Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 25. MARS 1991.
Grænt númer!
996699-sparilán
Nú er rétti tíminn til aö taka
skynsamlega ákvörðun! Áskrift aö
spariskírteinum ríkissjóðs! Ríkis-
sjóður íslands! Snepill með þessum
upphrópanavaðli barst inn um
bréfalúgu mína nú nýveriö. Á þess-
um blekkingavef aldrei að linna?
Hvað eru verðbréfasjóðir og
bankar að gera, með ríkissjóð í
broddi fylkingar, þegar þeir þykj-
ast bjóða miklu meiri „ávöxtun"
íjármagns en annars staðar er
hægt að fá. Ef svo er, hvað erum
við þá að berjast við að halda fram-
leiðslugreinum til lands og sjávar
gangandi, sem ekki geta boðið neitt
þessu líkt og margur segir að séu
baggi á landslýð? - Hvers vegna lif-
um við ekki bara góöu lífi á við-
skiptum við þessa góðu arðsemis-
sjóði?
Aukaatriði?
Mín skoðun hefur ávallt veriö sú,
að ávöxtun fari öll fram úti í at-
vinnulífmu, og þó einkum í fram-
leiðslugreinunum, þar sem verð-
mætaöflun og verðmætasköpun fer
fram. Aldrei láta aðstandendur
sjóða og banka neitt uppi um það,
hvernig þeir fara að því að ná hinu
mikla fjármagni, sem þeir bjóðast
tU að greiða handhöfun pening-
anna, sem verið er að falast eftir.
Það er eins og það sé algjört auka-
atriöi. Sprettur þetta bara fram úr
ermum þeirra? Ekki hef ég nú trú
á því, jafnvel þótt þeir væru mikhr
galdramenn, sem mér sýnist þeir
telja sig vera. En þessum aðilum
var af lagasmiðum Alþingis rétt
upp í hendur vítisvél, sem í snún-
Kjallariim
Guðni Daníelsson
húsasmiður
ingi sínum hakkar og malar, sýgur
blóð og merg úr efnahags- og at-
vinnulifi þjóðarinnar. - Galdra-
tækið vinnur sem sagt neikvætt,
rífur niður í stað þess að byggja
upp.
Hvers konar Alþingi?
Ég nefndi Alþingi. Hvers konar
Alþingi er það sem-beitir svona
brögðum? Þjóðþing hefði aldrei
hagað sér á þennan máta. Hagur
þjóðar hefði hlotið að sitja í fyrir-
rúmi. Þetta svokallaða Alþingi
virðist aðallega setið fulltrúum
peningavalds, sem fær óáreitt og
lögverndað að stunda eitt hroðaleg-
asta arðrán sem yfir þessa þjóð
hefur gengið. Tilfærslan á hinu
svonefnda fjármagni hefur verið
svo hrikaleg síðustu tólf árin, frá
framleiðslugreinunum, ýmist beint
í eða í gegnum launþega, að nemur
örugglega hundruðum ef ekki þús-
undum milljarða króna. Þetta eru
verk hins svonefnda Alþingis með
arðránslögunum 1979, sem ég kalla
svo og þar með var hrunadansinn
hafmn.
Framleiðslufyrirtækin tóku þeg-
ar að hrynja og hvað hraðast í iðn-
aðinum, enda er hann nánast í rúst.
Landbúnaði og sjávarútvegi haldið
í úlfakreppu og á brauðfótum,
greinar, sem gætu bjargast á eigin
spýtur, án nokkurs sjóðafargans,
ef þær fengju að halda sínu. Gætu
samt, að mínu mati, greitt góð laun
og ríflegar upphæöir til samfélags-
þarfa.
Hér ætti enginn að þurfa að vera
í fjárhagserfiðleikum hvar í þjóö-
félaginu, sem hann er settur. Hér
ætti hver fjölskylda að geta átt sína
íbúð skuldlausa. Þjóðfélagið gæti
átt miklar fjárfúlgur í staö þess að
skulda hrikalega. Við gætum átt
einn sterkasta gjaldmiðil í heimi
ef rétt hefði veriö á málum haldið.
Hér gæti athafna- og atvinnulíf ver-
ið í miklum blóma um allt lanð og
enginn flótti þeirra hluta vegna.
Innstæður í
erlendum bönkum
Hér er smá saga úr fortíðinni. Á
sjötta áratugnum, sem kallaöur
hefur verið skömmtunaráratugur-
inn, þegar búið var að sólunda öll-
um stríðsgróðanum og taka að auki
hrikaleg lán til að endurnýja tog-
araflotann, að sagt var, á einu
bretti, varð mönnum alltíðrætt um
skuldir og efnahagsmál.
Einhvern tíma á þessum árum
hafði verið hér á ferð þýskur
bankamaður og fór þessi umræða
ekki fram hjá honum, en honum
varð þá að orði að íslendingar
þyrftu ekkert að kvarta, þeir ættu
nógar innstæður í erlendum bönk-
um til að borga upp allar sínar
skuldir.
Hins vegar vildi svo til að ís-
lenska ríkið átti ekkert nema
skuldasúpuna. Hvaða íslendingar
áttu þá innstæðurnar? Dettur
nokkrum í hug að hlutur innstæðu-
hafanna sé eitthvað lakari í dag?
Það skyldi nú ekki vera, að nóg
væri til í erlendum bönkum fyrir
skuldum okkar nú. Ekki kæmi mér
það á óvart og meira að segja
margfalt það. En við þessu má nátt-
úrlega ekki hrófla á nokkurn hátt.
Gæti verið að alþingismenn hefðu
eitthvað af þessum auði á sínum
nöfnum?
Ef þessir eru jafn-ábyrgðarmiklir
og þeir vilja vera láta, hvers vegna
seilast þeir þá ekki eftir auðmagn-
inu til að forða þjóðinni frá efna-
hagslegu hruni? Það er nú reyndar
ekki að sjá, að það sé þeim áhyggju-
efni. Maður gæti frekar ímyndað
sér, að þeir væru í óðaönn að láta
spádóma Nostradamusar rætast,
að glutra niður sjálfstæði okkar og
yrði þá án efa innganga í EB bana-
höggið.
Guðni Daníelsson
„Aldrei láta aðstandendur sjóða og
banka neitt uppi um það, hvernig þeir
fara að því að ná hinu mikla fjár-
magni, sem þeir bjóðast til að greiða
handhöfum peninganna.“
Framtíð, átaksverkef ni
Mýrdælinga í atvinnumálum
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps
hefur tekið ákvörðun um að fara
út í átaksverkefni í atvinnumálum
í hreppnum í þeirri von að það sé
vænlegur kostur til þess að efla
atvinnulífið. íbúum hreppsins
fækkaði um 15 á síðasta ári, og er
það nokkuö mikiö í 600 manna
samfélagi, meðal annars vegna
þess að fólk missti atvinnuna eða
vegna ótryggs ástands. Þetta fólk
flytur burt frá óseldum húseignum
til þess að leita að einhverju sem
er hugsanlega betra.
Ætti að skila árangri
Það var að tillögu atvinnumála-
nefndar Mýrdalshrepps sem þessi
ákvörðun var tekin, en ný atvinnu-
málanefnd var skipuð eftir síðustu
sveitarstjómarkosningar. Nefndin
hóf störf í júlí á síðasta ári og var
þá aöallega rætt um atvinnu-
ástandið í hreppnum og hvað
myndi gerast ef ekkert væri að gert.
Nefndarmönnum var ljóst að þaö
þyrfti að grípa til ráðstafana til
þess að tryggja öllum örugga at-
vinnu sem vilja búa á staðnum.
Þaö var einnig ljóst að við sem
búum í Mýrdalnum þyrftum sjálf
aö gera víðtækt átak í atvinnumál-
um í hreppnum. Nokkur tími fór í
það að kynna sér ýmsar leiðir sem
famar hafa verið í eflingu atvinnu-
lífs í samfélögum á landsbyggðinni
sem hafa átt við svipuð vandamál
að etja.
Að lokinni þessari athugun var
KjaUarinn
Páll Pétursson
starfar við Fjarvinnslu í Vík
ákveðið að svokallað átaksverkefni
í atvinnuþróun væri líklegt til að
henta Mýrdælingum vel og ætti
það áð geta skilaö einhverjum ár-
angri. Verkefni sem þetta byggir
að mjög miklu leyti á þátttöku íbú-
anna þvi að þeir þekkja þróun und-
anfarinna ára, hvað hefur veriö
reynt að gera og hvernig það hefur
heppnast. Einnig ættu heimamenn
að vita best hvað hægt er að nýta
af auðlindum í náttúrunni, hvaða
þekkingu er að fá á staðnum o.s.frv.
íbúarnir sameinast
Átaksverkefni er í fáum orðum
það að íbúarnir sameinast um að
leita leiða og vinna skipulega að
því að þróa og styrkja atvinnulífið
og auðga þar með mannlífið um
leið. Verkefniö hófst formlega með
svokallaðri leitarráðstefnu sem
haldin var í maí 1991. Á ráðstefn-
unni kom saman hópur manna, 67
talsins, sem fjallaði í nokkrum
smærri hópum um ákveðna þætti
atvinnustarfseminnar á staönum,
söguna, nútíðina, æskilega þróun
og hvað geröist ef ekkert verði að
gert. Þeir sem á leitarráðstefnuna
komu er fólk sem hefur áhuga á
að taka þátt í að móta þróun at-
vinnulífs ög mannlífs í byggöarlag-
inu.
Verkefnið stendur formlega í 18
mánuði og hljóðar kostnaöaráætl-
un upp á 6 milljónir króna. Þeir
sem fjármcgna verkefnið eru eftir-
taldir: Atvinnuþróunarsjóöpr Suð-
urlands, Búnaöarbankinn í Vík,
Byggöastofnun, Kaupfélag Árnes-
inga, Mýrdalshreppur, Samvinnu-
bankinn í Vík og Verkalýðsfélagið
Víkingur í Vík. Verkefnisstjórn er
skipuö fólki frá fjármögnunaraðil-
um. Stjórnin hefur auglýst eftir
verkefnisstjóra og hlutverk hans
verður að vinna með hópum á leit-
arráðstefnunni og eftir hana, og
meö starfandi fyrirtækjum að
áframhaldanadi þróun hugmynda
og verkefna og aðstoða við að út-
vega sérfræðiráðgjöf þar sem
hennar er þörf. Þá verður væntan-
lega hægt að fá aðstoð við að leita
fjármögnunarleiða fyrir góðar hug-
myndir til þess að hægt sé aö
hrinda þeim í framkvæmd.
Atvinnumálanefndin leggur á
þaö mikla áherslu að þetta verkefni
er ekki einungis hugsað til þess að
koma á fót nýjum fyrirtækjum,
heldur ekki síður til þess að hlúa
að þeim sem fyrir eru með þvi að
útvíkka og þróa framleiðslu og
þjónustu þeirra.
Aðeins upphafið
Ætlunin er aö þessir 18 mánuðir
séu aðeins upphafið að stöðugri
framþróun í samfélaginu. Það
táknar ekki það aö eftir 18 mánuöi
geti menn sest niður og sagt, „Jæja,
nú er þetta búið, eigum viö þá ekki
að slaka á og athuga hvort þetta
getur ekki komið af sjálfu sér
núna!“ Nei, það verður að vinna
áfram á sama hátt, viðhalda já-
kvæöu hugarfari og bjartsýni því
að það er mjög eríitt að láta nokk-
urn hlut virka vel nema það sé
hvort tveggja til staðar.
Fyrstu dagana í febrúar fór fram
kynning á verkefninu í Mýrdaln-
um þannig að atvinnumálanefnd-
armenn skiptu á milli sín verkum
og mættu á vinnustaðafundi og á
fundi hjá hinum fjölmörgu félögum
sem starfa í hreppnum. Á þessum
fundum hefur verið lögð áhersla á
það aö koma af stað jákvæðri um-
ræðu um samfélagið og aö ýta und-
ir bjartsýni á framhaldið. Um leið
var leitað eftir sjálfboðaliðum til
þess að taka þátt í leitarráðstefn-
unni og hefur það gefið góöa raun.
Það verður hins vegar að benda
á það að átaksverkefni er ekki nein
kraftaverkalausn í málefnum
landsbyggðarinnar. Átaksverkefni
kallar á mikla vinnu íbúa og fyrir-
tækja þess svæðis sem ræðst í slíkt
verkefni og byggist mikið á því að
allir taki þátt. Það er mikill árang-
ur ef hugarfarið verður jákvætt og
aö fólk verður aftur bjartsýnt á
framhaldið, því að með hvort
tveggja í farteskinu má gera ótrú-
legustu hluti.
Páll Pétursson
„Verkefni sem þetta byggir að mjög
miklu leyti á þátttöku íbúanna því að
þeir þekkja þróun undanfarinna ára,
hvað hefur verið reynt að gera og
hvernig það hefur heppnast.“