Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAG,UR,23. FEBRÚAR.1991, Fréttir Félag eggjaframleiðenda: Lokaður uppboðsmarkaður á rétti til að framleiða egg - landbúnaðarráðherra heimilar kaup og endursölu á framleiðslurétti Landbúnaðarráðherra hefur heim- ilað Félagi eggjaframleiðenda að kaupa allt að 5 prósent af heildar- framleiðsluréttinum á eggjum og selja hann til eggjabænda sem auka vilja framleiðsluna. Samkvæmt heimildum DV hafa að undanförnu staðið yfir samningavið- ræður við Bjarna Ásgeir Jónsson, einn af aðaleigendum Reykjagarðs hf. í Mosfellssveit, um kaup á fram- leiðslurétti hans. Bjarni Asgeir er einn stærsti eggjaframleiðandi landsins og samsvarar framleiðslu- réttur hans um 120 tonnum á ári. Áætlað söluverðmæti kvótans er milli 25 og 30 milljónir króna. í samtali viö DV vildi Bjarni Ásgeir ekki kannast við að slíkar viðræður hefðu átt sér stað. Hann segir fyrir- tækið blómlegt og eggjaframleiðsl- una standa vel. Árleg velta í eggjun- um sé um 35 milljónir króna. Að- spurður kvaðst hann ekki hafa hug á að selja þennan rétt. Þvert á móti væri hann að hugsa um að flytja hænsnin og búrin að Ásmundarstöð- um á Rangárvöllum. í landbúnaðarráðuneytinu fengust þær upplýsingar aö • samkvæmt reglugerðarákvæði væri félaginu heimilt að miðla framleiðslukvóta að fengnu samþykki ráðherra. Heimild- in felur í sér að félagið geti fjármagn- að kaupin með hluta þeirra fjármuna sem framleiðendur myndu ella fá í endurgreiöslur á sérstökum fóður- skatti. Með öðrum orðum fékk félag- ið heimild til að ráðstafa þeim fjár- munum sem fara munu í gegnum það á næstu árum. Réttur eggjabænda til endur- greiöslu á hluta virðisaukaskatts og sérstöku fóðurgjaldi ákvaröast af þeim framleiðslurétti sem hver fram- leiðandi hefur. Alls nemur fram- leiðslurétturinn ríflega 2500 tonnum af eggjum. Á síðasta ári voru hins vegar einungis framleidd um 2345 tonn af eggjum. En þrátt fyrir að framleiðslan hafi verið undir kvóta framleiddu nokkrir eggjabændur meira en kvóti þeirra heimilaði. Fengu þeir því ekki endurgreiðslur vegna þess hluta framleiðslunnar. Alls voru framleidd um 75 tonn fyrir utan kvóta. Með kaupum á framleiðslurétti hyggst Félag eggjaframleiðenda fyrst og fremst gefa þeim bændum, sem eru með framleiðslugetu umfram kvóta, kost á að auka sinn kvóta. Erfiðleikum kann þó að verða bundið að skipta þessum kvóta þannig að allir félagsmenn verði sáttir því margir vilja gjarnan auka sína fram- leiðslu. Eiríkur Einarsson, starfsmaður Félags eggjaframleiðenda, vildi sem minnst um þetta mál ræða er DV hafði samband við hann í gær. Hann sagði málið á viðkvæmu stigi og því Tværtilraunir tíl íkveikju Sigurdur Sverrisson, DV, Akranesi: Tvær tilraunir voru gerðar til íkveikju á Akranesi um miðja vik- una. í báðum tilfellum bjargaði snar- ræði húsvarða því að meira tjón hlyt- ist af en raun ber vitni. íkveikjutilraunirnar voru gerðar í Brekkubæjarskóla og íþróttahúsinu við Vesturgötu en á milli bygginganna eru aðeins nokkrir tugir metra. Lítið sem ekkert tjón varð við íþróttahúsið en talsverður eldur logaði hins vegar í ruslageymslu skólans þegar húsvörð- urinn kom þar að og slökkti eldinn. Nokkurt tjón varð á geymslunni. væri ekki rétt að greina frá því nú. Hann kvað þó ljóst að ef af kaupum á kvóta yrði þá yrði það tryggt að allir framleiðendur sætu við sama borð við úthlutun á honum. Það má því búast við aö fram- leiðslurétturinn, sem félagið hyggst kaupa, verði seldur á eins konar uppboðsmarkaði þar sem reyndar einungis félagsmenn fá að "bjóða í hann. -kaa Fjorar ohkar Sparileiðir - fyrir fólk setn fer sínar eigin leiðir í sparnaði! Sparileibir íslandsbanka eru fjórar því engir tveir sparifjáreigendur eru eins. Þeir búa vib mismunandi aöstœöur og hafa mismunandi óskir. Sparileibirnar taka mibaf þvíog mœta ólíkum þörfum sparifjáreigenda eins og best verbur á kosib. > > Sparileib 1 er mjög abgengileg leib til ab ávaxta sparifé ískamman tíma, minnst þrjá mánubi. Sparileib 2 gefur kost á góbrí ávöxtun þar sem upphœb innstœbunnar hefur áhrif á vextina. Sparíleiö 3 er leib þar sem sparnabar- tíminn ákvebur vextina ab vissu marki og ríkuleg ávöxtun fœst strax ab 12 mánubum libnum. Sparileib 4 býbur vaxtatryggingu á bundib fé, þvíþar eru vextir ákvarbabir til 6 mánaba ísenn. Innstœban erbundin ía'.m.k. 24 mánubi. Kynntu þér nánar Sparileibir íslandsbanka. Leibarvísir liggur frammi á öllum gfgreibslustöb- um bankans. ISLANDSBANKI -í takt við nýja tíma! ÍSLANDSB ANKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.