Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Síða 25
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1991. 25 Turtles - skjaldbökur sem borða pitsu, vopnaðar sverðum og berjast við óvininn. Þær eiga heima í holræsakerfi New York borgar. Nýjasta æðið i heimi barnanna sem islenskir foreldrar kannast áreiðanlega vel við. Öll íslensk börn vita hvað enska orðið turtles þýðir og það er orðið sem þau nota yfir þessu nýju leikföng. Nýjasta æði bamanna: Skjaldbökufaraldur berst um heiminn - en þær eiga eftir að falla fyrir Hróa hetti Nýjasta æðið í heimi barnanna er fjórar grænar skjaldbökur, svokall- aðar „Turtles", og engin takmörk virðast vera á hvaða hluti skjaldbök- urnar skreyta. Skjaldbökurnar koma úr holræsi New Yorkborgar og þær hafa ætt um heiminn eins og eldur í sinu. Stórar grænar skjaldbökur „Turtles" sem uröu fyrir geislun þannig að þær stækkuðu og urðu mannhæðarháar. Skjaldbökurnar borða pitsu, beita fyrir sig japanskri bardagalist og eiga stöðugt í stríði við óvininn. Það eru sem sagt þessar stóru skjaldbökur sem börnin falla fyrir unnvörpum. Tindátarnir og aðrir bardagamenn, sem foreldrarnir léku sér með, eru löngu úreltir. Jafnvel Batman og strumparnir eru gleymdir. Hvað verður á morgun? Spyr sá sem ekki veit en margir renna þó grun í að það sé Hrói höttur, sá gamli góði. Það er allt til'í Turtles: turtles- bíómynd, turtles-myndbönd, turt- les-tannburstar og tölvuleikir, turt- les-kökur og að sjálfsögðu límmiðar, svo aðeins brot sé nefnt. Þessar fjórar amerísku skjaldbökur skjóta upp kollinum alls staðar, meira að segja þar sem maöur á ekki von á að finna þær. Pitsastaðir auglýsa „turtles- pitsur" og börnin heimta turtles-mat. Fullorðið fólk, sem ekki umgengst börn í daglega lífinu, kemst ekki hjá að sjá þetta nýja æði hvarvetna. Og það þýðir væntanlega: Það eru lík- lega skjaldbökur sem eru í tísku þessa stundina. Urðu til í eldhúsinu Sagan um skjaldbökurnar varð til í eldhúsi auglýsingateiknarans Pet- ers Laird í Northampton árið 1985. Peter og textagerðarmaöurinn Kevin Estman fengu hugmynd sem ekki fékk mjög góðan hljómgrunn í fyrstu. Sagan var um íjórar skjaldbökur sem sleppt var í holræsi New Yorkborg- ar. Þær urðu fyrir geislun þannig að þær stækkuðu í mannhæð, ving- uðust við rottu með sama heimilis- fangi og með hafnaboltakylfur og sverð koma þær upp á götur borgar- innar til að berjast. Upphaflegt nafn var Teenage Mutant Ninja Turtles sem þótti ekki nógu gott. Sjónvarps- þættir voru gerðir um skjaldbökurn- ar og þeir sýndir í flestöllum sjón- varpsstöðvum í Bandaríkjunum. Brunalið og lögregla í New York fengu allt í einu nýtt verkefni: Að sækja böm sem farið höfðu ofan í holræsið til að finna vini sína, þá Rafael, Michelangelo, Donnatella og Leonardo, en það em nöfnin á skjald- bökunum. Nú er eitt ár síðan skjaldbökuæðið ruddist inn í Evrópu og kennarar í barnaskólum víðs vegar um heiminn spyrja sig bvernig fjórar skjaldbökur geti orðiö að átrúnaðargoðum smá- barna. Enginn hefur fundið svarið ennþá enda eru margar spurningar í henni veröld sem aldrei fást svör við. Ekki einu sinni höfundarnir hafa hugmynd um hvernig stendur á þessum miklu vinsældum. Tennurnar burstaðar með turtles Ekki er langt síðan dönsk börn fóru að biðja um skjaldbökurnar. Jóla- sveinninn varð háifgrænn er börnin báðu um turtles fyrir síðustu jól. Nú bursta börnin tennurnar með turt- lesog borða morgunverðinn á disk- um merktum skjalbökunum. Þau skipta á turtles-límmiðum og horfa á turtles á tveimur sjónvarpsstöðvum. Sérfræðingar segja að þannig sé framtíðin. Börnin gleypa í sig þær vörur sem eru markaðssettar á rétt- an hátt. Markaðssetningin er skipu- lögð með bíómynd, myndbandsspól- um, bókum, leikfóngum, fatnáði og mörgu fleiru. Að síðustu kemur framhald bíómyndarinnar. Það ér mjög mikilvægt að sjónvarpsstöðv- arnar sýni efnið, þar eru áhrifin hvað mest. Leikfangaframleiðendur eru ekki barnanna bestir í þessum efnum og leggja oft hart að framleiðendum að koma ákveðnum fígúrum á fram- færi. í Evrópu er lítið framleitt af barnaefni og því eiga amerísku myndirnir greiðan aðgang. Raun- veruleg þörf fyrir öðruvísi barna- myndir er mjög mikil en peninga- mennirnir sjá sæng sína uppreidda með framleiðslu á turtles, strump- um, Batman og svo framvegis, og foreldrar hafa ekki hugmynd um hvað kemur nýtt á næsta ári. Ekki banna skjaldbökurnar Danskur uppeldisfræðingur að nafni Erik Sigsgaard segir að foreldr- ar ættu ekki að æsa sig yfir turtles- æðinu eða öðru slíku sem upp kem- ur. „Þó manni fmnist amerísku skjaldbökurnar ómerkilegt rusl þá er mjög mikilvægt að taka áhugamál barnsins alvarlega. Þaö er nauðsyn- legt að taka tillit til þeirra óska. Þeg- ar börn hengja plakatmyndir eða límmiöa upp á vegg er það nákvæm- lega sama og þegar fullorðið fólk hengir málverkin sín upp,“ segir hann. „Leyfíð því börnunum aö leika með skjaldbökurnar meðan ábuginn varir annars er hætta á að upp komi óvild í garð foreldranna. Skjaldbök- urnar eru jú að berjast á móti því vonda og það er sá góði sem vinnur." Danski uppeldisfræðingurinn er á þvi að börn verði að fá að þroska með sér leikina og turtleser ekki verra en margt annað. Ef foreldrar vilja hins vegar losna við turtleser eina ráðið að vera með börnunum. „Öll börn vilja fara í veiðiferð með foreldrunum. Slík ferð hefur meira aðdráttarafl en öll heimsins leik- fóng.“ Alls staðar eru börn að skiptast á límmiðum og fótboltinn er gleymdur á meðan. Einn nýr Leonardo í stað- inn fyrir tvo Donnatella. Krökkun- um finnast skjaldbökurnar góðar og ekkert athugavert við að leika sér meö þær. Jafnvel bakararnir eru farnir að finna áhugann og í mörgum bakaríum er hægt að kaupa turtles kökur. En hvað verður það næsta? Hrói höttur næstur Flest bendir til að það verði Hrói höttur. Stutt er í að mynd um Hróa hött með leikaranum Kevin Costner verði frumsýnd. í Notthingham á Englandi hefur fyrsta Hróa hattar hátíðin litið dagsins ljós. Stór hópur fólks var þar samankominn með græna hatta, boga og örvar. Allt hef- ur verið gert til að líkja eftir Skíri- skógi, ekki síst til að laða að ferða- menn. Skiltum hefur verið komið fyrir með að minnsta kosti sex tungumálum svo allir skilji. Að sjálf- sögðu hefur Skíriskógur einnig verið gerður úr Lego-kubbum og Hrói hött- ur er þar í öllu sínu veldi. Hrói er með grænan hatt og hefur því sama Utinn og turtles, hann berst við óvininn og fer með sigur af hólmi. Hann er eins og skapaður fyrir bíó-, sjónvarps-, myndbands- og leik- fangaheiminn. Ef aUt gengur að ósk- um veröa skjaldbökurnar fjórar að flýja ofan í holræsin í New York undan pílum Hróa hattar og félaga áður en langt um Uöur. Það verður sennUega um næstu jól sem átökin hefjast og því geta foreldrar farið að undirbúa hervæðinguna. Laus er til umsóknar staða skólameistara við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti frá og með 1. ágúst nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 7. júní 1991 ÁSKRIFTARSÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: -6270 - talandi dæmi um þjónustu BOÐSMÓT TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR1991 hefst að Faxafeni 12 miðvikudaginn 12. júní nk. kl. 20. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi þannig: 1. umferð miðvikudag 12. júní kl. 20. 2. umferð föstudag 14. júní kl. 20. 3. umferð miðvikudag 19. júní kl. 20. 4. umferð föstudag 21. júní kl. 20. 5. umferð mánudag 24. júní kl. 20. 6. umferð miðvikudag 26. júní kl. 20. 7. umferð föstudag 28. júní kl. 20. Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsunartími er 1 Vi klst. á fyrstu 36 leikina en síðan 'A klst. til viðbótar til að Ijúka skákinni. Engar biðskákir. Skráning þátttakenda fer fram í sima Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning verður þriðjudag 11. júní kl. 19-22. Taflfélag Reykjavíkur Faxafeni 12, R. Símar: 81-35-40 og 68-16-90 Hudson Sérstaklega áferðarfallegar, mýkri og þynnri. Sérstök aðhaldsteygja fellur vel að og heldur fótum þínum óþreyttum frá morgni til kvölds. Hudson . Fyrir konur sem gera kröfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.