Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991,- íþróttir Stúfar frá Englandi Gurmar Sveinbjömsson, DV, Englandi: • Nokkra athygli vakti að skoski lands- liðsmaöurinn Ally McCoist var ekki í leikmannahópi Rangers fyrir hinn sögulega bikarleik gegn Celtic. Ástæðan mun vera sú að McCoist stalst á veðreiðar í Chelt- enham þegar Sounness hafði skipað honum að vera heima og hvílast. Sá síðarnefndi komst að öllu saman og setti McCoist út í kuldann en sleppti honum þó við fjársekt. Lee stjóri Leicester • Gordon Lee hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Leicester City út þetta keppnistímabil. Lee hef- ur stýrt liðinu allt frá því að David Pleat var látinn taka poka sinn fyrir sjö vikum en á þeim tima hefur nánast annar hver maður í Englandi verið orðaður við stöðuna. Undir stjórn Lee hefur Leicester spilað átta leiki, unnið þrjá en tapaö fimm. Líkt við Dalglish • Billy Bonds, stjóri West Ham United, er nú á höttunum eftir Alan Mahood, ungum miðvallar- spilara hjá Morton í Skotlandi. Mahood er aðeins 17 ára en engu aö síður eru menn farnir að líkja honum viö Kenny Dalglish. Til- boð West Ham hljóðar upp á 300 þúsund pund en forráðamenn Morton hafa ekki svarað þvi en viðurkenna að erfitt verði aö halda í Mahood mikið lengur. Seaiey valtur í sessi • Les Sealey, markvörður Manc- hester United, verður varla mikið lengur á Old Trafford en út þetta keppnistímabil. Sealey kom frá Luton á frjálsri. sölu og sömu skil- málar verða viðhafðir þegar hann yfirgefur félagið. United þarf ekki að leita langt yfir skammt að eftirmanni því Gary Walsh hefur náð sér eftir slæm meiðsli og hefur sýnt .góða frammistöðu með varaliðinu að undanförnu. Samning verður að virða • Sænski landsliðsþjálfarinn Tommy Svenson og George Gra- ham eru engir perluvinir eftir að Anders Limpar fór á heimaslóðir fyrr í vetur til að spila með lands- liðinu gegn Þjóöverjum. Svíar eiga miklilvægan leik gegn Grikkjum í næsta mánuði og Svenson segist ákveðinn í að nota Limpar í þeim leik og bendir á aö samkvæmt samningi leik- mannsins hafi hann rétt til að spila a.m.k. 9 landsleiki á ári og þaö verði Arsenal að gjöra svo vel aö virða. Lineker von á erfingja • Þrátt fyrir misjafnt gengi Tott- enham á þessu keppnistímabih hefur Gary Lineker gengið vel í hjónasænginni og kappinn á nú von á barni með eiginkonu sinni. Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna og Lineker er þegar búinn að út- vega Tottenham-búninginn í minnstu stærðinni en segir jafn- framt aö engu máli skipti hvort erfinginn feti í fótspor hans eða snúi sér að annarri atvinnugrein. Ferguson hækkar í launum • Alex Ferguson, stjóri Manc- hester United, á von á 50 þúsund punda launahækkun. Forráða- menn United viöurkenna að Ferguson hafi dregist aftur úr í kjarabaráttunni miðað viö stjór- ana hjá Arsenal og Liverpool og úr því verði bæta. Sænskur handbolti: Leikur Ystad til úrslita? - vann Irsta 1 undanúrslitum Gunnar Gunnarsson og félagar í Ystad eiga mikla möguleika á að leika til úrslita um sænska meistara- titilinn í handknattleik eftir sigur á útivelli, 27-28, í tvíframlengdum leik gegn Yrsta í undanúrslitunum í fyrrakvöld. Leikurinn fór frafn í Vasterás í Norður-Svíþjóð, á heimavelli Irsta, og heimamenn jöfnuðu úr vítakasti • Gunnar Gunnarsson. Brynjar markahæstur Brynjar Harðarson úr Val tók á ný forystuna í markakóngsslag úrslita- keppninnar á íslandsmótinu í hand- >. knattleik þegar hann skoraði 10 mörk gegn Víkingi í fýrrakvöld. Hann komst marki uppfyrir Birgi Sigurðsson úr Víkingi, sem gerði „aðeins“ 8 mörk í sama leik. Þessir eru nú 10 markahæstu leik- menn úrslitakeppninnar: Brynjar Harðarson, Val.......41/13 Birgir Sigurðsson, Víkingi...40/2 Petr Baumruk, Haukum.........38/7 Gylfi Birgisson, ÍBV.........37/9 Bjarki Sigurðsson, Víkingi...31/0 Óskar Ármannsson, FH.........29/7 Stefán Kristjánsson, FH......29/10 Valdimar Grímsson, Val.......27/6 Jón Kristjánsson, Val........26/0 Patrekur Jóhanness, Stjörnu..24/0 Magnús Sigurðsson, Stjörnu...22/9 Alexej Trufan, Víkingi.......20/7 Sigurður Gunnarsson, ÍBV.....19/1 Siguröur Bjarnason, Stjörnu..18/0 -VS/JKS á lokasekúndum í venjulegum leik- tíma, 19-19. Irsta jafnaði aftur, 23-23, í lok fyrri framlengingar en í þeirri síðari komst Ystad tveimur mörkum yfir undir lokin en Irsta minnkaöi muninn. Gunnar komst vel frá leiknum og var annar markahæsti leikmaður liðsins með 5 mörk. Hann krækti einnig í þrjú vítaköst og átti tvær línusendingar í lok leiksins sem gáfu mörk. Landsliðsmaðurinn Per Car- lén lék ekki með Ystad vegna veik- inda. Liðin mætast aftur í Ystad á sunnu- daginn og takist Gunnari og félögum að sigra leika þeir til úrslita, en sigri Irsta mætast liðin í þriðja sinn og þá í Vásterás. Drott vann Lugi, 19-21, í Lundi í fyrrakvöld og hefur tvo heimaleiki til að knýja fram einn sig- ur í hinu einvígi undanúrslitanna. „Það hefur allt smollið sáman hjá okkur í úrslitakeppninni, varnar- leikurinn hefur verið frábær og sömuleiðis markvarslan," sagöi Gunnar í samtali við DV í gær. Ystad var lengi vel í vetur í 7.-8. sæti úr- valsdeildarinnar en gengi liðsins hef- ur fariö batnandi eftir því sem liðið hefur á tímabilið. -VS • Brynjar Harðarson úr Val hefur verið iðinn við kolann, er marka- hæstur með 41 mark. SeKossvann ÍR Selfyssingar unnu góðan sigur á ÍR-ingum, 20-22, i Seljaskóla í gær- kvöldi en leikurinn var liður i úr- shtakeppni neðri hlutans í hand- knattleik. Selfyssingar sýndu mum meiri baráttuanda og unnu sann- gjaman sigur. í hálfleik var staðan 9-13 fyrir Selfoss. Með sigrinum em Selfyssingar komnir í þriðja sætið en keppnin er nú hálfnuö. • Mörk ÍR: Ólafur Orrason 5, Róbert Rafnsson 5, Jóhann Ás- geirsson 3, Magnús Ólafsson 2, Matthías Matthíasson 2, Guð- mundur Þórðarson 1, Frosti Guð- laugsson 1, Njörður Árnason 1. • Mörk Selfoss: Einar Guð- mundsson 9, Gústaf Bjarnason 7/1, Einar Sigurðsson 4, Sigurður Þórð- arson 1, Sigurjón Bjarnason l. Palace og Everton á Wembley Crystal Palace og Everton leika til úrslita í ZDS-keppninni á Wembley 7. apríl nk. Everton tryggöi sér sæti í úrslitum með því að vinna Leeds, 3-1, á Goodison Park í gærkvöldi í síðari leik liðanna. Tony Cottee skor- aði tvívegis og Ebbrell eitt. Mel Sterland skoraði fyrir Leeds. Everton vann samanlagt, 6-4. -JKS/G.SV • Bandaríkjamaðurinn i liði Njarðvíkinga, Ronday Robinson, hefur betur í frákasti' i leiknum í gærkvöldi. Robinson átti mjög góðan leik og hirti 23 varnar- og sókn< Úrslitakeppni úrvalsdeildar í kö Njarðvíki í miklu s - sigruðu Grindvíkinga í fyrri leik liðanr Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Njarðvíkingar unnu ótrúlega. léttan sigur á nágrönnum sínum í Grindavík í fyrri leik liðanna í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Njarðvíkum í gærkvöldi. Njarðvík sigr- aðimeð 86 stigum gegn 69 eftir aö staðan í hálfleik var 48-31 fyrir Njarðvíkinga. Eins og lokatölur leiksins gefa til kynr.a sýndu Njarövíkingar mikla yfirburði og þurfa Grindvíkingar heldur betur að taka sig saman í andlitinu fyrir síðari leikinn í Grindavík á laugardaginn kem- ur til að knýja fram þriðju viðureignina. Það var aðeins í byrjun sem jafnræði var með liðunum. Grindvíkingar kom- ust í 3-7 og var það í eina skiptið sem þeir höfðu yfirhöndina. Njarövíkingar sneru dæminu alveg við og skoruðu íjórtán stig í röð og upp frá því áttu Grindvíkingar ekki viðreisnar von. Að vísu minnkuðu þeir muninn í tvö stig, 29-27, en síöan ekki söguna meir. Njarðvíkingar sýndu á kafla stórleik Njarðvíkingar sýndu stórleik á þessum leikkafla, beittu pressuvörn allan völl- inn og sú varnaraöferö setti Grindvík- inga alveg út af laginu. Liðsheildin var sterk og allt gekk upp hjá heimamönn- um. Síðari hálfleikur var jafn en hann endaði 38-38. Njarðvík dró úr kraftinum enda öruggur sigur kominn í höfn. Teitur Örlygsson og Ronday Robinson voru bestir í annars jöfnu liði Njarðvík- inga. Robinson tók 23 varnar- og sókn- arfráköst. Allt liðið á mikið hrós fyrir frammistöðuna. Lykilmenn hjá Grindavík brugðust í þessum leik. Guðmundur Bragason skoraði ekki eitt einasta stig í fyrri hálf- leik og það hefur líklega ekki gerst áð- ur. Dan Krebbs var góður í fyrri hálfleik og skoraði þá 18 stig en haföi hægt um sig í síðari hálfleik. Hjálmar Hallgríms- son átti ágæta spretti. Gunnar Þorvarðarson: „Betra liðið vann þennan leik. Við töp- uðum leiknum undir lok fyrri hálfleiks en síðari hálfleikur var í jafnvægi. Það sem fór úrskeiðis var nánast allt og ég lofa að leikurinn á laugardaginn verður ekki eins auðveldur fyrir þá því við ætl- um okkur að knýja fram þriðja leik- inn,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálf- ari Grindvíkinga, eftir leikinn gegn Njarövíkingum í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.