Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. Útlönd DV Skar undán sér við altarið Tuttugu og tveggja ára gamall Pólverji gelti sjálfan sig á altarinu í dóm- kirkjunni í Szczecin í heimalandi sínu til að mótmæla nýjum lögum um fóstureyðingar. Talsmaöur lögreglunnar í bænum sagði að skúringakona hefði fundið manninn á fóstudagsmorguninn. Þá lá hann meðvitundarlaus á altarinu og við hlið hans lágu kynfærin og eldhúshnifur. Manninum blæddi mik- ið og var hann fluttur á sjúkrahús. Hann var þó ekki í bráðri lífshættu. Lögreglan segir að maðurinn hafi viljað mótmæla strangari lögum um fóstureyðingar en tók fram að hann hafi átt við verulega andlega erf- iðleika að stríða og því lítið vit í skoðunum hans og geröum. Saka Grænlendinga um of veiði Grænfriöungar leggja nú höfuðáherslu á að stöðva hvalveiöar Græn- lendinga. Þeir segja að Grænlendingar veiði fleiri hvali en gert var ráð fyrir þegar heimilað var að veiða hvali við Grænland á síðasta ári og vilja að Danir skerist i leikinn. Á árunum 1990 og 1991 fengu Grænlending- ar heimild til að veiða 42 hvali en grænfriðungar segja að Grænlendingar hafi veitt helmingi meira en þeir máttu. Mál þetta hefur komist í hámæli nú þegar ársfundur Alþjóöa hvalveiðí- ráðsins sendur fyrir dyrum i Reykjavík nú í maí. Grænfriðungar gera sér vonir um að koma megi með öllu í veg fyrir hvalveiðar takist þeim að fá Graenlendinga til aö hætta veiðum. í Grænlandi er áhugi á að halda veiðunum áfram og segir Kaj Egede sjávarútvegsráðherra að stjórn hans íhugi að segja sig úr hvalveiðiráðinu ef íslendingar og Norðmenn gera það. Mannfall í óeirðum á Malí Olíugróði íraks í vasa Saddams í Bandaríkjunum er því haldið fram að Saddam Hussein Iraksforseti hafi á ferli sínum tekið um 10 millj- arða Bandaríkjadala af tekjum fyrir selda olíu til eigin þarfa. Þetta eru um 600 milljarðar íslenskra króna. Eftir því sem sjónvarpsstöðin CBS segir hefur Saddam notað þessa pen- inga til að kaupa fasteignir víða um lönd. Mál þetta hefur komist í hámæli eftir að stjórn Kúvæts réð fjármála- sérfræðing til að hafa uppi á fjárfest- ingum Saddams og ættmenna hans. Stjórnmálasérfræðingar segja að þess sé nú vart lengi að bíða að Sadd- am hrökklist frá völdum en upp- reisnarmenn hafa stóra hluta lands- ins á sínu valdi. Umsátursástand rík- ir i Bagdad og í norðurhéruðum hafa Kúrdar öll völd. Því er búist við að Saddam leggi á flótta áður en langt um líður og reyni að kaupa citthvert ríki þriðja heimsins til að veita sér hæli gegn álitlegri greiöslu. Reuter Núer upplýst á Nýja-Sjálandi að Mark Phillips, eiginmaður Önnu Breta- prinsessu, bar fé á Heather Tonkin til að koma í veg fyrir að hún höfð- aði mál gegn honum og krefðist þess að fá bamsmeðlög greidd. Blöð á Nýja-Sjálandi segja að um verulegar fjárhæðir sé aö ræða. Milligöngumað- ur var James nokkur Erskine í Ástralíu. Samband Phillips og Tonkin komst í hámæli í síðustu viku þegar hún ákvað að höfða mál gegn Phillips og krefja hann um meðlag og aö hann viðurkenndi að vera faðir fimm ára gamallar dóttur hennar. Phillips hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um máhö sem stöðugt verður um- fangsmeira. í skrifum blaða á Nýja-Sjálandi hefur komið fram að síminn hjá Tonk- in var hleraður síðasta Sumar. Þá ræddi hún við Erskine og vildi fá sem svaraði til 60 milljóna íslenskra króna frá Phillips til að segja ekki frá því opinberlega að hún hefði aliö honum dóttur. Kaupmenn hamstra kaffi Verð á kaffibaunum hefur margfaldast í verði eftir að stjóm Brasilíu ákvað að stöðva allan útflutning um óákveðinn tíma. Ráðherrar í stjórn- inni segja þó aö vart þurfi að yænta hækkunar á verði til neytenda í bráö því nóg sé til af birgðum. Áður en útflutningsbanniö tók gildi kost- aði pundið af kaffibaunum um fimm sent en nú er það selt fyrir einn Bandaríkjadal. Brasiliumenn reyna að koma á alþjóðlegum kvótum í versiun með kaffi en flestir aðrir framleiðendur vilja að verslunin verði fijáls og verö ráðist af framboöi og eftirspum. Reuter og Ritzau Nú er viðurkennt að i það minnsta 150 menn hafa fallið á Mali eftir miklar óeirðir þar um helgina. Stjómarandstæðingar boöuðu til alls- heijarverkfalls í dag til að mótmæla haröstjóm Moussa Traore. Ríkis- stjórnin hefur heimilað hermönnum og lögreglu að beita skotvopnum gegn mótmælendum. Vestrænir sendimenn í landinum segja aö í það -minhsta þúsund menn hafi særst og 150 fallið. manna hefur komiö á sjúkrahus á Malí til að fá gert að sárum sfnum eftir bardaga við her og lögreglu. Símamynd Reuter Phillips bar fé á barnsmódursína Heather Tonkin fer huidu höfði á Nýja-Sjátandi meðan hun reynir að fá máii sínu gegn eiginmanni önnu Bretaprinsessu framgengt fyrir dóm- Stólum. Simamynd Reuter Kúvætar telja peninga fyrir utan banka á meðan þeir bíða eftir að geta skipt þeim fyrir nýja sem nú taka gildi. Breytingin er gerð til að ógilda þá alla þá seðla sem írakar stálu. símamynd Reuter Saddam eflir varnir í Bagdad - sagður óttást valdarán hersins Samtök stjórnarandstæðinga í ír- ak sökuðu í gær stjómarhermenn um aö sprauta sým úr þyrlum yfir uppreisnarmenn i Amara og Mosul í norðurhluta landsins. Þetta er í annað sinn á fimm dögum sem tals- maður uppreisnarmanna kemur með slíkar ásakanir. Það hefur ekki fengist staðfest af óháðum aðilum að stjórnarherinn beiti fyrrnefndri aðferö en tyrk- neskir fréttamenn, sem verið hafa á ferð í norðurhluta íraks, segjast hafa séð fólk á sjúkrahúsi í bænum Zakho sem hafi orðið fyrir napalmsprengj- um. í yfirlýsingu stjórnarandstæðinga sagði að sérsveitir Lýðveldisvarðar- ins væru nú við öllu viðbúnar í Bagdad, þar á meðal valdaráni hers- ins. Varnir umhverfis bústað Sadd- ams Hussein Iraksforseta hefðu ver- ið efldar til muna. Engum vestræn- um fréttamönnum er leyft að starfa í Bagdad. Saddam stokkaði upp í stjórn sinni á laugardaginn. Útvarpið i Bagdad tilkynnti þá að aðstoðarforsætisráð- herra landsins, Saadoun Hammadi, yrði forsætisráðherra en þeirri stöðu hefur Saddam sjálfur gegnt. Hann verður þó áfram í embætti forseta. Útvarpið greindi einnig frá því aö fleiri breytingar hefðu verið gerðar. SANA, hin opinbera fréttastofa Sýrlands, greindi frá því að upp- reisnarmenn hefðu tekið til fanga heila herdeild eftir bardaga í norður- hluta íraks á laugardaginn. Heil her- deild samanstendur af tólf þúsund mönnum. írakar og bandamenn skiptust á stríðsfóngum í gær. Talsmaður Al- þjóða Rauða krosssins í Riyadh sagði að þúsund íraskir stríðsfangar hefðu verið afhentir íröskum yfirvöldum. Ellefu hundruð og fimmtíu stríðs- föngum var ekið frá írak til saudi- arabískrar landamæraborgar og flogið þaðan til Kúvæts. Hundruð Kúvæta stóðu í biðröðum í gær fyrir utan banka til að skipta á gömlum peningum og nýjum sem nú hafa verið settir í umferð. Bankar voru opnaðir í gær í fyrsta sinn frá því að stríðinu lauk. Seðlarnir, sem nú hafa verið settir í umferð, koma í stað þeirra sem voru í gildi fyrir innrás íraka. Erþað gert til að ógilda allt það fé sem Irakar stálu frá Kú- væt. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.