Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991. Menning „Vildi gjarnan vinna meira á íslandi" - segir Guðmundur Jónsson arkitekt „Þrátt fyrir að engin af mínum hugmyndum hafi litiö dagsins ljós á íslandi ennþá vildi ég gjarna starfa meira á íslandi," sagði Guðmundur Jónsson arkitekt í samtali við DV. Guðmundur hlaut menningarverð- laun DV fyrir byggingarlist að þessu sinni fyrir hús sem var kynnt á Nord- form hönnunarsýningunni í Malmö síðastliðið sumar og vakti mikla at- hygli og hlaut verðlaun á sýningunni. Fornar hefðir endurvaktar Þar endurvakti Guðmundur forna íslenska byggingarlist á sérstæðan og nútímalegan hátt og sigraði í nor- rænni samkeppni um það. Húsið, sem var á sýningunni í Malmö, var reist sem raðhús en hentar vel sem einbýlishús og hefur fengið mikla umfjöllun í fagblöðum og myndir af því birst á forsíðum tímarita. - Hvað var svona sérstakt við þetta hús Guðmundur? „Þaö er byggt á samtali mínu við Snorra Sturluson. Hann spyr mig ótal spurninga um þróun íslenskrar byggingarhefðar og hvað sé orðið af þeim gildum sem hann þekkir best. Mitt svar er það helst að byggingar- hefð snúist ekki um form og stíl held- ur um eiginleika rýmisins. Þarna er reynt að sameina baðstofuna og eld- stóna í stækkaðri mynd, lokrekkj- urnar fornu eru endurvaktar milli tvöfaldra veggja að nútímahætti. Þar er ennfremur að finna alla þjónustu- kjarna sem þurfa að vera í nútíma- húsi. Hinn forni mæniás er endur- vakinn í formi ljósboga sem gengur eftir endilöngu rýminu. Yfir er síðan þakhvelfmg úr áli til að endurvarpa hinu breytilega íslenska birtulitrófi. í bakgarði er gert ráð fyrir vatnsþró með heitu vatni sem gufar upp af á vetuma og leiðir þannig hugann að heita vatninu sem er eitt sterkasta einkenni íslenskrar náttúru." Vil nota ný efni eins og ál meira „Bæði í þessu húsi og í tillögu minni að heimssýningarskála Is- lands fyrir Sevilla 1992 nota ég ál sem byggingarefni og vil þannig auka þátt íslenskra atvinnuvega í bygging- arlist þjóðarinnar. Þannig væri bein- línis atvinnuskapandi fyrir íslensku þjóðina að nota íslenska álfram- leiðslu meira sem byggingarefni. Ný tækniþróun býður upp á fjölbreyttari notkun þess en nú er gert." - Hafa íslenskir arkitektar áður gert tilraunir í þessa átt til þess að endur- vekja forna byggingarlist? „Það hefur nú eitthvað verið gert en menn hafa kannski ekki stílfært hugmyndir sínar nóg og verið of bundnir af forminu." Vil einnig teikna íbúðarhús - Hverskonarverkefnieðahúshefur Guðmundur mestan áhuga á að teikna? „Mér finnst freistandi að fá verk- efni við að teikna og þróa íbúðarhús í stórum og smáum stíl. Þótt mín hafi ef til vil oftast verið getið fyrir teikningar að stórum húsum, tónlist- arhús o.s.frv. þá eru íbúðarhús einn- ig mitt áhugasvið og gaman að svo vel skyldi takast í Malmö. Það er hinn endanlegi prófsteinn að vinnu og sköpun arkitektsins að sjá hug- myndir sínar verða að lifandi veru- leika fyrir fólk." Akureyringur og íslendingur Guðmundur er fæddur á Akureyri í desember 1953. Að loknu námi hér heima hélt hann til Noregs og lærði arkitektúr við arkitektaháskólann í Osló. Þar hefur hann síðan dvalist í samtals 15 ár, fjögur síðustu árin með sína eigin stofu. Árið 1986 sigraði Guðmundur í nor- rænni samkeppni um tónlistarhús á íslandi. Síðan sendi hann inn tillögur að stækkun við Amtsbókasafnið á Akureyri sem var samþykkt. Hann tók ennfremur þátt í samkeppni um teikningu að ráöhúsi í Reykjavík og hlaut hans tillaga 2. verðlaun. Skömmu síðar fól Reykjavíkurborg honum að teikna Kjarvaíssafn sem á að rísa á Miklatúni, reyndar að mestu neðanjarðar. Þemað byggir á sérstæðu mati á persónuleika Kjar- vals. Þessar tillögur hafa verið lagðar Guðmundur Jónsson kynnir likan sitt að nýju tónlistarhúsi í Reykjavík. fyrir byggingarnefndir . en engin þeirra hefur enn verið þróuð frekar og náð að líta dagsins ljós. Allir nema ísland og Albanía Síðast en ekki síst má nefna að Guðmundur vann tillögu að skála íslands á væntanlegri heimssýningu í Sevilla á Spáni 1992. Ríkisstjórn Is- lands hefur enn ekki samþykkt að taka þátt í þeirri sýningu. Er það ekki erfið staða fyrir arkitekt að teikna sífellt hús en sjá þau aldrei rísa? „Jú, það má segja það," segir Guð- mundur. „Mér fmnst ótrúlegt skiln- ingsleysi ráðamanna sem kemur í veg fyrir að íslendingar taki þátt í sýningunni. Það ríkir algjört sinnu- leysi fyrir þeim öflum sem geta nýst til þess að sýna og sanna getu íslend- inga á alþjóðavettvangi. Þetta er ekki bara spurning um einhvern útflutn- ing held um styrkingu okkar sem ráðstefnu- og ferðamannalands. Þaö eru reyndar aðeins ísland og Albanía sem ekki hafa tilkynnt þátttöku. Hvað varðar aðrar tillögur þá hef ég verið svolítið óheppinn því þetta er allt í biðstöðu. Ég er að vona að hafist verði handa við Kjarvalssafnið fljótlega og ég veit að það er brýn þörf á stækkun Amtsbókasafnsins. Ef til vill yrði bætt atvinnuástand til þess að ég kæmi heim." Kepptum skautahöll - En hvað er arkitektinn að starfa þessa dagana? „Nákvæmlega núna er ég upptek- inn í harðri samkeppni við tvær stærstu teiknistofur hér í Noregi. Keppt er um byggingu skautahallar fyrir vetrarólympíuleikana í Lille- hammar en hún á að rísa í Hammer. Þetta er geysihörð samkeppni og kemur í ljós í byrjun mars hver hlýt- ur hnossið." - Hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir þig? „Þau eru mér fyrst og fremst mikil hvatning og uppörvun til frekari verka á mínu sviði. Ennfremur er ég að vona að þau verði ráðamönnum á íslandi áminning og hvatning en eins og vitað er gekk ekki áreynslu- laust að koma húsinu upp. Það hús sem verðlaunin er veitt til er byggt á íslenskum hefðum og séreinkenn- um og ætti hvergi að rísa annars staðar en á íslandi. Enn sem komið er hefur það hvergi risið en það hafa komið tvær fyrirspurnir frá Svíþjóð. Ég er nógu mikill íslendingur í mér til þess að vona að það rísi fyrst heima." -Pá „Vil vinna meira með arkitektum" - segir Gudrún Gunnarsdóttir, verðlaunahafi í nytjalist „Eg byrjaöi að vinna hjá Alafossi árið 1977 og vann hjá þeim í hálfu starfi í tíu ár. Síðan hef ég verið „free lance,, og unnið jafnt að textílhönnun og myndlist," segir Guðrún Gunn- arsdóttir sem hlaut Menningarverð- laun DV fyrir nytjalist. Guðrún hefur undanfarin ár hannað værðarvoöir fyrir Álafoss sem vakiö hafa mikla athygli og þótt sérlega smekklegar. Guðrún var tilnefnd til Menningar- verðlauna á síðasta ári. Meðan Guðrún var fastráðin hjá Álafossi hannaði hún efni í fatnað, gluggatjöld og gólfteppi svo eitthvað sé nefnt. Guörún starfar einnig sem myndlistarmaður og er þessa dagana að ljúka við vefnað á veggteppum sem eiga að skreyta ný húsakynni ÁTVR. Guðrún er með eigin vinnustofu við Seljaveg þar sem hún starfar að list sinni en hún segir að það sé mun betra að starfa sjálfstætt en inni í verksmiðju. „Mér finnst ég hafa meiri tíma til að hugsa," segir hún. „Tími minn vinnst betur með þessu móti og ég get unnið jafnt að hönnun sem myndlist." Langur vinnslutími Það tekur Guðrúnu um það bil hálft ár að hanna þær værðarvoðir sem fylla bæklinga Alafoss á hverju ári. Nú er hún að byrja á hönnun árs- ins 1992 og þá skipta tlskulitir næsta árs miklu máli. í hönnun sinni hefur Guörún notað sterka og fallega liti. „Ég byrja á því að velja litina og þartað fylgjast með hvaða litir verða á næsta ári. Maður er alltaf að hugsa fram í tímann. Mörg fyrirtæki gefa út litaspár og maður spáir í þá. Ég nota mikið litaspár frá International Wools Secreteriat en það er fyrirtæki sem öll ullarfyrirtæki í heiminum standa að. Síðan nota ég mína eigin liti og blanda þessu saman á minn hátt," segir Guðrún. Á síðasta ári notaði Guðrún mest skæra liti en einnig jarðarliti í bland. „Ég hef notað talsvert að pastellitum en hef tekið þá alveg út og er núna með bláhvíta línu í staðinn. Á næsta ári gæti ég hugsað mér að skipta mikið út htum, jafnvel aö setja alveg nýja inn en það getur þó verið erfitt. Ef einhverjar værðarvoðir hafa selst mjög vel þarf að halda þeim inni og ég er bundin af því. 011 verksmiðju- framleiðsla byggir á að hafa hlutina hagkvæma. Ég get ekki notað hundr- aö liti þó ég myndi gjarnan vilja það." Fjórar einkasýningar Guðrún hefur verið með fjórar einkasýningar, á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Gallerí Langbrók og í Hallgerði. Einnig hefur hún tek- ið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Guðrún segist aldr- ei frá því hún útskrifaðist hafa hætt starfi sínu enda segir hún það mjög óheppilegt. „Ef maður hættir í ein- hvern tíma er mjög erfitt að byrja aftur." Guðrún segir að undirbúnings- vinnan sé oft stærsti þáttur verksins. Það þarf að teikna skyssur og ákveða form og liti. Guörún Gunnarsdóttir lærði á verkstæði í Kaupmannahöfn á sínum tíma hjá hönnuði og vefara sem heit- ir Kim Naver. Hún segist hafa fylgt eiginmanni sínum, Stefáni Thors, en hann var á leið í arkitektanám. „Ég var lengi að ákveða hvað mig langaði að læra og var orðin tuttugu og þriggja þegar ég hóf námið. Við bjuggum í Kaupmannahöfn'í sex ár en ég var reyndar ekki í námi allan þann tíma. Guðrún segir að það séu ekki marg- ir sem starfi við textílhönnun í dag enda hafi starfsgreinin mikið til lagst niður. „Fyrirtækjum fækkar í þess- ari grein og þess vegna eru það helst fatahönnuðir sem hafa vinnu. Ála- foss er eina verksmiðjan sem er með vefstóla og þar er aðeins pláss fyrir Um Guðrún Gunnarsdóttir hönnuður og myndlistarmaður við vefstólinn. þessar mundir er hún að vefa veggteppi fyrir ný húsakynni ÁTVR. DV-mynd BG einn hönnuö í einu." Á hönnuði hvílir mikil ábyrgð því rétt litasamsetning skiptir máli þeg- ar varan fer í sölu og þar með afkomu fyrirtækisins. Ánægjuleg verðlaun Guðrún segist ekki áður hafa feng- ið verðlaun fyrir hönnun sína. „Mér finnst mikill heiður og mjög ánægju- legt að fá Menningarverðlaunin. Ég vonast til að það geti orðið til að fleiri leiti til mín, ekki endilega varðandi hönnun á værðarvorðum, heldur einnig í sambandi við annars konar hönnun. Ég gæti til dæmis alveg hugsað mér að vinna meira með arkitektum í sambandi við hti á hús- gögnum og skilveggjum. Ég hef verið í smásamstarfi við Valdimar Harðar- son arkitekt. Hann ætlar að nota nýja liti sem ég hef vahð í áklæði fyrir Álafoss," segir hún. Guðrún hefur verið í Félagi fata- og textílhönnuða og í Textílfélaginu. Hún var einn upphafsmanna Gallerí Langbrókar. Hún kenndi sem stundakennari í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands á árunum 1985-86. Guðrún hefur einnig hannað sér- stæða skartgripi, einkum nælur, sem vakið hafa mikla athygli. Þá hefur Guörún unnið talsvert úr pappír sem hún býr til sjálf og hefur sýnt þau verk sín í Norræna húsinu. Hún notar einnig mikið trjágreinar í myndlistinni. Guðrún hugar að sýningu eftir tvö ár en hún segir að undirbúningur sýninga taki ekki minni tíma. Guðrún og Stefán eiga tvo syni 15 og 20 ára. Hún segist hafa miklu meiri tíma nú en áður til að einbeita sér að vinnunni þar sem synirnir séu orðnir þetta gamlir. „Þegar maður fer að kafa meira niður í vinnuna þarf maöur alltaf lengri tíma til að finnast það nægilega gott sem maður er að gera þó alltaf skorti á að maður sé fullkomlega ánægður," segir Guð- rún Gunnarsdóttir hstamaður. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.