Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 38
50 <n u.mmn es airaAóHAÐUAJ LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991. Skák Fyrstu lotu áskorendaeinvígjanna lokið: Úrslit fjögurra einvígja réðust í bráðabana Heimsmeistarinn Garry Ka- sparov hefur lýst þvi yfir að hann hyggist taka sér frí frá taflmennsku næstu árin til aö sinna hugðarefni sínu, pólitík. Þaö verður því vænt- anlega stirður heimsmeistari sem þarf að verja titil sinn árið 1993 en baráttan um réttinn til að skora á hann þá er nú í algleymingi. Fyrstu lotu áskorendaeinvígj- anna er lokið og átta stórmeistarar standa uppi: Karpov, Gelfand, Ivantsjúk, Timman, Kortsnoj, Short, Anand og Jusupov. í gær, föstudag, átti að draga um það í Linares á Spáni hverjir myndu tefla saman í 2. umferð sem fyrir- huguð er í ágúst. Samkvæmt regl- um keppninnar geta fjórir stiga- hæstu menn, Karpov, Gelfand, Ivantsjúk og Timman, ekki teflt innbyrðis í 2. umferð en úrslit dráttarins í Linares höfðu ekki bor- ist er blaðið fór í prentun. Karpov og Kasparov hafa teflt um heimsmeistaratitilinn fimm sinrr- um á sex árum og ekki kæmi á óvart þótt þeir mættust í sjötta sinn. Hins vegar er ljóst að hart verður sótt að Karpov í áskorenda- keppninni og hann má eflaust hafa sig allan við ætli hann að halda velli. Þess má geta að Karpoy teflir væntanlega í fyrsta sinn á íslandi í haust, ásamt valinkunnum görp- um, á heimsbikarmóti í september og október. Anatoly Karpov teflir væntanlega í fyrsta sinn á íslandi í haust á heimsbikarmótinu í Reykjavik. Skyldi honum takast að halda velli í áskorendakeppninni og tefla í sjötta sinn við Kasparov árið 1993? Sovésku ungstirnin Gelfand og Ivantsjúk eru auk Karpovs líkleg- astir til afreka en þeir eru nú í hopi áskorenda í fyrsta sinn, auk Indverjans Anands. Aðrir hafa að mínum dómi ekki möguleika, nema ef vera skyldi Nigel Short. Jusupov er að vísu traustur en Timman er mistækur, Kortsnoj er kominn af Skák IL HWA FJÖGURRA STÖRNU & EKTA GINSENGÞYKKNI IL HWA ginsengþykkni er framleitt undir strongu gæóaeftirliti einka- leyfisskrifstofu Suður-Kóreu sem hefur heíðrað IL HWA-fyrirtækið með hæstu viðurkenningum fyrir staðal og gæói vöru sínnar. IL HWA er eina ginsengið sem fengið hefur fjögurra stjörnu flokkun. Miðaó við þyngdarhlutföll inniheldur okkar þykkni efnislega meira ginseng en nokkur önnur tegund á markaðnum og er alveg án tilbúinna rot- varnarefna. í hverri 100 g flösku er þykkni af fjórum og hálfri fyrsta flokks sex ára gamalli ginsengrót, ræktaðrí í Kóreu. Með IL HWA-aðferðinni er búið að draga full ómenguð gæði úr rótum ginsengplöntunnar til að gefa yður full not af áhrifum ginsengs. Ef þér drekkið ginsengþykkni fáið þér hrein gæði ginsengs í sinni þétt- ustu, auðveldustu og eðlilegustu mynd. Þegar ginsengs er neytt sem vökva er það hagnýtasta aðferðin til að draga út og melta hin lifsnauð- synlegu efni rótarinnar. Það má blanda IL HWA ginsengi i hvort heldur sem er heitt eða kalt vatn, ávaxtasafa eða mjólk þar sem það er búið til úr kjarnaþykkni rótarinnar, án nokkurra ónauðsynlegra grænmetisefna, og leysist upp samstundis. Útsölustaöir: Yggdrasill hf. Kárastíg 1, simi 624082 Opið 12-18 virka daga, 11-13 laugardaga. Heilsubúðin Reykjavikurvegi 62, Hafnarfirði, sími 652233 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-12. Jón L. Arnason léttasta skeiði og Anand teflir of hratt Fjörugir bráðabanar í áskorendakeppninni í Saint John 1988 var í fyrsta skipti tekin upp sú nýbreytni að stytta um- hugsunartímann ef úrslit réðust ekki eftir tilskilinn skákfjölda. Bráðabanar af þessu tagi viröast ætla að vinna sér fastan sess þótt þetta fyrirkomulag hafi fallið í mis- jafnan jarðveg. Nú voru tefldar tvær skákir með umhugsunartíma 45 mínútur á mann á 60 leiki og síðan 15 mínútur á 20 leiki, ef úr- slit fengustekki eftir fyrstu átta skákirnar. í fjórum einvígjum af sjö kom til framlengingar. Það voru einungis Ivantsjúk, sem vann Jud- asin, 4,5-0,5, Timman, sem vann Hubner, 4,5-2,5, og Anand, sem vann Dreev, 4,5-1,5, sem komust áfram eftir „venjulegan leiktíma". Það er álitamál hvort rétt sé að finna áskoranda heimsmeistarans með því að etja mönnum út í hrað- skák því að þar gilda dálítið önnur lögmál en í hefðbundinni kapp- skák. Ekki verður t.a.m. séð að þessir fjórir, sem komust áfram eftir bráðabana, hafi sýnt einhverja yfirburði í einvígjunum nema ef vera skyldi nauðsynlega heppni og liprari fingur á úrslitaaugnablik- um. Jafnt var eftir átta skákir í ein- vígi Englendinganna Short og Spe- elmans. Fyrri skák bráðabanans varð jafntefli en þá seinni vann Short í hróksendatafli eftir að Spe- elman missti peð. Þar með hafði hann náð fram hefhdum frá einvígi þeirra fyrir þremur árum er Speel- man sigraði óvænt. Einvígið var jafnt og í raun hefði allt getað gerst. Sömu sögu er að segja af einvígi Gelfands og Nikolic sem skiptust á um að hafa forystu. Fyrri skák bráðabanans lauk með jafntefli en þá seinni vann Gefland tiltölulega auðveldlega án þess að Nikolic tæk- ist nokkru sinni að jafna taflið. Dolmatov og Jusupov unnu hvor sína skákina í bráðabana (9. og 10. skákin). Enn var framlengt um tvær skákir. Þá fyrri vann Jusupov og í seinni skákinni hélt hann jafn- tefli með peði undir í hróksenda- tafli. Þar með komst Jusupov áfram í 2. umferð. Lítum á vendi- punkt einvígisins, stöðuna eftir 33 leiki í 11. skákinni. Dolmatov hafði hvítt og átti leik: 8 I IÍL * 7 * iii 6 m 5 á *-*& & 4 £>.á A^ 3 ^ 0 2 1 $ 2 & Svartur á trausta og góða stöðu en eftir 34. Df3 getur þó allt gerst enn, einkum þar sem umhugsunar- tíminn var farinn að styttast ískyggilega. í stað þessa tefldist: 34. h6? gxh6 35. Hel? Ha6? 36. Df3 h5! Þetta var einnig mögulegt í 34. leik. 37. Rh2 Rxf4 38. Dxf4 Bh6 og eftir að drottningin vék sér undan missti Dolmatov hrókinn á d2 fyrir biskup og Jusupov vann auðveld- lega. Svona illa hefðu þessir meistarar aldrei teflt í venjulegri kappskák en ennþá meiri sviptingar urðu þó í tafli Kortsnojs og Sax. Ungverjinn var ótrúlega seinheppinn í einvíg- inu. í fyrri skák bráðabanans átti hann unnið tafl en gamli bragðaref- urinn náði óvæntri mátsókn og vann í 49. leik. Sax var við það að jafna í næstu skák er hann hafði hvítt. Hann náði stöðuyfirburðum sem hann jók jafht og þétt. Það var ekki fyrr en í endataflinu sem Kortsnoj tókst aö sýna hvað í hon- um býr. Hann náði að reisa óvinn- andi vígi með hrók og riddara gegn drottningu og eftir 84 leiki sættist Sax loks á jafntefli. Hvítt: Guyla Sax Svart: Viktor Kortsnoj Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. Be2 Rge7 7. 0-0 Rg6 8. Be3 cxd4 9. cxd4 Be7 10. Rc3 (M) 11. Bd3 Be8 12. Hcl fl6 13. exf6 Bxf6 14. Dd2 Kh8 15. Bbl Hc8 16. Hfel Hc7 17. Hcdl Hd7 18. Khl Be7 19. Rg5 Hf6 20. f4 Rf8 21. Hfl h6 22. Rf3 Bg6 23. Bxg6 Rxg6 24. g3 Bf8 25. Dg2 Kg8 26. Dh3 Bb4 27. Re2 Rf8 28. g4 De8 29. g5 hxg5 30. fxg5 Hff7 31. Rf4 g6 32. Rd3 Bd6 33. Rf2 Re7 34. Rg4 Rf5 35. Bcl Dd8 36. Rf6+ Hxf6 37. gxffi Hh7 38. f7+ Kg7 39. Dg4 Rg3+ 40. Kgl Rxfl 41. Hxfl Dc7 42. h4 Dc2 43. Bg5 Dxb2 44. Bf4 Db6 45. Be5 + Bxe5 46. Rxe5 Dd8 47. Rxg6!Rxg6 48. f8 = D + ? Nærtækur leikur sem vinnur drottninguna en nú verður hreint ekki auðvelt að vinna taflið. Mun sterkara er 48. h5! er hvítur vinnur í nokkrum leikjum. T.d. 48. - Df8 49. Dxg6+ Kh8 50. Khl (hótar 51. Df6+ Hg7 52. h6) Hh6 51. Dg5 (hót- ar 52. Hgl) Kh7 52. Hf6 Hxf6 53. Dxf6 og næst 54. Dg6 + , 55. h6 og 56. h7 og vinnur - svartur getur sig hvergi hrært. 48. - Dxf8 49. Hxf8 Kxf8 50. Dxe6 Eftir 50. h5 Re7 er heldur ekki hlaupiö að því að vinna en þetta var þó betri tilraun. Hins vegar ekki 50. Dxg6? Hg7 og svartur vinn- ur! 50. - Rxh4 51. Dc8+ Kf7 52. Dxb7+ Kg6 53. Dxd5 Rf5 54. De6+ Kg5 55. (15 Hh6! Kortsnoj er engum líkur í enda- töflum. Taflmennska hans er lær- dómsrík þótt umhugsunartími sé af skornum skammti. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Þaö er óvíst hvort vinningur leyn- ist enn í stöðunni en Sax tókst allt- énd ekki að finna hann. Eftir... 56. Dg8+ Hg6 57. Dd8+ Kf4+ 58. Kf2 Hd6 59. Db8 a6! 60. Dc7 Ke5 61. Dc4 Re7 62. De2+ Kf6 63. Df3+ Ke5 64. De3+ Kf6 65. Df4+ Rf5 66. De4 Re7 67. Dh4+ Kf7 68. Dh7+ Ke8 69. Dh8+ Kd7 70. Dh3+ Kc7 71. Dh7 Kd7 72. Dh3+ Kc7 73. Dc3+ Kd7 74. Dg7 Hxd5 75. Ke3 a5! 76. Ke4 Hf5 77. Dd4+ Hd5 78. Da7+ Ke6 79. Dc7 Hf5 80. Kd4 Hd5+ 81. Kc4 Hf5 82. Db6+ Kd7 83. Db7+ Kd6 84. Db8+ ... var samið um jafntefli og þar með var Kortsnoj kominn áfram. Helgarskákmót TR Um mánaðamótin stendur Taflfé- lag Reykjavíkur að helgarskákmóti í skákmiðstöðinni Faxafeni 12. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunar- tími 90 mín. á keppanda á fyrstu 30 leikina og síðan hálf klukku- stund til aö ljúka skákinni. Mótið hefst fimmtudaginn 28. fe- brúar kl. 20 og síðan hefjast um- ferðir föstudaginn 1. mars kl. 20, laugardaginn 2. mars kl. 10 og 17 og sunnudaginn 3. mars kl. 9 og 20. Veitt verða þrenn verðlaun, 25 þúsund, 15 þúsund og 10 þúsund krónur fyrir þrjú efstu sætin. 011- um er heimil þátttaka en skráning hefst klukkustundu fyrir fyrstu umferð. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.