarhættu þótt öllum fugl- um sé eytt af einni eyju. Hins vegar geti nú fátt orðið þernunum til bjarg- ar. Nú eru aðeins um eitt þúsund varppör eftir af þernunum og fer þeim fækkandi ár frá ári. Máfunum fjölgar hins vegar óðfluga. Ekki er endanlega búið að gefa máfunum grið því að áætluninni um eyðingu þeirra hefur verið frestað til ársins 1992. Fjöldi manna reis upp til að mótmæla drápi máfanna eftir að nokkrir náttúrufræðingar sögðu op- inberlega frá áformunum og sögðu að með þessu væri verið að grípa fram fyrir hendurnar á móðúr nátt- úru. Reuter Færeyingar mól- fallnir aðild að EB - fa liklega ekki fríverslunarsamning Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar færeyska sjónvarpsins eru 56,4 prósent Færeyinga mótfalhn að- ild að Evrópubandalaginu, EB. Að- eins 18,4 prósent voru fylgjandi aðild en 25,4 prósent voru óákveðin. Skoðanakönnunin var gerð sam- tímis því sem sjávarútvegsmálaráð- herra Danmerkur, Kent Kirk, var í heimsókn í Færeyjum til að ræða á opinberam fundi um framtíðarsam- skipti Færeyja við Evrópubandalag- ið. Þau eru nú í sviðsljósinu þar sem ljóst er orðið að Færeyjar fá líklega ekki þann fríverslunarsamning við Evrópubandalagið sem vonast hafði verið til. Danski sjávarútvegsmálaráðherr- ann sagði í viðtali við Ritzau-frétta- stofuna að danska stjómin gæti ekki gert meira til að reyna að koma í gegn fríverslunarsamningi milh Evr- ópubandalagsins og Færeyja. „Við getum ekki þvingað önnur lönd til að ganga að shkum samningi," sagði hann. Ráðherrann vildi ekki segja skoðun sína á því hvort EB-aðild yrði fær- eyskri útgerð í hag. „Ég hef ákveðið að tjá mig ekki um það því að það er mál Færeyinga sjálfra,“ sagði hann. Fjöldi bílasala, bila- umboóa og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bila af öllum gerðum og í öllum veröflokkum með góóum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugió aó auglýsingar i DV-BÍLAR þurfa aö berast í síöasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09.00til 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.00 ti I 14.00 og sunnudaga frá kl. 18.00til 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður aö berast fyrirkl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild . Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.