Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991. Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, vill ekki hika við að gera árás á herlið íraka á landi. Colin Powell, sem hér situr að baki honum, er á sama máli. Talið er að aðrir ráðamenn i bandarísku stjórnkerfi vilji fara hægar í sakirnar. Símamynd Reuter Tareq Azíz utanríkisráðherra 1 annarri ferðinni til Moskvu: Hermennirnir bíða boða um áhlaup á landi - hverfandi likur á að Persaílóadeilunni ljúki með samningum Utlönd_______________ Kínverjar fagna sendi- manni Saddams Saadoun Hammadi; aöstoðarut- anríkisráðherra Iraks, fór skyndilega til Kína í morgun til að ræða við ráðamerai þar um Persaflóadeiluna. Sagt var aö hann heföi lagt upp í fórina sam- kvæmt sérstöku boði Saddams Hussein. Ráðamenn í Peking fögnuðu ráðherranum en ekki var gefið nákværalega upp hvert erindi hans væri. Þó er taliö víst að til- gangurinn með fórinni sé að fá kínverska ráðamenn til að styðja hugmyndir Gorbatsjovs Sovét- forseta um frið í Persaflóadeil- unni. Takist þaö hafa írakar náð verulegum árangri í að veikja samstöðu þjóða heims gegn írak, sérstaklega ef bandamenn heíja sókn á landi og vísa á bug öllum friðarhugmyndum öðrum en skilyrðislausum brottflutningi herliðs íraks frá Kúvæt. Kinverjar hafa fordæmt innrás- ina í Kúvæt en hafa samt reynt að halda hlutleysi í deilunni og samþykktu ekki þá ályktun ör- yggisráðsins sem fól í sér heimild til að beita valdi gegn írökum til að reka þá frá Kúvæt. fteuter standa með Bush George Bush nýtur ekkí aðeins stuðnings Barbðru konu slnnar heldur velllestra landsmanna. Simamynd Rcuter Skoðanakönnun í Bandaríkj- unum sýnir að landsmenn hafa litla trú á að mögulegt reynist aö leysa Persaflóadeiluna með samningum. Yflrgnæfandi meiri- hluti er jafirframt samþykkur því að bandamenn ráðist til atlögu viö íraska herinn á landi. í skoðanakönnuninni, sem birt var í fréttatíma ABC sjónvarps- stöðvarinnar, kom fram að 89% aðspurðra töldu rétt af Bush for- seta að haftia friðartillögum Gor- batsjovs Sovétforseta. Þá áttu 73% von á að að tilraunir til aö koma á friði nú færu út um þúfur. Um 85% aðspurðra sögöust vera sammála þvi aö hefja bar- daga á landí ef lofthernaðurinn nægöi ekki tfl að knýja fram sigur á næstu dögum. Þá sýndi könn- unin að 81% þjóöarinnar telur aö Bush haft staðið vel að málum í deilunnl viö íraka til þessa. Reuter Hálf milljón hermanna banda- manna bíða nú við landamæri íraks og Kúvæts eftir að boð komi frá her- stjórninni um að gera áhlaup á her- hð íraka. Enn er ekki öíl von úti um að tilraunir Mikails Gorbatsjovs Sov- étforseta til að koma á friði beri ár- angur en líkurnar á að Persaflóadeil- unni ljúki með samningum eru hverfandi litlar. George Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að hugmyndir Gorbatsjovs gangi of skammt tfl að bandamenn geti faflist á þær. Bæði hann og aðrir leiðtogar bandamanna segja að í þeim felist í raun ekki skil- yrðislaus brottflutningur herhðs ír- aka frá Kúvæt eins og krafist er í ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Meðan svo sé geti þeir ekki fallist á hugmyndir Gorbatsjovs um frið. „Það getur ekkert samkomulag orðið nema írakar dragi her sinn að fullu og skilyrðislaust frá Kúvæt og Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, sagði í gær að með heimsókn Tareqs Aziz, utanríkisráðherra íraks, gæfist möguleiki á að koma í veg fyrir land- hernað. Sendiherra Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Juri Vor- ontsov, kynnti framkvæmdastjóran- um friðartillögur Gorbatsjovs síð- degis á mánudag. Vorontsov sagði taki á sig alla ábyrgð á skaða sem orðið hefur í landinu,“ sagði Fahd, konungur Saudi-Arabíu, þegar hann hafnaði friðarumleitunum Sovét- forseta. Tareq Aziz, utanríkisráðherra ír- aks, kemur í dag til Moskvu öðru sinni á skömmum tíma og á nú að bera boð frá Saddam Hussein um viðbrögð hans við tillögum Gor- batsjovs. Látið hefur verið í veðri vaka að hann fallist á tillögurnar. Það kemur þó fyrir lítið því banda- menn hafa tekið treglega í tillögurn- ar þótt þeim hafi ekki verið formlega hafnað. Tom Kelly, einn af herforingjum Bandaríkjamanna í Saudi-Arabíu, segir að lið hans sé þess albúið að ráðast gegn írökum á landi. „Við sigrum Iraka á skömmum tíma eftir að boðin um að gera áhlaup koma,“ sagði hann á fréttamannafundi í Saudi-Arabíu. Dick Cheney, utanríkisráðherra fréttamönnum að Aziz, sem fór heim til Bagdad í gær með friðartillögurn- ar, væri væntanlegur i dag með svar íraskra yfirvalda. Vorontsov fullvissaði Öryggisráö Sameinuðu þjóðanna um að friðartil- lögur Gorbatsjovs miðuöu að því að tryggja skjóta brottfór íraskra her- manna frá Kúvæt eins og kveðið væri á um í ályktunum ráðsins. Perez de Cuellar hefur að undan- Bandaríkjanna, ýtti enn undir vangaveltur um að landbardagar væru á næsta leiti með því að lýsa yfir að vopnahlé komi alls ekki til greina. Það þýðir að ef Gorbatsjov tekst ekki að telja íraka ofan af að setja skilyrði fyrir að draga herlið sitt frá Kúvæt verði bardagar hafnir með mjög skömmum fyrirvara. „Við viijum að þessari deilu ljúki sem fyrst en vopnahlé nú getur að- eins veikt yfirburðastöðu banda- manna og gefiö írökum færi á að koma skipan á lið sitt að nýju,“ sagði Cheney í yfirheyrslum fyrir nefnd þingmanna í gær. Talið er að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum séu ekki á eitt sáttir um hvað gera skuli. Sumir vilji að þetta tækifæri verði notað til að koma á friði meðan aðrir vilji láta kné fylgja kviði. Þar eru fremstir í flokki Dick Cheney og Colin Powell, forseti herráðsins. fórnu fundað með aðstoðarmönnum sínum og fulltrúum Öryggisráðsins um mögulegt eftirlit Sameinuðu þjóðanna á Persaflóasvæðinu að stríðinu loknu. Framkvæmdastjór- inn er sagður hafa rætt um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með brott- hvarfi íraska hersins frá Kúvæt og staðsetningu friðargæslusveita á landamærum íraks og Kúvæts. Reuter Atburðarásin 19. febrúar 8.30 - íranskt dagblað segir ír- aka hafa tjáð írönum að yfir tutt- ugu þúsund írakar hafi látið lifið og sextíu þúsund særst fyrstu tuttugu og sex daga stríðsins. 8.55 - Tilkynnt um liarðar loft- árásir á Bagdad síðastliðna nótt. 9.15 - Gorbatsjov Sovétforseti kveðst búast við svari innan tveggja daga frá írökum við frið- artfllögu sinni. 11.10 - Tareq Aziz, utanrikisráð- herra íraks, tjáir forseta frans, Rafsanjani, að íröskum yfirvöld- um sé alvara með samningavið- ræðum um brotthvarf frá Kúvæt. 11.50 - írakar segja bandamenn hafa gert sextiu og fimm árásir tU víðbótar á óbreytta borgara, þar á meðal kornmyllu, kerta- verksmiðju og þorp úti á landi. 12.40 - Bresk yfirvöld ræða við yfirvöld Bandaríkjanna og ann- arra bandalagsríkja en segja að halda verði áfram hemaðarað- gerðum. 13.10 - Eftir nokkux’ra daga mgl- ing tilkynna indversk yfirvöld að bandarískar flutningavélar muni ekki taka eldsneyti á Indlandi á leið tfl og frá Persaflóa. 14.45 - Bandamenn tilkynna um árangursríkar loftárásir á skot- mörk íraka í Kúvæt. 15.10 - Bush Bandaríkjaforseti segir friðartillögur Gorbatsjovs ekki fullnægja kröfum Banda- rílíjanna um lok stríðsins. 16.35 - Háttsettur breskur emb- ættismaöur segir tillögur Gor- batsjovs ekki fullnægja kröfum Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- aima. 16.55 - Utanríkisráðherra írans hvetur fjölþjóðaherinn til að leggja ekki írak í rúst þar sem írösk yfirvöld hafi sagt honum að þau muni láta Kúvæt af hendi skilyröislaust. 18.00 - írakar skjóta Scud-eld- flaug aö ísrael en engar fregnir eru af særðum. 18.45 - Forseti írans, Rafsanjani, hvetur bandamenn til að fresta landhernaði tl að hægt verði með díplómatískum leiðum að telja íraka á að fara frá Kúvæt. 19.45 - Dick Cheney, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, segir vopnahlé eða hlé á hernað- araðgerðum gegn írak vera hættuiegar fyrir bandamenn. 19.50 - Framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, kveðst hafa fengið afrit af friðartiilögum Sovétforsetans og lýsir yfir þeirri von sinni að þær verði liður í að binda enda á Persaflóastríðiö. 20.00 - Frönsk yfirvöld hvetja Saddam Hussein íraksforseta til að svara tafarlaust friðartillögum Gorbatsjovs. Segjaþau svar íraka verða að fullnægja ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. 20.05 - Saddam virðist ekki eiga á hættu að verða steypt af Irökum sjálfum, að því er embættismaður Bandarikjastjórnar greinir frá. 20. febrúar 0.11 - Bandarískir hermenn ná mannlausri eftirlitsstöð íraka rétt handan við landamæri Saudi-Ai-abíu. 0.32 - Fahd, konungur Saudi- Arabíu, hafnar lausn á Persaflóa- deilunni sem ekki miðist við skil- yrðislaust brotthvarf íraka frá Kúvæt. 1.40 - Breska dagblaðið The Independent segir skriðdreka bandamanna hafa farið í árásar- feröir inn í Kúvæt síöustu tvo daga til að ráðast á skotmörk ír- aka. 1.55 - Aðstoöarforsætisráð- herra íraks, Saadoun Hammadi, kemur í óvænta heimsókn til Kína til að ræða Persaflóastríöið við Li Peng, forsætisráðherra Kína. Reuter Framkvæmdastjóri SÞ: Fagnar tilraunum Sovétmanna til að koma í veg ffyrir landhernað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.