Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórl: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Friðarverðlaunað ofbeldi Friðarverðlaunanefnd Nóbels varð sér og norska stórþinginu til skammar, af því að hún greindi ekki á milli andartaks og eilífðar. Hún’tók stutt tímabil sem mælikvarða á gildi stjórnmálamanns og situr uppi með að hafa veitt Gorbatsjov Sovétforseta verðlaunin. Friðarverðlaunanefndir geta veitt móður Theresíu slík verðlaun, af því að hegðun hennar á morgun verð- ur hin sama og hún var í gær. Hið sama gildir ekki um tækifærissinnaðan stjórnmálamann, sem stuðlar að friði annan daginn og efnir til ófriðar hinn næsta. Friðarverðlaun hafa slæm áhrif á tækifærissinnaðan og samvizkulausan stjórnmálamann á borð við Gorb- atsjov. Hann tekur verðlaunin sem staðfestingu þess, að um sinn hafi hann náð hámarksáhrifum á friðarkant- inum og að nú sé lag til að sinna ófriðarmálum betur. Gorbatsjov stuðlar að ófriði, þegar það hentar honum. Þegar hann telur sig þurfa að refsa Armeníumönnum fyrir óhlýðni við miðstjórnarvaldið, lætur hann Rauða herinn berjast með Azerum, þótt slík hlutdrægni magni ófrið á afar viðkvæmu svæði í Kákasusfjöllum. Þegar Gorbatsjov telur henta sér að minna Litháa á, að þeir hafi lélega samningsaðstöðu gegn Moskvuvald- inu, sendir hann öryggissveitir innanríkisráðuneytis- ins, sem frægar eru affyrra ofbeldi, til svokallaðra „eðli- legra“ æfinga við þinghús Litháens í Vilníus. Þegar Gorbatsjov forseti var búinn að gefa þjóðum Austur-Evrópu frelsi, veðjuðu vestrænir leiðtogar á hann sem mann vestursins í Sovétríkjunum. Þess vegna hefur Gorbatsjov sífellt verið hampað, þótt hann sé um þessar mundir einn helzti þröskuldur í vegi þjóða sinna. Þegar Gorbatsjov er ofbeldismegin í tækifærisstefnu sinni, reyna vestrænir leiðtogar með Bandaríkjastjórn í broddi fylkingar að útskýra vandamálið i burtu. Þeir láta Gorbatsjov komast upp með að segjast ekki hafa vitað um ofbeldi öryggislögreglu og hersveita. Augljóst er, að forseti ríkis hlýtur að halda mjög fast um tauma hers og lögreglu á svæðum, þar sem allt get- ur farið í bál og brand. Að halda því fram, að her og öryggislögreglu stjórni vondir karlar, sem Gorbatsjov ráði ekki við, er bull og raunar vísvitandi rangt. ímyndaðar hagkvæmnisástæður valda því, að vest- rænir leiðtogar styðja ofbeldishneigðan Sovétforseta og reyna að gera lítið úr ofbeldi hans. Þeir ímynda sér, að hann haldi ríkinu saman. Þeir telja sig búa við meira öryggi en ella með Gorbatsjov í æðsta valdastóli. Raunveruleikinn er allt annar. Gorbatsjov rekur nefnilega efnahagsstefnu, sem er meira að segja lakari en fyrri harðlínustefna, þannig að efnahagur Sovétríkj- anna rústast nú hraðar en gerðist á tíma Brezhnevs flokksformanns. Gorbatsjov er skaðlegri en Brezhnev. Möguleikar Austur-Evrópu á efnahagslegum fram- fórum byggjast á, að þar hefur fyrra þjóðskipulagi og gömlum flokksbroddum verið fleygt út. í Sovétríkjunum hefur hvorugt verið gert. Þar er verið að reyna að fara millileið undir stjórn hinna óhæfu flokksbrodda. Millileið Gorbatsjovs er versta efnahagsleiðin. Hún mun soga til sín stjarnfræðilegar summur í vestrænni fjárhagsaðstoð, sem fer öll í súginn. Vestrænir peningar eiga betur heima í þeim hlutum Austur-Evrópu og Sov- étríkjanna, sem kasta kerfinu og körlunum. Gorbatsjov er maður ofbeldis og fortíðar. Að púkka upp á hann með friðarverðlaunum og vestrænu fé leið- ir pólitíska og efnahagslega ógæfu yfir Sovétríkin. Jónas Kristjánsson Eftirköst kalda stríðsins í Afríku Lok kalda stríðsins eru farin að segja rækilega til sín í löndum Afr- íku. Á síðasta skeiði keppni risa- veldanna um hernaöarítök og áhrif í fjarlægum heimshlutum var hún einkum háð þar í álfu. Niöurstöður urðu í mörgum Afríkulöndum langvinnar borgarastyrjaldir, þar sem aðilar sóttu vopn og fé til er- lendra bakhjarla, oftast risaveld- anna, eða harðstjórn einvalda sem studdust vlð erlenda hernaðarað- stoð. Um suðurhluta álfunnar flækti svo myndina viðleitni Suð- ur-Afríkustjórnar til að veikja stjórnir ríkja sem veittu frelsisbar- áttu svartra þegna hennar hðsinni. Afleiðingarnar af breyttu heims- ástandi fyrir Afríkulönd hafa óðum verið að koma fram síöustu miss- eri. Tvö ríki, Líbería og Sómalía, eru flakandi rifrildi, þar sem skæruliðahreyfingar sem steyptu harðstjórum hafa ekki getað komið sér saman um hvað við taki og eru jafnvel teknar að berjast innbyrðis. Samuel Doe í Líberíu og Sidi Barre í Sómalíu biðu lægri hlut í mann- skæðum borgarastyrjöldum, eftir að Bandaríkjastjórn hætti að ausa í þá fé og vopnum. Barre var reynd- ar áður á mála hjá Sovétstjóminni, þangað til hún tók erkióvini í Eþí- ópíu fram yfir hann. Neyð og sundrung ríkir nú í báðum löndum, og önnur aðalskæruliðahreyfingin í Sómalíu hefur lýst yfir skiptingu landsins og stofnun'sjálfstæðs ríkis í Norður-Sómalíu. Stríðandi fylkingar i Angóla und- irrituðu í síðustu viku ítarlegan sáttmála um stöðvun vopnavið- skipta, stofnun eins ríkishers af liði beggja og frjálsar kosningar til rík- isþings við hátíðlega athöfn í Lissa- bon. Portúgalar, fyrri nýlendu- herrar, höfðu milhgöngu um sátt- argerðina, en utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna voru viðstaddir. Hátt í tvo áratugi hefur ríkisstjórn fyrri frelsishreyf- ingar, MPLA, setið að völdum í Angóla með Uðsinni Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra, en önnur hreyfing, UNITA, hefur barist gegn henni, fyrst með stuöningi Suður- Afríkustjómar, síðar Bandaríkj- anna. Grunnurinn að sættinni sem nú hefur tekist var lagður við und- irbúning að sjálfstæði Namibíu. Þá hét Suður-Afríkustjórn að kalla brott lið sitt, sem barðist með UN- ITA í Suður-Angóla, gegn því að Kúbustjórn flytti heim liðsafla, sem hún hafði sent MPLA til trausts og halds. Um þær mundir sem utanríkis- ráðherrarnir Baker og Bessmertn- ik sátu á rökstólum í Lissabon, beið stjórn skjólstæðinga Sovét- manna fuUnaðarósigur í Eþíópíu. Mengistu Haile Mariam ofursti, einvaldur frá 1977, flúði land, og í kjölfarið leystust her hans og stjórn upp. Her bandalags skæruliða- hreyfinga, Lýðræðisfylking bylt- ingarsinnaðrar alþýðu Eþíópíu fullu nafni, tók höfuðborgina Addis Ababa á sitt vald nær mótspyrnu- laust. Ráðandi afl í Lýðræðisfylking- unni er skæruliðahreyfing frá Tigre héraði í norðurhluta lands- ins, sem fyrst reis upp af afli gegn stjórn Mengistu. Áður geisaði hernaður í Eritreu, strandhéraðinu norður af Tigre út að Rauöahafi, sem keisarastjórn Haile Selassie innlimaði í Eþíópíu. Jafnharðan greip þar til vopna sjálfstæðis- hreyfing. Eritreu byggja islamstrú- armenn, en ríkjandi þjóðir í Eþíóp- iu hafa játað koptiska kristni frá alda öðh. Amharar, sem byggja miðbik Eþíópíu umhverfis höfuðborgina, hafa jafnlengi verið yfirþjóð í land- inu. Aðallinn til forna var úr þeirra röðum og síðar embættisstétt og herforingjar, bæði undir keisara- veldi og byltingarstjórn Mengistu, sem kenndi stefnu sína við marx- lenínisma. í raun rak hann blóöi drifna harðstjórn, sem bitnaði jöfnum höndum á millistétt borganna, sem vænst hafði lýðræðisþróunar eftir að keisaradæminu var kollvarpað 1974, og bændum á landsbyggðinni. Sveitafólkið var hrakið frá heimil- um sínum í hefðbundnum byggð- um í nýreist þorp undir handar- jaðri yfirvalda. Skattheimta og sí- felld herútboð þjökuðu sveitirnar, og þegar óáran bættist við kom til stórfelldrar hungursneyðar, en lé- leg viðbrögð keisarastjórnarinnar Erlend tíðindi MagnúsTorfi Ólafsson við hliðstæðri plágu áttu drýgstan þátt í falli Haile Selassie. Uppreisn braust fyrst út í Tigre meðal bænda, og boðuðu forustu- mennirnir „sannan sósíalisma" í stað hemaðareinræðis Mengistu. Virtust þeir helst sækja hug- myndafræði sína til Envers Hoxa Albaníuforseta. Mengistu svaraði með gereyðingarhernaði um Tigre og aðliggjandi héruð. En skærulið- ar stóðu allar árásir af sér, náðu samstarfi við sjálfstæðishreyfingu Eritreu og hrósa nú fullum sigri, fyrst og fremst vegna þess að þeim tókst að vinna sér traust bændanna í dreifðum byggðum um allan norð- urhluta landsins. Síðar kom til sögunnar önnur skæruliðahreyfing Oromo-þjóðar- innar, sem byggir sunnanverða Eþíópíu frá Ogadeneyðimörk í austri að landamærum Súdans í vestri. Oromo-menn eru taldir fjöl- mennasta þjóð Eþíópíu, en alls eru landsmenn taldir 52 milljónir að Eritreu meðtalinni. Frelsisfylking Oromo er þó langtum lakar skipu- lögð og áhrifaminni en hreyfingin sem á uppruna sinn í Tigre. Saga Eþíópíu og kristin hefð hafa gætt þjóöirnar sem stýrt hafa rík- inu frá fornu fari miklu þjóðar- stolti, einkum Amhara. Ríkið hefur sérstöðu að því leyti að það varð eitt Afríkuríkja aldrei nýlenda Evr- ópuríkis, fyrr en Mussohni tókst að brjóta það undir Ítalíu hálfan áratug á fjórða og fimmta tug aldar- innar. Aftur á móti er verulegt djúp staðfest milli þjóðernanna. Tungu- mál eru óhk, Amharar í Addis Ababa skilja til að mynda ekki Tigre-menn, sem nú hafa lagt undir sig þriggja milljóna manna borg. Komið hefur til átaka með mann- fahi milli hermanna og borgarbúa, einkum ungs fólks, sem mótmælti aðskilnaði Eritreu og sakaði Bandaríkjastjórn um að svíkja gef- in fyrirheit um stuðning við óskipta Eþíópíu. Lýðræðisfylkingin kveðst stefna að upphafi viðræðna um myndun bráðabirgðastjórnar á sem breið- ustum grundvelli ekki síðar en 1. júlí og kosningum til stjórnlaga- þings innan árs. Frelsisfylking Eri- treu hefur fyrir sitt leyti lýst yfir myndun bráðabirgðastjórnar og þjóðaratkvæði um sjálfstæði lands- ins undir eftirliti SÞ innan tveggja ára. Brýn þörf er á utanaðkomandi aðstoð í stríðshrjáðu landi, þar sem rétt ein hungursneyðin blasir við, ef ekki er skjótt að gert. Lega lands- ins við innsiglinguna í Rauða hafið gerir jafnt hér eftir sem hingað til freistandi fyrir önnur veldi að seil- ast þar th áhrifa. Bandaríkjastjórn fer ekki dult með að hún telur Eþí- ópíu hafa hernaðarþýðingu fyrir sín áform á þessum hjara. Araba- ríki, og einkum Líbýa, studdu sjálf- stæöishreyfingu Eritreu, en á móti gerðist írsraelsstjórn einn af bak- hjörlum stjórnar Mengistu. Konur bera vannærð og veik börn sín í fatla í flóttamannabúðum i Ogaden. í því héraði einu vofir hungurdauði yfir um það bil 100.000 Eþíópíumönnum. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.