Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. 19 M.C. Hammer ekki Sviðsljós M.C. Hammer rappari og dansari hef- ur með öllu gleymt þeim sem komu undir hann fótunum á sínum tíma. Einn þekktasti rap-tónlistar- maður vestanhafs um þessar mundir*er söngvarinn og dans- arinn M.C. Hammer. Hljóm- plata hans, Please Hammer Don't Hurt Them, seldist á síð- asta ári í milljónum eintaka og tónleikaferð hans um 141 land tókst firnavel. Hammer gerði nýlega samning við Capitol hljómplötufyrirtækið og er talið að það gefi kappanum tugi milljóna í aðra hönd. En Hammer hefur ekki alltaf verið frægur. Þegar hann var fátækur afgreiðslumaður, sem barðist um á hæl og hnakka við að koma sér á framfæri, tóku tveir góðviljaðir en grunn- hyggnir peningamenn hann upp á arma sína og festu fé í honum. Samkvæmt samningi, sem gerður var um tæplega 200 þúsund dollara framlag þeirra, lofaði Hammer að endurgreiða féð að fullu og auk þess greiöa þeim félögum 10% af lista- mannstekjum sínum. Þetta virðist gleymt og grafið. Peningamennirnir hafa aldrei séð krónu frá Hammer og eru nú af þessum ástæðum og ýms- um öðrum að eigin sögn undir hamrinum. Þeir hafa stefnt Hammer fyrir dómstóla til þess að fá úr því skorið hver eigi að borga hverjum hvað. Hammer heldur því fram að hann þekki ekki þessa menn og þeir eigi ekkert hjá honum en ef hann þekki þá hafi þeir þegar fengið að fullu greitt. Sjaldan launar kálfur ofeldiö. Það sannast hér eins og oft áður. n Ultra Rampers /. JCA Stelp BLEIUR Rakadrægur kjami aðframan Rakadrægur kjami í miðju bieian sé vot er barnið þurrt Ánægðir strákar og stelpur í Pampers-bleium Pampers bleiur eru hannaðar með vellíðan barnsins að markmiði. Við framleiðslu þeirra er leitast við að spara dýrmætar auðlindir jarðarínnar og að spilla ekki umhverfinu með skaðlegum úrgangi. Ultra rampers AUKA VELLÍÐAN BARNANNA STUÐLA AÐ UMHVERFISVERND ÍBlensk///// Ameiíska Tuoguháls 11 Simi 82700. >t FYLLIÐ ÚT OG SENDIÐ OKKUR EÐA HRINGIÐ NÚNA! KOSTURA: L_l Já, ég vil fá kynningaráskrift í V2 mánuð mér að kostnaðarlausu. KOSTURB: U Já, ég vil svo sannarlega gerast áskrifandi að DV og taka þar með sjálf- krafa þátt í áskriftar-ferðagetraun DV. Ég fæ eins mánaðar áskrift ókeypis, og verður það annar áskriftarmánuðurinn. Vinsamlegast nötið prentstafi: Nafn Heimilisfang/hæð Póststöð Kennitala Sími Áskriftargjald DV fyrir KOST B er aðeins kr. 1.100,- samtals fyrir fyrstu tvo mánuðina. D Já takk, ég vil greiða áskriftargjaldið með: ? VISA ? EUROCARD ? SAMKORT Kortnúmer Gildistími korts Undirskrift korthafa Stingið í utnslag og sendið okkur. Utanáskriftln er: 'DV - DagblaðiðA/ísir Pósthólf 5380, 125 Reykjavík A R A i STÓRKOSTLEG ASKRIFTAR SIMINN ER 2702 2 OPIÐ MÁN-FÖS ..........KL 9.00-22.00 LAUGARDAGA ...........KL 9.00-14.00 SUNNUDAGA ............KL. 18.00-22.00 ATH! Núverandi áskriffendur DV eru sjálfkraffa þátttakendur í getrauninni og þurfa þvi ekki að fylla út seðilinn. %\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.